Morgunblaðið - 24.11.2017, Page 73
útskrifaðist úr skúlptúrdeild 1995:
„Þá var eg byrjuð að vinna við að
smíða og mála leikmyndir hjá Sviðs-
myndum ehf. sem var ótrúlega
skemmtilegur vinnustaður.“
Unnur flutti í Fellabæ á Héraði
rétt fyrir aldamótin og kenndi þar í
afleysingum. Hún vann sjálfstætt
við hönnun í nokkur ár og við það að
gera upp húsgögn, setti upp sýningu
Stríðsárasafnsins á Reyðarfirði,
Náttúrugripasafnið í Neskaupstað,
Safn Jósafats Hinrikssonar í Nes-
kaupstað, kom að fleiri söfnum, sýn-
ingum og leikmyndum fyrir áhuga-
leikhús og málaði leikmyndir fyrir
bíómyndir, s.s. Beowulf and Gren-
del, Kaldaljós og Köld slóð.
Unnur kynntist eiginmanninum
2007 og flutti á Fáskrúðsfjörð 2008.
Hún kenndi listir í Grunnskóla
Reyðarfjarðar, hóf þá kennslurétt-
indanám við HA og útskrifaðist 2010
með kennsluréttindi í listgreinum,
kennir enn við Grunnskóla Reyðar-
fjarðar og kennir á námskeiðum.
Eiginmaðurinn kynnti Unni fyrir
mótorhjólaheiminum: „Saman höf-
um við ferðast til 30-40 landa í fjór-
um heimsálfum. Lengsta ferðalagið
stóð í fimm mánuði árið 2014, um
lönd eins og Mongólíu, Tajikistan,
Kyrgistan og Úsbekistan. Um þessa
ferð gerðum við bókina Vegabréf,
vísakort og lyklar að hjólinu sem
kom út árið 2015.
Unnur hefur verið heilluð af
áhugaleikhúsi í sinni fjölbreyttu
mynd frá því í barnaskóla: „Þar hef
ég leikið, leikstýrt, skrifað leikrit,
farðað, hannað, smíðað og málað
leikmyndir, teiknað leikskrár og búið
til leikmuni.
Ég hef einnig verið bókaormur frá
því ég lærði að lesa, náttúruunnandi
og útivistarmanneskja, elska að
skapa nýja rétti í eldhúsinu mínu,
klappa kettinum og ganga með
hundinn. Nýt þess að ferðast og
skoða nýja staði á mótorhjólinu, hús-
bílnum eða á reiðhjólinu, eða vinna í
garðinum og hanna nýtt landslag.“
Fjölskylda
Eiginmaður Unnar er Högni Páll
Harðarson, f. 22.12. 1964, vél- og við-
skiptafræðingur, lífskúnstner og
mótorhjólaferðalangur og starfar
hjá Alcoa Fjarðaáli. Foreldrar hans:
Stefanía María Hávarðsdóttir, f.
22.4. 1943 húsfreyja, og Hörður
Helgi Gilsberg, f. 22.5. 1945, fyrrv.
bóndi og verkamaður. Þau búa í
Reykholti í Biskupstungum.
Fyrri menn Unnar: Ármann Ein-
arsson, f. 28.8. 1965, tónlistarmaður,
tónlistarkennari og atvinnudansari,
og Þráinn Sigvaldason, f. 21.6. 1970,
kennari.
Synir Unnar eru Pétur Ármanns-
son, f. 20.6. 1987, leikari og leikstjóri,
búsettur í Amsterdam, kvæntur
Brogan Jayne Davison, dansara,
danshöfundi og sviðslistakonu, í MA-
námi í sviðslistum; Jónatan Leó Þrá-
insson, f. 8.8. 2000, menntaskóla-
nemi, og Ísak Högnason, f. 17.11.
1999, menntaskólanemi.
Systkini Unnar: Petra Sveins-
dóttir, f. 3.9. 1970, starfar hjá
Fjarðabyggð og býr í Helgustaða-
hreppi í Eskifirði, og Þorvaldur Haf-
þór Sigurjónsson, f. 20.12. 1976, býr í
Noregi með fjölskyldu sinni.
Foreldrar Unnar eru Sveinn Lár-
us Jónsson, f. 28.11. 1949, fyrrv. sjó-
maður, og Þórunn Björg Péturs-
dóttir, f. 22.1. 1948, fyrrv. verslunar-
kona. Þau eru hamingjusamlega gift
og búa á Stöðvarfirði.
