Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.11.2017, Side 2
Hvernig hefurðu það?
Ég var að lenda úr sýningarferðalagi til New York,
er örlítið þreytt, en mjög hlýtt í hjartanu. Nú
þarf bara að spýta í lófana að klára búninga og
þess háttar fyrir sýningar Reykjavík Kab-
aretts.
Hvað gerist á sýningum kabarettsins?
Þetta er púsl skemmtiatriða þar sem
húmor, hold, daður og dónó er í fyrir-
rúmi. Sýningin er fáguð, frumleg og fynd-
in. Engin sýning er eins og önnur; við erum
alltaf að búa til ný atriði, með mismunandi gestum
og betrumbótum.
Hver er munurinn á burlesque og kabarett?
Upprunalega þýðir kabarett skemmtidagskrá með
söngvum en mér finnst merkingin hafa breyst. Fyr-
ir mér er kabarett yfirheiti sem inniheldur burl-
esque, drag, fyndinn tónlistarflutning,
töfrabrögð og fjöllistir alls
konar. Við ákváðum að
kalla sýninguna okkar
kabarett en ekki burl-
esque, því fólk þekkir
formið úr myndum á
borð við Kabarett, Chi-
cago og Moulin Rouge, sem
sagt röð skemmtiatriða,
skemmtileikhús og hæfileikarevía
án söguþráðar á fáguðum bar fyrir fullorðið fólk. Burlesque-
formið leikur sér að kynþokka og kyngervi, svona skemmtiatriði sem
henta fullorðnum sem eru ekki viðkvæmir fyrir fegurð mannslíkamans.
Komu góðar viðtökur á óvart?
Við vissum að við værum með góðan hóp og góð atriði en okkur óraði ekki fyrir
að þetta yrði svona vinsælt. Fyrir ári ætluðum við bara að prófa að setja upp
tvö kvöld en vorum hvött til að halda áfram. Á þessu eina ári hefur verið upp-
selt á hverja einustu sýningu nema eina. Við höfum þurft að stækka við okkur
reglulega, byrjuðum í Græna herberginu, fórum þaðan á Rósenberg og svo er-
um við komin í Þjóðleikhúskjallarann núna. Flestir áhorfendur eru konur sem
dýrka að sjá appelsínuhúð í kynþokkafullu samhengi og alls konar kroppa.
Það er líka hressandi að sjá kvenlíkamann fyndinn og sterkan, en ekki sexí
fyrir einhvern annan eða viðkvæman. Markmið okkar var einnig að
styðja við að skapa senu, ekki sitja ein að forminu.
Hvert er framhaldið?
Næstu sýningar eru í byrjun janúar og við fáum fjóra vini mína frá
New York til að skemmta með. Svo tek ég mér örlitla pásu fram á
vor því ég verð í Rocky Horror í Borgarleikhúsinu. Reykjavík Kab-
arett kemur inn af krafti með sumarsýningar þar sem
gestirnir eru á heimsmælikvarða – Dirty Martini og Mr.
Gorgeous meðal annarra. Við Gógó Starr dragstjarna
stefnum svo á Evrópuferðalag.
Hvað er svona töfrandi við sýningar sem þessar?
Að koma fólki og sjálfum sér á óvart og að sjá fullorðið
fólk öskurhlæja. Það sem hefur komið mér á óvart er að
alls staðar í heiminum er þetta mjög kærleiksríkur
bransi, húmorinn er svipaður og allir vinir. Það er ekkert
pláss fyrir prímadonnur.
MARGRÉT ERLA MAACK SITUR FYRIR SVÖRUM
Fólk öskurhlær
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.11. 2017
Ritstjórn
Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Starfsdagar fara nú fram á hinu háa Alþingi okkar Íslendinga. Heitirþað ekki það í skólunum þegar kennararnir þurfa að tala saman ogbörnin fá ekki að mæta og foreldrar lenda í standandi vandræðum?
Hálft samfélagið lamast og rekstrarárangri fyrirtækja er teflt í tvísýnu. Að-
eins ýkt mynd en þið skiljið hvað ég er að fara! Hefðbundið skólastarf, ég
meina þinghald, liggur niðri meðan forsvarsmenn flokkanna sem eiga sæti á
Alþingi koma sér saman um það hverjir vilja vinna saman á komandi kjör-
tímabili – eða alla vega fram á næsta haust. Og hverjir verða skildir útundan?
