Morgunblaðið - 27.10.2017, Side 27

Morgunblaðið - 27.10.2017, Side 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2017 Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Höf. ók.) Hvíldu í friði, elsku langafi. Tinna Rut, Tómas Orri og Bjarki Friðjón. Kær vinur og samstarfsfélagi er óvænt fallinn frá, Elís Rós- ant Helgason, eða Elli eins og hann var alltaf kallaður. Ég man eftir fyrstu kynnum mín af honum þegar ég fór með föður mínum er hann var að keyra út egg og KRON í Norðurfelli var einn af viðkomustöðunum. Á móti okkur tók Elli tignarlegur í fasi, með bjartan svip, hlýtt handtak og bros á vör. Hann var kvikur í hreyfingum, tók á móti eggjunum snaggaralega og gekk frá þeim inn á kæli. Pabbi og hann tóku tal saman meðan gengið var frá pappírum og svo var pabba boðið í kaffi og ég fékk litla kók. Elli var virðulegur í allri framgöngu og myndarlegur maður, svona eins og fyrir- menni, konungur í ævintýra- sögum, en samt svo hlýr, sann- gjarn, réttsýnn og alltaf bjart yfir honum þannig að þú fannst til öryggis í návist hans. Elli var gæddur góðri kímnigáfu og var skemmtilegur og kunni að gleðjast á góðri stund. Elli var dugmikill verslunar- maður og farsæll hjá KRON og vann sig þar upp til æðstu met- orða, hvert verk unnið af alúð og fagmennsku. Úlfhildur, dóttir Ella og Ingu Guðmannsdóttur eiginkonu hans, var vinnukona hjá for- eldrum mínum og því mynd- uðust milli fjölskyldnanna sér- stök vinar- og tryggðarbönd sem aldrei rofnuðu eða bar skugga á. Leiðir okkar lágu oft saman fyrst þegar hann var orðinn sölustjóri hjá Kosti og seldi Borgarnespizzur og ég var þá komin í hans hlutverk sem verslunarmaður hjá Hagkaup- um á Eiðistorgi. Seinna urðum við svo sam- starfsmenn í Osta- og smjörsöl- unni. Það var einstaklega ánægjulegt og lærði ég margt af mínum kæra vini, sérstak- lega lærði ég að ekkert verk er svo smátt að það þarfnist ekki alúðar og trúmennsku. Þarna vann Elli sem áður var einn af æðstu stjórnendum KRON með okkur yngra fólkinu og leit allt- af á okkur sem jafningja. Elli átti einstaklega gott með að umgangast fólk og var vel lið- inn af samstarfsfólki og ekki síður viðskiptamönnum Osta- og smjörsölunnar sem sáu mjög á eftir Ella er hann hætti störf- um, svo vel var hann kynntur. Elli tók að sér umsjón með pökkun á jólakörfunum og stýrði okkur eins og herforingi og einnig var hann dugandi á ostadögum. Þá munaði heldur betur um okkar mann og hans miklu reynslu, gekk fumlaust í öll verk stór og smá. Elli greip gjarnan í spil í há- deginu með félögum sínum þeim Kidda, Kalla og Gunnari og svo var gersemin okkar hún Nína heitin með þeim stundum. Fjölskyldan var Ella allt og það ríkidæmi hans hæfði kon- ungi. Sumt fólk er þannig að það er alltaf sólarmegin í lífinu og þannig var um okkar kæra vin, sem ræktaði vináttuna og hið góða í hverjum og einum. Það eru forréttindi að fá að kynnast slíku fólki og eiga með því vegferð í gegnum lífið. Ég vil þakka Ella fyrir ein- stakt samstarf og vináttu. Við fjölskyldan í Eyjum Kjós, faðir minn og fyrrverandi samstarfs- fólk í Osta- og smjörsölunni vottum eiginkonu og fjölskyldu Ella okkar dýpstu samúð um leið og við biðjum Guð að blessa heimkomu hans og um- vefja fólkið hans í birtu og blessun á þessum erfiðu tímum. Orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Ólafur M. Magnússon. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Enn einn skólafélagi hefur kvatt okkur. Það var ekki langt á milli dánardaga þeirra Hún- boga Þorsteinssonar og Elísar Rósants Helgasonar. Og það eru aðeins góðar minningar sem við eigum um þá félaga. Vera okkar í Samvinnuskól- anum í Bifröst veturna 1956 og 1958 var góður tími. Tími þar sem við nutum þeirra forrétt- inda að vera saman í námi og leik. Leiðbeinendur okkar voru frábærir innan skóla sem utan. Gönguferðir um fallegt um- hverfi og íþróttir stundaðar í útivistinni. Félagslífið innan skólans, t.d. klúbbastarfið, blómstraði. Ógleymanlegur tími fyrir okkur sem komum sitt úr hverri áttinni. Í dag kveðjum við kæran vin okkar og skólabróður, Elís Rós- ant Helgason. Hann Elli var spengilegur og kröftugur, enda í fararbroddi í knattspyrnuliði skólans. Þrumuskot hans í hornið fjær voru lengi minnis- stæð. Hann var mjög góður bridgespilari, hugmyndaríkur og ákveðinn. Árangur hans við spilaborðið var frægur og hann var eftirsóttur sem spilafélagi. Raunar varð það svo að seinni veturinn fóru frístundir Ella að hluta til í annað. Í skól- ann var mætt sómastúlkan Inga Guðmannsdóttir. Saklaus- ir „spádómar“ hófust nefnilega á milli Ingu og Ella sem þróuð- ust í 60 ára sérlega gæfuríka sambúð sem skilur eftir sig heilan hóp glæsilegra afkom- enda. Starfsferill Ella var einstak- lega farsæll. Mestan hluta starfsævi sinnar var hann verslunarstjóri hjá verslunum KRON. Aldrei heyrðust kvartanir viðskiptavina né starfsmanna hans. Aðeins hól og þakklæti frá öllum. Hann endaði starfs- ferilinn í Osta- og smjörsölunni og þar unnu þeir saman gömlu skólafélagarnir Kristinn Guðna- son og Elli við góðan orðstír. Okkar frábæru skólasystur hafa annast það að halda hóp- unum saman. Mörg eru ferðalögin sem við höfum farið í saman og í mörg undanfarin ár höfum við hist í hádeginu einu sinni í mánuði á ýmsum veitingastöðum. Þar áttu Elli og Húnbogi stóran þátt í að finna staði og komast að samkomulagi um verð. Góðir samningamenn báð- ir tveir. Við söknum og syrgjum góð- an, traustan og skemmtilegan vin og félaga. Þökkum fyrir yfir sextíu ára samleið og sendum okkar elskulegu skólasystur Ingu og allri hennar fjölskyldu okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Góðar minningar lifa. Takk, kæri Elli. F.h. útskriftarárgangs 1958 frá Samvinnuskólanum í Bif- röst, Friðrik Ágúst Helgason. ✝ Ásrún BjörgArnþórsdóttir fæddist 26. mars 1938 á Norðfirði. Hún lést 6. októ- ber 2017 á heimili sínu í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Arnþór Árnason, kennari, frá Garði í Mý- vatnssveit, f. 28. október 1904, og Helga Lovísa Jónsdóttir, hús- móðir, f. 9. júní 1912. Systk- ini Ásrúnar eru þau Árni Jón, f. 4. júlí 1944, og Helga, f. 12. september 1952. Ásrún giftist Sigmundi Indriða Júlíussyni, bókhaldara og tónlistar- manni, f. 30. september 1934, þann 6. september 1980. Fyrri eiginmaður Ásrúnar Barnabörn: Ágúst Unnar, Sandra Diljá, Bjarki Rúnar, Þórdís Katla, Íris Björg og Hrafntinna Rún. 3) Gunn- hildur, f. 11. nóvember 1958, maki Guðmundur Karvel Pálsson. Börn þeirra: Rúnar Karvel, Petra Dröfn, Smári Karvel og Ómar Karvel. Barnabörn: Sóldís Björt og Vigdís Eva. 4) Jón Víkingur, f. 24. júní 1961, maki Sigríður Erlendsdóttir. Börn þeirra: Þórkatla Eva og Þórir Björn. Barnabörn: Harpa Lovísa og Júlían Haukur. 5) Anna Mar- grét, f. 28. október 1962, maki Guðbergur Guðnason. Fyrrverandi eiginmaður var Jón Bergmann Skúlason, hann lést 7. febrúar 2013. Barn þeirra: Linda Bergdís. Börn hennar með Magnúsi Haraldssyni: Karen og Dagný Eva. Barnabörn: Alexíus Þór, Arndís Hrafna, Brynja Katrín og Eyrún Arna. Útför Ásrúnar Bjargar fer fram frá Grensáskirkju í dag, 27. október 2017, klukkan 13. var Hálfdán Ágúst Jónsson, f. 12.2. 1933, d. 12. maí 2010, þau skildu árið 1972. Börn þeirra eru 1) Arnþór Helgi, f. 17. ágúst 1957, maki Guðlaug Bernódusdóttir. Fyrri maki Guð- rún Júlía Jens- dóttir. Börn þeirra: Ásrún Björg, Jenný Rut, Óðinn Örn og Ingvar Ágúst. Barnabörn: Alexander Jens, Christian Arnþór, Emma Júlía og Bjartur Snær. 2) Ágústa Björg, f. 17. ágúst 1957, maki Guðni Agnarsson. Barn þeirra Kolbrún Ágústa. Barn með Guðmundi Odd- bergssyni: Þórhildur Rún. Mín elskulega eiginkona, Ása, er látin. Örfá minningarorð vil ég rita því ég sakna hennar sárt. Hún var mér mikill stuðningur í öllum mínum erfiðu veikindum og hvatti mig til að vera duglegur, en við vorum mjög náin. Langar mig í örfáum orðum að rifja upp tímann okkar saman en sá tími spannaði