Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.11.2017, Blaðsíða 44
SJÓNVARP Sífellt
fleiri mál tengd
kynferðislegri
áreitni koma upp í
skemmtanaiðn-
aðinum en eitt það
nýjasta er mál Eds
Westwick, sem
þekktur er úr Gos-
sip Girl, en tvær konur hafa ásakað
hann um nauðgun. BBC hefur í
kjölfarið frestað sýningum og upp-
tökum tveggja þáttaraða með leik-
aranum. Það átti að sýna Ordeal by
Innocence eftir sögu Agöthu Chris-
tie um jólin en þáttaröðin verður
ekki sýnd fyrr en „leyst hefur verið
úr þessum málum“, að sögn tals-
manns BBC. Þáttaröðin átti að vera
eitt helsta jólaefni BBC en einnig
leika í þáttunum Bill Nighy, Elean-
or Tomlinson og Anna Chancellor.
Ennfremur hefur upptökum á
White Gold með Westwick verið
frestað.
BBC vill ekki
Westwick
Ed Westwick
Eminem í 8 Mile. Hann lék
Jimmy í þessari kvikmynd sem var
að hluta til byggð á hans eigin lífi.
Hann þótti standa sig sérstaklega
vel í myndinni, sem naut mikilla
vinsælda í kvikmyndahúsum. Til
viðbótar fékk hann Óskarsverð-
launin fyrir besta nýja lagið í kvik-
mynd, „Lose Yourself“.
Rapparar á
hvíta tjaldinu
Þessu fólki er margt til lista lagt en það lét sér
ekki nægja tónlistarferil heldur lagði leiklistina
einnig fyrir sig. Þeim röppurum sem eru taldir
hér upp hefur heppnast betur en öðrum að eiga
farsælan leiklistarferil til viðbótar við að láta að
sér kveða í tónlistarheiminum. Sumir hafa
ennfremur flutt lög í myndunum sem þeir hafa
leikið í og jafnvel hlotið Óskarinn fyrir.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Mark Wahlberg í Ted. Hann fór úr tónlist í leiklist og virðist ekki sjá eftir
því. Hann leiddi Marky Mark and The Funky Buch en hefur síðan tónlistar-
ferlinum lauk verið tvisvar sinnum tilnefndur til Óskarsverðlauna, sem besti
leikari í aðalhlutverki í The Departed og sem framleiðandi The Fighter, sem
var tilnefnd sem besta kvikmyndin.
Common í þáttunum Hell on Wheels. Hann er meðal annars þekktur fyrir
Smokin’ Aces og myndina Selma en hann og John Legend fengu Óskarinn fyrir
lagið „Glory“ úr síðastnefndu myndinni.
Nicki Minaj er hér ásamt Leslie Mann, Cameron Diaz og Kate Upton í The
Other Woman. Hana dreymdi um að vera leikkona áður en hún varð rapp-
ari. Hún talar ennfremur fyrir mammút í Ice Age: Continental Drift.
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.11. 2017
LESBÓK
KVIKMYNDIR Framkvæmdastjóri Disney, Bob Iger,
tilkynnti fyrir helgi að Rian Johnson, leikstjóri Star
Wars: The Last Jedi, ætlaði að gera þríleik sem gerist
í Stjörnustríðsheiminum. Nýi þríleikurinn tengist
ekki beint framhaldsmyndunum heldur gerist á ann-
arri vetrarbraut.
„Okkur fannst frábært að vinna með Rian í The
Last Jedi,“ sagði Kathleen Kennedy, framkvæmda-
stjóri Lucasfilm, í yfirlýsingu. „Það er magnaður
sköpunarkraftur í honum og það að fylgjast með hon-
um búa til The Last Jedi frá upphafi til enda er eitt-
hvað það skemmtilegasta sem ég hef gert á ferlinum,“
sagði hún.
The Last Jedi verður frumsýnd 15. desember.
Nýr þríleikur
Daisy Ridley í
hlutverki Rey.
TÓNLIST Taylor Swift sendi frá sér sína
sjöttu hljóðversskífu á föstudag en aðdá-
endur hennar hafa beðið plötunnar með eft-
irvæntingu. Hún ber nafnið Reputation og er
til sölu í verslunum auk netverslana eins og
iTunes. Hún verður hins vegar ekki í boði á
streymisveitum á borð við Spotify, að
minnsta kosti fyrstu vikuna eftir útgáfudag,
samkvæmt Bloomberg-fréttaveitunni. Aðeins
stærstu tónlistarmennirnir geta leyft sér
þetta eins og Swift og Beyoncé.
Búist er við að platan seljist vel en plata
hennar 1989 var á topp þrjú yfir söluhæstu
plötur í heiminum 2014 og 2015.
Orðstír Swift
Taylor Swift á tónleikum.
AFP
Sofia Helin lék Sögu Norén í Brúnni.
Hneyksli
í Svíþjóð
LEIKLIST Menningarmálaráðherra
Svíþjóðar hefur kallað yfirmenn
leikhúsa landsins á neyðarfund eftir
að 456 leikkonur skrifuðu undir opið
bréf þar sem þær greindu frá kyn-
ferðislegri áreitni sen hefur við-
gengist í leiklistarheimi Svíþjóðar.
Meðal þeirra eru margar af þekkt-
ustu leikkonum Svíþjóðar.
Bréfið er birt í Svenska Dagbladet
og meðal þeirra sem rita undir eru
Sofia Helin, sem fór með aðal-
hlutverkið í Brúnni, Alexandra
Rapaport, Helena Bergström, Lia
Boysen og Lena Endre.
Í bréfinu eru birtar upplýsingar
um óviðunandi hegðun sem hefur
viðgengist árum saman. Allt frá
nauðgunum og kynferðislegu of-
beldi til kynferðislegrar áreitni.
Hvorki fórnarlömb né gerendur eru
nafngreind í bréfinu.
„Við ætlum ekki að þegja lengur,“
segja konurnar sem rita undir bréf-
ið. „Við ætlum að láta þá sem bera
ábyrgð axla hana og réttarkerfið
taka á því þegar það á við. Við skil-
um skömminni til þeirra sem eiga
hana, til illvirkjans og þeirra sem
verja hann.“ Fréttavefur morg-
unblaðsins mbl.is greinir ítarlega frá
þessu máli fyrir þá sem vilja vita
meira.