Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.11.2017, Side 28
HEILSA Að hafa hund á heimilinu getur gert heilsunni gott. Rannsóknir sýna að hundaeigendurhreyfa sig meira, lifa betra félagslífi og hafa hraustara hjarta- og æðakerfi. Nærvera
hunda róar líka taugarnar og lækkar blóðþrýstinginn, enda hundar yndislegir.
Seppi bætir heilsuna
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.11. 2017
Rannsóknir hafa áður sýnt að minnkuð fæðuneysla getur
hægt á öldrun lífvera. Vísindamenn hafa þó átt í vanda
með að greina nákvæmlega hvað veldur, en virðast núna
hafa komist að því að þegar hvatberarnir í frumum lík-
amans hafa úr minni orku að moða hrörna þeir hægar og
lengja líf frumanna.
Hvatberar eru frumulíffæri sem sundra fæðuefnum og
búa til efni sem fruman sjálf getur notað sem eldsneyti.
Vísindamenn við Harvardháskóla gerðu rannsókn á
skammlífri ormategund og prufuðu bæði að minnka það
næringarmagn sem ormunum var gefið og herma eftir
áhrifum minni fæðuneyslu með því að gera genabreyt-
ingar á orkuskynjandi prótíni. Kom í ljós að ormar sem
fengu þessa meðferð voru með „unglegri“ hvatbera og
lifðu lengur en viðmiðunarormarnir.
Því miður er ósennilegt að rannsóknirnar leiði til þess
að æskumixtúra, í formi genabreyttra prótína, komi á
markaðinn innan skamms, en vísindin virðast núna einu
skrefi nær því að skilja hvernig næringarbúskapur lík-
amans og öldrun haldast í hendur. ai@mbl.is
ÁHUGAVERÐ RANNSÓKN VIÐ HARVARD
Hvatberarnir gætu haldið okkur ungum
Með því að setja hvatberana á megrunarkúr haldast
frumurnar unglegar lengur en ella. Mynd úr safni.
Morgunblaðið/Ómar
Sumir tengja muay thai einkum við
hinn vöðvastælta Jean-Claude Van
Damme sem komst í hann krappan
þegar hann mætti hinum skelfilega
Tong Po í bardaga í myndinni Kick-
boxer frá 1989. Í myndinni heldur
Van Damme út í sveitina þar sem
hann lærir muay thai af sérvitrum
meistara og þurfti belgíska sjarma-
tröllið heldur betur að kunna að fara
í splitt og bæði sparka og berja af
kappi ef honum átti að takast að
komast lifandi frá viðureigninni.
Kjartan Valur Guðmundsson, for-
maður íþróttafélagsins VBC, segir
bíómyndirnar ekki alltaf draga upp
mjög raunsæja mynd af þessari fal-
legu og framandi taílensku íþrótt.
Hann segir slysin fátið og fólk sem
æfir þessa bardagalist þurfi ekki að
berjast við andstæðing frekar en
það kærir sig um. Þá þarf ekki held-
ur að ferðast út í sveitir Taílands til
að læra muay thai – það er alveg
nóg að skjótast niður á Smiðjuveg-
inn í Kópavogi
Hjá VBC má m.a. læra brasilískt
jiu-jitsu og hnefaleika, en félagið
varð til í kringum muay thai. „Starf-
ið hófst með sænskum vini mínum
sem flutti til Íslands eftir að hafa
náð langt í íþróttinni í heimalandinu
og unnið silfur á heimsmeistaramóti
1999 í Taílandi. Þá var enginn byrj-
aður að stunda muay thai af neinu
viti hérlendis, og úr varð að stofna
þennan klúbb,“ segir Kjartan sem
sjálfur hefur lært muay thai bæði í
Svíþjóð og Taílandi.
Kemur líkamanum í form
Að sögn Kjartans er það einkum
fernt sem kveikir áhugann á muay
thai. „Við fáum til okkar fólk sem
vill læra að verja sig, en muay thai-
æfingar byggjast meira á raunveru-
legum snertingum en margar aðrar
bardagaíþróttir og þykja gefa hag-
nýtari þjálfun fyrir varasamar
kringumstæður. Er t.d. muay thai
enn notað við þjálfun hermanna í
taílenska hernum. Svo er fólk sem
langar að keppa og sýna hvað í því
býr í íþróttinni. Einnig er dágóður
hópur sem hefur valið muay thai
einfaldlega til þess að komast í gott
form enda geta æfingarnar reynt
mikið á. Svo eru þeir sem langar
einfaldlega að prufa eitthvað nýtt og
öðruvísi.“
Hópurinn sem Kjartan þjálfar er
fjölbreyttur og segir hann yngstu
muay thai nemendurna vera fjórtán
ára en þá elstu komna á sextugsald-
urinn. Þó svo að muay thai kempur
kvikmyndanna séu kattliðugar, létt-
ar á fæti og varla á þeim arða af fitu
þá bendir Kjartan að fólk þurfi alls
ekki að vera í sérstaklega góðu
formi til að byrja að æfa. „Það á við
um flesta sem koma til okkar í
fyrsta sinn að þeir gætu alveg hugs-
að sér að vera liðugri og léttari,“
segir hann og bætir við að smávegis
vömb og stirðleiki þurfi ekki að vera
nein fyrirstaða. „Við vinnum á hraða
hvers og eins og þó svo að æfing-
arnar séu aldrei auðveldar þá getur
fólk einfaldlega hægt ferðina ef lík-
aminn þarf hvíld. Hér eru engar
öfgar og öskur, en það myndast góð-
ur andi í hópnum og við hvetjum
hvert annað áfram.“
Þeir sem stunda muay thai sam-
viskusamlega geta vænst þess að
verða bæði liðugir og spengilegir,
enda oft tekið mjög rækilega á því á
æfingum. „Einn nemandinn var með
Fitbit-mælitæki á sér í einum tím-
anum og sýndi tækið að hann hafði
brennt 1.200 hitaeiningum á æfingu.
Má búast við að á bilinu 1.000 til
1.500 hitaeiningar fjúki á dæmi-
gerðri æfingu,“ segir Kjartan.
Hlífar og púðar
Til að byrja að æfa muay thai er
gott að fjárfesta í vafningum fyrir
hendurnar og mælir Kjartan líka
með að kaupa ekta skrautlegar
muay thai stuttbuxur enda hafa þær
þægilegra stroff en venjulegur
íþróttafatnaður. Í tímum þjálfa
nemendur rétta tækni, læra bæði að
slá, sparka og verjast höggum og
gera æfingar með mjúkum púðum.
„Það er einstaklingsbundið hvort
fólk kærir sig um að keppa og er þá
hægt að velja um nokkra flokka,“
segir Kjartan en ferðast þarf út í
heim til að taka þátt í mótum. „A
flokkur er fyrir atvinnumenn, þá
kemur B flokkur þar sem olnboga-
högg með hlífum eru leyfð, og loks
C flokkur fyrir áhugamenn sem
berjast með hlífum. Í D flokki er
einnig barsist með hlífum bæði á
höfði, kviði og fótum, og bannað að
slá fast, enda tilgangurinn fyrst og
fremst að sýna tæknina.“
Rétt tækni skiptir miklu máli, rétt eins og líkamlegt atgerfi.
Tuskast að hætti Taílendinga
Þjóðaríþrótt Taílands
þykir bæði heillandi og
framandi. Í muay thai
æfingum gengur mikið
á en slys eru fátíð og
íþróttin aðgengilegri en
margur heldur.
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Kjartan hefur æft muay thai víðsvegar um Taíland.
Æfingarnar hjá VBC geta verið mjög líflegar en slysin eru fátíð. Notaðar eru hlífar og púðar sem milda höggin.
Morgunblaðið/Eggert
Eldborg
23. nóv. kl. 19:30
24. nóv. kl. 19:30
25. nóv. kl. 13 & 17
St. Petersburg Festival Ballet
ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands
harpa.is/thyrniros #harpa
Börn 12 ára og yngri fá 50% afslátt.
Miðasala í síma 528 5050 og á harpa.is