Morgunblaðið - 24.11.2017, Síða 65
MINNINGAR 65
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2017
✝ Regína Sigur-laug fæddist á
Kirkjulæk II í
Fljótshlíð í Rang-
árvallasýslu 27.
október 1939. Hún
lést á vistheimilinu
Sólheimum í Gríms-
nesi 15. nóvember
2017.
Regína var
fjórða í aldursröð
sex systkina, sem
öll ólust upp á Kirkjulæk II í
Fljótshlíð. Foreldrar hennar
voru hjónin Páll Nikulásson, f.
27. september 1899, d. 30. októ-
ber 1968, og Helga Metúsalems-
dóttir, f. 7. október 1907, d. 12.
Kristín Guðmundsdóttir, f. 30.
mars 1954, búsett á Kirkjulæk II
í Fljótshlíð. 5) Viðar Metúsalem,
f. 24. desember 1945, sambýlis-
kona Guðrún Stefánsdóttir, f. 2.
febrúar 1959, búsett í Hlíðar-
endakoti í Fljótshlíð.
Regína dvaldi í foreldra-
húsum þar til faðir hennar lést,
1968, þá bjó hún með móður
sinni og Eggert bróður sínum á
Kirkjulæk II þar til móðir henn-
ar fór á sjúkrahús árið 1973. Þá
urðu mikil umskipti í lífi Regínu
þegar hún fluttist á Kópavogs-
hæli. Regína dvaldi á Kópavogs-
hæli við erfiðar aðstæður til árs-
ins 1978, en þá þá birti til í lífi
hennar þegar hún fékk pláss á
vistheimilinu Sólheimum í
Grímsnesi. Regína bjó á Sól-
heimum þar til hún lést.
Útför hennar fer fram frá
Breiðabólstaðarkirkju í Fljóts-
hlíð í dag, 24. nóvember 2017,
klukkan 14.
júní 1980. Systkini
Regínu eru: 1) Sig-
rún Fríður, f. 31.
mars 1932, d. 8.
október 2010, maki
Elías Eyberg Óla-
son, f. 26. septem-
ber 1930, búsett á
Hvolsvelli. 2) Ragn-
hildur Guðrún, f.
27. september 1935,
maki Haraldur
Guðnason, f. 14.
desember 1928, búsett í Reykja-
vík. 3) Kristín Ástríður, f. 23.
júní 1938, sambýlismaður Frið-
leifur Stefánsson, f. 23. júlí 1933,
búsett í Reykjavík. 4) Eggert Sö-
ren, f. 28. júní 1944, maki Jóna
Elsku systir mín kær, nú er
þinni þrautagöngu lokið og þú
komin í faðm mömmu, pabba og
Sigrúnar systur okkar. Aldrei
gast þú tjáð þig með orðum, en
fallegu brúnu augun þín tjáðu
flest það sem þú vildir segja.
Lagviss varst þú með eindæm-
um og gast trallað flest þau lög
sem þú heyrðir. Aðeins eitt ár var
á milli okkar. Þegar við vorum að
alast upp varst þú frekar háð mér
og eltir mig um allt. Ekki var ég
alltaf ánægð með það, en oftast
var það skemmtilegt. Þú fórst á
Kópavogshælið í nokkur ár og
þaðan á Sólheima í Grímsnesi.
Ég mun alltaf geyma minn-
inguna um þig í hjarta mínu, þar
til við hittumst á ný í blóma-
brekkunni.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
(V. Briem)
Við andlátsfregn þína,
allt stöðvast í tímans ranni.
Og sorgin mig grípur,
en segja ég vil með sanni,
að ósk mín um bata þinn,
tjáð var í bænunum mínum,
en Guð vildi fá þig,
og hafa með englunum sínum.
Við getum ei breytt því
sem frelsarinn hefur að segja.
Um hver fær að lifa,
og hver á svo næstur að deyja.
Þau örlög sem við höfum hlotið,
það verður að skilja.
Svo auðmjúk og hljóð,
við lútum að frelsarans vilja.
Þó sorgin sé sár,
og erfitt er við hana að una.
Við verðum að skilja,
og alltaf við verðum að muna,
að Guð hann er góður,
og veit hvað er best fyrir sína.
