Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.11.2017, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.11.2017, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.11. 2017 LESBÓK Þ að langa og óneitanlega nokkuð sérkennilega nafni Um lífsspeki Abba og Tolteka (eða líf mitt sem Olof Palme) ber skáldsaga eftir Adolf Smára Unnarsson sem segir frá þremur vinum sem nýtskrifaðir eru úr menntaskóla, Tómasar, Mána og D. Bókin er fjörlega skrifuð og óvenjuleg um margt, enda á sögþráðurinn það til að taka óvæntar beygjur. Adolf segir að stíllinn á bókinni sé einmitt til- raun til að nálgast hvernig kynslóð hans segir sögur. „Fólk er með svo mikinn skuldbind- ingaótta gagnvart því að lesa og nánast gagn- vart öllu í lífinu. Þetta eru því stuttir og snarp- ir kaflar, en viðfangsefnin eru þau sömu og í gegnum aldirnar, hindranirnar sem maðurinn lendir í á leið sinni gegnum lífið.“ – Þó að bókin sé skáldsaga fléttar þú inn í hana allskyns gagnslausum, en skemmti- legum, fróðleik, tilvitnunum, orðaleikjum, og myndatextum án mynda, svo dæmi séu tekin. „Það er ákveðin skuldbindingafælni í því að vera rithöfundur, það er erfitt að vera rithöf- undur fyrir tungumál sem er að deyja út. Ég er því líka að gera tilraunir með það hvað sé bók. Þetta er þroskasaga en líka ritgerðir um Ragnar Kjartansson og Vaðlaheiðarvirkjun, ljóð, lög og myndir án mynda. Það eru margir útúrdúrar, hugleiðingar um lífið, eins og um Svíþjóð sem er ótrúlega skemmtilegt land. Sví- ar eru ímynd fullkomnunar með ABBA og Ikea og Olof Palme, kyndilberar friðar og veita Nóbelsverðlaun, en á sama tíma framleiðir SAAB herþotur og fataverksmiðjur H&M láta sauma föt í Kambódíu þar sem borguð eru lág- markslaun og svo framvegis. Ímyndin af Sví- þjóð er fullkomin, en samt er svo mikil melan- kólía. Svíþjóð er fullkomin samblanda sólríkrar gleði og sorgar, eins og lífið.“ – Þeir félagar, Tómas, Máni og D., eru að glíma við ástarsorg meira og minna út alla bókina. „Þeir eru fyrst og fremst að leita að ein- hverjum sannleika. Á þessum aldri og í gegn- um allt lífið þá erum við alltaf að leita að leiðar- ljósi í gegnum lífið. Lífið getur verið svo mikill hvirfilbylur og það er svo gott að hafa einhvern sannleika til að halda sér í og þeir reyna finna hann út um allt, í ástinni, já, en þeir leita líka í listina og hinar endalaus sjálfshjálparbækur.“ – Tómas er sérstaklega duglegur í því, ég hef ekki tölu á því hve oft hann finnur sann- leikann í þessari bók. „Hann er sífellt að finna nýjan sannleika, fer í gegnum allar sjálfshjálparbækurnar og það- an yfir í dulspeki og guðspeki, að sannleikur- inn sé bara örlögin, í teningakasti guðanna, og síðar kemst hann að því að sannleikurinn er í tölunum og fer að velta fyrir sér eðlisfræði og stærðfræði – tölulegur sannleikur, örlagasann- leikur og lífsins sannleikur, en þó samt engin svör.“ – Og ástin. „Já ástin, maður, hvað á maður að segja um Maðurinn er að eilífu barn Um lífsspeki Abba og Tolteka (eða líf mitt sem Olof Palme) heitir skáldsaga eftir Adolf Smára Unnarsson sem fjallar vissu- lega um ABBA, Tolteka og Olof Palme, en líka um Vaðlaheið- argöngin, Bee Gees og Ragnar Kjartansson, svo fátt eitt sé talið. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Maður og kona ferðast norður í land í ákveðnum tilgangi. Jafnvel fleiri en einum til- gangi. Eða er ekki svo? Tvö ein. Eru þau ekki örugglega tvö – ein? Aftan á bókarkápu stendur: Héðan er engin leið til baka. Héðan er engin leið aftur heim. Skyldi sú vera raunin? Stefán Máni tekur hliðarspor á ferli sínum sem rithöfundur með þessari bók. Ekki að spennuna vanti en Skuggarnir eru nokkuð annars eðlis en fyrri bækur hans. Þú ert meira á mörkum veruleika og drauma eða ímyndunar en áður, Stefán. Mér er óhætt að fullyrða það, er það ekki? „Jú; á mörkum veruleika og drauma, geð- veiki jafnvel. Ég vil kalla þetta sálfræðitrylli, sem mér finnst spennandi form. Ég reyni af og til að gera eitthvað nýtt og öðruvísi,“ segir Stefán þegar blaðamaður nær í hann í vikunni. Hann er í Berlín að kynna Nautið, spennutryll- inn frá 2015, sem var að koma út á þýsku. Þar var á ferðinni grimm saga og dimm þótt fegurð væri einnig að finna. En áfram með Skuggana. „Þetta er einhvers konar hryllingssaga. Mér finnst stórskemmtilegt að hræða fólk og ég held reyndar að fólki þyki yfirleitt gaman að láta hræða sig. Það er hinn einfaldi tilgangur með þessu og ef meira kjöt er á beinunum er það bara bónus.