Morgunblaðið - 24.11.2017, Page 86

Morgunblaðið - 24.11.2017, Page 86
86 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2017 SVARTUR FÖSTUDAGUR FRÁBÆRTVERÐ Magimix matvinnsluvél 26.990 kr. Takmarkað magn Miele ryksuga 16.990 kr. Takmarkað magn Magimix safapressa 29.990 kr. Takmarkað magn Magimix blandari 23.990 kr. Takmarkað magn Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is Jura kaffivél 64.990 kr. Takmarkað magn Nespresso flóunarkanna 8.990 kr. Takmarkað magn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Perla Sveinsdóttir var vinsælasta stelpan í bekknum og ekki bara bekknum, heldur skólanum öllum. Gott ef hún var ekki ein vinsælasta stelpa landsins þegar mest lét. Hún fluttist síðan til New York og blogg- aði um lífsstíl sem gekk einna helst út á það að vera smart og sæt og sí- fellt að skemmta sér. Fyrir vikið verður Perla fræg, eiginlega fræg fyrir að vera fræg, en frægðin er fallvölt, því eftir hrunið hefst hin mikla endurskoðun og þá verður Perla bara hallærisleg táknmynd yfirborðsmennsku, viðfang skemmtikrafta og óteljandi brand- ara. Óforvarandis kemst Perla í frétt- irnar að nýju þegar nafn hennar birtist á vitnalista í réttarhöldum vegna stríðsglæpa í Afríku og þá kviknar sú spurning hvort nokkur þekki hina raunverulegu Perlu. Fjögurra ára gerjun Einhvern veginn þannig hefst skáldsagan Perlan eftir Birnu Önnu Björnsdóttur, sem kom út á dög- unum og Birna segist hafa verið með í smíðum síðustu fjögur ár. Ekki sat hún þó við skriftir allan þann tíma, heldur segist hún hafa lagt hana frá sér um tíma og tekið svo upp þráðinn. „Ég hef ekki setið við að skrifa þessi fjögur ár, en sag- an er búin að vera að gerjast í mér í fjögur ár. Ég var ólétt að yngri stelpunni minni þegar ég byrjaði á henni og lagði hana svo frá mér í ár eftir að ég átti hana,“ segir Birna og bætir við að það hafi verið hollt að leggja bókina alveg frá sér og koma svo að henni aftur, en sjálf grunnhugmyndin var þó óbreytt að mestu. – Þetta er þriðja skáldsagan sem þú ýmist skrifar ein eða í samstarfi við aðra, lítur þú á þig sem rithöf- und? „Já, þetta er alveg fullt starf núna og það að skrifa er það skemmtilegasta sem ég geri í vinnu. Mér fannst oft mjög gaman í blaða- mennskunni líka og finnst það, mér finnst gaman að skrifa greinar öðru hvoru, það er fínt að gera það í bland.“ Hugmyndin kom hratt – Spratt Perla Sveinsdóttir fram fullmótuð? „Hún kom til mín nokkuð skýr, þó að persónurnar þróist alltaf að- eins þegar maður er að skrifa, en hún var nokkuð fullmótuð, ég vissi hvernig ég vildi hafa hana og lét hana svo fara í gegnum þetta ferða- lag. Hugmyndin kom hratt, strúkt- úrinn og plottið og ég skrifaði þetta hratt og hrátt í upphafi og vann svo úr því.“ – Perla er ekki mjög viðkunn- anleg, en þó vill maður að henni farnist vel. „Það sem bókin á líka að sýna er að ástæðan fyrir því að hún er svona er að umhverfið hefur farið svona með hana. Stóra hugmyndin mín í bókinni er hlutgerving kvenna í menningunni; menningin hlutgerir konur, karlar hlutgera konur og konur hlutgera aðrar konur. Mig langaði síðan til að skoða hvernig það fer með manneskju, sálina og innra líf hennar, þegar búið er að hlutgera hana á mótunarárum og fyrstu fullorðinsárum. Hún er dýrk- uð á einhvern hátt fyrir eitthvert yfirborð sem kemur sálinni ekkert við og ég spyr að því hvað verður um svona sál þegar hún hefur mót- ast á þennan hátt svo snemma og hver er manneskjan á bak við, hvernig vegnar henni.“ Það er vandi að skrifa breyskan aðalkarakter – Manneskjan á bak við er hlý og klár og dugleg og skemmtileg, en við fáum bara að sjá það öðru hvoru. „Það er smá vandi að skrifa breyskan aðalkarakter því auðvitað á lesandinn að hafa samúð með að- alpersónunni. Mér finnst alltaf gam- an að lesa bækur um þrívíða kar- aktera þar sem aðalpersónan er bara alls ekki viðkunnanleg og mað- ur fer samt að halda með henni. Þá lærir maður líka eitthvað nýtt bæði um sjálfan sig og um annað fólk.