Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.11.2017, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.11.2017, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.11. 2017 R íkisútvarpið sagði frá því 8. þessa mánaðar í yfirliti frétta sinna, að „skuldir Reykjavíkurborgar muni aukast næstu árin, bæði vegna líf- eyrisskuldbindinga og aukinnar lán- töku“. Það er erfitt að deila við „RÚV“ um það að skuldir aukast þegar að menn taka lán án þess að greiða önn- ur niður. Það er svo þekkt að velta mætti fyrir sér hvort þetta sé frétt. Hitt væri nær að reyna að upp- lýsa almenning um hvernig í ósköpunum þetta geti gerst, við núverandi aðstæður. Skatthnútur hertur og skuldir auknar Skattpíning borgaryfirvaldanna hefur ekki fyrr í sögu hennar verið slík sem nú er. Allir gjaldstofnar eru keyrðir upp í topp. Við bætist að tekjurnar sem skatt- heimtan gefur hafa aukist langt umfram hækkun gjaldstofna. Ástæðan er sú að fasteignaverð hefur stórhækkað vegna heimatilbúins lóðaskorts borg- arinnar og borgin hefur ekki lækkað fasteignagjöld sín til móts við hækkun fasteignamatsins. Þeir fjármunir, sem útsvarsálagning á ystu mörkum skilar, hafa einnig hækkað langt umfram vísitölur byggingarkostnaðar og neyslu. Einu sanngjörnu við- brögðin við því væri að borgin lækkaði útsvarið veru- lega. Fyrrnefndar vísitölur segja okkur hvað ætla má að rekstrarkostnaður borgarinnar hafi hækkað um á milli ára. Því skal ítrekuð spurningin sem þessi ríkisfrétta- stofa hefði átt að spyrja, og hefði kannski gert ef Sam- fylking og VG, systurstofnanir „fréttastofunnar“ sætu ekki valdastóla borgarinnar. 300.000.000.000 Það kom reyndar fram í fréttunum að heildarskuldir Reykjavíkurborgar myndu hækka um tæpa tvo tugi milljarða króna á næsta ári þrátt fyrir þessa gósentíð. Þær yrðu orðnar 300 MILLJARÐAR KRÓNA í lok næsta árs! Þess var og getið að á árunum 2017-2020 myndu skuldir borgarinnar enn hækka mjög, en það væri vegna framkvæmda sem borgin stefndi í og yrði að slá fyrir því að „veltufé frá rekstri“ hefði farið minnkandi síðustu ár. Vorið 1990 fóru fram borgarstjórnarkosningar. Þá fékk meirihluti Sjálfstæðisflokks rúm 60% atkvæð- anna eftir átta ára samfelld kynni borgarbúa af hon- um. Þau átta ár voru eitt af glæsilegustu fram- kvæmdaskeiðum borgarinnar. Vinsamlegra viðhorf Hóf var sýnt í nýtingu skattstofna. Meirihlutinn byrj- aði sinn feril á því að lækka gjaldstofna og draga úr álögum á borgarbúa. Þrátt fyrir þetta stóð borgin og stofnanir hennar mjög sterkt fjárhagslega og þurfti ekki að hlaða upp skuldum. Framkvæmdanna sá hvar- vetna stað og borgin var annáluð fyrir snyrtimennsku og þjónustulund. Hvoru tveggja hefur farið aftur. Tryggt var með markvissri skipulagsvinnu og fram- kvæmdavilja að þeir sem vildu byggja gætu gengið að hentugum og byggingarhæfum lóðum vísum. Sá mikli kraftur sem í þetta var settur hafði mjög jákvæð áhrif á þróun húsnæðisverðs. Aulagangur í skipulags- og lóðamálum borgarinnar nú er einn stærsti gerandinn í sprengingu húsnæðisverðs. Borgin stóð á þessu skeiði fyrir miklum framkvæmdum, sem enn setja sterkan og góðan svip á hana. En einnig þar sem minna bar á var mikið gert. Þar má sérstaklega nefna að öflugt átak var hafið í holræsamálum með nýjum lögnum og lengingu útrása og afkastamiklum dælustöðvum og þessi þáttur var eitt mesta umhverfisátak sem gert hafði verið