Morgunblaðið - 27.10.2017, Page 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2017
✝ rðar fæddist íReykjavík 8.
september 1924.
Garðar andaðist á
hjúkrunar- og
dvalarheimilinu
Höfða 20. október
2017.
Foreldrar hans
voru Ingibjörg
María Björns-
dóttir, f. á Hólum í
Reykhólahreppi,
og Halldór Loftsson, f. á Grís-
hóli, Snæf. Garðar var elstur
þriggja systkina. Hin eru Reyn-
ir, f. 10. jan. 1926, hann bjó á
Hríshóli, og Magnea Guðrún, f.
22. ágúst 1928, d. 18. júní 2011,
hún bjó á Skorrastað. Kona
Garðars var Kristín Sveins-
dóttir, f. á Stórutungu í Bárð-
ardal 9. apríl 1921, d. 18. sept-
ember 2006. Þau kynntust á
Hvanneyri þar sem Garðar var
við nám og hún starfsstúlka.
Þau opinberuðu trúlofun sína
til Akraness. Samhliða bú-
störfunum stundaði Garðar
smíðar og ýmsa tilfallandi
vinnu hjá kaupfélaginu. Á
Akranesi starfaði hann í sút-
unarverksmiðju til 1977 er hún
var lögð niður. Þá hóf hann
störf hjá Lífeyrissjóði Vest-
urlands og vann þar til starfs-
loka. Er Garðar bjó á Hríshóli
II sat hann m.a. í hreppsnefnd
og skattanefnd, var um skeið
forðagæslumaður, lengi gjald-
keri í stjórn Búnaðarfélags
Reykhólahrepps, nokkur ár
fulltrúi á aðalfundum Stéttar-
sambands bænda, var for-
stöðumaður Sjúkrasamlags
Reykhólahrepps frá stofnun
1951-68 og annar endurskoð-
andi Kaupfélags Króksfjarðar á
tímabili. Á Akranesi sat hann í
stjórn Verkalýðsfélags Akra-
ness, fyrst sem formaður verka-
mannadeildar og síðar ritari fé-
lagsins um árabil.
Hann orti töluvert um ævina
en ljóð eftir hann birtust í rit-
unum Íslensk alþýðuskáld og í
Borgfirðingaljóðum.
Garðar verður jarðsunginn
frá Akraneskirkju í dag, 27.
október 2017, og hefst athöfnin
klukkan 13.
sumardaginn fyrsta
1944.
Börn þeirra eru:
Gígja, f. 18.9. 1944;
Gunnar Þór, f. 7.1.
1948; Alda, f. 26.11.
1949; Svavar, f.
27.1. 1952; Sveinn
Vilberg, f. 20.5.
1954; Ingimar, f.
18.12. 1959; Hall-
dór, f. 8.11. 1961.
Garðar ólst upp
á Hríshóli í Reykhólahreppi frá
1927 hjá móður sinni og móð-
urbróður, Birni Ágústi Björns-
syni, auk þess sem Garðar
dvaldi á unglingsárunum nokk-
ur misseri á Eyri í Mjóafirði við
Djúp. Garðar stundaði nám við
Héraðsskólann á Reykjanesi í
tvö ár og lauk búfræðiprófi frá
Hvanneyri 1944. Að námi loknu
stundaði Garðar bústörf í
heimahögum en 1949 stofnaði
hann nýbýlið Hríshól II þar sem
hann bjó til 1968 er hann flutti
Í dag kveð ég elsku föður
minn, efst í huga er endalaust
þakklæti fyrir allar samveru-
stundirnar og allt sem hann var,
kenndi mér og gaf, þakklæti fyr-
ir að hafa hann svona lengi hjá
mér.
Þakklæti fyrir að vera til
staðar fyrir hann þegar hann
þurfti á mér að halda í erfiðum
veikindum síðustu daga, en nú
hefur hann fengið langþráða
hvíld í örmum ástvina sinna sem
farnir eru héðan til betri heima,
megi hann hvíla í friði og hafa
þökk fyrir allt. Hittumst síðar.
Læt fylgja fallegt ljóð eftir
hann sem ég held mikið upp á:
Veist þú að skugginn er vinur minn?
Hann verið hefur um nokkurt sinn,
bundinn mér tryggðabandi.
