Morgunblaðið - 24.11.2017, Page 50

Morgunblaðið - 24.11.2017, Page 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2017 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Stjórn Faxaflóahafna hefur sam- þykkt að fela hafnarstjóra að leggja fram tillögu á næsta fundi stjórnar hvernig standa megi að friðun ver- búðanna við Geirsgötu þar sem mið- að verði við friðun á þeim reit sem húsin standa á eða ytra útliti húsanna. Verbúðirnar við Gömlu höfnina eru mjög mikilvægar fyrir hafnar- myndina. Gísli Gíslason hafnarstjóri segir að þær hafi aldrei verið frið- aðar að neinu leyti og hafnarstjórnin vilji breyta því. Í skipulagi, þegar talað var um Mýrargötustokk, var gert ráð fyrir að rífa hluta verbúð- anna til að koma stokknum fyrir, en því var breytt. „Það eru nokkrar leiðir til frið- unar en líklegast er að um verði að ræða svokallaða hverfisfriðun enda búið að breyta innviðum og útliti húsanna. En við erum að skoða mál- in,“ segir Gísli. Byggingarleyfi veitt 1933 Upphaf verbúðanna má rekja meira en 80 ár aftur í tímann eða til ársins 1933. Það ár sótti hafnar- stjórn Reykjavíkur um byggingar- leyfi fyrir 10 verbúðum úr timbri á uppfyllingu hafnarinnar við Tryggvagötu, austan Slippsins. Bygginganefnd samþykkti umsókn- ina með því skilyrði að útveggir væru úr steini eða steinsteypu. Þetta voru einlyft hús með porti og risi og stærð hvers húss var 106,2 fermetrar. Í bók Guðjóns Friðriks- sonar sagnfræðings „Hér heilsast skipin,“ segir að með byggingu ver- búðanna hafi hafnarnefndin viljað freista þess að efla vélbátaútgerð í Reykjavík, en togaraútgerð stóð þá höllum fæti. Hver verbúð var ætluð 1-2 vélbátum. Í orðabókum stendur að verbúð þýði sjóbúð, bústaður í verðstöð, skýli handa vermönnum. Enda var það upphaflegt hlutverk verbúðanna við Geirsgötu. Á aðalhæðinni voru fiskvinnslusalir og fisk- og salt- geymslur. Á efri hæðum var aðstaða til beitingar, veiðarfrærageymslur og svefnaðstaða fyrir sjómenn. Til- tekið er í lýsingu, svo dæmi sé tekið, að í verbúð 10 hafi verið 8 föst rúm- stæði í rishæð. Árið 1998 var ákveðin ný tölusetn- ing fyrir verbúðirnar og tilheyra þau nú Geirsgötu. Húsin höfðu áður ver- ið talin til Ægisgötu, Verið, Tyggva- götu eða Ægisgarð. Nýtingunni var breytt 2008 Árið 2008 samþykkti stjórn Faxa- flóahafna að heimila breytta og víð- tækari nýtingu verbúðnna við Geirs- götu og var öllum fyrri leigjendum sagt upp, þar á meðal útgerðamönn- um fiskiskipa. Útgerðarfyrirtæki eru nú eingöngu í Vesturhöfninni og hafa þau aðstöðu í verbúðunum á Grandagarði. Þegar hér var komið sögu var ástand húsanna við Geirs- götu orðið mjög bágborið. Þau hafa síðan verið endurnýjuð, utan sem innan. Nú má finna í verbúðunum gömlu við Geirsgötu veitingahús, verslanir og þjónustufyrirtæki, sem draga að sér þúsundir manna dag hvern, Ís- lendinga og erlenda ferðamenn. Sama má reyndar segja um hinar gömlu vörugeymslur við Gömlu höfnina. Þær hafa fengið nýtt hlut- verk sem söfn og menningarstofn- anir. Verbúðirnar verði friðaðar Morgunblaðið/Ómar Lífið við höfnin Gömlu verbúðirnar hafa fengið nýtt hlutverk og hafa mikið aðdráttarafl fyrir gesti og gangandi. Ljósmynd/Ari Kárason Athafnalíf Hér má sjá hóp manna dytta að veiðarfærum milli verbúðanna. Myndin er tekin milli áranna 1950 og 1960 þegar útgerð var enn með blóma. Dagurinn í dag Svona er núna umhorfs milli gömlu verbúðanna. Útgerð og sjómenn hafa vikið fyrir veitingahúsum og ýmsum þjónustufyrirtækjum. Ferðamenn sækja í að snæða á veitingahúsum með útsýni yfir höfnina. FYRIR SJÁVARÚTVEGINN R R Marás ehf. - Miðhrauni 13 - 210 Garðabæ - Sími 555-6444 - www.maras.is Skúli Halldórsson sh@mbl.is Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, segir að lögmaður fyrirtæk- isins muni í dag, föstudag, leggja kæru á borð lögreglu vegna brott- kasts fiskafla frá frystitogaranum Kleifabergi sem sást á myndskeiði í kvöldfréttum RÚV á miðvikudag. Í samtali við 200 mílur segir Guð- mundur að myndskeiðið hafi komið sér á óvart. Þá hyggist hann ekki kæra þann sem tók upp myndskeið- ið, en upptakan er sögð vera ríflega ársgömul. „Við ætlum ekki að eltast við sendiboðann, við viljum bara vita af hverju þetta var gert og þá getum við lagað það sem er að,“ segir Guð- mundur. Spurður hvort honum finnist sem efni myndskeiðsins hafi verið sett á svið segir hann það munu koma í ljós við rannsókn lögreglu. „Við viljum fyrst og fremst finna þann sem ber ábyrgð á þessu og um leið upplýsa málið. Það er ekkert að þessum fiski, hann er glænýr og ekk- ert skemmdur, ónýtur eða gamall, það er búið að hausa hann og allt. Og nógur kvóti.“ Morgunblaðið/RAX Brottkast Guðmundur segir myndskeiðið hafa komið sér á óvart. Ekkert hafi amað að fiskinum sem kastað var á brott úr frystitogaranum. Kæra brottkast afla til lögreglunnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.