rúm 40 ár. Við giftum okkur í Svíþjóð 6. september 1980, áttum þar ynd- isleg ár bæði í Gautaborg og svo í Janköping en þaðan fórum við heim til Íslands í Torfufellið. Í Torfufelli 27 var oft glatt á hjalla með öllum börnunum, stjúpbörnum, barnabörnum og barnabarnabörnum okkar. Ása mín var mikil handavinnu- kona. Alltaf var hún að sauma út myndir, strengi o.m.fl. og eru ófá stykki eftir hana út um allt. Jóla- kortin voru útsaumuð og fengu allir handgert jólakort, en þetta var hennar líf og yndi. En svo kom að við fluttum í dvalarheimilið Furugerði 1, en fljótlega eftir að við fluttum þangað hófst hennar veikinda- stríð fyrir alvöru, handsaumuðu jólakortunum og afmæliskortun- um fór fækkandi því hún átti orð- ið erfitt með að handleika nálina. Hinn 4. september sl. fluttum við á Hjúkrunarheimilið Grund þar sem hún fékk alla þá aðstoð sem hægt var að fá, en 6. október sl. féll hún frá. Blessuð sé minning þín. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni. Láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. (Gísli á Uppsölum) Þinn eiginmaður, Sigmundur Indriði Júlíusson. Að vera fjarri heimahögum og fá þær fréttir að móðir mín hafi kvatt skyndilega var erfitt. Fljúga upp margar hugsanir; af hverju, hvernig og hvað ef? Fátt er um svör en eitt er víst að ævi- skeið hvers og eins tekur enda. Efst í huga mér í dag er þakklæti fyrir mömmuna sem ég átti alla tíð. Mömmu sem fæddi mig og klæddi. Mömmu sem kenndi mér muninn á réttu og röngu. Mömmu sem var til staðar fyrir mig og mína. Mömmu sem var amma og langamma barnanna minna. Ó mamma, ó mamma þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert. Kveðja örverpið þitt, Anna Margrét. Ég kveð þig, mamma, en sé um svið að sólskin bjart þar er, sem opnar hlið að fögrum frið, og farsæld handa þér. Því lífs er stríði lokið nú, en leiðina þú gekkst í trú á allt sem gott og göfugt er og glæðir sálarhag. Það ljós sem ávallt lýsti þér, það lýsir mér í dag. Ég kveð þig, mamma, en mildur blær um minninganna lönd, um túnin nær og tinda fjær, mig tengir mjúkri hönd, sem litla stúlku leiddi um veg, sú litla stúlka; það var ég, og höndin; það var höndin þín, svo hlý og ljúf og blíð. Ég kveð þig, elsku mamma mín, en man þig alla tíð. (Rúnar Kristjánsson) Hvíl í friði, elsku mamma. Ágústa Björg. Elsku amma. Það er svo margt sem mann langar að segja eftir á, hlutir sem maður hefði átt að segja oftar þegar maður hafði tækifæri til. Fréttirnar af andláti þínu komu okkur öllum algjörlega að óvör- um, við bjuggumst við miklu fleiri árum með þér en ef undanfarin ár hafa kennt okkur eitthvað þá ætti það að vera að njóta þess tíma með þeim sem við elskum á meðan við höfum þá hjá okkur. Sem betur fer eigum við óendanlega margar góðar minn- ingar til að hugga okkur við, öll sumrin í Hrísakoti voru ómetan- leg. Við getum ómögulega munað hversu oft við gistum hjá ykkur og hjálpuðum með hin ýmsu verk. Við systurnar vorum líka svo ótrúlega heppnar að fá að verja flestum okkar jólum með ykkur afa en það var alltaf uppá- haldstími okkar allra og við sökn- um þeirra ennþá þó við séum all- ar orðnar fullorðnar með okkar eigin fjölskyldur. Litlu hlutirnir verða oft svo mikilvægir á stundum sem þess- um, við erum svo þakklátar fyrir einföldustu hluti eins og að hafa getað kíkt til ykkar í Torfó í hafragraut í „gati“ í skólanum. Þakklæti er efst í huga okkar. Takk, elsku amma, fyrir allt. Takk fyrir allar minningarnar. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyr- ir okkur, takk fyrir allt spjallið, knúsin, ráðin sem þú gafst okkur, takk fyrir að vera þú. Við elskum þig og söknum þín. Karen, Dagný og Linda. Þú varst okkur amma svo undur góð og eftirlétst okkur dýran sjóð, með bænum og blessun þinni. Í barnsins hjarta var sæði sáð, er síðan blómgast af Drottins náð, sá ávöxtur geymist inni. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Takk fyrir allt, elsku lang- amma. Ágúst Unnar, Sandra Diljá og Bjarki Rúnar. Það er með tárum sem ég kveð í dag elsku ömmu mína en einnig með þakklæti í huga fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og mína. Hún gaf mér afskaplega mikið í gegnum árin með fallegum orð- um, ástúð og umhyggju. Ég gat alltaf leitað til hennar og alltaf tók hún á móti mér með opinn faðminn. Ömmuknúsið var gott. Þær eru ótal minningarnar sem við áttum saman, ég og hún. Ég er búin að reyna að skrifa eitthvað á blað og endurskrifa aftur og aftur en þegar öllu er á botninn hvolft er erfitt að setja þessar minningar á blað. Það er kannski helst að minnast á Sví- þjóð. Ég var svo heppin að fá að eiga stundir með ömmu og afa þar. Ég fékk að fara ein til þeirra tvisvar sinnum, þá sjö og ellefu ára gömul og auðvitað var ég dekruð. Lítill ísskápur í herberg- inu mínu þar sem alltaf var til ávaxtadjús og Daim. Hvítu jakkafötin, bleika skyrtan og bleiku klossarnir sem við amma völdum saman á mig eru mér líka minnisstæð. Jarðarberin og fyrstu kynnin af geitungunum og dramað í kringum það. Minning- arnar eru auðvitað miklu fleiri þaðan og snúast ekki um hluti og súkkulaði en það voru forréttindi að hafa fengið þennan tíma með ömmu og afa. Við áttum fullt af öðrum stund- um saman eftir að hún og afi fluttu heim og þær breyttust auð- vitað eftir því sem ég varð eldri. Spjallið þróaðist og við amma skiptumst á skoðunum um hin ýmsu málefni. Við vorum ekki alltaf sammála en bárum virð- ingu fyrir ólíkum skoðunum og það þýddi ekkert að móðgast. Við þurftum bara að koma með góð rök. Amma lagði líka mikla áherslu á að við töluðum rétta og fallega íslensku. Ég reyndi mitt besta í því en það tókst ekki alltaf. Þar sem aldursmunurinn á okkur var ekki svo ýkja mikill fengu börnin mín að kynnast ömmu og áttu því langömmu sem er yndislegt fyrir þau. Við mun- um því getað rifjað upp og rætt saman um þær minningar sem við eigum sameiginlegar og ég mun deila mínum með þeim. Þeg- ar ég hjálpaði krökkunum að finna ljóð sem þeim fannst fallegt til að minnast langömmu sinnar þá rakst ég á eitt sem snerti mig og lýsir vel hvernig mér líður. Amma átti og mun alltaf eiga sér- stakan stað í hjarta mér. Langt úr fjarlægð, elsku amma mín, ómar hinzta kveðja nú til þín. En allt hið góða, er ég hlaut hjá þér, ég allar stundir geymi í hjarta mér. Ég man frá bernsku mildi og kærleik þinn, man hve oft þú gladdir huga minn. Og glæddir allt hið góða í minni sál, að gleðja aðra var þitt hjartans mál. Og hvar um heim, sem liggur leiðin mín þá lýsa mér hin góðu áhrif þín. Mér örlát gafst af elskuríkri lund, og aldrei brást þín tryggð að hinztu stund. Af heitu hjarta allt ég þakka þér, þínar gjafir, sem þú veittir mér. Þín blessun minning býr mér ætíð hjá, ég björtum geislum strái veg minn á. (Höf. ók.) Ég er mjög þakklát fyrir þær samverustundir sem ég átti með ömmu áður en hún kvaddi en þær voru margar á stuttum tíma. Við þurftum að glíma við ýmislegt en okkur tókst það í sameiningu því við skildum hvor aðra. Nú skilur leiðir en ég trúi því að við hitt- umst aftur síðar. Guð geymi þig, elsku amma mín, og sofðu rótt. Þórhildur Rún Guðmundsdóttir. Elsku amma. Við vitum að nú ertu verkja- laus og frjáls. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Elsk- um þig alltaf. Vertu ekki grátinn við gröfina mína góði, ég sef ekki þar. Ég er í leikandi ljúfum vindum, ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt, ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttubil og alstirndur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér – gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér. (Þýð. Ásgerður Ingimarsdóttir.) Þín barnabörn Ása, Jenný, Óðinn og Ingvar. Ásrún Björg Arnþórsdóttir Útfararþjónusta Vönduð og persónuleg þjónusta athofn@athofn.is - www.athofn.is ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919 Inger Steinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.