Unnur
Sveinsdóttir
Jónína Sigurbjörg Eiríksdóttir
húsfr. í Tóarseli
Guðjón Jónsson
b. í Tóarseli
Borghildur Guðjónsdóttir
húsfr. í Tóarseli
Pétur Arnbjörn Guðmundsson
b. í Tóarseli í Breiðdal
Þórunn Björg Pétursdóttir
sveitastelpa og fyrrv.
verslunark. á Stöðvarfirði
Þórunn Ragnheiður Jónsdóttir
húsfr. á Streiti
Guðmundur Pétursson
b., vitav. og landpóstur á Streiti í Breiðdal
Guðmundur Guðjónsson hárskeri í Rvík
Sigurjón Geir Pétursson
b. í Tóarseli
Björgólfur Sveinsson
verkstjóri og sveitarstjm.
á Stöðvarfirði
Kolbrún Björgólfsdóttir
(Kogga) leirlistakona
Rannveig Ingimundardóttir
húsfr. í Rvík
Ingimundur Sigfússon
lögfr. og fyrrv. sendiherra
Sigfús R. Sigfússon
fyrrv. forstj. Heklu
Ingimar Jónsson
kennari á
Stöðvarfirði
Ívar Ingimarsson
fyrrv. atvinnum.
í knattspyrnu
og starfar við
ferðaþjónustu
Halldór Óskar Pétursson
b. í Engihlíð í Breiðdal
Svanhvít Pétursdóttir
húsfr. á Bæjarstöðum
Sveinn Björgólfsson
útvegsb. á Bæjarstöðum,
af ætt Einars Sigurðssonar
pr. og skálds í Heydölum
Petra María Sveinsdóttir
fiskverkak. og steinasafnari
á Stöðvarfirði
Jón L. Ingimundarson
sjóm. á Stöðvarfirði
Anna María Lúðvíksdóttir
húsfr. á Karlsstöðum, af ætt Hans
Jónatans, frá Jómfrúareyjaklasanum,
sonar landshöfðingjans þar, Heinrich
L. Ernst von Schimmelmans, af
dönskum aðalsættum
Ingimundur Sveinsson
húsgagnasmiður á Karlsstöðum og við Djúpavog
Úr frændgarði Unnar Sveinsdóttur
Sveinn Lárus Jónsson
veiðim., náttúrubarn og
fyrrv. sjóm. á Stöðvarfirði
ÍSLENDINGAR 73
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2017
BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS
OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16
SVEFNFLÖTUR 140x200 cm - kr. 119.900
SKEMILL 70x70 cm - kr. 34.900
TILBOÐ kr. 99.900
RECAST SVEFNSÓFI
Þorvarður Kjerúlf Þorsteinssonfæddist á Egilsstöðum 24.11.1917. Foreldrar hans voru
Þorsteinn Jónsson, kaupfélagsstjóri
Kaupfélags Héraðsbúa í Hermes á
Reyðarfirði, og Sigríður Þorvarðar-
dóttir Kjerúlf, húsfreyja í Hermes.
Þorsteinn var sonur Jóns Bergs-
sonar, bónda, kaupmanns, pósts- og
símstöðvarstjóra og loks kaupfélags-
stjóra á Egilsstöðum, og k.h., Mar-
grétar Pétursdóttur húsfreyju.
Sigríður var dóttir Þorvarðar
Andréssonar Kjerúlf, læknis og
alþingismanns á Ormarsstöðum í
Fellum, og s.k.h., Guðríðar Ólafs-
dóttur Hjaltested húsfreyju. Seinni
maður hennar og stjúpfaðir Sigríðar
var Magnús Blöndal Jónsson,
prestur í Vallanesi.
Þorvarður var bróðir Þorgeirs,
lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli,
föður Herdísar fyrrverandi forseta-
frambjóðanda, og bróðir Jóns, föður
Eiríks Jónssonar fjölmiðlamanns.
Fyrri kona Þorvarðar var Anna
Einarsdóttir og eignuðust þau Ein-
ar, Sigríði, Margréti, Guðbjörgu
Önnu og Þorstein. Seinni kona Þor-
varðar var Magdalena Ólafsdóttir
Thoroddsen, blaðamaður og rit-
stjóri, og eignuðust þau Ólínu og
Halldóru Jóhönnu. Dóttir Þorvarðar
og Ólafíu Þorvaldsdóttur er Dag-
björt Þyri.
Þorvarður lauk stúdentsprófi frá
MA 1938, embættisprófi í lögfræði
frá HÍ 1944 og fékk hdl-réttindi
1950. Hann hóf störf í atvinnu- og
samgöngumálaráðuneytinu 1944,
varð fulltrúi þar 1946 og deildar-
stjóri 1971 og starfrækti lögmanns-
stofu í Reykjavík um skeið samhliða
störfum í ráðuneytinu. Þorvarður
var bæjarfógeti og sýslumaður á
Ísafirði 1973-83 er hann baðst lausn-
ar af heilsufarsástæðum. Um Þor-
varð segir Ármann Snævarr í minn-
ingargrein: „Hann var að eðlisfari og
öllu geðslagi friðsamur maður, ró-
lyndur og æðrulaus, þótt á móti
blési, maður með ríka réttlætis-
kennd, tryggur og góður félagi,
hreinlyndur og hreinskiptinn.“
Þorvarður lést 31.8. 1983.
