Morgunblaðið - 24.11.2017, Síða 24

Morgunblaðið - 24.11.2017, Síða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2017 SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Nýverið ákvað sjúkrasjóður Verk- fræðingafélags Íslands að greiða 2/3 hluta kostnaðar við offituaðgerðir tveggja félagsmanna í félaginu sem gerðar voru á einkastofu. Ekki er vitað til þess að stéttarfélag hér á landi hafi tekið svo mikinn þátt í kostnaði við slíka aðgerð áður. For- svarsmenn sjúkrasjóða nokkurra stéttarfélaga sem rætt var við segja félögin ekki taka þátt í þessum kostnaði. Læknir sem framkvæmir aðgerðir sem þessar segir að Sjúkratryggingar hafni kostnaðar- þátttöku á þeirri forsendu að fjár- veitingu skorti. Forstjóri Sjúkra- trygginga Íslands segir að greiðslu- þáttttaka SÍ í þessum aðgerðum gæti verið réttlætanleg með tilliti til þess kostnaðar sem af geti hlotist fari fólk ekki í aðgerðina. En það sé stjórnvalda að ákveða hvað sé niður- greitt og hvað ekki. Farið hafi verið fram á þátttöku í kostnaði við eftir- meðferð slíkrar aðgerðar, en þar sem heilbrigðisráðuneytið hafi tekið þá afstöðu að SÍ greiði ekki slíkar aðgerðir, hafi þeirri beiðni verið hafnað. Árni Björn Björnsson, fram- kvæmdastjóri Verkfræðingafélags- ins, segir að nokkrir félagsmenn hafi sótt um að sjúkrasjóðurinn taki þátt í kostnaði við þessar aðgerðir. „En eftir því sem ég best veit hafa tvær umsóknir verið samþykktar,“ segir Árni. Hann segir að stjórn sjóðsins hafi kallað eftir mati læknis á því hvort um væri að ræða aðgerð, sem myndi bæta heilsufar viðkomandi. „Út úr því mati kom að þetta væri sannarlega heilsufarsvandamál, að aðgerðin myndi bæta heilsu viðkom- andi félagsmanna verulega og að þetta væri ekki fegrunaraðgerð,“ segir Árni. Borgar sig upp á tveimur árum Aðalsteinn Arnarson skurðlæknir gerir offituaðgerðir, sem einnig eru kallaðar efnaskiptaaðgerðir, á Land- spítala og á heilsumiðstöðinni Klín- íkinni. „Flestir sem fara í þessar að- gerðir eru með efnaskiptasjúkdóma sem læknast við að fara í aðgerð sem þessa,“ segir Aðalsteinn. Þar á hann við sjúkdóma eins og sykursýki 2, en hann segir að ávinningurinn af að- gerðinni sé m.a. sá að líkaminn fari strax eftir aðgerð að starfa öðruvísi og að þá þurfi fólk oft ekki að taka lyf lengur. Hann segir að ekki hafi verið gerðar rannsóknir hér á landi á þjóð- hagslegum ávinningi offitu- eða efnaskiptaaðgerða, en segir að er- lendar rannsóknir sýni að aðgerð- irnar borgi sig upp á tveimur árum þegar litið sé til kostnaðar vegna niðurgreiðslna lyfja- og læknis- kostnaðar. „Því til viðbótar kemur allur sá ávinningur sem fólk nýtur af því að fara í svona aðgerð. Til dæmis lifir fólk í yfirþyngd að meðaltali átta árum skemur en aðrir og vinnur þau ár til baka eftir þessa aðgerð. Þann- ig að það er til mikils að vinna,“ segir Aðalsteinn. Óvíst um fjölda aðgerða Um er að ræða tvenns konar að- gerðir. Annars vegar hjáveituað- gerðir, sem gerðar hafa verið hér á landi í mörg ár en þar fer maturinn framhjá maganum og beint niður í smágirnið. Aðalsteinn segist ráð- leggja þá aðgerð í alvarlegri til- vikum. Hins vegar er svokölluð ermi sem er einfaldari í framkvæmd, en þar er hluti magans fjarlægður. Að sögn Aðalsteins er ekki vitað um hversu margir Íslendingar hafa farið í aðgerðir sem þessar og það sé vegna þess að þær eru fram- kvæmdar bæði á Landspítala og einkareknum stofum eins og Klíník- inni og að auki viti hann til þess að nokkrir tugir Íslendinga fari á hverju ári til Tékklands og Litháens í þessar aðgerðir því þar séu þær talsvert ódýrari en hér á landi. „Þeir sem fara í aðgerðirnar á Landspítala fá það niðurgreitt frá ríkinu. Ég hef í tvígang sótt um þátttöku SÍ á að- gerðum, sem ég hef gert á Klíník- inni, en verið neitað og fengið þau svör að ekki sé til fjárveiting fyrir þessu. Í því ljósi er áhugavert og lýs- ir framsýni að mínu mati að stétt- arfélag sé að greiða fyrir aðgerðina að miklu leyti og ég hef frétt að nokkur stéttarfélög hafi styrkt fólk um 150-200.000 krónur til að fara í svona aðgerðir.