Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.11.2017, Síða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.11.2017, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.11. 2017 Íslandsvinurinn og grínistinn Eddie Izzard er ötull stuðn- ingsmaður þess að lækka kosningaaldur í Bretlandi. „Ég tel að 16 og 17 ára ættu að fá tækifæri til að kjósa,“ segir Eddie í myndbandi sem hann hefur dreift um sam- félagsmiðla. „Þetta unga fólk leggur sitt af mörkum til samfélagsins en framtíð þess er í höndum eldra fólks. Af hverju ekki að leyfa þeim að hafa áhrif? Það er gott fyrir lýð- ræðið, gott fyrir land- ið og það er gott fyrir þau, sem eru fram- tíð okkar, að fá að leggja sitt af mörk- um þegar verið er að móta framtíð- arstefnu landsins.“ Kosningaaldur hefur verið tilumfjöllunar í Bretlandi aðundanförnu og ákall um lægri kosningaaldur virðist njóta aukins hljómgrunns. Frumvarp sem leggur til að kosn- ingaaldur lækki úr átján árum í sex- tán var lagt fyrir þingið í síðustu viku en þingmenn sem voru á móti töluðu lengi þannig að ekki gafst tími til atkvæðagreiðslu. Leggja á málið fyrir þingið að nýju 1. desem- ber næstkomandi. Aðeins er lagt til að kosningaaldur lækki, kjörgengi miðist áfram við 18 ára aldur. Óþroskuð eða klár í kosningar? En af hverju að lækka kosningaald- urinn? Þessari spurningu velta margir fyrir sér og fjölmiðlar í Bretlandi hafa fjallað um málið. Andmælendur hugmyndarinnar um lægri kosningaaldur benda á að við 16 ára aldur hafi fólk einfaldlega ekki tekið út nægan þroska til að geta myndað sér skoðun á flóknum málefnum. Fylgjendur bendi á móti á að það sé móðgun við ungt fólk að telja það ekki geta haft skýra sýn á málefni líkt og þeir sem eldri eru. Um fleira er tekist á í þessu sam- tali. Bent er á að það skjóti skökku við að fólk geti gifst, gengið í herinn og borgað skatta við 16 ára aldur en ekki fengið að kjósa. Á móti er bent á að þetta sé ekki alls kostar rétt, fólk geti vissulega skráð sig í herinn á þessum aldri og gifst en það sé háð samþykki foreldra. Þá greiði svo ungt fólk ekki skatta líkt og fullgildir þjóðfélagsþegnar. Vilja fleiri á kjörstað En burtséð frá þessum röksemda- færslum fram og til baka er þessi krafa um lægri kosningaaldur að hluta til sett fram í kjölfar þess að þátttaka í kosningum hefur verið dræm undanfarið. Þátttaka í al- mennum kosningum í Bretlandi var vel yfir 70% og stundum yfir 80% á árunum 1945 til 1997. Í kosningum 2001 fór hún hins vegar niður fyrir 60% í fyrsta sinn. Undanfarin ár hefur þátttakan aukist en er þó langt frá því sem hún var. Í bresku þingkosningunum fyrr á þessu ári var þátttakan 68,7%. Talað hefur verið um að nú skipt- ist breskir kjósendur ekki eins mik- ið í hópa eftir stéttum heldur mun frekar eftir aldri. Í Brexit- kosningunni kom ólík afstaða eftir aldri berlega í ljós. Um tveir þriðju kjósenda undir 35 ára vildu vera áfram í Evrópusambandinu en and- staðan við aðild kom helst fram hjá eldri kjósendum. Umræða var um það að lækka kosningaaldurinn fyr- ir tveimur árum og vildu margir að það yrði gert fyrir Brexit- kosningarnar, enda hefur komið á daginn að líklega hefðu þær farið öðruvísi hefði meðalaldur kjósenda verið lægri. Þess má geta að Skotland hefur þegar lækkað kosningaaldurinn í 16 ár fyrir sveitarstjórnarkosn- ingar og nú eru fleiri og fleiri þingmenn og aðrir sem vilja leggja áherslu á að ganga lengra, færa kosningaald- urinn alls staðar í Bret- landi niður um tvö ár. Fylgjendur tillögu um lægri kosningaaldur, flestir úr Verka- mannaflokknum og röð- um frjálslyndra demó- krata, benda á að tími sé kominn til að stækka þann hóp sem má kjósa. Það sé til þess fallið að fá réttari mynd af