Því treysti ég nú,
að hann geymi vel sálina þína.
Þótt farin þú sért,
og horfin ert burt þessum heimi.
Ég minningu þína,
þá ávallt í hjarta mér geymi.
Ástvini þína, ég bið síðan
Guð minn að styðja,
og þerra burt tárin,
ég ætíð skal fyrir þeim biðja.
(Bryndís Halldóra Jónsdóttir.)
Ég lít þig í anda
mín ljósgræna hlíð
með lífsangan blóma,
hve þín kvöld voru blíð
og í faðmi þér friðsælt að sofa.
Og vakna svo alsæll
við yljandi sól
allt sem að syngur
var komið á ról
og blómin með fagnandi faðma.
Þá lífið var fagurt
hver laut var mér kær,
hver laufkrónu þytur
og hásumars blær
faðmandi fósturlands lendur.
(Guðjón Helgason)
Kveðja, þín systir,
Ásta og Friðleifur.
Elsku Gína, við trúum því að
nú hlaupir þú um í sumarlandinu
– syngjandi kát og glöð. Amma,
afi og Sigrún systir þín hafa
örugglega tekið vel á móti þér.
Lífið var þér ekki auðvelt – það
að geta ekki tjáð sig á venjulegan
hátt held ég að sé erfitt. Þú
komst alltaf til okkar á Kirkjulæk
yfir hátíðirnar meðan líkamleg
heilsa leyfði. Þú hafðir gaman af
því að fíflast í okkur krökkunum
og við í þér. Þú varst að pota í
okkur og reyna að kitla og við fífl-
uðumst í þér með karlpeningnum
og þá heyrðist alltaf „ójba“.
Stundum fannst þér samt nóg um
hamaganginn í okkur og þá
heyrðist hátt „hana“. Þú humm-
aðir mikið lagstúfa sem spilaðir
voru í útvarpinu þá stundina.
Stóran hluta ævi þinnar áttir
þú heima á Sólheimum í Gríms-
nesi og var samfélagið þar þín
önnur fjölskylda – við trúum því
að þar hafi þér liðið vel og þökk-
um fyrir það góða starf sem þar
er unnið.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Hvíl í friði elsku Gína.
Páll, Gróa Helga, Ragnhild-
ur Guðrún, Ólöf Guðbjörg,
Guðmundur Helgi og Berg-
lind Inga Eggertsbörn.
Í dag kveð ég móðursystur
mína, Regínu Pálsdóttur, hinstu
kveðju. Ég minnist Regínu, sem
ætíð var kölluð Gína, þegar ég
var að koma í sveitina mína,
Fljótshlíðina, til ömmu og afa á
Kirkjulæk og síðar Eggerts. Þá
stóð Gína yfirleitt við gluggann
og fylgdist með. Hún fylgdist
með hverjir voru að koma og
fara. Gína var allt sitt líf mállaus
og þess vegna gat hún ekki látið í
ljós álit sitt nema með ýmsum
hljóðum eða gargi sem okkur
krökkunum fannst skrítið í fyrstu
en við vöndumst því og fannst
þetta bara skemmtilegt. Hljóðin
sem hún gaf frá sér gátu verið
mjög sérstök og þegar ókunnugir
heyrðu þau var þeim yfirleitt
brugðið. Gína fylgdist vel með og
tók vel eftir þegar nærstaddir við
hana voru að ræða saman. Hún
var ófeimin við að láta í ljós skoð-
un sína á því sem rætt var um
með sínum görgum og ef hún var
ekki ánægð átti hún til að slá
hnefanum í borðið.
Hún gat líka verið glöð og
hlegið hátt að því sem henni
fannst skemmtilegt. Hún var
jafnframt ákaflega stríðin, átti til
að klípa létt í okkur krakkana og
skellihlæja þegar við skríktum
undan henni.
Hún hafði ákaflega gaman af
tónlist, trallaði með sönglögum
og var mjög taktviss í söngnum.
Vafalaust hefði hún lagt tónlist-
ina fyrir sig ef hún hefði haft
tækifæri til þess. Gina tók þátt í
störfunum í sveitinni eins og
hægt var, mokaði meðal annars
flórinn í fjósinu og rak kýrnar í
hagann, en sum störf áttu ekki
við hana og þá lét hún það í ljós á
sinn hátt.
