Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.11.2017, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.11.2017, Blaðsíða 24
350 g niðursneitt íslenkst rauðkál (½ meðalstór haus) 1 epli, grænt 1 rauðlaukur 2 msk. olía 100 ml hindberjasulta (eða önnur sulta) 100 ml epla- eða rauðvínsedik 2 msk. púðursykur (meira eftir smekk) ¼ tsk. kanil (má sleppa) pipar og salt Skerið rauðkálið í mjóar ræmur. Flysjið eplið, kjarnhreinsið og skerið í litla bita. Saxið laukinn smátt. Hitið olíu í potti og látið laukinn krauma í nokkrar mínútur við fremur vægan hita. Bætið þá rauðkáli og epli út í og hrærið vel og látið krauma í smástund. Hrærið saman við sultu, ediki, púðursykri, kanil, pipar og salti og látið malla við hægan hita undir loki í um 45 mínútur. Hrærið öðru hverju og vatni bætt við ef þarf. Smakkið og bragðbætið með sykri eða ediki eft- ir smekk. (Höfundur: Nanna Rögnvaldardóttir.) Soðið rauðkál með eplum Morgunblaðið/Ásdís Stoppistöð bragðlaukanna Loksins hafa Íslendingar eignast alvörumathöll eins og tíðkast víða erlendis. Hlemmur Mathöll iðar af lífi og góður andi ríkir í þessari gömlu strætisvagnaskiptistöð. Eitt sinn miðstöð pönkara, unglinga og róna bæjarins en hefur nú fengið annan og bragðmeiri tilgang; að bjóða upp á mat frá öllum heimshornum. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is MATUR Betra er að brjóta egg á flötum fleti en á kantinum á íláti. Meiri líkureru á að þú fáir flísar af eggjaskurn í matinn ef þú notar kant til þess að brjóta eggið. Brjóttu eggið á borðinu og opnaðu það svo yfir skál. Að brjóta egg betur 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.11. 2017 „Þessi staður hefur verið í eitt og hálft ár á Ægisíð- unni og svo þegar kom tækifæri að opna hér útibú var stokkið á það. Hér er ítalskt, eða Miðjarðar- hafsþema, í matseðlinum og hvað varðar hráefni, í bland við íslenskt. Aðalatriðið er að nota gott hrá- efni. Hér finnast ítalskir réttir eins og gnocchi, en þetta er skyndibiti á góðu verði, en góður og vandaður skyndibiti,“ segir Arnar Bjarnason sem stjórnar Borðinu á Hlemmi Mathöll. „Gnocchi er vinsælasti rétturinn. Því er skellt í djúpsteikingar- pott og borið fram með basilmajónesi, konfekttó- mötum og parmaskinku,“ segir hann. „Hér er góð stemning og sumir segja að það sé svolítið eins og að koma til útlanda. Miðjarðarhafsþema á Borðinu Arnar Bjarnason stendur vaktina á Borðinu á Hlemmi. Fyrir 4 7 kartöflur 2 egg 1 bolli parmesan 25 g graslaukur 50 g steinselja 25 g basil 10 g salt 2 g svartur pipar 4 bollar hveiti Sjóðið kartöflur, afhýðið og kælið. Blandið saman við kartöflur einum bolla af rifn- um parmesan, hveitinu, eggjunum og kryddinu. (Geymið saltið þar til síðar). Hnoðið úr þessu deig. Sker- ið deigið í litla ca 3 cm bita og djúpsteikið við mikinn hita (195°C) í repjuolíu þar til það er orðið dökkgyllt að lit, ca 3-4 mínútur. Saltið því næst. Gott að bera fram með parmaskinku, tómöt- um og basilmajónesi. Djúpsteikt gnocchi Bryndís Sveinsdóttir hjá Rabbar Barnum var önnum kafin að afgreiða ljúffenga súpu og samlokur ofan í gestina en gaf sér tíma til að rabba. „Ég fæ hingað sent íslenskt grænmeti beint frá bændum í samstarfi við Sölufélag garðyrkjumanna og þetta er allt uppruna- merkt, mest er af Suðurlandinu. Svo erum við með þrjár tegundir af súpum daglega og er tómatsúpan okkar svakalega vinsæl. Svo klippir maður sjálfur basiliku út á,“ segir Bryn- dís. „Við erum líka með vinsæla humar- og beikon samloku en Brauð og co. bakar brauðið fyrir mig á morgnana,“ segir hún og útskýrir að fólk geti sest hvar sem er í opna rýminu á Hlemmi. „Konceptið hér á Hlemmi er að þú kaupir það sem þú vilt kaupa og situr þar sem þú vilt sitja. Þetta er yndislega gaman,“ segir hún. „Það eru margir sem fá smá Köben fíling þegar þeir koma hingað.“ Bryndís Sveinsdóttir hjá Rabba Barnum býður upp á íslenskt grænmeti, súpur og ljúffengar samlokur. Smá Köben fílingur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.