Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.11.2017, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.11.2017, Blaðsíða 41
12.11. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 Ég er með þrjár í takinu. Sú fyrsta heitir Litla bókabúðin í Hálöndunum eftir Jenny Colgan. Það er svo gam- an fyrir bókaorma eins og mig að lesa bók þar sem bækur skipta máli. Ég hef voðalega gaman af breskum skáldsögum mörgum, það er svo notalegt að lesa þær. Svo er ég að glugga í sögu fjár- málamanns, sögu Eggerts Claessen eftir Guðmund Magnússon. Hann fæddist á mínum heimaslóðum, á Hofsósi, og ég hef voðalega gaman af að lesa um lífið þar áður fyrr. Ég er samt rétt að byrja á henni og ímynda mér að ég lesi hana í köflum, það henti mér betur að grípa í hana. Svo er ein bók sem ég hef varla sleppt úr höndunum síðan hún kom út, Prjónað af fingrum fram, líf og list Aðalbjargar Jóns- dóttur. Ég er búin að lesa hana oft og fletta henni enn oftar. Aðal- björg prjónaði ótal kjóla úr íslenskri ull og var aldrei með upp- skrift, ótrúlega flott kona. Svo bíða í stöflum nýjar íslenskar skáldsögur, en af því að ég vinn á bókasafni er ég svo kurteis að láta gesti safnsins ganga fyrir. Þórdís Frið- björnsdóttir Þórdís Friðbjörnsdóttir er for- stöðumaður Bókasafns Skagfirðinga. Bergþóra Skarphéð- insdóttir yrkir um Flórída og fleira. Morgunblaðið/Eggert BÓKSALA 1.-7. NÓVEMBER Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Myrkrið veitArnaldur Indriðason 2 Saga ÁstuJón Kalman Stefánsson 3 MisturRagnar Jónasson 4 Gagn og gamanHelgi Elíasson/Ísak Jónsson 5 SyndafalliðMikael Torfason 6 Með lognið í fangiðJón Steinar Gunnlaugsson 7 RefurinnSólveig Pálsdóttir 8 Amma bestGunnar Helgason 9 Jól með LáruBirgitta Haukdal 10 Litla bókabúðin í hálöndunum Jenny Colgan 1 Gagn og gamanHelgi Elíasson/Ísak Jónsson 2 Amma bestGunnar Helgason 3 Jól með LáruBirgitta Haukdal 4 Lára fer í sundBirgitta Haukdal 5 Henri hittir í markÞorgrímur Þráinsson 6 Verstu börn í heimiDavid Walliams 7 Auga í fjallinuJón Hjartarson 8 DýragarðurinnÓlafur Haukur Símonarson 9 Fjölskyldan mín Ásta RúnValgerðardóttir/ Lára Garðarsdóttir 10 MatthildurRoald Dahl Allar bækur Barnabækur MIG LANGAR AÐ LESA staðháttum, og það hefði líka orðið allt öðruvísi saga, en þó þetta hefði getað verið í stærri bær og ekki endilega á Íslandi, fannst mér skemmtilegra að þekkja eitthvað til.“ – Þú hefðir getað látið söguna gerast í Sviðinsvík eða Skipavík. „Um tíma hét plássið Hveljuvík,“ segir Friðrika og hlær, „en útgef- andanum fannst það gersamlega út í hött, þetta væri greinilega Húsa- vík og við skyldum ekkert vera að ljúga neinu um það.“ – Lagðirðu mikla vinnu í fléttuna áður en þú hófst handa? „Þetta spannst eiginlega áfram og varð allt önnur saga en ég hafði hugsað mér þegar ég byrjaði, eins og gjarnan gerist. Einhver þráður kviknar og hann leiðir eitthvað annað en maður ætlaði kannski að fara í upphafi. Svo eru persónurnar með tóman uppsteyt – brókarsótt og brennivínssull, kallaði Jórunn Sigurðardóttir þetta, þó það sé kannski aðeins of djúpt í árinni tek- ið hjá henni. En þetta er líflegt fólk, það situr ekki heima og prjónar.“ – Það hagar sér eins og það sé yf- irstétt á staðnum. „Þau telja sig það, en það kemur nú fram í kjaftagangi á pöbbnum í bænum að það eru ekki allir sam- mála um að þau séu merkilegir pappírar.“ – Og eiginlega orðin dauðleið á að vera alltaf að hitta sama fólkið og segja sömu sögurnar. „Er það ekki oft þannig í vina- hópum sem eru búnir að halda sam- an lengi. Svo er ekki voðalega mik- ið um að vera í bænum.“ arnim@mbl.is Friðrika Benónýsdóttir. Ljósmynd/Atli Þór Alfreðsson Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Nýr litur:Sage Green

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.