“ Aðalsteinn segir að undanfarin ár hafi verið gerðar um 30 aðgerðir af þessu tagi á Landspít- alannum. „Þörfin hér á landi hefur ekki verið metin en ef miðað er við holdafar Íslendinga og stöðuna í ná- grannalöndunum þá má áætla að hún sé um 300 aðgerðir á ári.“ 2-3 ára bið á Landspítala Aðalsteinn segir að þeir sem starfi að þessum aðgerðum á Landspítala hafi fullan hug á að fjölga þeim, en það sé erfitt í framkvæmd því að þar sé takmarkað aðgengi að bæði skurðstofum og leguplássum. „Þeg- ar allt ferlið er tekið með í reikning- inn, þá er biðtími eftir þessum að- gerðum á Landspítala 2-3 ár.“ Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að SÍ taki ekki þátt í kostnaði við aðgerðir utan sjúkrahúsa. Ekki hafi því kom- ið inn á borð stofnunarinnar að það hafi þurft að meta hvort þessar að- gerðir séu gagnreynd læknis- meðferð eða ekki en að fagaðilar inn- an SÍ hafi haft hug á að skoða þátttöku í þessum aðgerðum. Spurð- ur hvort þessi ákvörðun sjúkrasjóðs Verkfræðingafélagsins, um að greiða að hluta til kostnað við offitu- aðgerðir félagsmanna félagsins, muni koma til með að hafa einhver áhrif á afstöðu SÍ, segir Steingrímur Ari að það myndi a.m.k. ekki gerast sjálfkrafa. Ákvörðun stjórnvalda, ekki SÍ „Greiðsluþátttaka í þessum að- gerðum gæti verið réttlætanleg með tilliti til lækna- og lyfjakostnaðar sem fólk þarf að bera ef það fer ekki í aðgerðina. En það er stjórnvalda á hverjum tíma að ákveða hvað fellur undir sjúkratryggingar og hvað ekki. Nú er það afstaða heilbrigðis- ráðuneytisins að ekki sé svigrúm til að semja um nýjar aðgerðir m.a. vegna þess að lækniskostnaður sjálf- stætt starfandi lækna væri umfram fjárheimildir. Með hliðsjón af því og þar sem offituaðgerðir eru fram- kvæmdar á Landspítalanum hafa SÍ haldið að sér höndum og hvorki ráð- ist í kostnaðargreiningu né mat á ár- angri nýju aðgerðanna.“ Félagið borgaði offituaðgerðir  Verkfræðingafélagið greiddi 2/3 hluta kostnaðar tveggja félagsmanna við offituaðgerðir á einka- stofu  Mat lækna að um væri að ræða mikla heilsufarsbót  Sjúkratryggingar greiða ekki niður Ljósmynd/Klíníkin Offituaðgerð Talsvert er um að fólk sæki um til stéttarfélaga sinna að taka þátt í kostnaði við offitu- eða efna- skiptaaðgerðir. Verkfræðingafélagið greiddi nýverið 2/3 hluta kostnaðar tveggja félagsmanna við slíkar aðgerðir. Talsvert er um að félagsmenn BSRB sæki um að sjúkrasjóður félagsins taki þátt í kostnaði við offituaðgerðir. Þetta segir Ólaf- ur B. Andrésson, framkvæmda- stjóri sjóðsins. „Við borgum ekki magabandsaðgerðir eða aðrar dýrari læknisaðgerðir,“ segir Ólafur. Hann segir að undanfarin ár hafi nokkrir á hverju ári sótt um greiðsluþátttöku sjóðsins í að- gerðum sem þessum. „Það er alls ekki óalgengt að við fáum beiðnir um þetta og það hefur verið að aukast undanfarin ár,“ segir Ólafur. Samkvæmt upplýsingum frá BHM tekur sjúkrasjóður félags- ins ekki þátt í greiðslum fé- lagsmanna sinna fyrir læknis- kostnað og aðgerðir og það nær yfir þessa tegund aðgerða. Nokkuð er um fyrirspurnir og umsóknir til félagsins vegna þessa, t.d. hafa tvær slíkar kom- ið inn á borð sjúkrasjóðsins síð- an í haust. Talsvert um umsóknir OFFITUAÐGERÐIR SÖLUAÐILAR Reykjavík: Gullbúðin Bankastræti 6 s:551-8588 | Gullúrið Mjódd s: 587-410 | Meba Kringlunni s: 553-1199 Michelsen Úrsmiðir Kringlunni s: 511-1900 | Michelsen Úrsmiðir Laugavegi 15 s: 511-1900 Kópavogur: Klukkan, Hamraborg 10 s: 554-4320 | Meba Smáralind s: 555-7711 Hafnarfjörður: Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 | Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 | Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 | Vestmannaeyjar: Geisli Hilmisgötu 4 s: 481-3333
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.