Morgunblaðið - 24.11.2017, Page 40

Morgunblaðið - 24.11.2017, Page 40
40 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2017 BAKSVIÐ Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Frakkar þrátta um þessar mundir um hvort banna skuli kvikmynda- gerðarmönnum að bjóða upp á senur með reykingum. Margir hafa frussað yfir hugmyndinni og kvartað með grátstaf í kverkum í landi sem frægt er fyrir reykspúandi stórleikara og kvikmyndastjörnur á hvíta tjaldinu. Rætt hefur verið um málið á nær hverju götuhorni og vaðið hefur á súðum í samfélagsmiðlum, auk þess sem almennir fjölmiðlar hafa látið það til sín taka. Hugmyndinni var fleytt í síðustu viku við umræður í franska senatinu um hvernig hjálpa mætti frönskum almenningi að leggja frá sér sígarett- una sem hátt í annar hver maður hef- ur um hönd daglega. Til umfjöllunar var m.a. frumvarp um verðhækkun á tóbaki hvers konar. Þingmaður Sósí- alistaflokksins, Nadine Grelet- Certenais, vitnaði til rannsókna í máli sínu sem sýndu, að í 70% nýrra franskra kvikmynda kveikti að minnsta kosti einn af aðalleikurunum í vindlingi. Sakaði þingkonan kvik- myndagerðarmenn um að draga upp jákvæða mynd af reykingum. Látið væri líta út sem þær væru sjálfsagðar og myndirnar „hvettu jafnvel til reyk- inga, ekki síst meðal barna og ung- linga sem horfa manna mest á þessar myndir á netinu“, sagði Grelet- Certenais. Stjórn ESB sammála Heilbrigðisráðherrann og læknir- inn Agnes Buzyn tók hugmynd Grel- et-Certenais fegins hendi sem sagðist myndu koma henni á framfæri við kvikmyndaráðherrann, Françoise Nyssenu menntamálaráðherra. Buz- yn hefur hrint úr vör áætlun sem mun stighækka verð á sígarettum, úr sjö evrum pakkinn í dag í 10 evrur. Hún lýsti „fortakslausum stuðningi“ við öldungadeildarmanninn. Og hún bætti frekar við: „Ég skil ekki mikil- vægi sígarettunnar í franskri kvik- myndagerð.“ Boðaði Buzyn jafnframt „harðar aðgerðir“ til að koma í veg fyrir að „reykingar verði látnar líta út sem sjálfsagðan hlut í samfélags- miðlum og kvikmyndum.“ Málið hefur undið frekar upp á sig og nú síðast lýsti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) stuðningi við að reykingar verði bannaðar í kvikmyndum. „Stjórnin fagnar öllum ráðstöfunum aðildarríkjanna til að af- sveipa tóbakið töfraljómanum og draga úr reykingum, ekki síst ungs fólks,“ sagði talsmaður ESB, Anca Paduraru, við fréttaveituna eur- activ.com. Dominick Nguyen frá evrópsku forvarnarsamtökunum (ENSP) sagði við veituna að bann við reykingum í bíómyndum yrði „meiriháttar áfangi“ í þá veru að uppræta þá ímynd, ekki síst í augum ungs fólks, að reykingar væru eðliegar og sjálfsagðar. „Meira en fjórði hver 15 ára ung- lingur í Frakklandi reykir að stað- aldri. Allt framtak til að verja ungt fólk fyrir því að verða skotmark tó- baksframleiðenda og forða því frá því að verða fíkninni að bráð er gagn- legt,“ sagði Nguyen. Afkáraleg ritskoðun Á öðru máli er Guillaume Perigois, framkvæmdastjóri réttindasamtaka reykingamanna, Forest EU. Hann segir hugmyndina vera „afkáralega ritskoðun“. Hann segir út af fyrir sig jákvætt að engar reykingar sé að sjá í teiknimyndum fyrir börn. „En kvikmyndir fyrir eldri áhorf- endahópa ættu að mega endurvarpa raunveruleika daglegs lífs, ekki því að veröldin sé reyklaus. Í flestum ríkjum hins vestræna heims, þar með talið í Frakklandi, reykir fjórðungur til þriðjungur íbúanna. Og hverjir verða teknir fyrir næst? Ætti að meina franskri kvikmyndagerð að sýna ofurfeitt fólk því það þætti ekki fyrir- mynd hins eðlilega?