Morgunblaðið - 24.11.2017, Síða 16
16 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2017
Laugavegi 103, við Hlemm | 105 Reykjavík | Sími 551 5814 | www.th.is
Sendum frítt
Skoðaðu úrvalið á www.th.is
Dömulúffur
Dömuhanskar
með smellu
Herrahanskar
með loðflís
Mokkahanskar
fyrir herra
20% afsláttur
Jólatilboð
Nú 4.960 kr.
Áður 6.200 kr.
Nú 11.120 kr.
Áður 13.900 kr.
Nú 6.000 kr.
Áður 7.500 kr.
Nú 6.320 kr.
Áður 7.900 kr.
Það er ekki á hverjum degi
sem Íslendingur hannar
tannbursta sem risafyrir-
tæki framleiðir og setur á
markað um heim allan. Eða
einhvern annan hlut ef því
væri að skipta. Jordan, einn
stærsti tannburstaframleið-
andi heims, setti nýverið á
markað einn slíkan, tann-
burstann Fingerprint. Heið-
urinn af hönnuninni á
Guðný Magnúsdóttir, sem
hannaði tannburstann fyrir
alþjóðlegan Jordan-
hönnunarleik, sem efnt var
til hér á landi sem og víða
um heim. Og sigraði með
glæsibrag.
„Mér datt í hug að nota
fingrafar þar sem það er
sérkenni okkar líkt og tenn-
urnar okkar. En fingrafarið
var einmitt það sem þeir hjá
Jordan hrifust af,“ segir
Guðný. Fingerprint-
tannburstinn verður einn af
þeim tannburstum sem
framleiddir eru sem 15 ára
afmælisútgáfa af Jordan
Individual, mest selda tann-
bursta á Norðurlöndunum
að sögn Kristínar J. Rögn-
valdsdóttur, viðskiptastjóra
hjá Heildverslun John
Lindsay.
Guðný er að vonum
ánægð með að tannburst-
inn sem hún hannaði sé
kominn á markað. „Ég tók
eiginlega alveg óvart þátt í
leiknum ef þannig má að
orði komast og því var það
reglulega óvænt ánægja
þegar mér var tilkynnt að
ég hefði unnið keppnina,“
segir Guðný, sem starfar
sem sölustjóri hjá 1819.is.
Heildverslunin John
Lindsay stóð fyrir leiknum
sem fólst í að almenningi
var boðið að senda inn eig-
in hönnun á tannburstum.
Tíu þátttakendur voru vald-
ir í úrslit af sérstakri dóm-
nefnd, en í henni sat m.a.
Hugleikur Dagsson.
,,Fingerprint-tannbursti
Guðnýjar er kominn í versl-
anir hér á landi og mun efa-
lítið vekja mikla athygli þar
sem hann er íslensk hönn-
un. Skemmtileg hugsun býr
að baki hönnuninni hjá
Guðnýju og svo er tann-
burstinn einfaldlega töff,“
segir Kristín.
Guðný Magnúsdóttir hannaði Jordan-tannbursta sem kominn er á markað víða um heim
Sigurvegari Guðný Magnúsdóttir t.h. hlaðin
verðlaunum og viðurkenningarskjölum fyrir Fing-
erprint-tannburstann, ásamt Kristínu J. Rögn-
valdsdóttur, viðskiptastjóra hjá John Lindsay.
Fingrafar Tannburstinn
sem kenndur er við
fingrafar fæst hér á landi
sem og um veröld víða.
Tannbursti með íslensku fingrafari
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Hann virðist með allt áhreinu. Á hverjum degifær hann til sín í sjón-varpssal fólk sem glím-
ir við „venjuleg“ eða mjög
„óvenjuleg“ vandamál í einkalífi
sínu, fær það til að opinbera
vandamálin og leggur svo á ráðin
við lausn þeirra. En er Dr. Phil
kannski ekki með allt á hreinu?
Sumir gagnrýnendur
segja hann í besta
falli eldhúskrókasál-
fræðing sem veitir
einfeldnislegar lausnir
við flóknum sálrænum
og félagslegum
vandamálum, nið-
urlægi fólk og upp-
hefji sjálfan sig með
óábyrgum hætti, að-
eins til að auka áhorf á þættina.
McGraw, sem nú er 67 ára að
aldri, er vissulega með þrjár gráð-
ur í sálfræði, BA, MA og doktors-
próf. Doktorsritgerðin fjallaði um
hvernig klínísk sálfræði geti orðið
gigtarsjúklingum að liði. Hann hóf
störf á sálfræðistofu föður síns í
Texas og nokkrum árum síðar
tóku þeir feðgar, í samvinnu við
Thelmu Box, auðuga kaupsýslu-
konu, að bjóða upp á lífsleikni-
námskeið sem kölluðust Pathways.
Græddi á tá og fingri
Sagt er að Box hafi átt stóran
þátt í þeirri hugmyndafræði sem
síðar færði McGraw velgengni.
Hann þakkaði fyrir sig með því að
selja hlut sinn í Pathways átta ár-
um síðar fyrir háar fjárhæðir og
hafði um það hvorki samráð við
Box né föður sinn.