Sem er auðvitað ljótt. Það lærum við strax á leikskólanum. Ætli ég hafi ekki
lært það á Stekk á Akureyri. Mögulega daginn sem móðir mín þurfti að bera
mig á herðum sér á staðinn, þar sem ég harðneitaði að klæðast gallabuxum.
En það er allt önnur saga. Ætli Stekkur sé ennþá starfandi?
Stjórnarmyndunarviðræðurnar, sem nú standa sem hæst, eru að verða
býsna heimilislegar. Góður hugur og vilji í öllum en samt vantar herslumun-
inn. Sumir stjórnmálaskýrendur bjuggust við því eftir kosningar að þetta
myndi taka skemmri tíma en í fyrra, þar sem mannskapurinn væri í æfingu,
en ég veit ekki hvort þeir eiga koll-
gátuna. Þetta gæti tekið tíma.
Nú er mest rætt um meirihluta-
stjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs
og Framsóknarflokksins og þær
fylkingar eru að þreifa hver á ann-
arri þessa dagana. Samfylkingin er
jafnvel nefnd í þessu sambandi, sem
yrði í meira lagi söguleg ríkisstjórn.
Fjórflokkurinn allur saman. Gamli
bekkurinn á móti nýju krökkunum í
skólanum. Það meikar svo sem sens,
það er í eðlinu að verja sitt land og
taka nýliðum með fyrirvara. Fá þá
alla vega til að sanna sig áður en við
látum sjá okkur með þeim opinberlega.
VG og Sjálfstæðisflokkurinn saman yrði líka söguleg tíðindi en „íhaldið“ og
„kommarnir“, eins og þessar sveitir voru kallaðar í mínu ungdæmi, hafa ekki
unnið saman síðan snemma á níunda áratugnum. Og raunar stóð bara brot úr
Sjálfstæðisflokknum, undir forystu varaformannsins, Gunnars Thoroddsen,
að þeim gjörningi. Margt hefur breyst síðan þá, til dæmis sýna kannanir að
nú kjósa aðallega menntamenn VG. Verkalýðurinn skiptir sér víðar.
Ég hélt raunar í eitt augnablik í vikunni, þegar ég sá myndina sem fylgir
þessum pistli, að búið væri að mynda stjórn allra flokka á Alþingi undir for-
ystu Steingríms J. Sigfússonar. Það reyndist rangt. Um var að ræða fund
þingflokksformanna með starfandi forseta Alþingis, Steingrími J.
Hvernig er það annars, ætlar enginn að láta láta reyna á stjórn Fram-
sóknarflokks, Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Miðflokksins? BDSM-
stjórnina. Ég lofa ykkur því að hún myndi vekja heimsathygli!
Morgunblaðið/Hari
Starfsdagar
dragast á langinn
Pistill
Orri Páll
Ormarsson
orri@mbl.is
’Ég hélt raunar í eittaugnablik í vikunniað búið væri að myndastjórn allra flokka á Al-
þingi undir forystu Stein-
gríms J. Sigfússonar.
Ólafur Hafsteinsson
Já, já, þetta nálgast óðum. Jólin eru
á næsta leiti.
SPURNING
DAGSINS
Ertu
komin(n) í
jólaskap?
Ásta Birna Ingólfsdóttir
Já, gott að fá snjóinn og ég hlakka
til.
Ágúst Þorsteinsson
Já. Maður er glaður og kátur og
undirbýr hugann.
Berglind Þórhallsdóttir
Já, ég er komin í jólaskap, jólasnjór-
inn er kominn.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Ásdís Ásgeirsdóttir
Eins árs afmælissýning Reykjavík Kabarett er í Þjóðleikhúskjall-
aranum í kvöld, 11. nóvember. Hópurinn hefur fest listformin
burlesque og kabarett í sessi hérlendis en auk Margrétar Erlu
skipa hópinn Lárus Blöndal Guðjónsson, Unnur María Máney
Bergsveinsdóttir, Ragnheiður Maísól Sturludóttir, Þórdís
Nadia Semichat, Margrét Arnar og Sigurður Heimir Guð-
jónsson. Þá eru gestalistamenn með í afmælissýningunni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg