Morgunblaðið - 24.11.2017, Síða 28

Morgunblaðið - 24.11.2017, Síða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2017 Bankastræti 12, sími 551 4007 Bankastræti 6 – sími 551 8588 Black Friday Lágmark 25% afsláttur af öllum vörum Föstudag og laugardag skartgripirogur.is gullbudin.is VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Íslenskir minkabændur fylgjast á sama hátt með veðurspánni fyrir Kína og bændur gera fyrir Ísland. Þeir selja skinnin í austurveg og Kínamarkaður ræður miklu um verðmyndun. Kaldur vetur í Kína gæti komið skinnaverðinu upp úr þeim öldudal sem það er nú í og bjargað hag loðdýrabænda uppi á Íslandi. Nóvembermánuður og fram í desember er uppskerutími minka- bænda. Þá eru þeir að pelsa dýrin sem kallað er og verka skinnin fyr- ir flutning í uppboðshúsið í Dan- mörku. Þorbjörn Sigurðsson, minkabóndi í Ásgerði í Hruna- mannahreppi, segir að þótt pels- unin sé mikilvæg sé gotið mikil- vægasti tími ársins á minkabúinu. „Hægt er að klúða málum á mörg- um stigum en ef það koma ekki hvolpar á vorin þá skiptir annað ekki máli. Það er líka skemmtileg- asti tími ársins, að sjá hvolpana fæðast og komast á legg,“ segir Þorbjörn. Með reynt starfsfólk Gæði skinnanna ráðast síðan í framhaldinu og fara eftir stærð hvolpanna. Ræktunarstarf og fóðr- un eru mikilvægustu þættirnir. „Hægt er að eyðileggja góð gen með lélegu fóðri,“ segir bóndinn. Minkabúið í Ásgerði er með þeim stærri á landinu. Fjórir starfsmenn eru við það allt árið, að bóndanum meðtöldum. Oft er auka mann- skapur á sumrin. Fimm starfsmenn bætast við á meðan unnið er að pelsun. „Við erum komnir með ágætis reynslu því við höfum verið í minkarækt í þrjátíu ár. Vinnan við pelsunina er orðin vélvædd. Svo erum við með mannskap sem hefur verið hjá okkur áður og kann til verka. Sá sem annast fláninguna hefur verið hjá okkur í þrettán ár. Það er mikilvægt,“ segir Þorbjörn. Eigin verkun og fóðurgerð Minkabúið í Ásgerði er ekki að- eins með eigin skinnaverkun held- ur framleiðir eigið fóður. Hluti hrá- efnisins kemur af túnum búsins. Segja má að virðisaukanum sem verður til við framleiðsluna sé haldið innan búsins, eins mikið og mögulegt er. Áfram um fóðurgerð- ina: „Við erum með stöðugt hráefni og það skiptir miklu máli. Sækjum ferska hráefnið frá fiskverkun og alifuglasláturhúsi tvisvar í viku.“ Þorbjörn og fjölskylda hans rækta bygg á túnum búsins og nota í minkafóðrið ásamt innfluttu korni. Einnig rækta þau sjálf olíu- repju. Búið er að koma upp ágætis tækjakosti til að þurrka kornið og mala og pressa repjufræin. „Hvolp- arnir þurfa orkuríkt fóður þegar þeir eru að vaxa. Öll fljótandi fita, eins og lýsi, er orðin dýr vegna aukinnar eftirspurnar frá fiskeld- inu og því kemur repjan að góðum notum. Við notum einnig steiking- arfitu. Hratið af repjunni notum við einnig í fóðrið, sem prótein- gjafa. Við nýtum landið sem við eigum. Notum skítinn frá minkunum að mestu í stað tilbúins áburðar. Við keyptum engan tilbúinn áburð fyr- ir repjuræktunina síðastliðið sum- ar og aðeins einn stórsekk fyrir byggræktunina. Bygghálmurinn er síðan notaður í hreiður fyrir mink- ana,“ segir Þorbjörn. Hann segir að vissulega sé hægt að fá ódýrt innflutt korn nú um stundir. Ræktunin sé hins vegar hagkvæm. Nefnir hann að hálmur- inn sem annars þyrfti að kaupa dugi til að standa undir öllum kostnaði við ræktunina. Verðmætin sem felast í korninu sjálfu séu þar fyrir utan. Ekki vonir um mikla hækkun Fjárhagsstaða minkabænda er erfið vegna tapreksturs undanfarin ár. Þorbjörn tekur undir það en segir að búið í Ásgerði búi enn að góðu árunum sem voru þar á und- an. „En það dugar ekki endalaust. Ég tel að það sé hark hjá mörgum vegna þess hvað niðursveiflan hef- ur staðið lengi og því miður er bú- unum að fækka.“ Margir bændur og sérfræðingar þeirra hjá danska uppboðshúsinu voru að vonast til verðhækkunar á síðasta sölutímabili. Sú hækkun sem varð á heimsmarkaðsverði skilaði sér ekki til bænda hér vegna hás gengis íslensku krón- unnar. Spurður um væntingar til kom- andi sölutímabils sem hefst með uppboði í febrúar segir Þorbjörn: „Ég þori varla að spá en held þó að verðið hljóti að hækka en tel ekki óhætt að reikna með mikilli hækk- un. Ég á heldur ekki von á að krón- an veikist. Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér. Það gæti alveg komið harður vetur í Kína og salan aukist vegna þess.“ Byrjaður á að stækka búrin Hann segir að ákaflega margt geti haft áhrif á skinnanverðið og allt hlutir sem bóndinn geti engin eða lítil áhrif haft á. „Það eina sem við getum gert er að framleiða góða vöru með sem minnstum til- kostnaði. Maður verður að halda öllum framkvæmdum í lágmarki á meðan svona er en það getur komið niður á manni seinna,“ segir Þor- björn og nefnir að nauðsynlegt sé að stækka búrin til þess að stand- ast evrópskar aðbúnaðarreglur sem uppboðshúsin gera kröfu um að verði virtar fyrir árið 2020. Tekur Þorbjörn fram að íslensku aðbúnaðrreglurnar standist fylli- lega samanburð við þær evrópsku að öðru leyti. Hann er byrjaður á því að stækka búrin. Segir að leggja þurfi í töluverðan kostnað við efniskaup en hyggst nota ró- legri tíma ársins til að vinna verkið með sínu starfsfólki og halda þann- ig kostnaði í lágmarki. Hann segist hafa tvo vetur til að vinna að þessu og segir að það verði að duga. „Það er jákvætt að með þessu er verið að bæta aðbúnað dýranna. Við framleiðum aldrei gæðavöru nema dýrunum líði vel,“ segir Þor- björn. Fylgjast með veðurspánni í Kína  Minkabændur í Ásgerði hafa lifað uppsveiflur og niðursveiflur í 30 ár  Pelsunin er uppskerutími  Verðum að framleiða góða vöru með sem minnstum tilkostnaði, segir Þorbjörn Sigurðsson Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Skinnaverkun Þorbjörn Sigurðsson, minkabóndi í Ásgerði, vinnur eigin skinn. Hann segir að þótt verðið sé lágt verði menn að vanda sig. Það geri þeir með því að framleiða sem besta vöru með sem minnstum tilkostnaði. Skinn Eftir þurrkun er minkaskinnunum pakkað og þau send til Danmerk- ur þar sem þau eru boðin upp. Stærsti markaðurinn er í Kína. Repjufræ Minkaskítur er notaður sem áburður í korn- og repjurækt. Niðursveifla » Minkabændur standa illa vegna niðursveiflu á mörk- uðum og ný uppsveifla hefur látið á sér standa. » Eftir ágæta byrjun á nýloknu sölutímabili lækkaði verðið aft- ur á mikilvægum uppboðum fyrir mitt ár. Meðalverð á öllum seldum skinnum á árinu reynd- ist vera 9% hærra en á árinu á undan, í erlendri mynt. Bænd- ur njóta þó ekki góðs af þeirri hækkun vegna hækkunar á gengi íslensku krónunnar. » Fyrir liggur að stór skörð verða höggvin í minkaræktina í vetur með því að nokkrir bændur eru að hætta búskap. » Minkabændur eru algerlega háðir heimsmarkaðsverði á skinnum. Verðið verður til á loðskinnauppboðum þar sem samspil framboðs og eftir- spurnar ræður niðurstöðu. » Menn eru hóflega bjartsýnir um þróunina á komandi sölu- tímabili sem hefst á nýju ári. Búist er við heldur minnkandi framboði skinna á heimsmark- aði en veður á helstu markaðs- svæðum hefur einnig sitt að segja. Um það er erfitt að spá.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.