Morgunblaðið - 27.10.2017, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 27.10.2017, Qupperneq 31
sinni Helga á túnblettinum við Landakotsspítalann 1958, þar sem hann sat með Alfreð Flóka teiknara og Snorra Arinbjarnar listmálara. Það small saman með okkur og þar eftir umgengumst við reglu- lega næstu árin. Sátum veitinga- og kaffihúsin, ferðuðumst um landið til vina og kunningja. Oft var með okkur í för vinur hans, úrsmíðaneminn Pétur, og tók hann oftlega myndir af okkur í margvíslegum félagskap – t.a.m. með Elíasi Mar, Steini Steinarr, Ástu Sigurðardóttur og Vilhjálmi frá Skálholti og mörgum fleirum. Á löngu tímabili bjó Helgi á Skólavörðustíg og þar var oft glatt á hjalla. Einna gleðiþrungn- astar urðu samvistirnar þegar Ari heitinn Jósefsson skáld kíkti í heimsókn. Þá færðist jafnan fjör í leikinn. Skaphöfn Helga var með ein- dæmum ljúf og mild. Góðgirni hans í garð meðbræðra var svo einlæg og falleg. Af lítillæti okkar stofnuðum við Helgi menningar- félagið Intelligensía og vorum þar félagar við Helgi, Baldur Jónsson bókmenntafræðingur, Ásgeir Magnússon fræðimaður, Guð- mundur „túkall“ Pálsson, B.A. í ensku, Ásta skáld Sigurðardóttir, Þorsteinn frá Hamri, Ólafur Magnússon skákmeistari, Sólveig Hauksdóttir, leikkona og hjúkr- unarfræðingur, Guðrún Sverris- dóttir sömu stéttar, Helga Hauksdóttir fiðlari, Völundur Draumland, Dagur Sigurðarson, Kristján Jónsson myndhöggvari og María Hauksdóttir húsfreyja. Fundir félagsins fóru venjulega fram í Grófinni 1, í fundarsal Slysavarnafélagsins, og voru þeir venjulega mjög fjörugir og skemmtilegir. Voru jafnan hafðar um hönd dýrar veigar. Það var dálítið skrýtin tilviljun að þegar Helgi staðfesti ráð sitt og kvæntist var það Nína Björg Kristinsdóttir og eignuðust þau saman Guðmund tölvunarfræð- ing, en auk þess gekk Helgi fyrri börnum Nínu í föðurstað. Með Helga er gengin til feðra sinna sá maður okkar kyns sem undirrituðum hefur þótt hvað vænst um af þeirri fjölbreyttu mannlífsflóru sem hann hefur kynnst á sinni ansi margbreyti- legu ævi. Þrjá erfingja á sérhver maður: Mennina, moldina og sálarinnar meðtakara. Bragi Kristjónsson. Í dag kveðjum við góðan vin, Helga Guðmundsson. Hann var hvers manns hug- ljúfi, léttur í lund og gamansam- ur. Helgi var mjög mannglöggur og minnugur. Það kom sér vel þegar honum var falið að taka sæti í ritnefnd „Tímatals“ ásamt Axel Eiríkssyni og undirrituðum. Tímatal kom út árið 1997, mjög veglegt verk og er hluti af iðn- sögu Íslendinga. Hún er saga úr- smíði á Íslandi og segir frá þróun tímamæla. Einnig er í bókinni úr- smiðatal. Nína og Helgi voru mjög list- elsk hjón og sóttu mikið mál- verkasýningar og aðra listvið- burði. Áttu þau gott safn áhugaverðra listaverka sem voru til yndisauka á heimili þeirra. Margir listamenn voru meðal þeirra vina sem litu gjarnan við í kaffispjall í verslun þeirra og vinnustofu við Laugaveg. Oft voru þar fjörugar umræður öllum til ánægju. Þau hjón ferðuðust víða er- lendis. Fóru meðal annars í nokkrar hópferðir með félögum í Úrsmiðafélagi Íslands. Allar þessar ferðir voru mjög eftir- minnilegar. Ekki síst ferðin þegar við sigldum á skemmtiferðaskipi nið- ur Rín. Stoppað var á ýmsum fal- legum stöðum á leið til Frankfurt. Helgi talaði um að ferðin hefði verið einstaklega vel heppnuð og skemmtileg. Við Helgi unnum mikið saman seinni árin við að flokka og skrá- setja muni, verkfæri og myndir í eigu Úrsmiðafélagsins og koma þeim upplýsingum á tölvutækt form. Síðustu daga sína á spítalan- um bað Helgi mig að koma í heimsókn þótt sárþjáður væri. Langaði hann að hjálpa til við að bera kennsl á fólk á myndum sem teknar voru á 50 ára afmæli Úrsmiðafélagsins. Fór ég til hans laugardaginn 14. október og ætlaði að dvelja stutt við, en það teygðist úr heimsókninni. Helgi hafði gaman af að geta orðið okkur að liði og um leið að rifja upp gamla tíma. Sat hann upp í rúminu allan tímann og lék á als oddi. Var mikið hlegið og sagði hann gam- ansögur eins og honum einum var lagið. Þegar ég kvaddi bað hann mig að koma aftur á mánudeginum svo við gætum haldið áfram að vinna að því sem frá var horfið. En til þess kom ekki, þar sem Helgi lést þennan sama mánu- dag. Við hjónin sendum Nínu og fjölskyldu innilegar samúðar- kveðjur. Garðar Ólafsson. Við félagarnir í Úrsmiðafélagi Íslands kveðjum í dag góðan fé- laga, Helga Guðmundsson úr- smiðameistara, þökkum honum öll hans góðu störf í þágu úr- smiða. Helgi lauk námi 1960, fimm árum síðar fékk hann meistara- réttindi, opnaði úrsmíðavinnu- stofu og verslun við Laugaveginn þar sem hann starfaði alla tíð. Allt starf hans bar vott um vandvirkni, þjónustulipurð og umhyggju við viðskiptavininn, enda var Helgi rólegur og af- skaplega þægilegur í umgengni, hann hafði sterka kímnigáfu, var yfirleitt til hlés, en góðlátlegt bros færðist yfir andlit hans er einhver af okkur snillingunum þóttumst vita og geta allt í fjöri fundarins, sennilega hefur hugur hans á yngri árum numið mikla speki og víðsýni í umgengni hans við efnilegustu bókmennta- og listamenn þjóðarinnar á Lauga- vegi 11. Helgi var í stjórn Úrsmiða- félagsins um áratuga skeið, í rit- nefnd við gerð bókar okkar Tímatal, einnig í safna- og sögu- nefnd, áhugi hans og þekking á málefnum okkar var mikil og njótum við góðs af hans frábæra starfi. Góður drengur er fallinn frá og erum við félagarnir stoltir af ævistarfi Helga í úrsmíðinni. Vottum Nínu og börnum þeirra samúð okkar. Fyrir hönd Úrsmiðafélags Ís- lands, Björn Árni Águstsson. Eitt af dýrmætustu verðmæt- um í lífinu er sú gæfa að eignast góða vini. Mikið þykir mér vænt um hann Helga, sem gaf mer af fá- gætri nærgætni og skemmtileg- heitum ómælda tryggð og vin- áttu um áratuga skeið. Hann hafði þægilega nærveru, sagði skemmtilegar sögur um ýmsa sem urðu á vegi hans, aldr- ei meiðandi eða særandi fyrir viðkomandi, hann sinnti veikum vinum af óeigingirni og skilningi, lagði á ráðin við gesti sem komu í verslun hans og var ævinlega tilbúinn að sinna náunganum með margvíslegum hætti. Hann kveikti aldrei elda en lægði öldur. Það er líklega ekkert skrýtið að veggklukkan sem kom frá honum fór að hökta um líkt leyti og heilsa hans fór að gefa sig. Og nú er hún alveg búin. Ég sendi samúðarkveðjur til Nínu og afkomenda þeirra. Góð- ur drengur er genginn en minn- ingin lifir. Þóra Elfa Björnsson. MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2017 Kveðja frá sam- starfsmönnum við Iðnskólann í Reykjavík Góður vinur og starfsfélagi í nær tvo áratugi, Guðbjörg Vig- fúsdóttir, fyrrverandi skrifstofu- stjóri Iðnskólans í Reykjavík, er fallin frá, rétt tæplega níutíu og sex ára. Guðbjörg réðst til starfa við Iðnskólann snemma á áttunda áratug síðustu aldar og stjórn- aði