Að vera mállaus alla sína ævi
og geta þar af leiðandi ekki tjáð
sig eða látið ljós tilfinningar sínar
í tali hlýtur að vera erfitt. Amma
hugsaði vel um Gínu meðan hún
hafði heilsu til, en þegar heilsu
hennar hrakaði fluttist Gína á
Kópavogshæli og dvaldi þar í
nokkur ár. Síðar fluttist Gína á
dvalarheimilið á Sólheimum í
Grímsnesi þar sem hún bjó þar til
hún lést. Síðustu ár hrakaði Gínu
mikið og þurfti hún þar af leið-
andi mikla aðstoð. Gína hefur nú
fengið frið og það vil ég þakka al-
góðum Guði fyrir og finnst við
hæfi að láta fylgja hér sálminn
eftir Valgarð Briem:
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Blessuð sé minning Gínu
frænku.
Páll Haraldsson.
Kær vinkona mín, Regína, er
fallin frá. Ég hitti hana fyrst þeg-
ar ég flutti á Sólheima í Steina-
hlíð 1999.
Við urðum fljótlega vinir. Reg-
ína var með góðan húmor og við
gátum fíflast endalaust með
vatnsbyssuna.
Ég sprautaði á fólk sem var
nálægt og hún veltist um af
hlátri. Hún hafði mikinn áhuga á
dýrum og við horfðum á dýra-
myndbönd saman. Sérstaklega
fannst henni gaman þegar ein-
hver var klaufi, þá hló hún.
Síðastliðið sumar flutti ég
tímabundið í Bláskóga og þá
kynntumst við vel. Við borðuðum
alltaf saman og áttum góðar
stundir. Við drukkum oft kaffi
saman og spjölluðum um daginn
og veginn. Henni fannst gaman
að leika sér með tréþraut sem var
sérstaklega útbúin hér á Sól-
heimum og spilastokk. Þetta
gerðum við saman. Regína hafði
sterkan persónuleika og ég mun
sakna hennar mikið. Hvíl í friði.
Þinn vinur
Leifur.
Orð eru ekki alltaf nauðsynleg,
það lærði maður fljótt eftir að
hafa kynnst Regínu Pálsdóttur.
Væntingar, vilji, óskir og húmor,
allt voru þetta þættir sem Regínu
lánaðist vel að koma á framfæri
án orða. Það var til dæmis ávallt
ljóst að Regína var mun ánægð-
ari með að fá koss á kinn ef mað-
ur var skeggjaður, heldur en ný-
rakaður.
Vissulega hefði margt verið
auðveldara með orðum, en skiln-
ingurinn var fullkominn allt fram
á síðasta dag og viljinn sterkur.
Meðan Regína hafði heilsu til
var aldrei gefið eftir í vinnu og
um árabil var garðyrkjan hennar
vinnustaður. Þar var gengið til
ákveðinna verka og ekki annarra
að skipta sér af. Það eru ljúfar
minningarnar um þegar maður
mætti Regínu í vinnu eða á rölt-
inu þar sem hún sönglaði lög og
hummaði. Þá var glatt yfir og
gaman að vera til.
Húmorinn var aldrei langt
undan og oft mikið hlegið og ekki
síst ef eitthvað grátbroslegt
gerðist. Ég mun seint gleyma því
þegar við vorum saman að borða
á veitingastaðnum á Geysi fyrir
mörgum árum. Yfirfullur salur af
prúðbúnu fólki og allt hátíðlegt
og fallegt. Þjónar báru mat á
borð til hvers og eins og þegar
diskurinn var lagður fyrir Regínu
kallaði hún hátt þannig að við átt-
um athygli allra á staðnum: „Oj.“
Það vildi því miður þannig til að
ég var sá eini á staðnum sem vissi
að hjá Regínu var „oj“, mjög já-
kvætt. En það var klárt að hver
maður horfði gaumgæfilega á
sinn disk eftir þetta atvik og ég
held að þjónninn hafi á endanum
jafnað sig.
Regína var vafalaust orðin
hvíldinni fegin, en við sem vorum
svo lánsöm að fá að kynnast Reg-
ínu varðveitum minningu um vel
gerða og skemmtilega konu.
