Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.11.2017, Blaðsíða 18
MÁLMUR
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.11. 2017
Þ
au voru óvenju létt skref-
in sem stigin voru út um
dyrnar eftir eins og
hálfs tíma svefn í átt að
BSÍ aðfaranótt 27. októ-
bers síðastliðins. Ástæðan var ein-
föld. Fyrir lá að fara á þrenna þunga-
rokkstónleika. Var það vel. Ferðinni
var heitið til Lundúna þar sem ég
hafði mælt mér mót við vini mína.
Það ber að hafa í huga að það var
þessi vinskapur sem gerði ferðina
auðsótta og ekkert launungarmál að
undirritaður hefur verið hliðhollur
Skálmöld frá upphafi, svona svo það
komi fram.
Þegar til Lundúna var komið lá
leiðin í Camden en tónleikar kvölds-
ins voru á tónleikastaðnum Under-
world sem hefur hýst tónleika Amon
Amarth, Queens Of The Stone Age,
Dropkick Murpys, Placebo, Foo Fig-
hters og Radiohead, svo einhverjir
séu nefndir. Staðnum svipar til
Gauksins og Húrra hvað útbúnað
varðar og rúmar um 500 manns. Þar
var aðbúnaðurinn vel þolanlegur, en
sömu sögu er ekki að segja um alla
þá staði sem komið er fram á, til að
mynda er ekki sjálfsagt að hægt sé
að komast í sturtu þegar maður
kemur löðrandi sveittur af sviði og
salernisaðstaðan er allt frá því að
vera fyrsta flokks og niður í að vera
bókstaflega gat í gólfinu.
Umboðskona Skálamaldar, Merle
Doering, var fyrsta manneskjan sem
ég mætti. Hún var í óðaönn að setja
upp varningshornið og rífa upp úr
kössum. Helsta tekjulind margra
þessara hljómsveita er nefnilega
merktur varningur, enda þunga-
rokkarar manna og kvenna líkleg-
astir til að merkja sig sínum uppá-
haldshljómsveitum. Merle ákvað að
slást í för með hljómsveitunum á
þessum tónleikum og tók sér þess
vegna stöðu varningssölukonu fyrir
utan að standa að skipulagningunni
og vera svokallaður „tour manager“.
Merle þessi er ansi merkileg kona.
Hún er annar af tveimur eigendum
Dragon Productions sem er umboðs-
og bókunarfyrirtæki. Hún er 28 ára
Hamborgarbúi og hefur starfað í
tónlistarbransanum síðan hún
skrapp að aðstoða vin sinn á túr
2009. Hún hóf störf við tónleikabók-
anir 2010 og hefur séð um Skálmöld
síðan 2013. Það var svo um þetta
leyti í fyrra sem hún tók við sem um-
boðskona hljómsveitarinnar. Að
hennar sögn var það vegna þess
hversu duglegir meðlimir sveit-
arinnar eru og hversu vel samstarfið
hefur gengið.
Hún hefur fullkoma stjórn á öllu
sem fram fer og er skipulögð fram í
fingurgóma. Mig grunar að það sé
langt frá því að allt hefði gengið jafn
smurt, hefði hún ekki verið við
stjórnvölinn.
En nóg með það. Hljóðprufum er
nýlokið og meðlimir hljómsveitanna
fara út að skoða sig um og finna sér
eitthvað í svanginn.
Tónleikar hljómsveitanna í Under-
world gengu vel. Skálmöld spilaði
milli hljómsveitanna þetta kvöldið,
en hún deilir aðalplássinu með Oni-
um Gatherum á þessu tónleika-
ferðalagi (Joint Headline) en það
krefst útskýringa á pólitíkinni í
málmheimum.
Þurfa að vinna sig upp
Þegar málmband hyggst leggja upp í
landvinninga tekur við langt ferli. Í
fyrsta lagi þarf að komast á mála hjá
útgáfufyrirtæki til að eiga raunhæf-
an séns. Sértu svo lánsamur að kom-
ast með á túr eru engar líkur á að þú
fáir borgað fyrir það. Þú byrjar sem
litli karlinn, þarft að greiða aðgang
að ferðinni og jafnan er það kostn-
aðurinn við rútuna sem fellur á þig.