Hann kemur þá bjart er kringum mig,
en hverfur ef mæta rökkvuð stig,
eins og vina er vandi.
Honum ég treysti af hjarta og sál.
Honum ég segi mín leyndarmál
og allt sem mér þykir miður.
Því aldrei sá lestur lengra fer.
Hann lepur það ekki í hvern sem er,
eins og sumra er siður!
Þótt lífið mér bindi fjötur um fót,
er fýsir mig sækja upp í mót,
svo þrek mitt og þróttur lamast,
þá gerir hann ekki gys að mér
né gleðst yfir því sem miður fer,
eins og öðrum er tamast!
Einmana göngu ætti ég
án hans fylgdar um heimsins veg,
þótt líti ég lönd og álfur.
Því oftlega hefur það átt sér stað,
að ei hef ég gjörla skynjað það,
hvor okkar sé ég sjálfur!
(Garðar Halldórsson.)
Innilegar samúðarkveðjur til
Reynis bróður hans. Sérstakar
þakkir fær Lilja mágkona mín,
sem kom annan hvern dag til
pabba allan tímann sem hann
bjó á Höfða. Stytti honum
stundir með spjalli, lestri úr
dagblöðum og ljóðabókum. Sat
hjá honum fleiri klukkutíma síð-
ustu dagana og hlúði að honum.
Elsku Lilja, þú ert einstök, takk
fyrir allt.
Þakka ég einnig starfsfólki
Höfða fyrir umönnun og hlýju.
Alda Garðarsdóttir.
Garðar
Halldórsson
✝ RíkharðurHólm Sigurðs-
son fæddist í Ólafs-
firði 19. maí 1954.
Hann lést 10. októ-
ber 2017.
Ríkharður var
sonur hjónanna
Sumarrósar Sig-
urðardóttur, f.
5.12. 1918, d. 28.5.
2007, og Sigurðar
Ringsted Ingi-
mundarsonar, f. 2.5. 1912, d. 5.9.
2010.
Ríkharður var næstyngstur
11 systkina en þau eru Kristinn
Ríkharður ólst upp í Ólafs-
firði og bjó þar lengstan hluta
ævinnar. Á unga aldri var Rík-
harður í sveit á Vermundar-
stöðum í Ólafsfirði og síðar í
Skagafirði. Eftir það fór hann
að vinna hjá föður sínum á
vinnuvélum. Um tvítugt fór
hann til sjós í nokkur ár. Hann
vann á vélum og tækjum bæði
sjálfstætt og hjá öðrum. Rík-
harður var virkur í félags-
störfum, s.s. hjá Leikfélagi
Ólafsfjarðar og Kiwanis. Hann
var áhugasamur um pólitík og
mikill jafnaðarmaður. Rík-
harður var um tíma forseti
bæjarstjórnar, sat í ýmsum
nefndum á vegum Fjalla-
byggðar og var í bæjarstjórn
þegar hann lést.
Útför Ríkharðar fer fram frá
Ólafsfjarðarkirkju í dag, 27.
október 2017, klukkan 14.
(látinn 2012), Halla,
Björk, Sólveig,
Bjarki, Þráinn, Lís-
bet, Rögnvaldur,
Sigurður og
Hjörtur.
Ríkharður
kvæntist 31. maí
1986 Sigríði Tóm-
asdóttur, f. 1. des.
1952. Sonur þeirra
var Baldur Þór, f.
4. október 1986, d.
8. júlí 2012. Fyrir átti Sigríður
börnin Hörpu og Tómas Waag-
fjörð. Ríkharður og Sigríður
slitu samvistir.
Stórvinur minn og félagi, Ólafs-
firðingurinn Ríkharður Hólm Sig-
urðsson, bæjarfulltrúi í Fjalla-
byggð, varð bráðkvaddur í lok
bæjarráðsfundar hinn 10. októ-
ber.
Ríkharði kynntist ég í hinu póli-
tíska vafstri mínu en við vorum
báðir sannir jafnaðarmenn og
uppaldir sem ungir drengir í Al-
þýðuflokknum, ég á Siglufirði en
hann í Ólafsfirði. Tiltölulega stutt
er á milli fjarða en þó um langan
veg að fara í þá daga.
