Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.11.2017, Side 38
LESBÓK Rúmenskir kvikmyndadagar standa nú yfir í Bíó Paradís og verða síð-ustu sýningar á sunnudagskvöld. Sýndar eru margar áhugaverðustu
kvikmyndir rúmenskra leikstjóra frá síðustu árum.
Rúmensk hátíð í Paradís
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.11. 2017
Úlfur við girðinguna er heitisýningar myndlistarmanns-ins Úlfs Karlssonar sem
verður opnuð í Listasafni Reykjanes-
bæjar í dag, laugardag, klukkan 14.
Og með titlinum kveðst listamað-
urinn vísa til girðingarinnar sem
skildi varnarliðið á Miðnesheiði í ára-
tugi frá Íslendingum, og ekki síst
heimamönnum í Keflavík og Njarð-
vík, en ýmiskonar áhrif hafi þó síast
inn í menninguna á svæðinu.
Í tilkynningu frá Listasafninu seg-
ir að Úlfur, sem er fæddur árið 1988,
sé með eftirtektarverðustu listmál-
urum sinnar kynslóðar. „Verk hans
eru litríkar og átakamiklar hugleið-
ingar um mannlífið í abstrakt-
expressjónískum anda. Úlfur hefur
sýnt verk sín víða, bæði á Íslandi og
erlendis og meðal annars í Hilger,
hinu þekkta galleríi í Austurríki,“
segir þar.
Og um heitið á sýningunni er sagt
að girðingin vísi „til eiginlegrar stað-
setningar hennar, nálægt gömlu
flugvallargirðingunni þar sem fyrr-
um mættust íslensk og bandarísk
menning: Íslendingasögur og teikni-
myndasögur, rímnastemmur og
rokktónlist, sviðakjammar og
Hersheys-súkkulaði. En sýningin er
líka um girðingar í óeiginlegri merk-
ingu, mörkin milli hins smáa og hins
stóra, eyjarskeggja og meginlands-
búa, hins heimatilbúna og aðfengna,
hins þekkta og óþekkta. Og sýning
Úlfs staðfestir með sínum hætti, og
af sérstökum ástríðukrafti, að girð-
ingin er ekki lengur held.“
Bíóupplifun og box
Úlfur hóf feril sinn sem kvikmynda-
gerðarmaður en sneri sér að list-
málun þegar hann var í námi í
listaháskóla í Gautaborg þaðan sem
hann útskrifaðist árið 2012. Í vetur
er hann búsettur í Strasbourg og ein-
beitir sér að málverkinu.
„Ég reyni að skapa einskonar
kvikmyndahúsastemnigu í salnum en
ég sýni bara málverk – og eina „ex-
it“-hurð, eins og í bíói,“ segir Úlfur
þegar hann er spurðir út í sýninguna
í Reykjanesbæ.
„Mér finnst að listirnar nái stund-
um ekki til almennings en vil gjarnan
fá fólk nær listunum og langar til að
það upplifi þær sterkt, rétt eins og
það upplifir bíómyndir. Mig langar til
að skapa slíka upplifun í listum, með
hljóðverkum, litum og öllu …
Ég vil ná til sem flestra og gera
listina aðgengilega svo fólk jafnt í
listheiminum sem utan hans geti
tengt við myndverkin.“
Úlfur segir að á þessari sýningu
séu verk í tveimur seríum. Hann sé
alltaf með ákveðin konsept á sýn-
ingum sínum. Nú séu það annars-
vegar „þessar kvikmyndahúsapæl-
ingar sem tengjast girðingunni um
völlinn og svo eru það verk úr ann-
arri sýningu, þeirri síðustu sem ég
setti upp, í Vínarborg.
Ég er áhugamaður um íþróttir og
hef gaman af boxi í Bandaríkjunum.
Ég fór að stúdera frægan og skraut-
legan umboðsmann boxara, Don
King að nafni, en hann var mjög
áberandi á árunum eftir 1980. Hann
skipulagði meðal annars Rumble in
the Jungle-slaginn í Saír milli
George Foreman og Muhammed Ali.
Í málverkum fór ég að bera hann
saman við hershöfðingja, semsagt
menn sem etja mönnum á móti öðr-
um. King slæst ekki sjálfur en sendi
Ali eða Mike Tyson að slást.
Ég hafði samband við barnabarn
Dons King og bauð honum að mæta,
en hann sagði að ég þyrfti að borga
flug og hótel fyrir þá en ég tímdi því
ekki,“ segir Úlfur og hlær.
