Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.11.2017, Síða 42
Þær skipta tugum bækurnar
sem mig langar til að lesa og
þó er ég búin að lesa marg-
ar. Fyrst nefni ég bók Páls
Valssonar um Jóhönnu
Sigurðardóttur. Fáar konur
hafa verið rægðar meira
undanfarin
ár og þótt lengri tími væri
undir en ég held að hún hafi
gert kraftaverk fyrir land sitt
og þjóð á sínum tíma. Bókin
heitir að sjálfsögðu Minn tími!
Næsta bók á listanum er
líka ævisaga,
sú sem Þor-
valdur Kristinsson hefur
skrifað um Helga Tómasson.
Hann komst ótrúlega langt í
einhverri erfiðustu listgrein
sem til er og ég er viss um að
leiðin á toppinn var ekki
greið.
Úr skáldskapnum er engin andsk … leið að
velja svo ég vel bara eitthvað augljóst og
öruggt, Sögu Ástu eftir Jón Kalman Stef-
ánsson – enda er skylda að fylgjast með hon-
um.
HVAÐ LANGAR
HÖFUNDANA AÐ LESA?
Silja
Aðalsteinsdóttir
Gunnar Theodór hefur skrif-
að nýja bók um rammgöldr-
óttu unglingsstúlkuna Dísu.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ljóðskáldið Dagur Hjartarson hefursent frá sér ljóðabókina Heilaskurð-aðgerðin. Dagur er margverðlaun-
aður höfundur en hann hlaut Bókmennta-
verðlaun Tómasar Guðmundssonar árið
2012 fyrir fyrstu bókna sína; ljóðabókina
Þar sem vindarnir hvílast. Smásagnasafn
hans Eldhafið yfir okkur hlaut Nýrækt-
arstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta
árið 2012. Hann hlaut síðan Ljóðstaf Jóns
úr Vör árið 2016 fyrir ljóðið Haustlægðin,
sem birtist núna í þessari ljóðabók, og var
auk þess tilnefndur til Bókmenntaverð-
launa Evrópusambandsins árið 2017 fyrir
skáldsögu sína Síðasta ástarjátningin.
Hin hliðin á peningnum
„Heilaskurðaðgerðin kallast á við fyrstu
ljóðabókina mína. Í þeirri bók er ljóðmæl-
andi sem talar í fyrstu persónu og talar
gjarnan til stúlkunnar, það eru ég og þú. Í
þeirri bók voru ástarljóð örlítið í léttari
kantinum; opin og rómantísk, björt ljóð að
mestu og tónninn hugljúfur. Í þessari bók
beiti ég sömu brögðum, það er ég og þú,
en þetta er hin hliðin á þeim peningi, og
nálgunin aðeins persónulegri,“ segir Dag-
ur um nýjustu bókina sína.
„Bókin segir sögu pars sem lifir í ljósi
og skugga af heilaæxli og síðan heila-
skurðaðgerð. Ljóðin lýsa þeirri stóru að-
gerð á líkama og hversdegi sem fer fram,“
segir Dagur og útskýrir að ljóðin séu ljóð-
ræn úrvinnsla á raunverulegum atburð-
um. „Þetta lýsir reynslu beggja ein-
staklinganna sem ganga í gegnum þetta
saman. Þótt annar leggist undir hnífinn
þá er aðgerðin framkvæmd á lífi þeirra
beggja.“
Ljóðlist er trúariðkun
„Í bókinni má finna vangaveltur um dauð-
ann, eðli hans, nálægð og aðdráttarafl, og
þarna eru líka, en óbeint þó, trúarlegar
vangaveltur. Þær koma kannski skýrast
fram í ljóðinu Hallgrímskirkja. Þótt ég
skilgreini mig ekki sem trúaðan mann þá
er ljóðlist ákveðin trúariðkun fyrir mér,
og að lesa ljóð sem tendra mig er það
sama og fyrir aðra að þylja bænir. Það að
yrkja er í raun og veru trúarbrögð; leit að
einhverjum sannleika, að komast í tæri
við það sem er handan við orðin,“ útskýrir
skáldið.
„Reykjavík hefur alltaf verið mér hug-
leikin. Það sést kannski í þessari bók að
ég er fluttur í Hlíðarnar. Perlan kemur
inn og ljósin í henni. Ég fer ekki langt til
að sækja mér innblástur í ljóðin, ég yrki
um hlutina sem standa mér næst hið
innra og hið ytra,“ segir Dagur um hvers-
daginn í Reykjavík sem birtist í mörgum
ljóðanna.
„Ljóðin sem fjalla um landslag borg-
arinnar fela líka í sér alla söguna sem er
undir í bókinni. Kannski er það þráhyggju-
kennt, mér finnst hvert ljóð innihalda alla
bókina. Það stafar kannski af því að það
eru fimm ár á milli ljóðabóka hjá mér og
ég var búinn að yrkja guð má vita hvað
mörg ljóð. Ég skar út til að heildarsvip-
urinn og ljóðin myndu vinna hvert með
öðru. Það skilar sér í þessu að ljóðin eru
mjög mikið af sömu spýtunni.“
Ætlaði aldrei að yrkja bókina
„Ég vona að næsta ljóðabók verði aðeins
frjálsari undan heildinni. Ég ætlaði í raun-
inni aldrei að yrkja þessa bók. Ég settist
aldrei niður og til að yrkja um þetta. Hún
varð bara til þegar ég var búinn að stroka
út þau ljóð sem mér leist síður á. Ljóðin
sem ég á til í bankanum eru af allt öðrum
toga, léttari, annar tónn sem ég slæ. Mér
finnst eins og ég sé með þessari bók að
setja punkt aftan við það sem ég byrjaði á
í fyrstu ljóðabókinni.“
- Það verður því slegið á nýja strengi í
næstu bók?
„Kannski mun enginn taka eftir neinum
mun nema ég. Ég reyni að hugsa ekki
heildina fyrr en ég er kominn með bunka
af ljóðum. Ég yrki ekki markvisst inn í
heildina, heldur reyni að sjá hana út eftir
á,“ segir Dagur Hjartarson skáld um ljóð-
list og bækur.
Persónulegri nálgun
„Ljóðin lýsa þeirri stóru aðgerð á líkama og hversdegi sem fer fram,“ segir Dagur
Hjartarson um nýjustu ljóðabók sína, Heilaskurðaðgerðin.
Hildur Loftsdóttir hilo@mbl.is
42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.11. 2017
LESBÓK
Óskalistinn er stór og
stærri en svo að ég komist
yfir hann. Claessen eftir
Guðmund Magnússon er
þar ofarlega á blaði og þar
er líka bókahlunkurinn Líf-
taug landsins sem Sum-
arliði Ísleifsson ritstýrir og
fjallar um 1100 ára sögu utanríkisversl-
unar landsins.
Fyrir nokkrum árum las
ég sjálfsævisöguna Kalak
eftir Kim Leine á norsku
og nú geymi ég mér eins
og konfektmola til jólanna
að lesa sömu bók á íslensku
í þýðingu
Jóns Halls
Stefánssonar. Það er
kannski mótsögn að tala
um þessa hálfbirkilönsku
og erfiðu ævisögu sem kon-
fekt því ævin sem hér segir
frá er hin andstyggilegasta
píslarganga en Leine er
engu síður einn af merkari rithöfundum
okkar tíma.
Annað tilhlökkunarefni er svo að lesa
Blóðuga jörð eftir Vilborgu Davíðsdóttur
og Brotamynd Ármanns Jakobssonar og er
þá fátt eitt talið. Magnaðir höfundar bæði
tvö.
Bjarni Harðarson