Aðstandendum Regínu votta
ég samúð mína.
Guðmundur Ármann
Pétursson.
Regína var einstök kona sem
tekið var eftir.
Hún var hugrökk og mikill
húmoristi. Hún hafði skemmti-
lega kímnigáfu og átti það til að
skellihlæja þegar henni þótti eitt-
hvað mjög fyndið. Hún notaði
hvert tækifæri sem gafst til að
pota og klípa í fólk og hló manna
hæst þegar einhver datt eða
missti eitthvað út úr höndunum.
Í sumar var ég staddur í Blá-
skógum og við eitthvað að gera
að gamni okkar. Ég ætlaði að
sýna fram á að það væri ekki
hægt að brjóta egg með því að
kreista í lófanum. Leifur Þór vin-
ur hennar fékk að prófa þessa til-
raun sem endaði með því að inni-
hald eggsins spýttist í allar áttir.
Þá skellihló Regína.
Oft bað hún Valgeir félags-
málafulltrúa að koma nær sér, þá
kleip hún í skeggið á honum og
skellihló.
Regínu fannst gott að sitja í
góðra vina hópi og hlusta á spjall.
Hún gat líka látið í sér heyra ef
henni mislíkaði eitthvað.
Hún hafði yndi af tónlist, sér-
staklega gömlu lögunum. Hún
söng oft við iðju sína í gróðrar-
stöðinni Sunnu og kertagerðinni
þar sem hún vann.
Ef einhverjum leið illa skynj-
aði hún það og strauk á honum
kinnina.
Regína tengdi okkur saman og
þráði jákvæða athygli. Hún eign-
aðist kæran vin, hann Leif Þór,
sem var natinn við að hlúa að
henni og hjálpa.
Regína naut þess að borða
góðan mat, en konfekt og sérrí
voru í sérstöku uppáhaldi. Hún
var mikill dýravinur og naut þess
að fara í stutta bíltúra.
Regínu er sárt saknað og hún
skilur eftir sig skarð sem er
vandfyllt. Við getum glaðst yfir
þeim tíma sem við áttum með
henni. Margir tengdust henni
sterkum böndum sem munu aldr-
ei slitna.
Regína mun lifa áfram í hjört-
um okkar og nú er hún kominn
heim til eilífrar hvíldar.
Biðjum Guð að vera með ætt-
ingjum og vinum Regínu í sorg-
inni.
Við þökkum íbúum og starfs-
mönnum Bláskóga fyrir vinskap
og óeigingjarnt starf.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Fyrir hönd íbúa og starfs-
manna á Sólheimum,
Sveinn Alfreðsson.
Regína Sigurlaug
Pálsdóttir
✝ Kristján OttóAndrésson
fæddist í Reykjavík
27. desember 1959.
Hann varð bráð-
kvaddur á heimili
sínu 11. nóvember
2017.
Foreldrar hans
voru Andrés Reyn-
ir Kristjánsson, f.
24.2. 1931, d. 31.8.
2007, og Dóra
Gígja Þórhallsdóttir, f. 26.7.
1933, d. 2.1. 2016.
Systir Kristjáns Ottós er Guð-
rún, f. 26.9. 1956, fyrrverandi
bankafulltrúi, bróðir hans er
Þórhallur framkvæmdastjóri, f.
2.10. 1958, kvæntur Sigríði
Thorsteinsson kennara, f. 16.11.
1958. Börn þeirra eru Dóra
Gígja húsmóðir og Ragnar tón-
listarmaður. Sambýlismaður
Dóru Gígju er Atli Sævar Guð-
mundsson tölvunarfræðingur.
Börn þeirra eru Áróra Sirrí,
fjögurra ára, og Kári Jökull að
verða eins árs. Sambýliskona
Ragnars er Birna Ásbjörns-
dóttir læknanemi.
Kristján Ottó, ávallt kallaður
Ottó, ólst upp í
Hlíðahverfi til 10
ára aldurs. Fjöl-
skyldan flutti í
Vesturbæinn árið
1970. Ottó fór í
Melaskóla og síðan
í Hagaskóla. Að því
loknu fór hann í
Iðnskólann í
Reykjavík og lauk
þaðan húsasmíða-
námi og öðlaðist
síðar meistararéttindi í faginu.
