Morgunblaðið - 24.11.2017, Síða 56

Morgunblaðið - 24.11.2017, Síða 56
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2017 Verumgáfuð ogborðum fisk Plokkfiskur - Hollur kostur tilbúinn á 5mín. Kveðja Grímur kokkur • www.grimurkokkur.is Hollt og fljótlegt[ ] ÁNMSG P R E N T U N .IS Þóra Sigurðardóttir thora@mbl.is Þessa dagana kemur út hjá bóka- útgáfunni Sölku bók um sous vide- eldunaraðferðina og það er Viktor Örn Andrésson sem á heiðurinn af henni. Bókin er hin glæsilegasta og fangar vel þá stemningu sem fylgir eldamennskunni og þeim gæðum sem Viktor sjálfur stendur fyrir. Aðspurður hver kveikjan að bókinni hafi verið segir hann samfélagsmiðla spila þar stórt hlutverk – en þó ekki eins og margur kynni að halda. „Það voru all- ir að nota þetta og birta myndir af ár- angrinum á sam- félagsmiðlum. Ég tók ítrekað eftir því að fólk gerði ákveð- in mistök og það var eiginlega kveikjan. Þetta er mjög ein- föld eldunaraðferð og erfitt að klúðra henni – ef þú ert með réttu leiðbeiningarnar,“ segir Viktor og bætir við að það séu ná- kvæmari vísindi sem liggi að baki þannig að þetta sé meira eins og að baka hvað mikilvægi leiðbein- inga varðar. Algengast segir hann að fólk eldi matinn of lengi. „Þótt eldað sé við lágt hitastig þolir hráefnið ekki mikla eldun, sérstaklega ef um er að ræða fitusnauða fæðu. Þá verð- ur hráefnið hálfkæfukennt,“ segir hann brosandi og ekki viljum við bjóða gestum okkar upp á kæfu- kenndan úrvalsfisk. Sjálfur er Viktor hrifinn af eld- unaraðferðinni og notar hana mik- ið. „Hún er mikið notuð á veitinga- húsum og sjálfum finnst mér frábært að henda steik eða góðum fiski í vatnsbað meðan ég er að ganga frá. Hringja í konuna og biðja hana að skella kart- öflum á pönnuna. Svo kem ég heim, brúna kjötið á pönnunni og borða dýrindis máltíð.“ Í bókinni er farið yfir víðan völl. Allt frá nauðsynlegum græjum yfir í leið- beiningar um suðu eggja en skipta græjurnar máli? „Mér finnst það,“ segir Viktor. „Þá aðallega af hrein- lætisástæðum. Sous vide krefst mikils hreinlætis – reynd- ar eins og öll eldamennska en ég vil hafa áhöldin sér sem ég nota.“ Í því felist þó ekki kvöðin um að fjárfesta fyrir formúu þótt það sé vissulega í boði en stóra málið sé hreinlæti enda fer engin gerils- neyðing fram í sous vide-elduninni. „Svo er þetta bara svo sniðugt og hægt að elda svo margt. Ég er til dæmis með kafla um kryddlegi. Svo setur maður bara hráefnið í kryddlöginn og hægeldar.“ Sama gildir um aðra kafla í bókinni, sem er mjög vegleg. Mesta forvitni vekur þó béarnaise-sósan sem hann sous-vidar eftir kúnstarinnar reglum. „Mér finnst það geggjað,“ segir hann og blaðamaður gapir í forundran. Og skilur sósan sig ekki með þessum hætti? „Hefur ekki gert það hingað til,“ segir Viktor kankvís og greinilegt að hann kann sitthvað fyrir sér í þessum fræðum. Það vekur strax athygli þegar bókinni er flett hvað hún er ítarleg og fræðandi enda segir Viktor að markmiðið hafi verið að leiðbeina fólki sem á ekki nokkurra ára matreiðslunám að baki. „Það skipti líka máli að hafa hana á mannamáli en ekki kokka- máli, bókin er jú hugsuð fyrir heimiliskokkana.“ Handbók fyrir heimiliskokka Ánægður Viktor Örn er ánægður með bókina enda ástæða til. Jólabókin í ár Búast má við að Sous vide-bókin geri mikinn usla í jólabókaflóðinu. Það hefur enginn áhugamaður um mat farið varhluta af því sous vide-æði sem geisað hefur hér á landi undanfarin misseri. Ótrúlegasta fólk talar fjálglega um eldunaraðferðina eins og enginn sé morgundag- urinn og menn fjárfesta hiklaust í rándýrum græjum – svona dálítið eins og Íslendingurinn á til. Til eru ótal gerðir af hitajöfnurum af öllum stærðum og gerðum. Sumir eru innbyggðir í nýrri eld- húsinnréttingar, aðra er hægt að tengja við snjallsíma og svo mætti lengja telja. Mikilvægast er að velja það sem hentar þér og þinni eldamennsku. Mér þykir einfald- leikinn oft bestur, gott er að hita- jafnarinn sé ágætlega kraftmikill og að auðvelt sé þrífa hann. Sumir elda svo meira að segja sous vide án þess að eiga hitajöfn- unartæki heldur setja hráefnið til dæmis í vatnið í heita pottinum eða baðkarinu. Það er þó erfitt að segja til um nákvæmnina þegar eldað er á þann hátt. Til marks um hversu útbreitt sous vide er að verða eru mörg fyr- irtæki nú farin að bjóða eldhús- innréttingar með innbyggðum gufuofni og lofttæmingarvél. Ná- kvæmnin í tækjunum er orðin mjög mikil þar sem tækninni hefur fleygt svo hratt fram síðustu ár. Hitajafnarinn sem ég nota heima hjá mér er mjög einfaldur og þægilegur og er frá hollenska fyrirtækinu Wartmann. Wart- mann-hitajafnarinn er mjög kraft- mikill, 1300 wött og dugar fyrir allt að 20 lítra af vatni. Hann stjórnar hitastigi frá 25 upp í 95 gráður og getur eldað í allt að 60 klukku- stundir. Þessi hitajafnari dugar í langflest sem maður gerir heima hjá sér en fyrir þá sem vilja eiga það besta og flottasta eru til mun öflugri græjur. Til dæmis hitajafnarinn frá Grant en hann er í takt við það sem mat- reiðslumenn velja að nota. Hann er fljótari að ná réttu hitastigi, ræður við meira magn af vatni og hráefni og ábyrgist nákvæmni upp á 0,2 gráður. Lofttæmingarvélar og pokar Mér finnst afar mikil- vægt að eiga lofttæming- arvél og góða poka sem henta því sem á að elda hverju sinni. Með því að lofttæma umbúðirnar tryggir maður að bragðið haldist betur í pokanum og að kryddin sogist að hráefninu. Eins geymist hráefnið betur og lengur í lofttæmdum umbúðum. Það eru til ótal gerðir af þessum vélum, þar á meðal litlar vélar sem henta heim- ilum og duga vel til. Vissulega er hægt að nota aðrar aðferðir, eins og að setja hráefni í endurlokan- legan poka (zip-lock) eða að vefja því í matarfilmu en ég mæli heils- hugar með hinni aðferðinni ef þið hafið kost á því. Ég á bæði stóra og litla lofttæm- ingarvél. Sú stóra er ómissandi fyrir mig enda elda ég óskaplega mikið og vil geta geymt olíur og annað í langan tíma. Ílát fyrir sous vide Það er hægt að setja hitajafn- arann einfaldlega út í stóran pott eða box. Mér finnst það þó ekki vera lausn til framtíðar enda verð- ur eldamennskan skemmtilegri þegar útlitið er flott. Ég lét útbúa fyrir mig kassa úr þykku, högg- þolnu gleri sem er límt saman með hitaþolnu lími og kíttaði svo sam- skeytin til að vera viss um að kass- inn héldi vatni. Mikilvægt er að miða stærð kassans við getu hita- jafnarans sem þú velur þér. Gott er að hafa lok á kass- anum en með því fyrir- byggir maður hitatap og að hlutir detti ofan í vatnsbaðið auk þess sem maður nær kjörhitastigi vatnsins hraðar en ella. Það skiptir mig miklu að hafa rétta búnaðinn í eldhús- inu. Ég vel mér vönduð og fal- leg tæki og verkfæri sem end- ast. Oft er mikið álag á þeim og þá er mikilvægt að vanda valið. Mér finnst best að vera bara með eitt box sem er þrif- ið vel eftir hverja notkun í staðinn fyrir að nota hin og þessi ílát sem til eru á heim- ilinu. Hreinlæti er alltaf mikil- vægt í eldamennsku og með- höndlun matvæla og það á einnig við um sous vide. Oftast er verið að elda við lágt hitastig og þá geta ör- verur fjölgað sér. Það þarf því að halda öllum græjum hreinum og sótthreinsa þær reglu- lega. Helstu græjur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.