Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.11.2017, Síða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.11.2017, Síða 19
12.11. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Það skal svo sem engan undra að það geti vakið blendnar tilfinningar að leggja af stað í svona ferðalag. Það hljóta að vera mikil viðbrigði að slíta sig upp úr hversdagslífinu, þótt það sé til að sinna stórskemmtilegu verkefni, til að afsala sér næði og olnbogarými í langan tíma. Það eru nefnilega ekki bara verkefnin sem draga úr manni á svona ferð heldur er það algjör skortur á persónulegu rými og gífurleg nánd við fólk sem þú þekkir kannski ekki neitt þegar lagt er af stað. Þú ert aldrei einn Gott dæmi þess hve mikil nándin er má teljast sú staðreynd að á þremur kvöldum, og þar af leiðandi tveimur nóttum, held ég að ég hafi séð vel rúmlega helming meðlima allra hljómsveita naktan, því oftar en ekki þurfa hljómsveitirnar að deila bún- ingsherbergi. Áreitið og nándin hafa sem sagt talsvert að segja en mun verri er aðskilnaðurinn. tónleikaferðalagi sé eymd og volæði. Fólkið sem kemur að tónleikunum er flestallt þrælvant og fagfólk fram í fingurgóma. Fólk sem hefur vanist því að vinna á tónleikaferðalögum og er þannig að upplagi að það þolir vel áreitið sem fylgir. Það gefur fólki nefnilega ákvðinn blæ og alveg sér- stakan húmor að standa í svona framkvæmdum. Fólkið er upp til hópa opið og fljótt til að stofna til samskipta. Á þessum túr var líka hver mann- eskja með sitt ákveðna hlutverk. All- ar línur eru skýrar og hver sem er getur sagt þér hver getur svarað hvaða spurningu. Það gerir vinnuað- stæðurnar mjög þægilegar. Einnig má geta þess að ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að koma inn í túr þar sem vildi svo til að enginn var fáviti og all- ir voru einkar tillitssamir, enginn hljómsveitarmeðlima var að vasast í einhverju dóprugli (sem við skulum ekkert fela að tíðkast innan tónlist- arbransans) og allir komu vel fram hver við annan. Gott dæmi þess er að á svefnloftinu í rútunni var ekki talað nema þyrfti að ræsa fólk, til að mynda í vegabréfaskoðun. Þar mættist fólk í þögn og leyfði þeim er þurftu að hvílast. Eina niðurstaðan sem ég get dreg- ið af þessari lífsreynslu er að þetta er eitthvað sem ég gæti vel hugsað mér að gera – ætli ég sé ekki einn af þeim sem eru heppilega innréttaðir í svona líf. Einnig sé ég sjarmann við þetta. Það hlýtur að vera ótrúlega gaman að koma fram hvert kvöld fyrir fólk sem telst til einlægra aðdá- enda tónlistarinnar sem þú semur og spilar. Tónleikaferðir eru helvítis púl, en óskaplega er þetta gaman. Meðlimir Skálmaldar eru fjöl- skyldumenn, flestir eiga þeir börn og er það yngsta ekki orðið tveggja mánaða þegar þetta er ritað. Það gefur augaleið að svona fjarvera set- ur mikið álag á fjölskylduna og hlýt- ur aðskilnaðurinn að hafa mikil áhrif á mennina. Þetta er þó orðið talsvert auðveldara með nútímatækni og all- oft sá maður „grjótharða þungarokk- arana“ í miklum gælum og grettum við símann sinn. Auðvitað eru tónlistarmenn ekki eina stéttin sem er langdvölum fjarri heimilinu og auðvitað er það þeirra frjálsa val að sinna þessu, en hver vill ekki njóta velgengni á því sviði sem hann elskar að sinna? Flestir þeir tónlistarmenn sem ég þekki sinna því starfi fyrst og fremst af mikilli ástríðu og er það sú ástríða, ásamt metnaðinum til að ná árangri sem drífur þá áfram. Þessi pistill hefur máske verið frekar á neikvæðum nótum en það má þó ekki skilja sem svo að lífið á Hljómsveitin og tónleikagestir voru í sjöunda himni eftir tónleika hljómsveitarinnar í París sem lukkuðst stórvel. Margskonar fatnað mátti finna á tónleikum hljómsveitarinnar. Þessi gestur minnti einna helst á frelsishetjuna skosku,William Wallace. Þó svo rokkrútan hafi verið sú besta sem Skálmöld hefur verið í er ekki hægt að segja að svefnplássið hafi verið rúmt.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.