skrifstofunni á miklu vaxt- arskeiði skólans. Nemendafjöld- inn rúmlega tvöfaldaðist á tiltölulega skömmum tíma og Guðbjörg Vigfúsdóttir ✝ Guðbjörg Vig-fúsdóttir fædd- ist 2. október 1921. Hún lést 29. sept- ember 2017. Útför Guð- bjargar fór fram 5. október 2017. fjöldinn allur af framhaldsdeildum í iðngreinum tók til starfa. Þegar hún hóf störf við skólann voru nær eingöngu karl- menn við skóla- stjórn og kennslu en konur sáu um skrifstofuna og allt umstangið sem þeirri starf- semi fylgdi. Stoðþjónusta við nemendur var sáralítil, engin námsráð- gjöf, engir umsjónarkennarar eða önnur aðstoð utan kennslu- stunda. Nemendur leituðu þess vegna með alls konar mál til skrifstofunnar og það mæddi mikið á starfsliðinu og þá ekki síst á skrifstofustjóranum. Nú á dögum veitir sérhæft, fjöl- mennt og öflugt starfslið þessa þjónustu. Á skrifstofunni sló skólahjartað og þar var líka stór hluti heilastarfsemi skól- ans. Fólkinu sínu á skrifstofunni stýrði Guðbjörg mildilega og með festu. Hún var réttsýn og yfirveguð og reyndist sam- starfsfólki sínu vel. Nýjum vinnufélögum var leiðbeint af al- úð og velvilja. Guðbjörg tók virkan þátt í skipulagningu og stjórn skólans. Hún var oftast eina konan á stjórnendafundunum. Skynsöm kona og ráðagóð. Það var hlust- að vel á tillögur hennar og ábendingar og áhrifavald henn- ar var mikið, enda lagði hún jafnan gott eitt til málanna. Hún átti stóran þátt í að skapa þann góða starfsanda sem var í skólanum, enda gamansemi, glaðværð og hlýja aldrei langt undan. Framhaldsskólarnir voru með fyrstu stofnunum á Íslandi til að nýta sér tölvutæknina til að auðvelda skipulagningu og skráningar og þar var Iðnskól- inn framarlega í flokki. Guð- björg tileinkaði sér fljótt þessa tækni og námsferilsskráningar og var mætingabókhald fljót- lega á níunda áratugnum orðið tölvuvætt og til fyrirmyndar. Mikil gróska var í menning- ar- og listalífi Iðnskólastarfs- manna og nemenda meðan starfskrafta Guðbjargar naut við. Hún var óþreytandi við að útvega miða á leiksýningar og aðra menningarstarfsemi og vakti þannig áhuga og víkkaði sjóndeildarhring bæði sam- starfsmanna og nemenda. Hún tók virkan þátt í fé- lagslífi samstarfsmanna sinna, bæði ferðalögum og starfs- mannahátíðum. Þar var hún jafnan hrókur alls fagnaðar og kunni vel að gleðjast með góð- um. Eftir að Guðbjörg lét af störf- um vegna aldurs fækkaði sam- verustundunum en við reyndum að fylgjast með henni eftir bestu getu. Á samverustundum okkar gömlu vinnufélagana voru oft rifjuð upp skemmtileg atvik þar sem hún kom við sögu, enda af nógu að taka. Blessuð sé minning sómakon- unnar Guðbjargar Vigfúsdóttur. Við þökkum fyrir vináttuna, samstarfið og allar góðu stund- irnar og vottum börnum hennar og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð. Frímann I. Helgason. Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar. Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 og til dagsins í dag. Minningar er fallega innbundin bók sem hefur að geyma æviágrip og allar minningargreinar sem birst hafa um viðkomandi í Morgunblaðinu eða á mbl.is. Minningarorð og kveðjur samferðamanna eru dýrmætur virðingarvottur sem eftirlifandi ástvinum gefst nú kostur á að búa veglega umgjörð til varðveislu um ókomin ár. Minningar um látinn ástvin í fallegri bók

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.