“ Er þessi nýja bók að einhverju leyti sögu- legs eðlis, eða skáldskapur að öllu leyti? „Ég vísa náttúrlega í ansi sterkar rætur; í Íslandssöguna og gamla íslenska menningu, bæði raunveruleg sakamál og réttarhöld, líka í sögur og ljóð, kvæði og þjóðsögur, en nei, þetta er ekki neitt eitt mál sem ég nota við skrif sögunnar, það er frekar að ég tengi þessa femínísku bylgju samtímans við stöðu kvenna á öldum áður. Ég reyni að tengja þráð þar á milli. Þetta er því ekki söguleg skáldsaga en hefur sterkar sögulegar vísanir. Ég er að ein- hverju leyti að vinna úr sagnaarfi.“ Sagan er býsna snúin … „Já, hún er marglaga og ég held að hún leyni dálítið á sér. Ég gæti trúað að lesandinn færi á mis við ýmislegt í fyrsta skipti. Fólk gæti þurft að lesa bókina tvisvar því í henni eru vísanir, hægri og vinstri, upp og niður, allan tímann. Ég held að lesendur þurfi tíma til að melta söguna og að minnsta kosti að kíkja aftur á ákveðna hluti. Ég reyni að minnsta kosti að hafa ákveðna heildarmynd sem leynir á sér og ekki er allt eins og það lítur út í fyrstu. Ég get til dæmis nefnt ákveðna senu snemma í bók- inni; ljósi er varpað á hana löngu seinna og þá sér lesandinn hana í allt öðru ljósi en í upp- hafi.“ Veistu sjálfur hvernig sagan endar í raun og veru?! „Já, ég þykist vita það en gæti haft rangt fyrir mér! Það er hægt að túlka það á ýmsa vegu. Til dæmis er hægt að líta svo á að hún endi áður en lokahlutinn byrjar. Þessi saga er ekki ferðalag frá a til ö; meira eins og fiskabúr eða sápukúla; kannski hefur hún ekkert upp- haf og engan endi; einhvern veginn fljótandi inni í sjálfri sér. Hún er að minnsta kosti ekki ferköntuð. Þegar maður segir sögu er alltaf áskorun að gera það þannig að hún sé spennandi, að les- endur hafi gaman af henni og mér finnst að Fólki finnst yfirleitt mjög gaman að láta hræða sig Stefán Máni er þekktur fyrir „krimmana“ sem hann hefur sent reglulega fá sér hin síðari ári. Höfundurinn fetar að nokkru leyti aðrar slóðir að þessu sinni í hryllingssögunni Skuggunum þar sem ekki er alltaf ljóst hvort raunveruleikinn ræður ríkjum, ímyndun eða draumar. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Það er erfitt að velja úr öll- um þeim spennandi ljóða- bókum sem koma út í haust en ég verð þó að nefna safn ljóða eftir kóreska skáldið Ko Un í þýðingu Gyrðis Elí- assonar. Í fljótu bragði sýn- ist mér þar vera á ferðinni bók sem ætti að dreifa inn á öll heimili. Þá er ég þegar búnn að þaullesa Kóngulær í sýning- argluggum eftir Kristínu Ómarsdóttur. Sú bók opn- ast og lokast við hvern lest- ur, á annan hátt en venju- legar bækur. Ég hlakka til að rækta það samband næstu mánuðina. Næstu árin. Ég las viðtal við Jón Kal- man í Fréttablaðinu um dag- inn. Mér fannst hann í miklu stuði þar, og er því spenntur að lesa nýju skáldsöguna hans, Sögu Ástu. Svo heyrði ég um daginn að Kristín Eiríksdóttir væri með skáldsögu í haust. Ég veit ekkert um það, annað en að ég er spenntur að lesa. Mjög. HVAÐ LANGAR HÖFUNDANA AÐ LESA? Dagur Hjartarson Ég byrjaði að lesa Aftur og Aftur eftir Halldór Armand í vikunni og hef ekki lagt hana frá mér. Þetta er einstök bók, það besta sem Halldór hefur skrifað. Þessi bók lýsir vanda sem allir af minni kynslóð eiga í. Samviskubit síteng- ingarinnar. Ótrúlega flott. Mig langar rosalega að lesa ljóðabókina Slitförin eft- ir Fríðu Ísberg. Ég blaðaði i henni í bókabúð um daginn og þetta er mjög heillandi rödd og stíll. Ljóðin hennar eru einhvern veginn brot- hætt, en djúp um leið – eins og þau séu skrifuð með trjágrein í sand á eyðieyju. Ég er líka spenntur fyrir Jónasi Reyni, Leiðarvísir um Þorp fannst mér frábær og ég ætla að éta Stór olíuskip og Millilendingu upp til agna. Jónas er eins og sagt er „so hot right now“. Erfitt að mega ekki telja upp fleiri bækur, því Formaður húsfélagsins, Hin svarta út- sending og margar mörgum fleiri ætla ég að troða inn í vitun mína í vetur. Halldór Halldórsson

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.