“ spurði hann. Flestir hafa látið í ljósi efasemdir um hugmyndina um bann við reyk- ingum í bíómyndum og aðrir hafa haft hana að athlægi því reykingar hafa oft og tíðum verið afar áberandi – gegnt lykilhlutverki – í frönskum kvikmyndum. Á Twitter fór einn álitsgjafi hamförum gegn hugmynd- inni og sagði, að yrði hugmyndin að veruleik hlyti það næsta að vera bann við glæpum og hraðakstri úr bíó- myndum. Siðaboðskapur Sjúkdómar af völdum tóbaksnotk- unar í Frakklandi er algengasta or- sök dauðsfalla sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir eða afstýra. Löngum hefur verið fundið að hinu stóra hlutverki sígarettunnar frönsk- um bíómyndum og því kennt um miklar og viðvarandi reykingar ungs fólks. Nokkur undanfarin ár hefur hver ríkisstjórnin af annarri reynt að fá fólk af reykingum, fyrst með því að banna þær í opinberum byggingum og síðar með hlutlausum pakkningum þar sem áróður gegn tóbaksnotkun er kominn í stað táknmerkja síga- rettuframleiðenda. Lítil andstaða hefur verið við þessar ráðstafanir en hugmyndin um að afmá reykingar af hvíta tjaldinu hefur ært unnendur kvikmynda og verjendur allskyns franskra siða óstöðuga. „Verði það til þess að fólk hætti reykingum ef sígarettur sjást ekki lengur í kvikmyndum, þá skulum við líka strika út glæpasenur úr mynd- unum, nauðgunarsenur, þjófnað, lyfjaneyslu og annað afbrigðilegt hátterni. Þá munum við loks búa í friðsælli veröld,“ skrifaði héraðs- blaðið La Republique des Pyrenees í meinyrtri forystugrein. Stjórnmálamaðurinn Florian Phil- ippot, fyrrverandi varaformaður Þjóðfylkingarinnar, blandaði sér í umræðurnar. Sagði hann hugmyndir um að slá vindlinga úr fingrum leik- ara sönnun þess að „vaxandi kúgun“ ætti sér stað í frönsku samfélagi. Aðr- ir veltu því fyrir sér hvort bannið myndi ná einnig til útlendra bíó- mynda og hvort ríkið myndi ganga svo langt að láta má reykingar úr gömlum myndum. Mörg dæmi um keðjureykingar Heimspekingurinn og álitsgjafinn Raphael Enthoven hafnaði hugmynd- inni sem óhæfu. „Innspýting siðaboð- skapar í kvikmyndahúsum er eins og að blanda saman Coca-Cola og eðal- rauðvíni.“ Til marks um þær heitu tilfinn- ingar sem einkennt hafa viðbrögðin við tillögu Nadine Grelet-Certenais birti ríkisútvarpsstöðin France Info skeið úr fimm frönskum stórmyndum þar sem vindlingar sátu þétt á vörum leikara. Meðal þessara mynd var svarthvíta nýbylgjumyndin À bout de souffle (Breathless) úr smiðju Jean- Luc Goddard þar sem hinn sísvali Jean-Paul Belmondo keðjureykir í hlutverki sakamanns. Danglaði Gau- loises vindlingur á vörum hans meira og minna myndina út í gegn. Einnig er þar að finna brot úr Le Cercle Rouge með reykspúandi Alain Delon í hlutverki fyrrverandi glæpa- manns. Leikkonan Audrey Tautou fór með hlutverk tískudrottningar- innar Coco Chanel sem færði módel sín í flíkur jafnan með vindling í munni. Jacques Tati var sjaldan án pípunnar í kvikmyndum og Brigitte Bardot, Jeanne Moreau, Catherine Deneuve og Gérard Depardieu spúðu tóbaksreyk í bíómyndum áratuga- langt. Reykt í 80% bíómynda Í ljósi sögunnar þykir skiljanlegt, að risið skuli upp gegn tillögu Grelet- Certeais, sem sagði kvikmyndafröm- uði ganga erinda tóbaksfyrirtækja. Bannhugmynd hennar hefur vakið spurningar um tilveru kvikmynda- framleiðslunnar. „Hvað væri frönsk bíómynd án sígarettunnar?