Merkir Íslendingar
Þorvarður
Kjerúlf
Þorsteinsson
90 ára
Jóna Sveinsdóttir
85 ára
Guðbjörg Ágústsdóttir
Jón Oddur Brynjólfsson
Pétur Lúðvík Marteinsson
80 ára
Ester Grímsdóttir
Hálfdán Helgason
Svanhildur Á. Ásgeirsdóttir
75 ára
Ásbjörn Sveinsson
Gísli Einar Gunnarsson
Júníus Pálsson
Kristný Pétursdóttir
Sveinn Þ. Jónsson
70 ára
Guðrún Þóra
Halldórsdóttir
Jóhanna Gunnlaugsdóttir
Jóhanna Ólafsdóttir
Sigríður Héðinsdóttir
Steinunn
Hermannsdóttir
Þórhildur S.
Valdemarsdóttir
Þórólfur Gíslason
60 ára
Anna Linda Steinólfsdóttir
Birgir Geir Valgeirsson
Björn Geir Leifsson
Ingunn Bjarnadóttir
Jakob Þorsteinsson
Jan Sosnicki
María G. Halldórsdóttir
Sigurjón Sveinbjörnsson
50 ára
Ásgrímur Ágústsson
Egill Jónsson
Evelyn Septimo Patriarca
Guðrún K. Björnsdóttir
Hafdís Hallgrímsdóttir
Helga Bryndís Jónsdóttir
Hlynur Halldórsson
Hrólfur Eggert Pétursson
Malgorzata Ruszkowska
Matthildur Ingólfsdóttir
Mirna Saliba
Ragnar Stefánsson
Sverrir Gunnar Pálmason
Unnur Sveinsdóttir
Viðar Ævarsson
40 ára
Agnieszka Hilla
Anna Rún Gylfadóttir
Baldvin Jón Hallgrímsson
Bryndís Nielsen
Brynhildur Birgisdóttir
Dainis Silins
Elísabet Rósa Leifsdóttir
Ingunn Vilhjálmsdóttir
Linda Kristín Sveinsdóttir
Maria G. Varon Espada
Monique Vala K. Ólafsson
Orri Gunnarsson
Sigrún K. Guðrúnardóttir
Tryggvi Már Meldal
30 ára
Andri Snær Njarðarson
Arnar Guðmundsson
Áslaug Karlsdóttir
Deimantas Zuoza
Hafsteinn Magnússon
Jóhann Ingi Sævarsson
Kamila M. Garczynska
Katarzyna Jadwiga Staszek
Kristófer S. Einarsson
Lukas Vadisius
Róbert Ragnarsson
Samúel Albert William
Ólafsson
Sigurdís J. Brynjólfsdóttir
Sævar Páll Stefánsson
Ulla Kristina Mclean
Til hamingju með daginn
30 ára Rakel ólst upp í
Reykjavík, býr þar og er
stuðningsfulltrúi í Dal-
skóla.
Maki: Magnús Mar Vign-
isson, f. 1989, löggiltur
endurskoðandi hjá PWC.
Synir: Aron, f. 2006; Jón
Tómas, f. 2008, og Mikael
Enok, f. 2011. Stjúpdóttir:
Birgitta Líf, f. 2009.
Foreldrar: Guðrún Egg-
ertsdóttir, f. 1964, og Jón
Viðar Óskarsson, f. 1961.
Þau búa í Reykjavík.
Rakel
Jónsdóttir
30 ára Anna Gréta ólst
upp á Akureyri, býr á
Álftanesi og er nagla- og
förðunarfræðingur.
Maki: Daníel Þór Guð-
jónsson, f. 1986, starfar
við bílaréttingar og
sprautun.
Börn: Indíana Mist, f.
2005; Tinna Ýr, f. 2008,
og Jökull Leví, f. 2016.
Foreldrar: Auður Eiðs-
dóttir, f. 1957, og Sveinn
Eyjólfur Benediktsson, f.
1958.
Anna Gréta
Sveinsdóttir
40 ára Sigurður ólst upp
á Hvammstanga, lauk
sveinsprófi í húsasmíði og
MSc-prófi í búvísindum og
er bóndi og oddviti í Holti í
Þistilfirði.
Maki: Hildur Stefánsdóttir,
f. 1979, bóndi.,
Börn: Stefán Pétur, f.
2003; Ólafur Ingvi, f.
2005, og Ása Margrét, f.
2009.
Foreldrar: Guðmundur
Sigurðss., f. 1955, og Sól-
ey Ólafsd, f. 1954, d. 2012.
Sigurður Þór
Guðmundsson