Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.11.2017, Page 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.11.2017, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.11. 2017 LESBÓK Í ljóðabókinni Flórída, eftir Berg-þóru Skarphéðinsdóttur, birtistsögupersónan Flórída í óteljandi myndum; Flórída sem hún hittir á efri hæðinni í strætisvagni númer 104 sem keyrir á milli Kolonnen- straße og Hermannplatz, Flórída sem heitir ekki Flórída í alvörunni, Flórída sem á of marga vini fyrir Facebook og Flórída sem er kven- kyns Iggy Pop, eins og einhver sagði fyrir þrjátíu árum. Í bókinni kemur fleira fólk fyrir, til að mynda mað- urinn sem hún kallar C. og hinn óviðfelldni Herr Fleischer. Alltaf að skrifa Bergþóra segist hafa skrifað texta frá því hún man eftir sér. „Mér leiddist svo mikið þegar ég var barn, alin upp í sveit, þannig að ég las mjög mikið og fór strax að skrifa mjög háfleyg og hástemmd ljóð um náttúruna og fjöllin, þannig að þetta hefur alltaf fylgt mér. Ég hélt því líka áfram, var alltaf að skrifa þegar ég var í menntaskóla. Eftir mennta- skólann var ég að ferðast og skrifaði þá allskonar texta og hélt dagbækur, en mér fannst það svo ópraktískt að ætla að leggja þetta fyrir sig, hafði ekki trú á mér í það og fór því að læra sálfræði, ætlaði að verða sál- fræðingur og ógeðslega rík á því,“ segir hún og skellir uppúr. „Ég skrifaði samt mikið á þessum árum og las aðeins upp. Svo byrjaði þetta nýja ritlistarnám í Háskóla Ís- lands 2008 eða 2009 þegar ég var að klára sálfræðina. Ég ákvað að skella mér í það nám, að prófa það, og þá tók ég ákvörðun um að verða rithöf- undur, gaf út ljóðabók eftir það, Daloon dagar, sem kom út 2001 og svo kemur Flórída núna. Í náminu fékk ég tækifæri til að vera bara að skrifa undir leiðsögn og mér gagnaðist að vera þarna. Ég var undir leiðsögn Sigurðar Pálssonar sem hjálpaði mér ótrúlega mikið, stoppaði mig af og sýndi mér hvar mínir styrkleikar væru. Það er svo mikilvægt að vera með mentora sem segja við mann: þetta er svolítið til- gerðarlegt, eða eins og Siggi sagði alltaf við mig: nú ertu komin í Kan- adalestina, nú verður að stoppa, og það hjálpaði mér ótrúlega mikið.“ Allskonar vesen - Förum frá Kanada til Flórída. „Flórída er búin að vera svolítið lengi í vinnslu hjá mér. Ég tók ansi mörg ár á milli ritlistarinnar og núna, það var allskonar vesen og flutningur til útlanda og ég þurfti svolítið að lenda í sjálfri mér áður en ég skrifaði meira. Þessi bók byrjaði að verða til þegar ég bjó úti í Berlín og er mjög innblásin af þeim tíma og fólki sem ég sá í kringum mig og fólki sem ég kynntist. Ég sótti mér félagsskap í mjög breiðan hóp af fólki, fólki með mjög ólíkar sögur.“ - Ég vona að Herr Fleischer hafi ekki verið einn af þeim. „Nei, ég kynntist honum ekki,“ segir Bergþóra og hlær. „Hann er tilbúningur, ég lenti ekki inni á kont- ór með honum, sem betur fer, það hefði verið einum of.“ Skrifað sem ljóðabók - Stemningin í bókinni er hrá stein- steypa, skuggar og birta, gleði og sorg, ekki endilega Berlín, heldur óræð borg sem ýmis stef í textanum hnýtt saman, ekki síst sú sem yrkir. „Mér finnst erfitt að skilgreina bókina og ég lenti til dæmis í erfið- leikum þegar ég var beðin um að senda inn nokkur ljóð úr bókinni og var lengi að klóra mér í hausnum. Fyrst voru textarnir á svolítið miklu flandri hjá mér og mig langaði til að móta bókina betur. Ég sá þemu í henni, ég var aðeins að segja frá Flórída og hennar baksögu, svo er það sagan af þessari þráhyggju að vera alltaf að missa allt úr hönd- unum og sú staðreynd að plasttappi er að minnsta kosti 450 ár að eyðast úti í náttúrunni og svo framvegis. Þetta varð líka til þess að neyða mig til að fylla út í rammana, þá gat ég séð hvort eitthvað vantaði.“ - Þú nefnir það að þér finnist erfitt að skilgreina bókina en talar líka um ljóð – hvort er þetta ljóðabók eða prósabók? „Þetta var skrifað og hugsað sem ljóðabók sem væri að segja sögu og það var ekki fyrr en ég var beðin um að velja texta úr henni að ég fór að klóra mér í hausnum. Þetta eru prósatextaljóð og mig langaði aðeins að teygja á forminu.“ Prósatextaljóð sem teygja á forminu Flórída, ný ljóðabók Bergþóru Skarphéðinsdóttur, þar sem sögupersónan Flórída birtist í óteljandi myndum, er innblásin af Berlín og félagsskap við breiðan hóp af fólki með ólíkar sögur. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Í ljóðabókinni Ég lagði mig aftur yrkir Heiðrún Ólafsdóttir meðal annars um drauminn sem býr í veruleikanum, um innra líf, ástina, keilusali, handprjónaða ullarsokka, fugla og það sem kem- ur og fer. Þetta er þriðja ljóðabók Heiðrúnar, áður eru komnar Á milli okkar allt og Af hjaranum. Hún hefur einnig sent frá sér skáldsöguna Leið. Af hjaranum var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna árið 2013. Geit gefur bókina út. Jónas Reynir Gunnarsson er einkar afkastamikill höfundur, enda hefur hann sent frá sér þrjár bækur á árinu. Fyrst kom ljóðabókin Leiðarvísir um þorp, þá önnur ljóðabók, Stór olíuskip, sem hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmunds- sonar, og nú kemur út fyrsta skáldsaga hans, Millilending. Hún segir frá Maríu sem kemur til Íslands í stutta heimsókn til að sækja málara- dótið hans föður síns, þar á meðal málningu sem Karl Kvaran gaf honum. Partus gefur út. Millilending Maríu Eldsnemma á mánudegi í miðjum júní er lokað fyrir umferð inn í landið og allar björgunar- sveitir ræstar út. Skömmu síðar hefst rýming Ís- lands, enda vofa yfir náttúruhamfarir – suðvest- urhornið á að rýma á rúmum sólarhring og landið allt á fjörutíu og átta klukkustundum. Svo hefst skáldsagan Kaldakol eftir Þórarin Leifsson sem Mál og menning gefur út. Þetta er fimmta bók Þórarins og sú fyrsta sem hann gerir fyrir fullorðna. Ísland allt Tvíflautan heitir skáldsaga eftir Jón Sigurð Eyj- ólfsson. Í henni segir frá ungum manni sem ákveður að freista gæfunnar á suðrænum slóðum og heldur til Grikklands. Hann ræður sig í vinnu á veitingastað þar sem fjölskrúðugar og litríkar persónur fylla hvern krók og kima. Tvíflautan byggist á fimm ára dvöl Jóns í Aþenu. Þetta er fyrsta skáldsaga hans en hann hefur áður gefið út ljóðabækur og tónlist, skrifað pistla og gert út- varpsþætti. Salka gefur út. Lífið í Tvíflautunni Vályndi heitir sakamálasaga eftir Friðriku Benónýsdóttur sem hefst með því að starfsstúlka í Sundlaug- inni á Húsavík finnur lík í gufu- baðinu, fullklæddan mann með hníf í bringunni. Sögur gefa bókina út og Friðrika segir að kveikjan að henni hafi verið einföld: „Tommi í Sögum hringdi í mig og sagði að þar sem ég hefði ekkert að gera lengur eftir að ég hætti á Frétta- blaðinu ætti ég að skrifa fyrir hann glæpasögu,“ og það gerði hún. – Þetta er glæpasaga og það hafa margar íslenskar glæpasögur kom- uð út hér á landi á síðustu árum. Þessi sker sig þó nokkuð úr, er ólík þeim bókum sem áður hafa komið. Vakti það fyrir þér að skrifa öðru- vísi bók? „Þetta var smá uppreisn gegn þessari Nordic Noir hefð,“ segir Friðrika og vísar þá í norræna glæpasagnahefð sem byggist oftar en ekki á hrottalegum glæpum og myrku andrúmslofti. „Ég skil ekki af hverju það þarf að vera þung- lyndur lögreglumaður, snjór, kuldi, myrkur og ófærð. Ísland er ekkert þannig allt árið og ég hef enga trú á því að lögreglumenn séu almennt þunglyndari en aðrir, en ég var að- allega að leika mér að því að snúa upp á þetta form .“ Áhugi á fólki – Bókin gerist á Húsavík og hverf- ist í raun um litla klíku á staðnum, og ég er ekki að ljóstra upp um neitt, en það er sem hver og einn úr klíkunni hefði getað framið morðið, nóg voru tilefnin. „Ég hef aðallega áhuga á fólki og eins og þú hefur kannski tekið eftir þá eru engar staðhátta- eða nátt- úrulýsingar í bókinni. Það er fólkið sem málið snýst um og mig langaði að sjá hvað gerist í svona litlum hóp þegar hver grunar annan um að vera kannski morðingi. Staðurinn skipti ekki máli í þessu sambandi og ég vona að Húsvíkingar taki bókina ekki til sín. þegar ég bjó á Húsavík fyrir langa löngu, einhvern tímann í kringum 1980, þá tíðkaðist ekki að læsa útidyrunum þó það sé kannski öðruvísi í dag. Sagan gerist greini- lega ekki í Reykjavík, bara út af Uppreisn gegn norrænni glæpasagnahefð MORÐIÐ Í HVELJUVÍK Ort um drauminn

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.