Morgunblaðið - 24.11.2017, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 24.11.2017, Qupperneq 46
46 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2017 Þvagprufur í fang- elsum landsins eru úr- ræði sem fangelsisyfir- völd nota til þess að fylgjast með vímu- efnaneyslu fanga en eins og flestir vita þá er slík neysla algeng og því að sama skapi þvagprufurnar. Þegar óskað er eftir því að fangi gefi þvagsýni, fær hann eina klukku- stund til undirbúnings. Þvagprufurnar fara fram í lokuðu rými en speglar eru á víð og dreif. Þar skal fanginn hafa þvaglát í plast- bolla og standa yfirleitt yfir honum tveir fangaverðir, þeir eru fleiri ef viðkomandi þarf að berhátta sig áð- ur en hann gefur sýni, allt til þess að koma í veg fyrir að svindlað sé á þvagprufunni. Oft og tíðum á síð- ustu áratugum hafa komið upp tilvik þar sem fangi getur ekki með nokkru móti gefið þvagsýni þrátt fyrir að hafa raunverulega þörf til þess að kasta af sér vatni. Þegar þetta kemur upp getur fang- inn lent í vandræðum enda er það svo að ef hann gefur ekki þvag- sýni þegar liðin er klukkustund frá því honum var tilkynnt um þvagprufuna er litið svo á að hann sé ósamvinnuþýður og hlýtur að laun- um sömu agaviðurlög og þeir fangar sem uppvísir verða að neyslu vímu- efna. Taka ber fram að gerðar hafa ver- ið örfáar undanþágur á þessu og fangar fengið að sæta einangrun með plastbollann þar til þeir geta létt á sér. Stutt er síðan tilvik sem þetta kom upp og ákvað Afstaða, félag fanga, þá að kanna hvaða orsakir gætu legið að baki en svo virðist sem læknar sem sinna föngum þekki ekki heilkennið og hvað hægt er að gera í tilvikum sem þessum. Könnun Af- stöðu leiddi í ljós að um er að ræða heilkennið sem kalla má þvag- blöðrufeimni (e. shy bladder synd- rome (paruresis)). Heilkennið flokk- ast sem félagskvíðaröskun og lýsir sér þannig að þegar einstaklingur þarf að tæma þvagblöðruna er hon- um það ókleift við ákveðnar að- stæður, t.d. á almenningssalernum, þegar aðrir eru á staðnum eða undir álagi. Ástandið getur varað í marga klukkutíma eða þar til slaknar á vöðvum og vökvinn flæðir frjáls út. Ástæða þvagblöðrufeimni er óþekkt en hún kemur oftar en ekki fram á unglingsárum og má rekja til fyrsta skiptis sem einstaklingur þarf að hafa þvaglát undir álagi. Það leið- ir til kvíða og vandamálin hlaða utan á sig þegar viðkomandi hefur áhyggjur af því að geta ekki staðið sig í sambærilegum aðstæðum í framtíðinni. Aðrar leiðir fyrir hendi Afstaða hefur fullan skilning á því að framkvæma þarf próf til að sann- reyna hvort fangar hafi neytt vímu- efna. En til þess að tryggja að fang- ar með þvagblöðrufeimni þurfi ekki að þjást og koma í veg fyrir að aðrir fangar geri sér upp heilkennið til að komast hjá þvagprufum þurfa fang- elsismálayfirvöld að finna nýja lausn, fjölga vali á vímuefnaprófum. Þegar upp koma tilvik þar sem fangar geta ekki pissað í bolla væri hægt, samkvæmt ákvörðun varð- stjóra, að vista viðkomandi í ein- angrun í mjög stutta stund, eða þar til önnur leið væri valin. Auðveldlega er hægt að gera vímuefnaprófanir bæði með munnvatni, svita og hári auk þess sem alltaf er sá möguleiki fyrir hendi að taka blóðsýni. Þrátt fyrir að ódýrast og auðveld- ast sé fyrir fangelsismálayfirvöld að notast við þvagprufur eru tilvik þvagblöðrufeimni það mörg að ekki er forsvaranlegt að fjölga ekki leið- um til eftirlits með vímuefnaneyslu. Og fyrir þá sem haldnir eru heil- kenninu er það afskaplega niður- lægjandi að geta ekki skilað af sér sýni og ósanngjarnt að þeir skuli þurfa að sæta agaviðurlögum vegna félagskvíðaröskunar sinnar. Afstaða hvetur fangelsismála- yfirvöld og heilbrigðisyfirvöld til þess að kynna sér málið gaumgæfi- lega og bregðast við hvatningu fé- lagsins. Fleiri mega taka þetta til sín en á vinnumarkaðnum eru fyrirtæki sem skikka starfsfólk sitt til fara í þvagprufur. Betra væri ef þau fyrir- tæki fjölguðu leiðum til að vímuefna- prófana. Þá má að lokum geta þess að hug- ræn atferlismeðferð hefur gefið góða raun fyrir þá sem þjást af þvagblöðrufeimni. Slík meðferð er aftur á móti ekki í boði í fangelsum landsins, ekki frekar en aðrar not- hæfar sálfræðimeðferðir. Heilkennið þvag-blöðru- feimni (paruresis) Eftir Guðmund Inga Þóroddsson »Heilkennið flokkast sem félagskvíða- röskun og lýsir sér þannig að þegar ein- staklingur þarf að tæma þvagblöðruna er honum það ókleift. Guðmundur Ingi Þóroddsson Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. formadur@afstada.is Þar sem ég hef verið fastagestur í Sundhöllinni í fjölda ára get ég ekki beðið eftir að hún verði opnuð aftur eftir breytingar, en hún hefur verið lokuð síðan í júní sl. Breytingarnar eru einstaklega vel heppnaðar að mínu mati. Fastagestur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Sundhöllin Útilaugin Loksins verður líka hægt synda úti undir beru lofti. Bókaðu snemma til að tryggja þér pláss Við hvetjum alla sem hafa í hyggju að sigla með Norrænu á næsta ári að bóka snemma til að tryggja sér pláss Stangarhyl 1 | 110 Reykjavík | Sími: 570-8600 Smyril Line Seyðisfjörður 4702808 | info@smyril-line.is | www.smyrilline.is JEPPADEKKIN VORU AÐ KOMA AFTUR! Fiskislóð 30 101 Reykjavík 561 4110 Grjótháls 10 110 Reykjavík 561 4210 Njarðarbraut 9 260 Reykjanesbæ 420 3333 Lyngási 8 210 Garðabæ 565 8600 Tangarhöfði 15 110 Reykjavík 590 2045 Breiðhöfði 13 110 Reykjavík 590 2080 Gæða jeppadekkin frá BFGoodrich, sem hafa reynst íslenskum jeppamönnum frábærlega í áratugi, voru að koma í hús. Ath. takmarkað magn. nesdekk.is 561 4200 Made in USA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.