Við hittumst því oftast á vett-
vangi flokksins á fundum í
Reykjavík.
Þetta átti hins vegar heldur
betur eftir að breytast með til-
komu Héðinsfjarðarganga sem
við báðir höfðum alltaf mikinn
áhuga á og vorum alltaf vissir um
að kæmu, spurningin var bara
hvaða ár.
Við vorum líka alltaf vissir um
að tilkoma ganganna myndi flýta
fyrir sameiningu bæjanna okkar
og verða þeim báðum til farsældar
en Rikki var mikill talsmaður
sameiningar og samvinnu, og allt-
af viss um að til lengri tíma litið
væri sameining eina rétta leiðin.
Það urðu því miklir fagnaðar-
fundir hjá okkur þegar við hitt-
umst við fyrstu sprengingu Héð-
insfjarðarganga og í mörg skipti
þar á eftir á meðan Rikki vann við
gerð ganganna, en það gerði hann
á upphafstímanum.
Hann hvarf frá því verki og
hætti þar vinnu því honum líkaði
ekki allt í sambandi við fram-
kvæmdina og að ekki var alltaf
hægt að treysta loforðum verk-
takans.
En þannig var Rikki, stál-
heiðarlegur og sem verkstjóri og
ábyrgðarmaður vildi hann að stað-
ið væri við hvert orð og loforð og
það á réttum tíma.
Eins og áður sagði var Rikki
mikill jafnaðar- og félagsmála-
maður og áhugamaður um vöxt
okkar svæðis.
Það kom því ekki á óvart að
hann var kosinn í bæjarstjórn við
síðustu bæjarstjórnarkosningar,
og það eina sem kom mér á óvart
var að hann var kosinn fyrir annan
lista en okkar jafnaðarmanna.
Þetta ræddum við okkar á milli
og Rikki var alltaf hreinn og beinn
og ítrekaði það sem ég vissi reynd-
ar að hann var, eins og svo margir
aðrir, óánægður með margt sem
gert var á ríkisstjórnarárunum
eftir hrun.
Hann fór því í raun og veru í
pólitískt hlé frá flokki sínum en
ítrekaði alltaf að hann væri jafn-
aðarmaður og kæmi síðar til baka
og við það stóð hann eins og allt
sem hann sagðist ætla að gera.
Við erfiðleika sem upp komu í
bæjarstjórninni, og upplausn þess
lista sem hann var kosinn fyrir,
gekk hann aftur í raðir okkar jafn-
aðarmanna og starfaði síðustu
misserin sem bæjarfulltrúi jafnað-
armanna í Fjallabyggð og gegndi
þar ýmsum trúnaðarstöðum sem
hann innti af hendi af mikill kost-
gæfni og samviskusemi.
Ég tók eftir því að Rikki tók sér
oft frí frá vinnu sinni til að rækja
skyldur sínar sem bæjarfulltrúi
fyrir sveitarfélagið sem var hon-
um svo hjartfólgið.
Ég þakka Rikka fyrir ánægju-
leg kynni og farsælt samstarf alla
tíð og sendi ættingjum hans mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Minning um góðan dreng, fé-
laga og vin lifir.
Kristján L. Möller,
fyrrverandi alþingismaður
og ráðherra.
„Heyrðu bara í mér vinan ef
það er eitthvað.“ Þessi orð voru
jafnan kveðjuorð Rikka til mín
þegar við töluðum saman og þau
lýsa honum svo vel. Við Rikki
kynntumst vorið 2014 þegar ný
bæjarstjórn tók við og áttum gott
samstarf frá fyrsta degi. Virðing
og vinátta einkenndi öll okkar
samskipti og það var auðvelt að
bera virðingu fyrir skoðunum
Rikka sem ekki varð haggað enda
mikill prinsippmaður. Hann hafði
sterkar skoðanir á samfélagsmál-
um og sinnti bæjarfulltrúastörfum
sínum með miklum sóma. Hann
var góður vinur og liðsfélagi;
traustur, ráðagóður og jarðbund-
inn, húmoristi og alltaf var stutt í
hláturinn og hnyttin tilsvör.
Með söknuði og þakklæti fyrir
allt og allt kveð ég Rikka og votta
fjölskyldu hans og öðrum aðstand-
endum mína dýpstu samúð. Minn-
ingin um góðan mann lifir.