Árið 1990 stofnaði McGraw
ásamt lögfræðingnum Gary Dobbs
fyrirtæki sem einbeitti sér að ráð-
gjöf á sviði réttarhalda og dóms-
mála. Á því græddi hann á tá og
fingri og þegar sjónvarpsdrottn-
ingin Oprah Winfrey varð við-
skiptavinur fyrirtækisins árið 1995
var framtíðin ráðin. Hún var svo
ánægð með ráðgjöf McGraws að
hún fékk hann til að koma reglu-
lega fram með
einkalífsráðgjöf í
þáttum sínum.
Framlag hans náði
þvílíkum vinsældum
að hann hóf jafn-
framt að skrifa
bækur um sálfræði
hversdagslífsins
sem sumar hafa náð
metsölu.
Árið 2002 stofnaði McGraw
sitt eigið framleiðslufyrirtæki,
hætti að starfa sem sálfræðingur
og hóf gerð sjónvarpsþátta sem
hann kallar Dr. Phil og flokkar
undir skemmtun frekar en sál-
fræði. Þeir hafa, sem fyrr segir,
öðlast miklar vinsældir, en jafn-
framt verið umdeildir á köflum
eins og margt af því sem McGraw
hefur tekið sér fyrir hendur,
þ.á m. framleiðsla á megrunar-
vörum sem voru að lokum teknar
af markaði.
Tveir blaðamenn rituðu ævi-
sögu McGraws, The Making of
Dr. Phil, sem kom út 2003, og
halda því þar fram að hann hafi
beitt ósiðlegum viðskiptaháttum á
ferli sínum og komið illa fram við
fyrri eiginkonu sína og starfsfólk.
Inngrip í brogað einkalíf
og fjölskylduvanda
Það hefur gengið á ýmsu hjá
Dr. Phil undanfarinn áratug. Hann
gerði tilraunir með framleiðslu
fleiri sjónvarpsþátta sem ekki
gengu sem skyldi. Hann hefur ver-
ið kærður nokkrum sinnum fyrir
villandi og glannalega umfjöllun í
þáttum sínum og ærumeiðingar.
Hann hefur verið sakaður um að
þættirnir hagræði viðtölum með
vafasömum klippingum og fram-
setningu og fjölskylda söngkon-
unnar Britney Spears heldur því
fram að afskipti hans af veikindum
hennar í einum þáttanna hafi haft
skaðleg áhrif á hana en ekki gagn-
leg.
En áfram heldur Dr. Phil.
Enn fylgjast sjónvarpsáhorfendur
spenntir með inngripum hans í
brogað einkalíf og fjölskylduvanda
bandarískrar alþýðu jafnt sem
frægðarfólks. Kannski af góð-
mennsku, en kannski til að vega
upp á móti neikvæðu umtali, stofn-
aði hann Dr. Phil Foundation sem
safnar fé til baráttunnar gegn of-
fituvanda barna.
Umdeildur sjónvarpsdoktor
Dr. Phil, fullu nafni Phillip Calvin McGraw, er einhver
frægasti sjónvarpsmaður samtímans og orðinn einn sá
auðugasti eftir um tvo áratugi í bransanum. Um ára-
bil hafa Íslendingar getað fylgst með þessum sköllótta
„besservisser“ með yfirskeggið veita gestum sínum mis-
djúp hollráð, núna í Sjónvarpi Símans. Slagorð þátt-
arins er: „Öruggur staður til að ræða erfið mál“.
Ljósmynd/Wikipedia/Angela George
Aðdáun Dr. Phil og seinni kona hans, Robin Jo Jameson, sem lætur sig ekki
vanta í sjónvarpsþætti síns ektamaka og horfir einatt á hann með aðdáun.
Reuters
Skaðleg áhrif Fjölskylda Britney
Spears sagði afskipti Dr. Phils af
veikindum hennar skaðleg.
Seinni eiginkona McGraws, Rob-
in Jo Jameson, er áberandi í
þáttum Dr. Phils. Hún situr í
salnum, horfir aðdáunaraugum
á eiginmanninn, leggur stund-
um eitthvað til mála, og í lok
þáttanna leiðast þau einatt út,
lukkan uppmáluð. Þau gengu í
hjónaband 1976 og eiga tvo
syni. Fyrri eiginkonu sinni,
Debbie Higgins McCall, var
hann kvæntur í þrjú ár. Hún sak-
ar hann um að hafa verið yfir-
gangssamur og bannað sér að
vinna utan heimilis. Sér hafi
jafnframt verið ætlað að lyfta
lóðum til að styrkja barm sinn.
Hjónabands-
sæla Dr. Phils
EINKALÍFIÐ
AFP
Framtíðin ráðin Oprah Winfrey
fékk Dr. Phil til að koma reglulega
fram í sjónvarpsþáttum sínum.
Eru lausnir Dr.
Phils, sem millj-
ónir manna kok-
gleypa, í besta
falli eldhús-
krókasálfræði?