Árið 1986 ákvað Ottó að
hverfa á vit nýrra ævintýra og
réð sig til starfa hjá Nilfisk of
America. Að ári liðnu kom hann
heim og hóf að starfa með bróð-
ur sínum og Jóni Inga, góðum
vini þeirra bræðra, hjá Mynd-
bandavinnslunni. Ottó varð
fljótlega framkvæmdastjóri
fyrirtækisins. Á síðasta ári létu
bræðurnir af daglegum störfum
í Myndbandavinnslunni og ein-
beittu sér að rekstri Brautargils
ehf. sem nú byggir átta íbúða
hús í Kópavogi.
Útför Ottós fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag, 24. nóvember
2017, klukkan 11.
Kristján Ottó Andrésson, eða
Ottó, sem hann var oftast kall-
aður, sonur eldri systur minnar,
Dóru Gígju og Andrésar Reynis
Kristjánssonar, varð bráðkvadd-
ur langt um aldur fram á heimili
sínu laugardaginn 11. nóvember
síðastliðinn.
Á bernskuárunum kom hann
ævinlega um jól ásamt öðrum
barnabörnum og barnabörnum
ömmu Beggu á Hagamelinn og
var þá glatt á hjalla eins og vænta
mátti og Ottó hrókur alls fagn-
aðar.
Á þeim árum var faðir hans að
byggja hús við Tómasarhaga og
við tókum báðir þátt frændurnir í
þeim framkvæmdum. Seinna
fluttu Dóra, Reynir og börnin að
Hátúni 6a og bjuggu þar æ síðan
og Guðrún og Ottó áfram eftir að
Dóra lést.
Snemma fékk Ottó áhuga á
hvers kyns hljóðvinnslu og fjöl-
földun tónlistarverka og yfir-
færslu hljóðverka og myndverka
af einu formi yfir á annað.
Þá var skammt í að þeir bræð-
ur, Ottó og Þórhallur, stofnuðu
fyrirtækið Myndbandavinnsluna,
sem varð síðar Myndbanda-
vinnslan & Hljóðriti, Hátúni 6b.
Í báðum ættum Ottós kvísluð-
ust tóþræðir, sem í sumum tilvik-
um sköpuðu tónlistarperlur og
afbragðs tónlistarmenn og kom-
pónista.
Ekki veit ég hvort Ottó frændi
gerði sér far um að taka sjálfur
spor við tónlistargyðjuna eða
strjúka dúnmjúka tóna af vörum
hennar en hitt veit ég þó að skerf-
ur hans til þess málaflokks er
mikils virði með ötulli starfsemi
við að handtera tónlistarverk fyr-
ir markaðinn og vann hann þar
mikið eljuverk með fólki sínu.
Þegar ég fékkst á yngri árum
talsvert við segulbandsupptökur
hvers kyns efnis og síðan flutning
yfir á diska var Ottó mér haukur í
horni og útvegaði annan tækja-
kost til þess arna. Þannig björg-
uðust margar fágætar upptökur
frá gleymsku.
Að leiðarlokum þakka ég
uppáhaldsfrænda mínum með
heiðarleikann og kærleikann að
förunautum góðrar ferðar í ríki
guðs.
Minning hans lifir meðal eftir-
lifenda.
Einar Garðar.
Kristján Ottó
Andrésson
ÚTFARARÞJÓNUSTA
Vönduð og persónuleg þjónusta
athofn@athofn.is - www.athofn.is
ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919
Inger Steinsson
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi, bróðir
og sonur,
HRAFN SVEINBJARNARSON,
lést á krabbameinslækningadeild
Landspítalans laugardaginn 18. nóvember.
Útför hans fer fram frá Laugarneskirkju
þriðjudaginn 28. nóvember klukkan 13.
Finnur Hrafnsson Gunnhildur H. Blöndal
Tanja Birna B. Blöndal Alda Kristín F. Blöndal
Kristín Inga Hrafnsdóttir Arnar Freyr Hermannsson
Bjartmar Sveinbjörnsson Sigrún Sveinbjörnsdóttir
Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir
Björn Sveinbjörnsson
Anna Jónsdóttir