Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.11.2017, Blaðsíða 39
12.11. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39
Tengsl myndlistar og vísinda verða
könnuð á fjölskyldustund í Gerðar-
safni í dag kl. 13. Skoðuð verða
verk á sýningum Einars Gari-
balda og Kristjáns Steingríms og
rýnt í skissur, ljósrit og annað efni.
Um þessar mundir er á Kjarvals-
stöðum áhugaverð sýning Önnu
Líndal, Leiðangur. Á morgun,
sunnudag kl. 14,
ræðir hún þar
við Bjarka
Bragason,
lektor við LHÍ,
um þróun fer-
ilsins og
verkin á
sýn-
ing-
unni.
Í menningarhúsinu Bergi á Dalvík
stendur nú yfir sýning myndlistar-
konunnar Jónínu Bjargar Helga-
dóttur, „Úr mínum höndum“. Hún
sýnir grafík og málverk sem oft eiga
uppruna í draumum.
Við og vinir okkar er yfirskrift
ljóða- og sagnakvölds fyrir hinsegin
fólk og vini þess sem verður haldið
að Suðurgötu 3 kl. 20 á laugardags-
kvöld. Kári Tulinius les upp auk
fleiri skálda og höfunda.
Í Hafnarborg verður frá kl. 14 á
sunnudag boðið upp á fjölbreyti-
lega dagskrá – erindi, leiðsögn og
fjölskyldusmiðju – í tensgslum við
hönnunarsýningar í húsinu.
Önnur er um japanska hönnun.
Basl í hnasli - Benda við stofu-hita“ er heiti tónleika slag-verkshópsins Bendu í 15:15
syrpunni í Norræna húsinu á morg-
un, sunnudag, kl. 15.15. Á efnisskrá
eru verk eftir bandaríska tónskáldið
John Cage og Snorra Sigfús Birg-
isson, tónskáld og píanóleikara, sem
er meðlimur í Bendu ásamt slag-
verksleikurunum Steef van Oos-
terhout, Eggerti Pálssyni og Pétri
Grétarssyni.
Benda flytur tvö verk eftir Cage,
Second Construction og þrjá þætti úr
Living Room Music en bæði verkin
eru frá árinu 1940. Í texta Péturs
Grétarssonar um efnisskrána segir
að John Cage hafi verið svo langt á
undan sínum samtíma, að slagverks-
músíkinni hans frá því fyrir miðja 20.
öldina hafi stundum verið lýst sem
undanfara tónlistar hippatímans.
„Kannski var það frekar lífsstíll lista-
fólksins sem átt er við, enda fúgu-
tilburðir Cage í Second Construction,
þrátt fyrir nýstárlega hljóð-
færaskipan, talsvert fastari í forminu
en bongódjömm blómabarnanna. En
dulspeki og útópískir samfélags-
draumar svifu eflaust yfir vötnum við
bæði tækifæri,“ skrifar Pétur og bæt-
ir við að músík Cage sé stöðug áminn-
ing um að viðhalda hversdagslegri
leikgleði.
Byggir á þjóðlögum
Eftir Snorra Sigfús verða fluttir tveir
kaflar, Forspil og Eftirspil, úr tón-
verkinu Caputkonsert nr. 2. Það var
samið árið 2002 fyrir þrjá slagverks-
sólista og kammersveit. Þá verður
flutt Fimm kvæði eftir Snorra Sigfús
frá árinu 2008. Það verk er tileinkað
slagverksleikaranum Pétri sem frum-
flutti það ásamt höfundinum í Lista-
safni Sigurjóns Ólafssonar árið 2009.
Snorri Sigfús segir verkið byggjast á
íslenskum þjóðlögum sem sungin
hafa verið við fimm kvæði. Sum lögin
eru prentuð í Þjóðlagasafni Bjarna
Þorsteinssonar en önnur varðveitt í
hljóðritasafni Árnastofnunar og eru
aðgengileg á netinu á ismus.is.
Endalausir möguleikar
„Í hverjum kafla nota ég þjóðlög sem
hafa verið sungin við þessi kvæði. Í
sumum tilfellum eru til mörg lög og
þá nota ég þau jafnvel öll og vef þau
saman,“ segir Snorri Sigfús. „Það er
gaman að í sumum tilfellum eru til
heimildir um þessi lög en þeim ber
ekki saman, enda er þetta lifandi arf-
ur.“
Snorri Sigfús hefur oft notað þjóð-
lög í tónsmíðar sínar. „Ég er heillaður
af þessum þjóðlagaarfi okkar, sem er
meiri en margir átta sig á. Við þekkj-
um öll þjóðlagasafn séra Bjarna en á
árunum 1963 til 1971 ferðuðust nokk-
ir músíkólígar um landið með seg-
ulbandstæki og festu rosalega mikið
af þjóðfræðiefni á band. Mikið af
þessu er nú aðgengilegt á netinu,
meðal annars 700 kukkutímar af
músík. Það er misjafnt að gerð og
gæðum en sumt er gullmolar,“ segir
Snorri Sigfús og bætir við að hann
njóti þess að vinna úr þessum sjóði á
sinn hátt.
„Og ég hef farið ýmsar leiðir við
það. Stundum nota ég þetta bara sem
efnivið, stundum heyrist það varla en
í öðrum tilfellum hef ég látið lögin
vera næstum því alveg eins og þau
heyrast á upptökunum og geri bara
einhverja pínulitla hljóma með –
möguleikarnir eru endalausir.“
Slagverkshópurinn Benda. Tónskáldið Snorri Sigfús Birgisson og slagverksleik-
ararnir Eggert Pálsson, Pétur Grétarsson og Steef van Oosterhout.
Heillaður af
þjóðlagaarfinum
Slagverkshópurinn Benda kemur fram á 15:15
tónleikum í Norræna húsinu og flytur verk eftir
Snorra Sigfús Birgisson og John Cage.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
MÆLT MEÐ
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Fallegar vörur
fyrir heimilið
Jacob
Fáanlegur í microfiber og leðri
Verð frá 199.000 kr.