Megi gæfan þig geyma,
megi Guð þér færa sigurlag.
Megi sól lýsa þína leið,
megi ljós þitt skína sérhvern dag.
Og bænar bið ég þér,
að ávallt geymi þig Guð í hendi sér.
(Írsk bæn)
Steinunn María Sveinsdóttir,
formaður bæjarráðs
Fjallabyggðar.
Ríkharður Hólm
Sigurðsson
Dugmikla konu, hver
hlýtur hana?
Hún er miklu dýrmætari
en perlur.
Hjarta manns treystir
henni
Og ekki er lát á hagsæld hans.
Hún gerir honum gott en ekkert illt
Alla ævidaga sína.
Hún fer á fætur fyrir dögun,
Skammtar heimilisfólki sínu.
Hún finnur að starf hennar er
ábatasamt,
Á lampa hennar slokknar ekki um nætur.
Hún er örlát við bágstadda.
Oft réttir fram hendurnar móti snauðum.
Valgerður J.
Jónsdóttir
✝ Valgerður J.Jónsdóttir
fæddist 19. febrúar
1930. Hún lést 13.
október 2017. Út-
förin fór fram 26.
október 2017.
Kraftur og tign er
klæðnaður hennar
Og hún fagnar komandi
degi.
Mál hennar er þrungið
speki
Og ástúðleg fræðsla er á
tungu hennar.
Margar konur hafa sýnt
dugnað
En þú tekur þeim öllum
fram.
(Ok. 31:10-29.)
Elsku besta móðir mín,
tengdamóðir, amma okkar og
langamma.
Hvíl þú í friði, ástar þakkir fyr-
ir allt og allt, við hittumst síðar
ásamt öllum þeim sem nú um-
lykja þig ástúð og umhyggju í
Draumahöllinni.
Sævar, Kristín Ósk
og fjölskylda.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
AÐALHEIÐUR KRISTINSDÓTTIR,
til heimilis að Grundartanga 44,
Mosfellsbæ,
lést á hjartadeild Landspítalans 16.
október. Útförin fer fram frá Lágafellskirkju í
Mosfellsbæ þann 30. október klukkan 13.
Jón Sigurpáll Salvarsson Guðrún Auðunsdóttir
Kristbjörg S. Salvarsdóttir
Kristinn Rúnar Salvarsson Karen Lind Þrastardóttir
Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi
og langafi,
ALFREÐ KRISTJÁNSSON
frá Hrísey,
lést á hjúkrunarheimilinu Eiri 21. október.
Útförin fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn
31. október klukkan 15.
Sigurveig Alfreðsdóttir Gunnar H. Hall
Ásta Herdís Hall Einar Guðfinnsson
Alfreð Hall Thi Dar Mwe
Gunnsteinn Hall Yanan Chen
og langafabörn
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna
andláts og útfarar móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
GUÐBJARGAR VIGFÚSDÓTTUR,
fv. skrifstofustjóra Iðnskólans í
Reykjavík,
Hrafnistu í Reykjavík,
áður Árskógum 6 í Reykjavík.
Starfsfólki Hrafnistu eru færðar sérstakar þakkir fyrir umhyggju
og umönnun.
Svala Árnadóttir
Laufey Aðalsteinsdóttir Sigurður Kristjánsson
Kristinn Aðalsteinsson Christian Wammer
Egill Aðalsteinsson Anna Margrét Sigurðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÞORBJÖRN GUÐMUNDSSON
blaðamaður,
Kópavogstúni 5,
lést á hjartadeild Landspítalans mánu-
daginn 23. október.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn
1. nóvember klukkan 13.
Sigurrós Sigurðardóttir
Kristjana Rós Þorbjörnsd. Örn Jóhannsson
Guðmundur Þorbjörnsson Jóhanna Björk Briem
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÁGÚSTA SIGURÐARDÓTTIR,
Dista,
lést mánudaginn 18. september.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Úlfar Sigurðsson
Björn Úlfarsson Alda Úlfarsdóttir
Sólveig Úlfarsdóttir
Guðbjörg Erla Úlfarsdóttir Víðir Leósson
barnabörn og langömmubörn
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar