Morgunblaðið - 27.10.2017, Page 30

Morgunblaðið - 27.10.2017, Page 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2017 ✝ Helgi Guð-mundsson úr- smiður fæddist 12. maí 1936 á Njáls- götu 59 í Reykja- vík. Hann lést á Landspítala Foss- vogi 16. október 2017. Foreldrar hans voru Guðrún S. Benediktsdóttir húsmóðir, f. 1896, d. 1984, og Guðmundur Helga- son trésmiður, f. 1888, d. 1965. Systkini Helga eru Helga, f. 1929, Gísli, f. 1930, Guðfinna, f. 1931, Guðríður, f. 1933, d. 1935, Kristján, f. 1934, Guðríður, f. 1938, og Eðvarð, f. 1939. Eftir- lifandi eiginkona Helga er Nína Björg Kristinsdóttir, f. 1930. Þeirra sonur er Guðmundur Helgason, f. 1965, íþróttakenn- ari og tölvunarfræðingur, kvæntur Ingu Þóru Þórisdóttur, f. 1965. Þeirra sonur er Ýmir, f. 1997. Fyrir átti Nína þrjú börn f. 1958, þýðandi. Hans kona er Dagný Björgvinsdóttir, f. 1959. Þeirra börn eru a) Guðbjörg Helga, f. 1985, sambýlismaður Jónas Magnússon, b) Guðrún Halla, f. 1990, c) Björgvin Helgi, f. 1996. Fyrir átti Dagný soninn Dag Bergsson, f. 1981. Helgi fæddist og ólst upp á Njálsgötu 59 í Reykjavík. Eftir að námi í barna- og gagnfræða- skóla lauk lærði Helgi úr- smíðaiðn hjá Frank Michelsen úrsmíðameistara við Laugaveg. Helgi og Nína Björg stofnuðu úrsmíðaverslun Helga Guð- mundssonar, fyrst að Lauga- vegi 65, síðar Laugavegi 96 við hlið Stjörnubíós en árið 1981 fluttu þau sig að Laugavegi 82. Þar voru þau með rekstur í 25 ár. Helgi og Nína hættu rekstri 2006 eftir 42 ára verslunar- rekstur við Laugaveginn. Helgi sat lengi í stjórn Úrsmiðafélags Íslands og stuðlaði að útkomu bókar um úrsmíði á Íslandi. Honum var umhugað um hag Úrsmiðafélagsins og hefði viljað fagna 90 ára afmæli þess, en það er útfarardagur Helga, 27. október. Útförin fer fram frá Kópa- vogskirkju í dag, 27. október, klukkan 13. og gekk Helgi þeim í föðurstað. Þau eru 1) Helga Boga- dóttir, f. 1954, sjúkraþjálfari, og hennar maður er Hilmar Malmquist, f. 1957. Þeirra syn- ir eru Húni og Hrafn, fæddir 1982. Sambýlis- kona Hrafns er Andrea Ólafsdóttir, f. 1976, og eiga þau börnin Boga og Lísu Bríeti, en fyrir átti Andrea soninn Atla. 2) Halla Bogadóttir, f. 1956, gull- smiður og kennari. Sambýlis- maður hennar er Eiríkur G. Guðmundsson, f. 1953. Hennar börn eru a) Nína Kristjáns- dóttir, f. 1980, sonur hennar er Anton Breki og sambýlismaður Guðmundur Halldór Jóhanns- son, b) Indriði Kristjánsson, f. 1984, c) Unnur Kristjánsdóttir, f. 1988, sonur hennar Styrmir Reynald 3) Jóhann S. Bogason, Lukkuteningi var kastað... það er að segja hún fór með gullten- inginn sinn og bað hann að festa teninginn við armbandið hennar. Og teningum var kastað. Hún sýndi honum börnin sín þrjú. Ég var sjö ára og svaf í efri koju, vaknaði við þruskið og sá hann. Þetta var árið 1963 síðsum- ars og líf okkar barnanna og mömmu tók stakkaskiptum. Við eignuðumst pabba, nýjan bróður, stofnuð var Úrsmíðaverslun Helga Guðmundssonar og við fluttum 1967 í nýja íbúð. Þau voru samhent mamma og Helgi pabbi, unnu saman, voru alltaf saman. Helgi pabbi, eða Helgi Guð- mundsson fæddist á Njálsgötu 59 í Reykjavík og var sjötta barn foreldra sinna af átta börnum þeirra. Heimilislífið einkenndist af kátínu, fjöri og gestakomum. Æskan var pabba ánægjuleg og minntist hann foreldra sinna með hlýhug. Pabbi gekk í Austur- bæjarbarnaskólann í Lindar- götuskólann og lærði svo úrsmíði hjá Frank Michelsen við Lauga- veginn. Unglingsár pabba voru honum ánægjuleg, hann átti góða vini, þeir tefldu saman, fóru á tónleika hjá sinfóníunni en afdrifaríkust áhrif á hann var tilvist kaffihúss- ins á Laugavegi 11. Pabbi var 18 ára þegar hann steig inn í þennan merkilega heim menningar, lista og fjölbreytilegs mannlífs. Hann eignaðist vini fyrir lífstíð – Braga Kristjónsson, Alfreð Flóka, Ólaf Magnússon, Þorstein frá Hamri, Ara Jósefsson svo einhverjir séu nefndir og kölluðu þeir sig In- telligensíuna. Hópurinn samein- aði krafta sína á sviði myndlistar, bókmennta, tónlistar og heim- spekilegra vangaveltna um til- gang lífsins. Ég efast ekki eina mínútu um að framlag pabba í þennan hóp hafi verið margvís- legt. Hann var með límheila, mundi allt sem hann las, þekkti sögu og menn, hafði sterka til- finningu fyrir íslensku máli og margræðan skilning orða. En fyrst og fremst var hann mann- vinur. Hann taldi sig heppinn að hafa tilheyrt þessum hópi. Við fjölskyldan vorum líka heppinn, því pabbi flutti okkur allt það sem hann hafði upplifað í menningu og listum og dýpkaði þá þekkingu eftir því sem árin liðu. Sem krakkar sóttum við tón- leika, myndlistasýningar og hann rétti að okkur bækur sem hann taldi mikilvægt að við læsum. Hann sótti okkur á æfingar og böll. Hann þroskaði með okkur skilning á samfélaginu og rétt- indum hvers einstaklings í því. Hann var pólitískur í besta skiln- ingi þess orðs. Í tæp fimmtíu ár ráku mamma og pabbi úrsmíðaverslun þeirra við Laugaveginn, fyrst nr. 65, svo 96 og síðast 82. Þangað komu margir og margvíslegir gestir og hellt var upp á kaffi. Nú er komið að leiðarlokum og þá reikar hugurinn að því hvern- ig líf okkar hefði orðið ef lukku- teningurinn hefði ekki leitt mömmu og Helga pabba saman, ef við hefðum fengið annan pabba með annan skilning á lífinu. En teningum var kastað og Helgi pabbi var okkar lukkuteningur. Fyrir það er ég ævinlega þakklát. Við systkinin munum varðveita og heiðra minningu hans. Halla Bogadóttir. Ég vil minnast Helga pabba í fáeinum orðum núna þegar hann er allur. Vegferð okkar hefur ver- ið samfelld í ríflega hálfa öld. Hann kom til móður okkar þegar hún var ekkja með þrjú ung börn. Ég var snáði, systur mínar litlu eldri og hann gekk okkur í föður- stað. Helgi pabbi færði okkur lang- þráð skjól og öryggi. Hann lagði aukinheldur til í veganesti okkar lifandi áhuga á margvíslegri menningu eins og myndlist, hönnun og bókmenntum. Við systkinin eignuðumst líka nýjan bróður. Ég trúi að þessi kynni hafi verið gagnkvæm gæfa okkar allra. Næg eru dæmin. Núna vil ég minnast þess þeg- ar ég vakti með bróður mínum yf- ir Helga pabba meðvitundarlaus- um skömmu áður en hann skildi við. Þá kom til okkar hjúkrunar- kona sem hafði kynnst honum og stutt ríkulega síðustu skrefin í þrautagöngu hans. Hún settist við dánarbeð Helga pabba og grét. Þannig var Helgi pabbi í raun mikill gæfumaður. Hann vissi sem er að maður lifir ekki sjálfum sér. Maður lifir öðrum. Tár hjúkrunarkonunnar og allra okk- ar sem harma fráfall hans eru staðfesting á því. Mér þykir líka vænt um að hafa reynt hvernig hans síðustu meðvituðu kraftar fóru í að fagna umhyggju okkar allra sem vökt- um með honum áður en hann féll í dá. Best finnst mér þó að vita að skömmu áður en hann gaf upp öndina brosti hann. Þannig vil ég minnast Helga pabba. Jóhann S. Bogason. Dagurinn sem dó í gær lifir góðu lífi bak við fjöllin. Ég sæki þangað birtuna að búa til morgundaginn. (Valgerður Benediktsdóttir) Stelpa varð skotin í strák og strákur varð skotinn í stelpu. Hugsunin um tengdafjölskyldu var langt frá þeim á þeirri stundu. Það breyttist fljótt. Ég hef oft hugsað til þess, ekki síst í seinni tíð, hversu vel var gefið þegar ég eignaðist ykkur Nínu sem tengdaforeldra. Ég hefði ekki getað valið betur sjálf. Þið tókuð mér strax opnum örmum og létuð mig frá fyrstu mínútu finna hversu velkomin ég var í fjölskyldu ykkar. Ég varð þess fljótt áskynja að börnin ykkar, tengdabörnin, barnabörnin og síðar barnabarnabörnin voru ykkur allt. Þið voruð alltaf vakin og sofin yfir velferð þeirra. Þú varst einstaklega áhugsam- ur um allt sem við litla fjölskyld- an í Hlíðarhjalla tókum okkur fyrir hendur í lífi og starfi. Þið Ýmir áttuð alltaf mjög fallegt og náið samband sem ég veit að á eftir að lifa með honum um ókomna tíð. Þegar Ýmir var kornungur lékstu við hann á hans forsendum og alltaf á gólfinu. Þegar hann þroskaðist varstu ósjaldan nærri þegar hann var að keppa í knattspyrnu, í sundi eða á skákmótum og þið létuð bóka- markaðina aldrei framhjá ykkur fara. Ef Ýmir var settur í pössun í þrjá til fjóra daga vegna utanfara okkar foreldranna var iðulega kannað með líðan hans í símtöl- um eða með heimsóknum. Eftir að hann eltist dýpkaði samband ykkar því þá varstu ekki að fræða barn heldur ungan mann og það fór þér líka vel úr hendi. Þú komst alltaf fram við hann sem jafningja og félaga. Ýmir leitaði oft til þín og miklu oftar en við foreldrar hans vorum upplýst um, s.s. þegar hann var læstur úti, þurfti skutl í skólann eða þeg- ar hann þurfti á stuðningi og væntumþykju að halda, sem þú varst gjafmildur á. Þú varst fluggáfaður og vel að þér um allt milli himins og jarðar. Þú hafðir yfirburðahæfni í mann- legum samskiptum, varst ætíð léttur í lund, hlýr, tilfinninga- næmur, góðviljaður og gjafmild- ur. Þú hafðir mikla ánægju af samveru með góðu fólki og fátt mannlegt var þér óviðkomandi. Þú kenndir mér ótalmargt og miðlaðir mörgu til mín á þessu sí- fellda ferðalagi okkar í tímanum. Ég var rétt rúmlega tvítug þegar þið Nína kveiktuð áhuga minn á íslenskri myndlist og danskri hönnun. Það var mér mikil upp- lifun að koma inn á ykkar fallega heimili og sjá öll stórfenglegu listaverkin ykkar og heyra sög- urnar af verkunum og listamönn- unum sem flestir voru góðvinir ykkar. Það var ekki einungis áhuga- vert og fræðandi að kynnast vin- um þínum sem lögðu leið sína til þín í Úrsmíðaverslun Helga Guð- mundssonar að Laugavegi 82 heldur ekki síður ógleymanlegt, gefandi og skemmtilegt. Ég þakka þér fyrir samfylgd- ina kringum sólina, hring, eftir hring, eftir hring, eftir hring... Þín Inga Þóra. Hann Helgi „úri“ Guðmunds- son tengdafaðir minn er allur, lið- lega 81 árs. Hann féll eftir skamma sjúkrahúslegu og bar- áttu við illvíga kvilla sem iðulega fylgja efri árunum. Helgi kvaddi jarðlífið með frið og sátt í sinni í faðmi sinna nánustu. Kynni mín af Helga stóðu í 36 ár, frá því að við Helga stjúpdótt- ir hans hófum sambúð haustið 1981. Samskiptin við Helga voru alla tíð afar ánægjuleg og gef- andi. Aldrei sló í brýnu og aldrei slettist upp á vinskapinn. Mann- kostir Helga voru slíkir. Hann var vel gefinn, vandaður, grand- var, réttsýnn, hófsamur, óeigin- gjarn, vinamargur og félags- lyndur. Viðmót Helga var ávallt jákvætt. Hann gaf sig að mönn- um og málefnum, sýndi öðrum einlægan áhuga. Hann gaf sér tíma til að ræða málin og sinna mér og mínum, og skipti engu um hvað var að tefla – húsnæðismál, heill Hrafns og Húna, strákanna okkar Helgu, stjórnmál eða næsti leikur Arsenal, sem við studdum báðir. Aldrei var komið að tómum kofanum hjá Helga. Hann var víðlesinn, fjölfróður og minnis- góður með eindæmum og kunni frá mörgu að segja rétt og stað- fastlega, oft með gamansömu nið- urlagi. Hann var húmoristi og það af fínna taginu í þeim skiln- ingi að hann lék sér að orðum, stundaði orðaleiki, enda hafði Helgi gott vald á íslenskri tungu. Á málasviðinu átti Helgi sam- herja og góðan vin, Gunnar Jóns- son fiskifræðing, og hittust þeir reglulega á meðan Helgi rak úra- búðina á Laugavegi og Gunnar bjó þar skammt frá. Helgi ræktaði fjölskyldubönd- in einnig vel og reglulega. Eink- um voru heimsóknir til okkar á Holtsgötuna vinsælar um helgar þegar Nína tengdamóðir átti er- indi í Kolaportið að kaupa eða selja og Helgi sótti listsýningar og önnur mannamót af menning- artagi. Við Helgi áttum margar góðar stundir tveir saman á slík- um viðburðum. Sér í lagi var gef- andi að sækja málverkasýningar með honum. Þar var Helgi á heimavelli, öllum hnútum kunn- ugur, enda um tíma meðlimur í Intelligensíunni svokölluðu – vinahópi listamanna sem hélt til á Kaffi Laugavegi 11 á sjötta og sjöunda áratugnum. Af málurum í þessum hópi má nefna Alfreð Flóka, Braga Ásgeirsson og Tryggva Ólafsson. Heimili Helga og Nínu var og prýtt góðum lista- verkum og nærandi að koma þangað og drekka í sig fagur- fræðina. Bókmenntir voru einnig hafðar í hávegum hjá Helga. Og það er lýsandi fyrir menningar- braginn á heimili þeirra hjóna að bækur voru ekki einasta frammi við í hillum í stofu og herbergj- um, heldur var þær einnig að finna í stöflum inni í fataskápum! Þetta kom í ljós síðastliðið vor þegar Helgi og Nína fluttu úr Melgerði í Sóltún þar sem þau ætluðu að eyða saman síðustu æviárunum. Dvölin í Sóltúni varð skemmri en Helgi ætlaði sér, því er nú verr og miður. Nú þegar leiðir skiljast er mér efst í huga eftirsjá en jafnframt þakklæti fyrir þá gæfu að hafa notið samvista við Helga. Vin- skapur hans og vandaðir mann- kostir færðu mér og Helgu, börn- unum og barnabörnunum ánægju og gleði, bætti líf okkar og gerði það innihaldsríkara. Hvíl í friði. Hilmar J. Malmquist. Takk afi, fyrir allt... Takk fyrir hjartað þitt. Takk fyrir brosið þitt. Takk fyrir húmorinn þinn. Takk fyrir ástina þína. Þinn langafastrákur Breki. Helgi bróðir minn, sem ég nú minnist, var úrsmiður við Lauga- veginn í um fjörutíu ár eftir nám hjá Frank Michelsen. Margir komu við í verzluninni hjá Helga og Nínu; sumir stóðu stutt við, aðrir lengur og urðu umræður ævinlega áhugaverðar og skemmtilegar. Ekki lét úrsmið- urinn það trufla sig við störf sín og vinnan gekk eins og klukkurn- ar í kringum hann. Fyrir um tíu árum lokuðu Helgi og Nína verzl- un sinni við Laugaveginn. Þau voru Kópavogsbúar og á seinni árum hafði Helgi þann góða sið að koma til Reykjavíkur einn dag í viku hverri ýmissa erinda. Á föstudögum kom Helgi og hinir bræður okkar saman í hádegis- snarl á heimili mínu í Reykjavík. Varð okkur skrafdrjúgt er við rifjuðum upp skemmtilega at- burði úr lífi okkar; ekki sízt frá uppvaxtarárunum við Njáls- götuna. Helgi bróðir var mjög minnugur, ættfróður, mann- glöggur, hafði afar næmt skop- skyn, traustur og nákvæmur eins og Dómkirkjuklukkan. Mesta lán Helga á lífsleiðinni var Nína. Við systkinin þökkum fyrir að hafa átt svo góðan bróður sem hann var. Dauðinn kemur oft óvænt, en augljóst var síðustu vikurnar að hans yrði ekki langt að bíða. Helgi bróðir okkar kvaddi þetta jarðneska líf 16. október síðast- liðinn. Nínu, börnunum og öðrum ástvinum sendum við