Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.11.2017, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.11.2017, Blaðsíða 48
SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2017 „Á síðasta ári komu til okkar yfir 3.000 bangsar en aðsóknin hefur verið að aukast og aukast síðastliðin fjögur ár,“ segir Hekla Sigurðardóttir, formaður Lýð- heilsufélags læknanema, en í tilefni alþjóðlega bangsadagsins verður Bangsaspítalinn á þremur stöð- um nú í ár, laugardaginn 11. nóvember. Er það til að mæta þessum stækkandi hópi bangsa sem þurfa að- hlynningu. Í dag geta því börnin kíkt með veika eða slasaða bangsa á Heilsugæsluna á Seltjarnarnesi, Heilsugæsluna Sólvangi og á Heilsugæsluna í Mos- fellsbæ en þeim verður sinnt frá klukkan 10 til 16. „Þetta er mjög jákvæð upplifun fyrir börnin, sem eru kannski vön að ganga inn í þetta umhverfi og bú- ast við að einhver sé að fara að pota í þau og skoða en þarna koma þau inn og þau eru ekki sjúklingurinn. Ef þau eru feimin þá rennur feimnin af þeim öllum eftir tvær mínútur,“ segir Hekla og gott er að ræða fyrirfram við barnið um það hvernig bangsinn er veikur, hvort hann er t.d. með brotna tá, magapest eða kvef. Bangsaspítalinn nýtur svo mikilla vinsælda að ekki hefur þurft að auglýsa hann sérstaklega síðustu árin. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Veikum böngsum fjölgar Bangsar íslenskra barna hafa verið óvenjuslappir síðustu árin. Til að mæta aukinni þörf á aðhlynningu er Bangsaspítalinn opinn á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Tveir laxar, sem synt höfðu í litlu tjörninni „Markúsarhyl“ við Ráðhús Reykjavíkur í um hálft ár, voru háfaðir upp úr henni þegar tjörnin var hreinsuð fyrir nákvæmlega 20 árum. Upphaflega höfðu þeir lent í tjörninni þegar steggjapartí stóð yfir fyrir brúðkaup og steggirnir komu þeim fyrir á þessum óvenjulega stað. Í viðtali við Morgunblaðið sagði Sigurður Egilsson, húsvörður í Ráðhúsinu, að laxarnir hefðu gert töluverða lukku og verið mörgum til gleði á þessu hálfu ári, ekki síst börn- um. Húsverðirnir höfðu þá fóðr- að laxana sem voru orðnir gæfir. Löxunum var þarna slátrað en talið var að erfitt hefði orðið að hafa þá yfir vetur þegar tjörnina legði. Í viðtalinu kom jafnframt fram að það kæmi til greina að sleppa nýjum löxum í litlu tjörn- ina næsta vor. Morgunblaðið fylgdist með því þegar Páll Frí- mannsson borgarstarfsmaður háfaði laxana upp úr Mark- úsarhyl en á sama tíma átti borgarstjórinn sjálfur, Markús Örn Antonsson, leið hjá og skoðaði veiðina. GAMLA FRÉTTIN Laxar úr steggja- partíi Laxarnir úr steggjapartíinu áttu ágætis sumar í miðbæ Reykjavíkur en ævi þeirra var öll þegar vetur gekk í garð. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Birkir Bjarnason knattspyrnumaður Högni Egilsson tónlistarmaður Stephan Stephensen tónlistarmaðurSkeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is naver collection GM 2152 Borðstofuborð DESALTO Skin keramik plata naver collection GM 7724 DESALT Cla naver collection GM 9942 Ten armstólar CONDEHOUSE Ten borðstofuborð

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.