Morgunblaðið - 24.11.2017, Qupperneq 81

Morgunblaðið - 24.11.2017, Qupperneq 81
MENNING 81 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2017 Elín, ýmislegt er önnurskáldsaga Kristínar Ei-ríksdóttur, en skáldsagahennar Hvítfeld fjöl- skyldusaga kom út árið 2012 og hlaut mikið lof og var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna. Kristín hefur sent frá sér ljóðabækur, smá- sagnasafn og skrifað fyrir leikhús. Elín, ýmislegt er spunnin úr ótal þráðum sem kvíslast víða en mynda að lokum sterka heild, ekki ósvipað jurtinni sem El- ín finnur bak við sjónvarpið „eins- og David Atten- borough þáttur hefði skitið henni“. Þessi dularfulla jurt lifir á loftinu, hún hefur engar rætur og getur staðið fyrir persónurnar, söguna sjálfa eða óljós upptök hennar, en Elín sem sjálf segir frá tekur fram í upphafi að þetta sé „engin saga“ heldur tilraun til að tengja tákn og þau eru vissulega fjölmörg. En auðvitað segir Elín sögu. El- ín er um sjötugt, einstæðingur og einfari sem vinnur við að búa til leikmuni fyrir kvikmyndir. Hún virðist heltekin af efninu, hlutum ýmiskonar og því sem hún mótar eigin höndum; eftirlíkingum af raunveruleikanum, dýrspörtum, dýrum, líkamspörtum sem hún vinnur af mikilli natni. Á hinn bóginn kærir hún sig ákaflega lítið um fólk, en þegar hún tekur að sér að gera leikmuni í nýju ís- lensku verki vaknar áhugi hennar svo um munar á leikskáldinu, Ell- enu, 19 ára stúlku sem leikhúsið hampar sem séníi. Þær hafa hist áður og einn þráður sögunnar leið- ir lesendur að þeirra fyrsta fundi. Ellen og Elín – þessar ólíku konur – eiga margt sameiginlegt, ein- manaleikann, að skera sig úr og báðar alast upp við lélegan kost hjá konum sem ganga ekki heilar til skógar. Báðar eru föðurlausar en pabbi Ellenar, Álfur Finnsson, var mikið og dáð skáld – en list- heimurinn er einmitt annar þráður sem hér er spunninn. Nær allar konurnar í sögunni eru listamenn sem kastljósið beinist aldrei að – því er reyndar enn beint að Álfi Finnssyni og séníið dóttir hans á erfitt með að fóta sig í skugganum af honum. Enn einn mikilvægur þráður er minnið og gleymskan en sá þráður spinnst nokkuð saman við sjálfan frásagnarmátann – Elín segir sög- una en henni er ekki fyllilega treystandi. Þegar hún segir sögu Ellenar veit lesandinn ekki hvað er „satt“ og hvað spunnið, byggt á slúðri eða ímyndunarafli. Undir lokin svíkur minnið hana, röklegt samhengi tilverunnar riðlast og hún missir tökin á lífinu og sagan rennur henni úr greipum, en „Enginn er galinn. […] Raunveru- leikinn hefur á sér svo marga fleti að hann er í versta falli kúbískur“ eins og Elín segir í upphafi. Þetta er nokkuð spennandi saga og ákaflega vel sögð. Kristín hefur sérstakan og persónulegan stíl sem er krefjandi og heillandi. En upp úr standa persónurnar, Ellen og Elín, og frásagnarmáti Elínar (Kristínar). Elín leikur engar kúnstir sem mörgum eru svo tam- ir í daglegu lífi og í sérvisku sinni verður hún hrein og bein og gefur lítið af sér – og útkoman verður mjög skemmtileg. Sem sögumaður er hún dularfull lengi framan af, hún spinnur söguna hægt áfram, ýjar að ýmsu og gefur í skyn. Smám saman teiknast þó upp fyrir lesandanum myndir og saga sem er full af sársauka, einmanaleika og dramatískum atburðum. Enginn er galinn Kristín Eiríksdóttir „Þetta er nokkuð spennandi saga og ákaflega vel sögð. Krist- ín hefur sérstakan og persónulegan stíl sem er krefjandi og heillandi,“ segir rýnir. Skáldsaga Elín, ýmislegt bbbbn eftir Kristínu Eiríksdóttur Forlagið, 2017. Innb., 182 bls. HILDIGUNNUR ÞRÁINSDÓTTIR BÆKUR Atvinnublað alla laugardaga Sendu pöntun á augl@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í Mogganum og ámbl.is ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ? Matur Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | laugardaga 11–15 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA GLÍMAN VIÐ NÁTTÚRUÖFLIN „Tímamótaverk“ V I Ð A R H R E I N S S O N B Ó KM E N N T A F R Æ Ð I N G U R Áhrif eldgosa og annarra náttúruafla á þjóðarsál Íslendinga Endurminningar úr Vestmannaeyjum Umhverfismál og ógnir sem steðja að lífríki jarðar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.