í landinu. R-listinn, vinstrimeirihlutinn sem tók við 1994, treysti sér ekki til að halda þessum verkefnum áfram nema með viðbótargjaldi á borgarbúa, sérstöku hol- ræsagjaldi. Ástin byrgir sýn á fréttir Það hve veltufé frá rekstri skilar nú litlu þrátt fyrir stóraukin umsvif í viðskiptalífi og kaupmáttaraukn- ingu, sem er næsta einstæð, sýnir svo ekki verður um villst að rekstur borgarinnar er þaninn stjórnlaust út. Núverandi yfirvöld hennar sýna engan áhuga á því að stilla byrðum á borgarbúa í hóf og enn minni áhuga á útsjónarsemi í rekstri eða gefa þau mikið fyrir kunn- áttu í slíkum efnum. Fréttastofa, sem ekki væri gjörsamlega múlbundin á klafa sinna pólitísku viðhorfa (sem hún vill ekki kannast við) ætti að hafa þrek og burði til að fjalla um staðreyndir eins og þessar en vilja skortir. Þessi stofnun telur sér nauðsynlegt að auglýsa reglulega að hún sé allrar þjóðarinnar. Það á hún að vera að lögum en það birtist okkur helst í sama skiln- ingi og Tass gamla hafði á sínum tíma. En þrátt fyrir sjálfumglaðan áróður og einstæða fjárhagslega stöðu, sem gerir raunverulega sam- keppni erfiða, virka tilburðir til heilaþvottar ekki. Kannanir staðfesta það. En hver er skoðun fólksins? Opinber stofnun um fjölmiða, sem er reyndar sjálf æði skrítið fyrirbæri, lét Gallup gera fyrir sig könnun. Þar var spurt hvort menn „teldu að Ríkisútvarpið (RÚV) sé almennt hlutlaust eða hlutdrægt í fréttum og fréttatengdum efnum“. Niðurstöður þessarar könnunar voru ótrúlegar. Að- eins 14% allra aðspurðra töldu „RÚV“ að „öllu leyti hlutlaust“. Eins og allir vita þá er slíkt hlutleysi for- senda réttlætingar þess að reka „RÚV“ fyrir opinbert fé. Um 22% aðspurðra töldu Ríkisútvarpið fréttalega „mjög hlutlaust“ og 30% „frekar hlutlaust.“ Fáir líklegra kjósenda Sjálfstæðisflokks töldu „RÚV“ uppfylla fréttalega hlutleysisskyldu sína til fulls. Aðeins 9 prósent þessa fjölmennasta kjós- endahóps treystu sér til að merkja í annan af tveimur efstu flokkum um hlutleysi. Langflestir þessara 9% þó aðeins í lægri flokkinn af tveimur. Aðeins 8% stuðningsmanna Framsóknarflokks treystu sér til að merkja í þessa tvo reiti og nánast engir í hærri reitinn. Hins vegar merktu 73% hugsanlegra kjósenda Sjálfstæðisflokksins í reiti um að „RÚV“ sýndi frétta- lega hlutdrægni. Um 48 prósent aðspurðra töldu stofnunina fréttalega mjög hlutdræga eða algjörlega hlutdræga. Um 65 prósent stuðningsmanna Fram- sóknarflokks merktu sína afstöðu í hlutdrægnisdálk- ana. Þarna er ekki eingöngu um flokksbundið fólk að ræða, heldur það fólk sem í þessum kosningum taldi sig líklega kjósendur þessara flokka. (Könnunin var tekin fyrir stofnun Miðflokksins). Það vekur athygli að þeir sem töldu sig stuðningsmenn annarra flokka en þeirra 7 sem nefndir voru í könnuninni voru veru- lega tortryggnir í garð „RÚV“. Aðdáendaklúbburinn En svo var það klapplið fréttastofunnar. Aðeins 5% Samfylkingarmanna merktu í dálkinn um að „RÚV“ væri hlutdrægt í fréttalegum efnum og enginn þeirra að stofnunin væri algjörlega hlutdræg“. Enn færri stuðningsmanna VG voru þarna megin á Sláandi niðurstöður og stórbrotnari viðbrögð ’ Ályktunin sem af því verður dregin er því miður sennilega sú að „RÚV“ er óforbetranlegt og það bætist við þá staðreynd að það er nú orðið óþarft tæknilega séð. Reykjavíkurbréf10.11.17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.