Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.11.2017, Side 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.11.2017, Side 32
FERÐALÖG 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.11. 2017 Við erum mætt í „truffluskóginn“ til að fylgjastmeð hvernig truffluveiðimaður og tíkin hans,Gina, þefa uppi þessa dýrmætu jarðsveppi. Óneitanlega er spenna í loftinu, a.m.k. finna það þrír Ís- lendingar sem aldrei áður hafa farið á slíkar veiðar. Það er sunnudagsmorgunn og í fjarska hringja kirkjuklukk- urnar inn í messu í San Miniato, bæ sem situr hátt á hæð með útsýni yfir sveitirnar. Útsýni sem sómir sér vel á hvaða póstkorti sem er, dæmigert Toskanaútsýni; hæðir og hólar, sveitabæir og lítil þorp þar sem húsin eru öll í ljósbrúnum lit. Hundarnir bíða spenntir í búri í bíl veiðimannsins. Aðeins Ginu er hleypt út en hinn situr hnípinn eftir í skottinu. Hún stekkur út og geltir, óhrein eftir trufflu- leit næturinnar, en gjarnan er leitað að næturlagi. Erfitt ár fyrir trufflur Hvítar trufflur vaxa aðeins á ákveðnum svæðum Ítalíu og því afar sjaldgæfir og verðið eftir því. Árið í ár hefur verið sérlega erfitt fyrir trufflusölumenn á Ítalíu. Hita- stigið í sumar var óvenjuhátt og varla hefur rignt í marga mánuði, en trufflur vaxa illa í miklum hitum og þurfa mikla vökvun. „Það er ekki hægt að planta truffl- um, þær vaxa villtar. Þær þurfa sérstakan jarðveg, sér- stök tré og ákjósanlegt veður. Það er einungis hægt að finna þær á nokkrum stöðum á Ítalíu og svartar og hvítar trufflur vaxa ekki undir sömu trjátegund. Hvíta trufflan er hér á Mið-Ítalíu og í norðri en svartar truffl- ur vaxa víða og finnast líka í Frakklandi og Spáni auk Ítalíu,“ segir Marco Savini, einn eigenda Savitar- trufflufyrirtækisins í Toskana, sem býður okkur á truffluveiðarnar. „Þess vegna er verðið mjög misjafnt; hvíta trufflan kostar í kringum sex þúsund evrur kílóið og sú svarta sex hundruð. Þær eru mjög ólíkar,“ segir Savini. „Í fyrra fundum við 20-25 kíló á viku en í ár aðeins 3-5 kíló á viku, eða fimm sinnum minna. Nú erum við léttklædd hér úti en venjulega á þessum árstíma eru í kringum sex gráður, ekki tólf. Og jarðvegurinn er mjög harður og þurr, en sumarið var ákaflega heitt; meðalhit- inn um 35°C,“ segir hann. Sérræktaðir hundar Sérstakir hundar eru notaðir til að þefa uppi þessa dýr- mætu jarðsveppi sem eru eftirsóttir á Michelin-stöðum um heim allan. Í fyrndinni voru það aðeins sérþjálfaðir hundar frá Emilia Romagna-héraði sem voru notaðir en í dag er meira lagt upp úr genablöndunni að sögn Sav- inis. „Hundar eru sérstaklega ræktaðir til að verða góð- ir truffluhundar. Þeir hundar sem þykja sérstaklega Morgunblaðið/Ásdís Þessar tvær vænu trufflur eru um hundrað þúsund króna virði. Á truffluveiðum í Toskana Í San Miniato í hjarta Toskanahéraðs má finna eina dýrmætustu matar- tegund heims; hvítu truffluna. Seld á sex þúsund evrur kílóið, eða í kringum 744 þúsund íslenskar krónur! Á truffluveiðum nýlega fengu nokkrir Íslendingar að kynnast þessum dýra jarðsveppi, allt frá því að hundur þefaði hann uppi og þar til hann lenti á diskinum í ljúffengri máltíð. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Tíkin Gina fær kexköku að launum fyrir að finna trufflu. Það er ævintýri líkast að fá að rölta um skóginn, elta mann og hund í von um að finna fjarsjóð- inn sem hvítu trufflurnar eru. Skjáskot fyrir ferðalagið Taktu skjáskot á símann þinn af flugmiða, hótelbókun, bílaleigubókun o.s.frv. Þú veist aldrei hvenær þú dett- ur úr netsambandi og þá getur þetta bjargað þér.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.