Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.11.2017, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.11.2017, Blaðsíða 10
Í PRÓFÍL 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.11. 2017 Á frumsýningu hryllingsmynd- arinnar It í Hollywood í september. COREY FELDMAN fæddist í Reseda í Kaliforníu hinn 16. júlí árið 1971 og er því 46 ára gamall. Foreldrar hans voru Bob Feldman sem var tónlistarmaður og Sheila Feldman, sem starfaði við afgreiðslu og þjónustu á veitingastöðum. Hann byrjaði ferilinn ungur, aðeins þriggja ára gamall, þegar hann lék í McDonald’s auglýsingu. Sem barn kom hann fram í meira en hundrað auglýs- ingum og fimmtíu þáttaröðum. Það má því segja að hann hafi séð fyrir fjöl- skyldu sinni frá unga aldri en foreldrar hans settu mikla pressu á hann. Hann varð einhver helsta barna- og unglingastjarna níunda áratugarins en hann lék í mörgum vinsælum myndum. Þar á meðal eru Friday the 13th: The Final Chapter (1984), Gremlins (1984), The Goonies (1985), Stand By Me (1986) og The Lost Boys (1987) en í þeirri síðastnefndu lék hann í fyrsta sinn á móti Corey Haim en þeir áttu eftir að endurtaka leikinn margoft. Feldman talaði ennfremur fyrir Donatello í upphaflegu Teenage Mutant Ninja Turtles-myndinni. Hann er einnig tónlistarmaður og sendi frá sér plöt- una Former Child Actor árið 2002. Feldman óskaði eftir sjálfstæði frá foreldrum sínum þegar hann var fimmtán ára. Hann sagði á þeim tíma að hann hefði þénað milljón bandaríkjadali en þegar dómari skipaði fyrir um að bankareikningar yrðu opnaðir voru aðeins 40.000 dalir eftir. Feldman er þrígiftur. Hann var kvæntur leikkon- unni Vanessu Marcil 1989–1993. Hann hitti leikkonuna og fyrirsætuna Susie Sprague á næturklúbbi árið 2002. Þau giftu sig sama ár en um athöfnina sá rabbíni annars vegar og rapparinn M.C. Hammer hins vegar en hann hefur leyfi til að gefa fólk saman. Brúð- kaupið var sýnt í veruleikaþættinum The Surreal Life. Þau skildu árið 2009 en skilnaðurinn gekk ekki lagalega í gegn fyrr en 2014. Núverandi eiginkona hans er Courtney Anne Mitchell en þau höfðu verið saman í nokkurn tíma áður en þau gengu í hjónaband árið 2016 í Las Vegas. Hann átti lengi við eiturlyfjavandamál að stríða en hefur náð að halda sig frá þeim síðan 1995. Árið 2011 afhjúpaði hann í viðtali að viðvarandi skipulagt barnaníð væri stærsta leyndarmálið í Hollywood. Hann upplýsti að hann og Haim hefðu verið beittir kynferðislegu ofbeldi á níunda áratuginum. Eftir Harvey Weinstein-hneykslið hefur fólk betur lagt hlustir við það sem Feldman segir. Hann safnar nú fyrir mynd á Indigogo sem mun afhjúpa barnaníðinga- hring í Hollywood. Í nokkurra ára gömlu viðtali var hann spurður að því hvaða ráð hann hefði fyrir foreldra sem vildu að börn sín færu í skemmtanaiðnaðinn. „Fólk spyr mig oft hvernig lífið sé eftir að hafa verið barnastjarna. Eina ráðið sem ég hef er að einlæglega ráðleggja þeim að koma börnunum frá Hollywood og leyfa þeim að lifa eðlilegu lífi.“ ingarun@mbl.is LÖGREGLUMÁL Feldman leitaði til lög- reglunnar í Los Angeles vegna ásakana sinna um barnaníðingahring í Hollywood. Lögreglan er búinn að taka af honum skýrslu en lýsti því yfir nokkrum dögum síðar að málið væri fyrnt. Feldman sagði að hann hefði upplýst lögregluna um marga valdamikla menn sem beittu hann kynferðislegu ofbeldi í æsku í kvikmyndaborginni. Feldman hefur sjálfur greint frá nöfnum gerenda í spjallþáttum í sjónvarpi. Einn þeirra er leikarinn John Grissom sem lék með honum í Licence to Drive en Gris- som hefur verið dæmdur fyrir barnaníð. Feldman greindi frá því að hann hefði leitað til lögreglunnar árið 1993 og sagt henni frá barnaníðingum í Hollywood en hún hefði slökkt á upptökutækinu um leið og hún heyrði nöfn brotamannanna. Feldman og Haim árið 2007. Lögreglan segir málið fyrnt SAMSTARF Corey Feldman vann mikið með nafna sínum Haim. Þeir léku meðal annars saman í hinni vinsælu unglingamynd The Lost Boys á níunda áratugnum en þeir voru báðir barna- og unglingastjörn- ur. Þeir léku saman m.a. í Licence to Drive, Dream a Little Dream og Blown Away. Seinna voru þeir sam- an í raunveruleikaþættinum The Two Coreys sem var á dagskrá 2007-2008 en í honum flutti atvinnu- laus Haim inn til Feldman og eigin- konu hans, Susie Sprague. Haim átti við eiturlyfjavandamál að stríða og lést aðeins 38 ára gamall. Vinsælt tvíeyki Corey Haim og Corey Feldman í myndinni The Lost Boys frá 1987. SJÓNVARP Feldman hefur kom- ið fram í fjölda raunveruleika- sjónvarpsþátta. Hann tók meðal annars þátt í breska sjónvarps- þættinum Dancing on Ice þar sem hann dansaði við skauta- dansarann Brooke Castile en hann féll úr keppni í fjórðu viku. Hann hefur líka komið fram í The Surreal Life, The Two Coreys og Celebrity Wife Swap. Hann hefur einnig leikið í tónlistarmyndum hjá Moby, Thirty Seconds to Mars og Katy Perry. Skautaparið Feldman og Brooke Castile. Ýmiss konar veruleiki Vill börnin burt frá Hollywood AFP Með eiginkonu sinni, Courtney Anne Mitchell, klæddur í anda gamla vinar síns Michaels Jackson. ’Eftir HarveyWeinstein-hneykslið hefurfólk betur lagt hlustir við það sem Feldman segir. Sjálfsævisaga Feldman var upplýsandi. Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 ., '*-�-��,�rKu�, KIEL/ - OG FRYSTITJEKI Iðnaðareiningar í miklu úrvali

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.