Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.11.2017, Blaðsíða 35
skalanum þótt einhverjir sárafáir þeirra teldu hana al-
gjörlega hlutdræga.
Niðurstöðurnar voru himinhrópandi. Þó voru við-
brögð útvarpsstjórans, sem íslenskur almenningur
hefur nánast ekkert orðið var við í því starfi, enn sér-
kennilegri. Þau voru annaðhvort ótrúlega ósvífin eða
forhert, nema hvort tveggja væri.
Ályktunin sem af því verður dregin er því miður
sennilega sú, að „RÚV“ er óforbetranlegt og það bæt-
ist við þá staðreynd að það er nú orðið óþarft tækni-
lega séð.
Raunveruleg ástæða fyrir uppbyggingu þess í önd-
verðu var að einkaaðilar voru ekki taldir fjárhagslega
eða tæknilega nægjanlega burðugir til að standa undir
slíkri starfsemi með nægjanlegum myndarskap. Eftir
því sem árin liðu og íslenskt þjóðfélag tók stökk inn í
framtíðina minnkaði gildi þessara forsendna jafnt og
þétt.
Ekki var þó hægt að láta reyna á þá breyttu aðstöðu
vegna einokunarréttar Ríkisútvarpsins.
En þegar verkfallsfólk „RÚV“ slökkti sjálft á
Fréttastofunni og Ríkisútvarpinu þá sýndi það í leið-
inni að það teldi að landsmenn gætu algjörlega án
þeirra verið. Framtakssamt fólk brást við og sýndi
hvað lítið þyrfti til að standa fyrir slíkum rekstri.
Hvergi gert annars staðar
Það hlýtur að verða mjög umdeilt á næstu árum að
láta Ríkisútvarpið eitt ákvarða allt um það hvernig
barátta í sjónvarpi skuli fara fram fyrir kosningar.
Stofnun sem að verðleikum býr við svo mikið van-
traust á ekki að ráðskast svo mjög með slík mál. Það
getur hentað aðdáendaklúbbnum, en engum öðrum.
Sáralítið samráð er haft við þá sem eru í framboði.
Þeir fá bara tilkynningu um hvar eigi að mæta og
klukkan hvað.
Tíma flokkanna er iðulega sóað og þeim jafnvel gert
að taka þátt í alls kyns skringilegheitum.
Forystumenn sumra flokka, rétt eins og hugsan-
legir stuðningsmenn þeirra, hafa litla ástæðu til að
treysta „RÚV“ til að stjórna þessum þætti. Að vísu
virðast stuðningsmennirnir vera fljótari að átta sig á
stöðunni en forystumennirnir.
Það minnir á setninguna: „Ég verð að elta lýðinn, ég
er leiðtogi hans!“ Vonandi gera þessir leiðtogar að
minnsta kosti það, þótt í heitinu felist mun meiri
áskorun.
Þær tvær fleygu setningar sem eru mest lýsandi
fyrir hrokafulla og brenglaða framgöngu „RÚV“, frá
tveimur síðustu atrennum til að kjósa til þings, eru
þessar (efnislega) Hvar á feiti karlinn að vera? (um
þáverandi forsætisráðherra) haustið 2016, og Hverjir
vilja vinna með Katrínu Jakobsdóttur? Réttið upp
hönd. Haustið 2017. Ekki verður séð að starfsmenn-
irnir sem áttu í hlut eða útvarpsstjórinn hafi séð neitt
athugavert við þessi einstöku tilþrif. En það má viður-
kenna að þau voru í góðu samræmi við starfsemina að
öðru leyti.
Ógeðfellt ofríki
Það hefur verið sérstakt að sjá umfjöllun hér á landi
um sjálfstæðisbaráttuna í Katalóníu og reyndar má í
sumum efnum segja það sama um evrópska fjölmiðla,
sem virðast fylgja búrókrötum í Brussel eftir í blindni.
Óhugnanlegt var að sjá utanríkisráðherra Spánar,
Alfonso Dastis, verja framgöngu öryggislögreglu frá
Madríd við óbreytta borgara á leið á kjörstað í Kata-
lóníu.
Tæplega eitt þúsund alríkislögreglumenn voru
sendir á vettvang. Hrottalegar myndir af framgöngu
þeirra birtust í fjölmiðlum um allan heim. Þeir börðu
fólk með kylfum. Þeir drógu konur á hárinu. Þeir
hentu fólki, jafnvel öldruðu fólki, niður stiga og tröpp-
ur og yfir girðingar.
Utanríkisráðherrann hélt fund með blaðamönnum
daginn eftir og sagði að þetta hefði ekki gerst, heldur
væru myndirnar sviðsetnar af stjórnvöldum í Kata-
lóníu! Reyndar var dálítið sérstakt að það væri utan-
ríkisráðherra landsins sem stæði í forsvari fyrir at-
burðina í Katalóníu.
Spánarstjórn var svo látin biðjast afsökunar á árás-
um lögreglunnar. Fyrirmæli um það komu frá yfir-
mönnum hennar, ólýðræðislegum búrókrötum í
Brussel. Og ríkisstjórn Spánar hlýddi.
Madríd sýnir mildi og mannúð
Nú hefur stjórnin í Madríd tilkynnt að hún sé að hug-
leiða breytingar á stjórnarskránni „til að auðvelda“
sjálfsstjórnarhéruðum á borð við Katalóníu að efna til
þjóðaratkvæðis um sjálfstæði.
Aftur var það Dastis utanríkisráðherra sem til-
kynnti þessar hugmyndir og var áferðin sú að með
þessari hugleiðingu væri verið að milda afstöðu
stjórnarinnar í Madríd. En þegar betur var að gáð
reyndist þetta ósvífinn skrípaleikur því það fylgdi með
að vildi héraðssvæði, þjóðarheild með sitt eigið tungu-
mál, sögu og þjóðarvitund, halda þjóðaratkvæði um
sjálfstæði sitt, þá myndi allur Spánn greiða atkvæði í
slíkri kosningu.
Meira að segja Pútín myndi ekki láta sér detta í hug
að setja fram tilboð um að þjóðaratkvæði um stöðu
Krímskagans skyldi fara fram í öllu Rússlandi. Ekki
orðaði Cameron, þáverandi forsætisráðherra Breta,
þá tillögu að Bretland allt skyldi greiða atkvæði í þjóð-
aratkvæði um sjálfstætt Skotland. Ætli Eystrasalts-
löndin væru orðin sjálfstæð aftur ef úrslit um það
hefðu oltið á atkvæðum allra Rússa?
Rétti þeir upp hönd sem halda það.
Morgunblaðið/Eggert
12.11. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35