vilja þjóðarinnar í kosn- ingum. Íhaldsmenn höfða til eldri Skyldi engan undra að þessi hug- mynd hafi ekki átt sérstaklega upp á pallborðið hjá Íhaldsflokknum en sá flokkur sækir fylgi sitt meira til eldra fólks. Íhaldsflokkurinn virðist ekki höfða eins til yngri kjósenda og þeirra sem eldri eru. Í síðustu þing- kosningum í Bretlandi nutu Íhalds- menn aðeins stuðnings um 20% kjósenda yngri en 35 ára en 50% þeirra sem eru eldri en 55 ára. Verkamannaflokkurinn hefur hins vegar sótt meira fylgi til yngri hópa og vill því gjarnan berjast fyrir lægri kosningaaldri. Almennt miðast kosningaaldur við 18 ár víðast hvar í Evrópu, nema í Austurríki þar sem kosningaald- urinn er 16 ár auk þess sem í nokkrum Evrópulöndum er búið að lækka kosningaaldur niður í 16 ár í sveitarstjórnarkosningum líkt og gert hefur verið í Skotlandi. Hvenær er rétt að fólk fái að kjósa? Íhaldsmenn á breska þinginu notuðu málþóf til að koma í veg fyrir að greidd yrðu atkvæði um frumvarp þar sem lagt er til að fólk fái að kjósa í almennum kosningum í Bretlandi við 16 ára aldur í stað 18 ára líkt og nú er. Málið er umdeilt en fylgjendur telja breytingarnar tímabærar. Izzard vill lækka í 16 Eddie Izzard er í Verkamannaflokknum og leggur mikla áherslu á að ungt fólk fái að hafa áhrif. AFP Oft er hart tekist á í breska þinginu. Málið um lækkun kosningaaldurs verður aftur tekið fyrir í þingsalnum 1. desember næstkomandi og þá vonast stuðningsmenn eftir að hægt verði að ganga til atkvæða. ’ Einhvers staðar þarf að draga línuna, velja við hvaða aldur við teljum að rétt að miða kosningaaldur við. Ég hef verið og er enn þeirrar skoðunar að 18 ára sé réttur aldur. Theresa May ERLENT EYRÚN MAGNÚSDÓTTIR eyrun@mbl.is FRAKKLAND Kona sem þóttist hafa verið rænt svo hún gæti hitt elskhugann hefur verið dæmd í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi af frönskum dómstólum. Hin 25 ára Sandy Gaillard lét fimmtíu manns og þyrlu leita að sér eftir að hún sendi kærastanum skilaboð um að sér hefði verið rænt. Eftir sólarhrings leit skilaði hún sér heil á húfi. Eftir yfirheyrslur viðurkenndi hún að sagan væri uppspuni. Hún var dæmd til sektar og skipað að fara til geðlæknis. JEMEN Það stefnir allt í mestu hungurneyð í áratugi í Jemen, ef hjálpargögn berast ekki fljótt, samkvæmt talsmanni Sameinuðu þjóðanna. Mark Lowcock, starfs- maður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, biðlar til yfirvalda í Sádí- Arabíu, að opna á ný leiðir inn í landið fyrir vöruflutninga, sem þeir höfðu lokað. Bæði Rauði krossinn og Sameinuðu þjóðirnar vara við að ástandið ógni lífi milljónum Jemena sem reiða sig á lífsnauðsynlegar vörur, eins og mat og lyf. Sjö milljónir Jemena eru nú á barmi hungursneyðar. FILIPPSEYJAR Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, viðurkenndi nýlega að hann hefði stungið mann til bana þegar hann var sextán ára. Hann segir að umrætt atvik hafi gerst í slagsmál- um. Í umdeildri baráttu hans gegn eiturlyfjum hafa þúsundir eiturlyfja- neytenda og eiturlyfjasala verið myrtir af lögreglu eða sjálfskipuðum lög- gæslumönnum. Duterte hefur áður sagst hafa drepið fólk. Hann hefur einnig sagt að hann hafi hent manneskju úr þyrlu og hótaði að gera það við hvern þann sem misnotaði almannafé. BANDARÍKIN Fimm konur hafa stigið fram með ásakanir á hendur grínleikaranum Louis C.K. Konurnar segja hann hafa hagað sér á óviðeigandi hátt; m.a. fróað sér fyrir framan þær.Tvær kvennanna, Dana Min Goodman og JuliaWolov, segja hann hafa, í hótelherbergi árið 2002, berað sig og byrjað að fróa sér. Frumsýning nýjustu myndar hans, I love you, Daddy, var frestað á fimmtudag.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.