“ – Þegar Perla verður fræg áttar hún sig því að þar með er hún búin að missa stjórn á eigin lífi. Þaðan í frá eiga allir líf hennar nema hún. „Það er stærri hugmyndin líka um frægð og sýnileika og ímynd. Það er ekki lengur bara frægt fólk sem er með ímynd út á við, það geta allir ákveðið að skapa sér einhvers- konar ímynd á samfélagmiðlum og það er margt af yngra fólki núna sem er ekki mjög frægt en sem hef- ur ákveðið að það vill vera áberandi á samfélagsmiðlum. Þú ræður bara ekki hvað verður um það sem þú setur út, þú ræður ekkert viðtök- unum, þú missir stjórn á því. Svo getur fólk tekið þessa ímynd og haldið áfram með hana og þá ertu orðin eitthvað allt annað en þessi ímynd. Svo er það líka þessi fjarlægð, Perla býr ekki á Íslandi, er ekki með neinn nálægt sér í sínu daglega lífi og er í ofboðslega litlum tengslum við annað fólk.“ Nærandi athygli – Hún er náttúrlega skemmd af æskunni, að eiga móður sem gat ekki sýnt henni væntumþykju. „Já, og þegar hún byrjar að fá svo mikla athygli frá umhverfinu þá er það ofboðslega nærandi fyrir hana, hún er að fá viðurkenningu annarra.“ – Hún var að leita að ást. „Já, að ást og viðurkenningu og tengslum og það er það sem hún er alltaf að leita að í gegnum alla bók- ina, hún er að leita að tengslum. Ég held að það sé mjög viðeig- andi spurning núna hve raunveru- leg þau tengsl eru sem fólk myndar á samfélagsmiðlum. Fólk stundar æ meiri félagsleg samskipti og mynd- ar tengsl í gegnum samfélagsmiðla. Að mörgu leyti er það ágætt ef fólk getur verið í samskiptum við fjar- stadda, en svo getur það líka valdið firringu, vegna þess að maður er í tengslum en samt ekki. Ég held að samfélagsmiðlar séu ekki alslæmir, en við erum ekki bú- in að læra almennilega hvernig við eigum að nota þá okkur til hagsbóta og hvernig við getum komið í veg fyrir að þeir taki yfir líf okkar.“ Kynjafræðingur í krísu – Það er ekki bara Perla sem gengur í gegnum krísu, heldur er það líka kynjafræðingurinn Ingi- gerður. „Ég er mikill femínisti sjálf og pæli mikið í femínisma. Því langaði mig að búa til persónu í bókinni sem væri femínisti og hafa hana líka breyska en þó þannig að les- andanum gæti vonandi þótt vænt um hana. Síðan vildi ég láta hana átta sig á sínum forréttindum, að skoða sjálfa sig. Ég held að að mörgu leyti geti lesandinn sam- samað sig henni, ég geri það í það minnsta sjálf,“ segir Birna og kímir. „Hún er það stór persóna að fólk getur fundið sig í henni og er líka spegill á okkur lesendurna og tíðar- andann.“ Leitað að ást og viðurkenningu  Í nýrri skáldsögu, Perlan, veltir Birna Anna Björnsdóttir fyrir sér frægð, ímynd og femínisma Morgunblaðið/Einar Falur Femínisti Birnu Önnu Björnsdóttur er hlutgerving kvenna hugleikin. Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Spike Lee sneri aftur að rótum sín- um og hefur gert nýja útgáfu af fyrstu kvikmynd sinni í fullri lengd, hinni svarthvítu og margrómuðu She’s Gotta Have It frá 1986. Nýja útgáfan er framleidd af Netflix og eru sjónvarpsþættir, alls um fimm klukkustundir og leikstýrir Lee þeim öllum sjálfur. Þættirnir fjalla um unga og sjálf- stæða listakonu sem á samtímis í sambandi við þrjá karlmenn. Rýnar hafa lofað þættina sem Lee skrifaði í samvinnu við hóp kvenna, þar á meðal leikskáldið Lynn Nottage og systur sína Joie Lee. Tekið er markvisst á karl- rembu og samskiptum kynjanna, á beittan og frumlegan hátt. Endurtók fyrstu myndina fyrir Netflix Endurgerð Spike Lee með aðal- leikkonu þáttanna, DeWanda Wise. Myndlistarmennirnir Ósk Vil- hjálmsdóttir og Gunnar Jónsson leiða saman verk sín á sýningu sem verður opnuð í Harbinger í kvöld kl. 20 og er hluti af sýningaröðinni „Eitt sett“. Sýningarrýmið er að Freyjugötu 1. Sýning ber yfirskriftina „Ham- farir – austur – vestur“. Markmiðið með sýningaröðinni er að stefna saman tveimur myndlistarmönnum sem komnir eru mislangt á ferli sín- um í þeirri von að samleikur þeirra ryðji áður ótroðnar slóðir fyrir okk- ur hin að feta eftir. Sýningarstjórar eru Una Margrét Árnadóttir og Unndór Egill Jónsson. „Eitt sett“ Óskar og Gunnars Samsett Gunnar Jónsson og Ósk Vilhjálmsdóttir sýna saman.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.