Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.11.2017, Blaðsíða 26
Hitið ofninn í 135°C.
Skerið allt grænmetið niður og
setjið helminginn af lauknum í
botninn á steypujárnspotti. Bland-
ið öllu grænmetinu vel saman í
stórri skál og veltið upp úr 2 msk.
af olíu.
Steikið kjötstykkið upp úr 1
msk. af olíu við fremur háan hita
og lokið kjötinu vel á öllum hlið-
um. Leggið kjötið ofan á laukinn
og kryddið það þá (eftir á, ekki
fyrir steikingu) með salti og pipar.
Raðið grænmetinu allt í kringum
steikina en passið að það hylji
hana ekki alveg. Hellið rauðvíni og
nautasoði yfir steikina og gullna
reglan er að vökvinn fljóti ekki al-
veg yfir kjötið. Leggið rósmarín-
greinarnar ofan á. Setjið í ofninn
og eldið í um 4 og ½ klst. Eins og
fyrr segir er ekkert meðlæti nauð-
synlegt en sumum finnst kartöflu-
mús ómótstæðileg með.
Hin klassíska „pot roast“ er til í
ýmsum afbrigðum en í flestum
þeirra er nautakjöt, rauðvín, gul-
rætur, laukur og kryddjurtir. Hér
er bætt við kartöflum svo að það
er algjör óþarfi að búa til kart-
öflumús eða neitt meðlæti með.
Fyrir sex
1,3 kg nautakjöt, t.d. innra læri eða
roastbeef
3 msk. repjuolía eða ólífuolía
salt og svartur pipar eftir smekk
3 stórir laukar, gróft skornir
6 hvítlauksrif, smátt skorin
500 ml nautakraftur
180 ml þurrt rauðvín
4 miðlungsstórar gulrætur, gróft
skornar
2 sellerístangir
500 g kartöflur, hreinsaðar og skorn-
ar í grófa bita
1 dós niðurskornir tómatar
4-5 rósmaríngreinar
Pottsteik
Þessi réttur er oft útbúinn í afrísku
leiríláti kölluðu „tagine“ og nefnd-
ur eftir því og er það vissulega
stemning. Þeir sem eiga ekki slíkt
ílát geta vel notað eldfast mót úr
öðrum efnum í staðinn en passið
að hafa mótið í smærra lagi. Hér
er sætum kartöflum bætt við upp-
skriftina, en þær eru ekki oft með í
hefðbundnu uppskriftinni, en þá er
meðlætið líka komið í fatið.
1 kjúklingur, skorinn í tvennt
100 ml ólífuolía
2 laukar, þunnt sneiddir
4 hvítlauksrif, kramin
1 kanilstöng
1 tsk. rifin engiferrót
1 tsk. túrmerik
1 tsk. reykt paprikukrydd
1 tsk. kúmín
½ tsk. svartur pipar
½ tsk. kóríanderduft
salt eftir smekk
½ bolli grænar ólífur
½-1 sæt kartafla, skorin í grófa bita
1 heil sítróna, skorin í þunnar sneiðar
Hitið ofninn í 220°C. Hellið ólífu-
olíu í eldfasta mótið, hvort sem
það er steypujárnsfat, leir eða ann-
að. Setjið lauk og kraminn hvítlauk
út í. Leggið kjúklingshelmingana
ofan á og látið skinnið snúa upp.
Sáldrið kryddinu yfir kjúklinginn
og laukinn. Raðið sætkartöflubit-
um í kring. Setjið kanilstöng, ólífur
og sítrónusneiðar yfir.
Setjið mótið í ofninn, án loks, í 1
klst. Það er allt í lagi að dreifa
vökvanum öðru hvoru yfir réttinn
á meðan. Minnkið hitann í 180°C
og bakið áfram í 20-30 mínútur
eða þar til kjúklingurinn er fallega
gylltur. Látið réttinn standa í 15
mínútur áður en hann er borinn
fram.
Kjúklinga-tagine
Thinkstock
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.11. 2017
MATUR
Allt í eitt fat
Réttir þar sem þú getur troðið öllu í eitt
eldfast mót og inn í ofn og beðið geta
bjargað deginum. Ekkert þarf að huga að
meðlæti eða sósu því þetta er allt í fatinu.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is