“ er meðal annars spurt. Í annarri rannsókn en framan- greindri, á vegum krabbameins- samtaka fyrir fimm árum, var að finna skírskotun til reykinga í 80% af 180 kvikmyndum. Í 10% myndanna voru meira en 10 slíkar senur í hverri. Væri bann við reykingum aftur- virkt sagði ríkissjónvarpið, France- TV, að myndir með Delon eða Bel- mondo, sem hægt yrði að sýna, mætti telja á fingrum annarrar handar. Myndbrot eða heimildarmyndir um jafn annálaðan stórreykingamann og Serge Gainsbourg yrði ekki lengur hægt að birta. Sömu örlög biðu spennumynda James Bond og mikils meirihluta klassískra franskra kvik- mynda frá sjötta og sjöunda áratugn- um. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hvatti til þess í fyrra að bíó- myndir með reykingasenum yrðu bannaðar börnum undir 16 ára aldri. Sagði stofnunin að reykt hefði verið í 44% Hollywood-mynda árið 2014. Kvikmyndir væru síðasti vettvangur- inn þar sem tóbaksfyrirtækin gætu brúkað í áróðursskyni. Bætti WHO við, að 37% þeirra sem byrjuðu reyk- ingar á gelgjuskeiðinu hefðu byrjað þær eftir að hafa horft á bíómynd. Borði ávexti og grænmeti Eins og fyrr segir hafa andstæð- ingar hugsanlegs banns farið stórum í samfélagsmiðlum. Í þætti um deil- una sem bar heitið „Kvikmyndin er dauð“ á útvarpsstöðinni CanalB í Rennes á Bretaníuskaganum, var sagt frá svohljóðandi Twitter-tísti til stöðvarinnar: „Héðan í frá ættu franskar leikstjörnur borða fimm ávexti og grænmeti á dag.“ Af hálfu vefsvæðis um listir og listasögu, La Tribune de l’Art, var tí- stað: „Ég býst við því að taka lyfja í bíói, akstur umfram hámarkshraða, að ganga yfir götu utan merktra gangbrauta og að deyða mann í mynd verði brátt bönnuð í bíómynd- um … er mannskapurinn brjálaður?“ En land sígarettutegundanna Gau- loises og Gitanes er ekki hið fyrsta sem íhugar að ráðast gegn reyk- ingum á hvíta tjaldinu. Í Indlandi, þaðan sem flestar kvikmyndir koma árlega, hefur sú leið verið farin, að í hvert skipti sem leikari kveikir í síga- rettu birtast á tjaldinu aðvörunarorð gegn reykingum. Í mótmælaskyni við þetta hætti Woody Allen við að sýna kvikmyndina „Blue Jasmin“ í Ind- landi árið 2013. Kveina undan reykingabanni  Hart deilt í Frakklandi um tillögu að reykingabanni í kvikmyndum og sjónvarpi  Kveikt í síga- rettu í 70% nýrra franskra kvikmynda  Bannið „eins og að blanda saman Coca-Cola og rauðvíni“ AFP Frakkland Vindlar og vindlingar hér á lofti er stórleikararnir Jean-Paul Belmondo (l.t.v), Alain Delon (í miðjunni) og Jean Gabin skrafa saman í hléi á kvikmyndun á þeim tíma þegar reykingar í bíómyndum voru engin fyrirstaða. Litur augnabliksins Gyðjugrænn NÝR LITUR Opið: 8-18 virka daga og 10-14 laugardaga • Sími 588 8000 • slippfelagid.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.