Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.11.2017, Síða 12
HJÁLPARSTARF
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.11. 2017
Z
aatari-flóttamannabúðirnar eru í
miðri eyðimörk Jórdaníu, í eins og
hálfs tíma fjarlægð frá höfuðborg-
inni Amman. Þar búa 80 þúsund
manns í gámum og eru 80% þeirra
konur og börn á flótta undan stríðinu í Sýrlandi.
Vatn er skammtað og rafmagn er í boði í sex
tíma á dag.
Eva María Jónsdóttir, verndari UN Women
á Íslandi, lagði af stað í langferð ásamt forseta-
frúnni, Elizu Reid og tökumönnum, til þess að
kynnast konunum í búðunum.
Að skapa atvinnu
Þegar gestina bar að garði voru konur nokkrar
að sauma poka úr gömlu tjöldum, en tjöld voru
reist í búðunum áður en gámarnir komu til sög-
unnar. „Þær sátu og saumuðu innkaupapoka úr
efnivið frá fyrrverandi heimilum sínum,“ segir
Eva María.
„Þessi söfnun gengur einmitt út á það að
skapa atvinnutækifæri fyrir þessar konur af því
að það munar svo miklu hvort þú færð að vakna
á morgnana með einhvern tilgang eða með ekk-
ert fyrir stafni og höfuðið fullt af óþægilegum
minningum,“ segir hún en tilgangur ferðarinnar
var að kynnast aðstæðum og blása til veglegrar
söfnunar, sem nú er hafin.
„Þegar svona teymi fer utan þá gefst tæki-
færi á að tengjast fólkinu og líðan þess betur.
Þetta getur verið svo fjarlægt. Þetta er í huga
margra eins og andlitslaus massi af flóttamönn-
um. Það breytist þegar maður mætir sjálfur á
svæðið og dvelur með fólkinu í nokkra daga.“
Griðastaðir kvennanna
„Það sem kom á óvart var að koma inn í borg, en
þetta er fjórða stærsta borgin í Jórdaníu með 82
þúsund manns, sem byggð er þarna í miðri eyði-
mörk. Þetta er ekki mjög vingjarnlegt landslag
og þarna voru miklir hitar,“ segir hún.
„Það eru þrír griðastaðir innan þessara búða
þar sem konur og börn eru óhult; eiga ekki á
hættu að verða fyrir ofbeldi eða kynferðislegri
áreitni eða gripdeildum. Þetta eru lokuð svæði
þar sem börnin geta fengið menntun og kon-
urnar stunda vinnu. Sumar eru að mennta sig í
tungumálum, aðrar sauma, vefa, vinna í mósaík
eða búa til skartgripi. Sumar starfa sem kenn-
arar, barnfóstrur eða þrifakonur. Griðastaðirnir
eru sennilega vistlegustu staðirnir í búðunum,“
segir hún og bætir við að vandamálið sé að sex
hundruð konur séu að staðaldri á biðlista eftir
starfi innan griðastaðanna en störfin þar eru
einungis nokkrir tugir og konurnar mega aðeins
halda starfi þarna í eitt ár til að hleypa fleiri að.
„Því er augljóst að störfum innan búðanna
þarf að fjölga og söfnunin gengur að miklu leyti
út á það,“ segir hún.
Tilfinningalega gefandi
Þrátt fyrir tungumálaörðugleika náði íslenska
sendinefndin að tengjast konunum vel og segir
Eva María að farið hafi af stað annars konar
tjáning. „Snerting til dæmis, þær eru mjög
óhræddar við alla snertingu. Vegna þeirra
hörmunga sem fólkið hafði upp til hópa upplifað
var ástandið þarna óhugsandi. Við grétum dag-
lega með fólkinu en við hlógum líka með þeim
og við meira að segja dönsuðum við litlu stelp-
urnar sem voru oftast svo glaðar og kraftmikl-
ar. Þetta var tilfinningalega gefandi. Þarna fékk
maður tækifæri til að horfast í augu við allt ann-
an veruleika en maður er vanur,“ segir hún.
„Konurnar sögðu við okkur, ekki gleyma okk-
ur, ekki gefast upp á okkur. Ég er svo þakklát
fyrir að hafa fengið að hitta brot af þessum
milljónum sem nú eru á flótta frá stríði í sínu
heimalandi og kynnast þeim persónulega eins
langt og það nær og sannfærast um hversu lík
við erum öll í grunninn. Bara það að hlæja með
þeim og gráta með þeim var ótrúlega gefandi.
Stækkaði sjóndeildarhringinn, vonandi til ævi-
loka. Ég vil hvetja alla til að láta af hendi rakna,
þetta eru bara 1.490 krónur sem er ekki mikið
fyrir okkur en svo mikilvægt fyrir þau.“
Landsmenn geta styrkt þessar konur í neyð
um 1.490 krónur með því að senda sms-ið
KONUR í símanúmerið 1900.
Eva María segist hafa bæði hlegið og grátið með konunum í búðunum. Hér er hún ásamt forsetafrúnni Elizu Reid og einni kvennanna.
Grétum og hlógum saman
Eva María Jónsdóttir, verndari
UN Women á Íslandi, er ný-
komin heim úr ferð til Zaatari-
flóttamannabúðanna í Jórd-
aníu. Hafin er söfnun til
styrktar sýrlensku konunum
sem þar búa í gámum, langt
frá heimahögum.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
’Við grétum daglega með fólk-inu en við hlógum líka meðþeim og meira að segja dönsuðumvið litlu stelpurnar sem voru oft-
ast svo glaðar og kraftmiklar.
Þetta var tilfinningalega gefandi.
Þarna fékk maður tækifæri til að
horfast í augu við allt annan
veruleika en maður er vanur.
Börnin í Zaatari-flóttamannabúðunum í Jórdaníu þekkja mörg hver ekkert annað heimili. Rúmlega áttatíu þúsund sýrlenskir flóttamenn búa í búðunum.
Eva María kynntist konum og börnum og
segir það hafa verið tilfinningalega gefandi.