Bandarísku áhrifin
„Annars reyni ég alltaf á sýningum
mínum að vera með tengingu við
staðinn sem ég sýni á. Hér er þemað
tenging við bandarísku áhrifin í
Keflavík og girðinguna um völlinn –
sem aðskildi Ísland og Bandaríkin. Í
málverkunum mínum eru líka amer-
ísk áhrif og þar er snertiflötur við
staðinn. En áhrif vallarins á íslenska
menningu tengjast nútímavæðingu
Íslands á sínum tíma, í tónlist og svo
mörgu öðru.“
Úlfur bætir við að auk þess að
blanda saman þessum tveimur
myndröðum, með vísun í girðinguna
annarsvegar og hinsvegar í boxið, þá
hafi hann unnið þær samtímis í
fyrravetur, fyrir þessar sýningar.
„Þetta er stór salur hérna og það
tók sinn tíma að skapa verkin til að
fylla hann! Þá var ég með vinnustofu
á Granda, var í vinnu uppi í Grafar-
holti en náði að vera á vinnustofunni
á morgnana og jafnvel líka eftir
vinnu.“
Mikið flakk og sýningar
Það gengur mikið á í málverkum
Úlfs, þar sem ýmis andlit og fígúrur
birtast með allrahanda vísunum.
Hann segir að það megi meðal ann-
ars sjá áhrif frá bakgrunni sínum í
kvikmyndanámi og kvikmynda-
áhuga, en hvað það varðar hafi hann
leitað meira í bandarískar en
evrópskar kvikmyndir. Þá séu líka
áhrif frá teiknimyndablöðum, „þaðan
koma litirnir og axjón“, segir hann.
Eftir að hafa verið í kvikmynda-
námi segist Úlfur hafa verið einn vet-
ur á Akureyri og þar fór hann að
nema myndlist. „Svo fór ég í skólann
í Gautaborg og fékk vinnustofu sem
ég bjó hálfpartinn í. Þá fór ég að stel-
ast í ruslagámana, tók þar gömul
málverk og tók að spreyja á þau og
gera allskonar tilraunir með efni og
liti. Síðan hef ég mestmegnis verið að
mála.“
Unnusta Úlfs leggur stund á nám í
Strasbourg og helgar hann sig þar
listinni um þessar mundir. Er kom-
inn þar með vinnustofu með fleiri
listamönnum. Og það er nóg að gera.
„Ég sýndi í Happy Art Museum í
Riga í síðasta mánuði og þar á undan
í galleríi Ernst Hilger í Vínarborg.
Þá var ég áður í vinnustofu á Spáni í
mánuð. Það hefur því verið mikið
flakk á mér og ég er rétt byrjaður að
vinna í Strasbourg. Ég er að undir-
búa sýningu sem verður í Bredgade
kunsthandel í Kaupmannahöfn á
næsta ári.“
Það vekur athygli að hinn kunni
safnari og galleristi hafi boðið Úlfi að
sýna en hann er meðal annars gall-
eristi Errós. Það kom þannig til að
árið 2015 var sýning á verkum Úlfs í
D-sal Listasafns Reykjavíkur, á
sama tíma og sýning á verkum Errós
sem Hilger kom að skoða.
„Ég hef alltaf litið mjög upp til Er-
rós,“ segir Úlfur. „Hilger sá verkin
mín og mér var í kjölfarið boðið að
sýna í galleríi hans í Vín.“
Er Úlfur undir áhrifum frá Erró?
„Ja, maður lærir mikið um Erró í
listnámi hér heima og svo hef ég haft
myndir hans fyrir augunum síðan ég
var lítill. Ég er klárlega undir ein-
hverjum áhrifum af verkum hans. En
áhrifin hafa komið víðar að, eins og
frá bandarísku listamönnunum Ray-
mond Saunders og Basquitat. Mér
finnst ég samt gera öðruvísi verk en
þeir allir…“
Sýningarstjóri í Listasafni
Reykjanesbæjar er Aðalsteinn Ing-
ólfsson og verða þeir Úlfur með leið-
sögn um sýninguna á morgun kl. 16.
„Ég vil ná til sem flestra og gera
listina aðgengilega,“ segir Úlfur.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Vil gjarnan fá fólk nær listunum
Sýning á málverkum
Úlfs Karlssonar hefur
verið sett upp í Lista-
safni Reykjanesbæjar. Í
verkunum vísar hann
til sambýlis Íslendinga
og varnarliðsins sem
var á Miðnesheiði.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
’Þá fór ég að stelast íruslagámana, tók þargömul málverk og tók aðspreyja á þau og gera
allskonar tilraunir með
efni og liti. Síðan hef ég
mestmegnis verið að
mála.
Eitt málverkanna sem Úlfur Karlsson sýnir í Listasafni Reykjanesbæjar. „Ég
reyni að skapa einskonar kvikmyndahúsastemningu í salnum,“ segir hann.