Það fyrsta sem þú færð að gera er að
fylla stöðu upphitunarbands. Það
þýðir að þú spilar fyrst og telst í raun
ekki vera atriði á túrnum. Hann er
haldinn í nafni aðalbandsins sem er
stutt af einni til tveimur hljóm-
sveitum, svo ert þú með. Gangi vel
þarftu mögulega ekki að taka nema
einn eða tvo svoleiðis túra þar til þú
vinnur þig upp í sæti „supporting
act“. Gangi illa geturðu hinsvegar
verið fastur í þessu sæti lengi og því
lengur sem þú vermir það, þeim mun
minni líkur eru á að þú náir ein-
hverntíma að vinna þig upp.
Svo kemur að svokölluðu „main-
support“ plássi. Þá spilar þú á undan
aðalhljómsveitinni, hefur meiri tíma
á sviði og meiri líkur á að þeir sem
komu til að sjá aðalhljómsveitina nái
að líta þig augum líka. Í þessu plássi
er hægt að vera í alllangan tíma án
þess að hafa áhyggjur af ferlinum.
Aðdáendur fleiri og fleiri hljómsveita
sjá þig og heyra og þá er það þitt að
vinna þá á þitt band. Þegar þú hefur
svo sinnt því af kostgæfni er orðinn
möguleiki á að þú komist í „headline“
pláss. Þá eru þetta þínir tónleikar.
Þú ert hljómsveitin sem fólk er kom-
ið til að sjá. Valkostur við þetta er
þetta svokallaða „joint headline“ sem
var raunin á þessum túr. Þá eru tvær
hljómsveitir metnar jafnstórar og
undir aðdáendasasetningu hvers
staðar að mati kynningarfulltrúa á
staðnum hvor hljómsveitin endar
kvöldið, báðar hafa þó jafnlangan
tíma á sviði. Þetta getur verið
tvíeggjað sverð eins og sannaðist á
nokkuð fámennum tónleikum í Belg-
íu þar sem vel fækkaði í hópnum á
meðan Omnium Gatherum lék, en
hún var síðasta hljómsveit þess
kvölds.
Án þess þó að ég hafi spurt sér-
staklega um það held ég að það hljóti
að vera frekar taugatrekkjandi að
vera á sínu fyrsta tónleikaferðalagi á
eigin vegum, vitandi það að framþró-
un ferilsins geti verið undir.
Skálmöld var stofnuð í ágúst-
september 2009. Hún fór í sína
fyrstu tónleikaferð 30. september til
23. október 2011. Það hefur sem sagt
tekið sveitina 6 ár að vinna sig upp í
þá vegferð að eiga möguleika á að
halda úti tónleikaferð í eigin nafni.
Eftir því sem mér skilst er góður
gangur á öllum hlutum svo það er
allavega ekki ástæða til að vera
svartsýnn fyrir hönd þessara öðling-
spilta.
Þetta tekur á
Undirbúningur fyrir ferð af þessari
stærðargráðu tekur langan tíma. Bú-
ið er að ákveða tímasetningu með
margra mánaða fyrirvara og þá hefst
strax vinna við að raða niður stað-
setningum. Þegar ég fór að velta fyr-
ir mér hvenær væri best að sækja
drengina heim í rútuna varð ég
hvumsa því staðsetningarnar voru
svolítið út um allt. Vissulega voru
einhverjar litlar raðir tónleika á svip-
uðu svæði en svo var skotist á annað
svæði, svo á næsta og svo aftur til
baka.
Bak við þetta liggur gífurleg
greiningarvinna sem snýr að því
hvaða vikudaga er best að halda tón-
leika í hvaða borg og hvenær í hvaða
mánuði er best að vera á ferðinni.
Þetta gerir ferðalögin lengri og erf-
iðari. Ferðalögin eru nefnilega án efa
mest krefjandi þátturinn í tónleika-
ferðum, í það minnsta til langs tíma
litið.
Mæðir á vegna margs
Undirritaður sefur alla jafna eins og
grjót. Hann hefur sofið ótrúlegustu
hluti af sér og sofnað við skrítnustu
aðstæður. Það breytti því ekki að í
hvert skipti sem rútan nam staðar og
lagði af stað raskaði það rónni. Sem
dæmi um hversu slitróttur svefninn
getur verið leið um einn og hálfur
tími frá því að lagst var í koju eftir
tónleikana í Camden þar til var ræst
í vegabréfaeftirlit í Dover. Síðan liðu
45 mínútur en þá var rútan komin
inn í ferju og tími til kominn að rífa
sig á lappir. Eftir um það bil 2 tíma
ferjuferð var aftur kominn tími á
smá lögn þar til komið var á áfanga-
stað. Þessi svefn fór fram í koju sem
var sirka 180-185 cm á lengd (sem er
ekki nóg fyrir mann sem er 187 cm á
hæð) 70-80 cm á breidd og svona 50
cm á hæð.
Alla jafna er hlaðið inn um hádegið
og þá stilla böndin og hljóðmenn upp
sínum búnaði og tengja allt saman.
Eftir það eru hljóðprufur, þar sem
sándið er lagað að staðnum og still-
ingar að hljóðkerfi staðarins, þar á
eftir fara menn að gera sig klára,
fara í sviðsgallann og þar fram eftir
götunum og tryggja að allur búnaður
sé í lagi. Einhverntíma þarf víst líka
að borða og svo er bara talið í
snemma kvölds. Það er líka talið í á
mínútunni. Alla jafna eru strangar
reglur um það hversu lengi má vera
með hávaða og til að allir fái sinn
mínútufjölda þarf allt að gerast eftir
klukkunni. Að tónleikum loknum
þarf svo að róta öllu niður og ganga
frá inn í rútu og kerru. Öllu þessu
standa hljómsveitarmeðlimir í sjálfir
og þurfa að gæta sín því það er auð-
velt að klára sig of snemma á fjög-
urra til sex vikna túr.
Andlegi undirbúningurinn fyrir
tónleikaferð eins og þessa er tals-
verður. Það leggst mjög misvel í
menn að ganga inn í svona aðstæður,
eins og gefur að skilja. Sumir eru
eins og hannaðir í þetta, aðrir gera
sitt besta til að ná að vera aðeins út
af fyrir sig, sem ekki er hlaupið að
við þessar aðstæður og enn aðrir
berjast svolítið í bökkum til að ná að
þola áreitið og álagið. Úr þessu má
þó ekki lesa að það sé ekki gaman og
gefandi að standa í þessu, hinsvegar
eiga menn miserfitt með mismun-
andi þætti túrsins. Það skein þó
skært í gegn hvað allir hafa gaman af
þessu, ella væri nú varla standandi í
þessu.
Upp og ofan að brottför
„Fyrir þrem vikum langaði mig ná-
kvæmlega ekkert að fara á þennan
túr.“ Þetta mælti Snæbjörn (Bibbi)
Ragnarsson í samtali í næturrút-
unni í París. „Þá átti ég náttúrlega
nýfætt barn og svona,“ bætir hann
svo við. Það var þó ekki það eina
sem olli því að hann langaði ekki að
fara. Svo virðist sem allir gangi í
gegnum bylgjur eftirvæntingar og
kvíða í undirbúingnum. Í upphafi
ríkir spenna. Verið er að skipu-
leggja ferðina og leggja niður hvaða
staðir vera heimsóttir. Þó virðist
vera sem flestir séu orðnir vel
stemmdir þegar kemur að brottför-
inni.
Enginn dans á rósum
Margir halda að rokkstjörnulífernið sé eitthvert sældarlíf. Það má vera en slóðinn sem þarf að feta í þá
átt er þyrnum stráður og oftar en ekki liggur áralangt hark að baki velgengninni. Það þýðir þó ekki að
vegferðin sé óvinnandi vegur, en af þessu fékk blaðamaður nasaþef nú á dögunum er hann slóst í för
með Skálmöld, Omnium Gatherum og Stam1na á Evróputúr
Texti og myndir: Hjalti St. Kristjánsson hjaltistef@mbl.is
’Það skal svo sem eng-an undra að það getivakið blendnar tilfinn-ingar að leggja af stað í
svona ferðalag. Það hljóta
að vera mikil viðbrigði að
slíta sig upp úr hvers-
dagslífinu, þótt það sé til
að sinna stórskemmtilegu
verkefni, til að afsala sér
næði og olnbogarými í
langan tíma.
Merle Doering, umboðskona Skálm-
aldar, heldur utanum allt á túrnum.
Hulda B. Ágústsdóttir Margrét Guðnadóttir
Íslensk hönnun - Íslenskt handverk
Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990
www.kirs.is,
Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun
Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17