Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.11.2017, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.11. 2017
VETTVANGUR
Ekki veit ég hvar Air Connect(Flugfélag Íslands) vill hafaflugvelli á Íslandi en hitt
veit ég að forsvarsmenn Icelandair
(Flugleiða) telja koma til álita að
slétta the Sharp-edged lavafield
(Hvassahraun) þannig að Reykja-
nesið verði nær allt rennislétt og
malbikað með tvo alþjóðaflugvelli
og tilheyrandi samgöngukerfum á
landi.
Nýlega var viðruð hugmynd um
að malbika undir alþjóðaflugvöll
við Höfn í Hornafirði og ekki ætlar
Ölfusið að verða útundan og vill nú
fá sinn alþjóðaflugvöll. Svo er að
skilja að bæjarstjórnin í Árborg sé
að kanna hvort mögulegt sé að
steypa sléttlendið norður af Eyr-
arbakka og Stokkseyri. Þá yrði
stutt að fara á Gullfoss og Geysi.
Síðan er okkur sagt að landið
muni falla saman ef við ekki fáum
Texas vegakerfi á fjórum akrein-
um með slaufubúnaði. Talsvert af
viðbótarmalbiki þar. Hægt yrði að
gefa vel í undir Eyjafjöllunum og
vissulega yrði fljótvirkara að flytja
ferðamannaskarana nær nátt-
úruperlunum og inn í heiðanna ró.
Það er nefnilega það, heiðanna ró.
Það er til nokkurs vinnandi að
komast þangað.
Ég þreytist aldrei á að segja að
mér finnist vöxtur ferðamennsk-
unnar vera ánægjuefni og geta, ef
vel er á haldið,
gert Ísland
skemmtilegra.
Meðal annars
kennt okkur að
koma auga á
hvað við eigum
fallegt land og
gefandi menn-
ingarsjóði.
Hvort tveggja
þarf aðeins að
koma auga á og
leggja síðan
rækt við.
Það er reynd-
ar að gerast.
Það er stórkost-
legt að koma inn
á mörg söfnin á
Íslandi, veit-
ingastaði marga
hverja að sama skapi, og sjá
hvernig fólk virkjar þann sköp-
unarkraft sem það býr yfir. Og
þjóðgarðafólkið er að vinna aðdá-
unarvert starf með hugkvæmni
sinni og smekkvísi.
En við þurfum líka að vera pínu-
lítið raunsæ og ekki ætla okkur um
of, enda býður viðkvæm náttúra
Íslands ekki upp á að við gleypum
heiminn allan. Þá er líka ágætt að
byrja á því að horfa til þess sem
við eigum.
Við eigum til dæmis ágætan al-
þjóðaflugvöll í Keflavík og erum
smám saman að þróa aðra flugvelli
okkar til að gera þeim kleift að
taka við millilandaflugumferð í rík-
ari mæli en nú er, á Akureyri og
Egilsstöðum. Vestfirðirnir eru erf-
iðari með öll sín háu og tignarlegu
fjöll.
Síðan erum við nýbúin að opna
Suðurstrandarveg sem ætlaður var
meðal annars til að tengja Suður-
land og þar með Árborgarsvæðið
betur við alþjóðaflugið á Reykja-
nesi. Eða var ekki svo?
Auðvitað er hægt að gera þetta
allt öðruvísi. Slétta hverja þúfu og
malbika alla móa. Sú hugsun er af
sömu rót og að
flytja alla Ís-
lendinga á Jót-
landsheiðarnar
eins og hug-
myndir voru um
eftir móðu-
harðindin í lok
átjándu aldar
eða þá að gera
landið að ver-
stöð eins og síð-
ar var rætt.
Með öðrum orð-
um, horfa bara
til buddunnar.
Reyndar er
það merkilega
að gerast að
buddan talar
ekki lengur
svona til okkar.
Það er ferðaiðnaðurinn þegar far-
inn að segja okkur. Hann segir að
við þurfum einmitt að passa móana
og mýrarnar að ógleymdri heið-
anna ró. Hann er líka byrjaður að
mæla gegn því að við malbikum Ís-
land, alla vega ekki landið allt.
Þegar spurt er hvað það sé við
Ísland sem heillar mest þá er svar-
ið líka oftar en ekki: Heiðanna ró
og ómalbikuð náttúra.
Malbikum Ísland – ekki allt!
’Ég þreytist aldrei á aðsegja að mér finnistvöxtur ferðamennsk-unnar vera ánægjuefni og
geta, ef vel er á haldið,
gert Ísland skemmtilegra.
...
En við þurfum líka að
vera pínulítið raunsæ og
ekki ætla okkur um of,
enda býður viðkvæm
náttúra Íslands ekki upp
á að við gleypum heiminn
allan. Þá er líka ágætt að
byrja á því að horfa til
þess sem við eigum.
Morgunblaðið/RAX
Úr ólíkum
áttum
Ögmundur Jónasson
ogmundur@althingi.is
Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is
Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum
Nýr litur:Sage Green
Ármúli 7, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is
BORÐ
131.000 kr.SKÁPUR
59.000 kr.
MOTTA
85x130cm
17.900 kr.
Stjórnarmyndun
eða tilraunir til
hennar eiga hug
margra þessa dag-
ana líkt og sést á
samfélagsmiðlum.
Óskar Magnússon rithöfundur
hafði þetta til málanna að leggja:
„Logi sagði í útvarpinu áðan að
þau vildu bjóða upp á „dýpri
breidd“. Hvernig fer arkitektinn að
því að teikna hús? Annars skilst mér
að þessar hugmyndir séu „bara á
hugmyndastigi“.“
Leikkonan Saga
Garðarsdóttir
er ein þeirra sem
halda utan um ára-
mótaskaupið í ár.
Á Twitter skrifaði
hún: „Bað mömmu um að lesa
nokkra sketsa fyrir Skaupið og
koma með komment. Þau eru öll
góð en þetta er best: „Kannski
skemmtilegt fyrir þrítuga.““
Andrés Jónsson almannatengill
tísti um rafrænar
afmæliskveðjur:
„Algjör gengisfell-
ing orðið á
afmæliskveðjum á
facebook. Henti í 8
á einum degi. Bara 2 búnir að læka.“
Andri Snær
Magnason rithöf-
undur svaraði að
bragði: „Það er til
forrit sem óskar til
hamingju og þakk-
ar sjálfkrafa fyrir.“
Þórunn Ólafs-
dóttir, formaður
Akkeris, tísti: „Var
mjög sátt við snjó-
inn en fór svo að
skoða myndir frá
Túnis og nú langar
mig bara í sól, sand, hummus, bæna-
kall, te, steikingarlykt af falafel á
hverju götuhorni, fersk granatepli
og mikinn klið. Nennir einhver að
skutla mér til Norður-Afríku?“
AF NETINU
Atvinna