systkinin, makar og frændsystkinin innileg- ustu samúðarkveðjur. Megi hann vera á Guðs vegum. Guðfinna. Föðurbróðir minn Helgi Guð- mundsson úrsmiður er fallinn frá eftir skammvinn veikindi. Helgi úri, eins og maður vísaði vanalega til hans, var gull af manni. Gæska, traust og ljúflyndi einkenndi hann. Þessi lyndisein- kenni sýndu sig vel í veikindum hans síðustu mánuði, og andlegur styrkur hans og æðruleysi undir hið síðasta þegar ljóst var hvert stefndi var einstakt. Mínar fyrstu minningar af Helga eru frá úrsmíðaverkstæð- inu í Hljóðfærahúsinu við hlið Stjörnubíós. Úrin og klukkuverk- in voru ævintýraheimur að koma inn í. Það var ekki síður gaman að koma til hans þegar maður óx úr grasi, að setjast baka til og spjalla við hann og Nínu um mál- efni líðandi stundar. Áhugasviðið var fjölbreytt: Stjórnmál, mann- lífið, listir, íþróttir og þannig mætti lengi telja. Helgi var áhugamaður um allt sem mannlegt er. Hann var viðræðugóður, naut þess að spjalla um heima og geima og sýndi því einlægan áhuga sem maður hafði fyrir stafni hverju sinni. Hann hafði sérlega gaman af því að segja sögur og hann endaði þær iðulega með einhverj- um hnyttnum ummælum, léttum hlátri og bliki í auga, sem var svo einkennandi fyrir Helga. Hann hafði nefnilega einstaklega gam- an af lífinu, það skein svo ljóslega í gegn af öllu hans fasi og fram- göngu. Vart verður minnst á Helga öðruvísi en að nafn Nínu sé nefnt í sömu andrá, svo samrýnd voru þau og samhent sem hjón í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur, en Nína stóð ávallt vaktina með hon- um í úraversluninni enda versl- unarkona fram í fingurgóma. Helgi gekk þremur börnum Nínu í föðurstað. Það lýsir því best hví- líkur öðlingsmaður Helgi var hve ástríkt og fallegt samband hans var við börn þeirra Nínu, og síðar barnabörn og barnabarnabörn. Helgi og Nína bjuggu lengst af sinni búskapartíð í Melgerð- inu í Kópavogi en voru rétt ný- flutt í nýbyggða íbúð í Reykjavík þegar Helgi fór að kenna þeirra veikinda sem hann fékk ekki sigrað. Það er sárt til að hugsa að honum hafi ekki enst aldur til að njóta nýrra heimkynna með Nínu, sem ávallt hefur staðið honum við hlið. Missir Nínu er mikill sem og fjölskyldunnar allrar. Nú þegar gangverkið í lífsklukku Helga úra hefur látið staðar numið votta ég Nínu og fjölskyldunni allri mína innileg- ustu samúð. Erlendur Gíslason. „Hvar hafa dagar lífs þins lit sínum glatað?“ Ég hitti fyrsta Helgi Guðmundsson Okkar elskaði SVEINN I. SVEINSSON, Ljósalandi 18, Reykjavík, lést sunnudaginn 22. október. Útförin verður frá Bústaðakirkju mánu- daginn 30. október klukkan 13. Sérstakar þakkir færum við yndislegu starfsfólki deildar 11B, 11G og líknardeild á Landspítalanum fyrir góða umönnun og alúð. Erna Jónsdóttir Vilmundur Sveinsson Þorvaldur Sveinn Sveinsson Ellert Örn Erlingsson Helgi Már Erlingsson Þórey Sjöfn Sigurðardóttir Arna Pálsdóttir og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, DAGBJARTUR GARÐAR EINARSSON frá Ásgarði í Grindavík, lést miðvikudaginn 18. október. Hann verður jarðsunginn frá Grindavíkur- kirkju mánudaginn 30. október klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað en þeim sem vilja minnast hans er bent á Björgunarsveitina Þorbjörn. Birna Óladóttir Einar Dagbjartsson Elín Þóra Dagbjartsdóttir Arnþór Einarsson Eiríkur Óli Dagbjartsson Sólveig Ólafsdóttir Jón Gauti Dagbjartsson Irmý Rós Þorsteinsdóttir Sigurbjörn D. Dagbjartsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.