Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.11.2017, Blaðsíða 45
Greið leið fyrir framhald
Reese Wither-
spoon bæði fram-
leiðir og leikur í
Big Little Lies.
SJÓNVARP Reese Witherspoon hefur hætt við þátttöku
í kvikmynd Noah Hawley, Pale Blue Dot, sem Fox
Searchlight ætlaði að framleiða til þess að greiða fyrir
gerð framhalds hinnar vinsælu og verðlaunuðu þátta-
raðar HBO, Big Little Lies.
Witherspoon skrifaði undir samning um að leika í
Pale Blue Dot árið 2015 en Hawley er svo önnum kafinn
leikstjóri að flýta þurfti framleiðslunni. Sagan segir frá
kvenkyns geimfara sem missir tökin á hversdagslífinu
eftir að hafa snúið til baka úr geimferð.
Variety greinir frá þessu en segir ennfremur frá því
að HBO hafi ekki veitt neinar upplýsingar um aðra
þáttaröð Big Little Lies. TVLine greindi frá því að HBO
ætlaði að fara í tökur á þáttaröðinni í vor.
Will Smith í Men in Black 3. Hann hefur átt farsælan feril bæði í sjónvarpi og á
hvíta tjaldinu. Hann sló fyrst í gegn í þáttunum The Fresh Prince of Bel Air á tí-
unda áratuginum og síðar í framhaldsmyndunum Men in Black og Bad Boys. Smith
er fjölhæfur og leikur jafnt í rómantískum gamanmyndum sem spennumyndum.
Queen Latifah í Chicago. Hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hlut-
verk sitt sem Mama Morton í söngleiknum. Hún sýndi fyrst að hún hefði góð
tök á gamaleik í hinum vinsælu þáttum Living Single sem voru í sjónvarpi undir
lok tíunda áratugarins.
Ice Cube í Boyz n the Hood. Þessi mynd fékk góða dóma og var tilnefnd til
tvennra Óskarsverðlauna. Síðan þá hefur Ice Cube leikið í fjölmörgum kvik-
myndum og þáttum, bæði dramatískum og gamansömum og var nýlega til-
kynnt að þriðja Ride Along-myndin yrði framleidd.
Xzibit ásamt Nicolas Cage í The Bad Lieutenant: Port of Call - New
Orleans. Hann hefur leikið í nokkrum þáttum af Hawaii Five-0 og er var líka
með hlutverk í Derailed og xXx: State of the Union.
12.11. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Verkfæri og festingar
Mikið úrval af öryggisvörum
Nú fástSnickers vinnuföt í
FRÆGÐ Liam Gallagher vill að Mr. Bean
leiki Noel bróður sinn í kvikmynd um æv-
intýri hljómsveitarinnar Oasis. Liam segir
að Noel sé svo pirrandi og því sé við hæfi að
Mr. Bean, þessi sérkennilegi karakter leik-
arans Rowans Atkinson, leiki hann. Tónlist-
arvefurinn nme.com greinir frá þessu.
Sjálfur vonast hann til að góður vinur
sinn, velski leikarinn Rhys Ifans, leiki hann
sjálfan. „Ég vil engan kynþokkafullan leik-
ara, ekkert Tom Hardy-rugl fyrir mig.
Rhys Ifans væri nógu góður fyrir mig,“
sagði þessi sérvitri rokkari í viðtali við Ab-
solute Radio.
Vill Mr. Bean sem Noel
Liam Gallagher er ósáttur við bróður sinn.
Fimm konur hafa sakað bandaríska grínistann
Louis C.K. um kynferðislega áreitni, að því er
New York Times greinir frá. Þetta eru grínist-
arnir Dana Min Goodman, Julia Wolov, Rebecca
Corry og Abby Schachner auk fimmtu konunnar
sem óskaði nafnleyndar. Sögurnar eru
nokkuð svipaðar. Goodman og Wo-
lov segja að Louis C.K. hafi klætt sig
úr öllu og fróað sér eftir að hafa
boðið þeim inn í hótelherbergi sitt
á grínhátíð í Aspen í Colorado árið
2002. Hann bauð Corry í búnings-
herbergi sitt árið 2005 til að fylgj-
ast með sér fróa sér. Hún neitaði
og benti á að hann ætti dóttur og
ólétta konu.
Í kjölfarið var frumsýningu á
nýrri mynd uppistandarans, I Love
You, Daddy frestað með skömm-
um fyrirvara. Framleiðslufyrirtækið
ætlar að fara yfir málin áður en
framhaldið verður ákveðið. Í mynd-
inni leikur hann föður sem reynir að
stöðva sautján ára dóttur sína
(Chloe Grace Moretz) frá því að
eiga í sambandi við 68 ára leik-
stjóra (John Malkovich). Louis
C.K. átti ennfremur að koma
fram í The Late Show með
Stephen Colbert en hætt hefur
við það.
Ennfremur hefur HBO sagt
að það ætli að hætta að bjóða
upp á eldri þætti grínistans í
veituþjónustu sinni.
New York Times spurði Lou-
is C.K. um ásakanirnar um
kynferðislega áreitni á kvik-
myndahátíðinni í Toronto í
september en hann gaf lítið
fyrir þetta og sagði þetta orð-
róm.
Hætt var við frumsýningu á nýjustu mynd hans,
I Love You Daddy, í New York á síðustu stundu.
LOUIS C.K. SAKAÐUR UM KYNFERÐISLEGA ÁREITNI
HBO hættir
að sýna þætti
hans
Louis C.K.