Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.11.2017, Blaðsíða 33
bót. Benda má á að þessa mánuðina
standa yfir endurbætur á hótelinu og
því veglegur afsláttur af gistingu
fram í maí vegna hávaðaröskunar.
Þeim sem vilja enga truflun er bent á
að betra er að gista á hótelinu eftir
þann tíma.
Amanemu Resort, Shima, Japan
Þótt ferðalagið sé langt er hvíldin
þess virði. Amanemu-hvíldarhótelið
er óviðjafnanlegt og hefur unnið til
verðlauna svo sem fyrir að vera
„mesta dekurhótelið“.
Þetta fyrsta flokks spa-hótel
stendur í japönskum skógi með nátt-
úrulegum heitum lindum og arki-
tektúrinn sendir eins konar hvíldar-
skilaboð til gestanna, þar sem nátt-
úruleg efni, í stíl við náttúruna í
kring, eru í fyrirrúmi. Amanemu er í
Ise-Shima-þjóðgarðinum á suðvest-
urhluta eyjunnar Honshu. Útsýni er
yfir friðsælan Ago-flóann. Amanemu
er næst Ngoya Chubu-flugvellinum
(NGO) en lestir ganga frá Nagoya,
Kyoto og Osaka á Kashikojima-
lestarstöðina í Shima.
La Clairière, Frakkland
Fátt er meiri friðargjafi en grænn
skógur. Dvalarstaðurinn La Clair-
ière stendur á skógi vaxinni hlíð á
hinu mikilfenglega franska náttúru-
svæði Vosges du Nord, sem er frið-
lýst. Húsakynni hótelsins eru unnin
úr náttúruefnum og auk þess að
bjóða upp á spa, heilsusamlegan
matseðil og lífræn frönsk vín frá
svæðinu í kring er mikið lagt upp úr
slökun í skóginum, göngum og hug-
leiðslu undir grænum trjákrónunum.
Einnig eru hinar mörg þúsund ára
kínversku orkuæfingar qi-gong
kenndar á staðnum. Ef einhver vill
hreint loft og mikið gott súrefni í frí-
inu er þetta rétti staðurinn.
Miðstöð heimsfriðar og heilsu,
Holy Isle, North Ayrshire, Skot-
landi
Þessi möguleiki kann að hljóma
spes en gestir láta afar vel af dvölinni
þrátt fyrir að ekki sé um lúxus á borð
við spa-hótel og nuddmeðferðir að
ræða. Á afskekktri skoskri eyju,
Holy Isle, er hægt að komast í sam-
band við sinn innri búddista. Eyjan
liggur utan við vesturströnd Skot-
lands en gestir njóta alls kyns ókeyp-
is hugleiðslunámskeiða meðan á dvöl
þeirra stendur og matur og gisting
eru mjög ódýr. Eina skilyrðið er að
gestir fari eftir nokkrum reglum.
Þeir mega til dæmis ekki ljúga, ekki
nota vímuefni né skaðandi kynlíf.
Gestir ráða því alfarið sjálfir hvernig
þeir eyða dögunum; hvort þeir nýta
sér dagskrá sem er í boði eða dvelja í
kyrrð. Til að kynna sér þennan
möguleika er gott að skoða vel síð-
una holyisle.org.
Amanemu Resort-hótelið er sérlega smekklega innréttað.
Tré Vusges du Nord gefa ferðalöngum ársskammt af góðu lofti.
GettyImages/Thinkstock
Ótal hugleiðslunámskeið eru í boði á Holy Isle en gestir þurfa þó ekki að taka
þátt í þeim frekar en þeir vilja.
Útsýni af skosku heimsfriðareyjunni sem býður gesti velkomna í friðsæla dvöl
ef þeir beygja sig undir nokkrar reglur.
Það jafnast fátt á við að horfa á græn tré í spa-meðferð eins og á La Clairière-hótelinu.
Ise-Shima-þjóðgarðurinn í Japan er einn allsherjar friðarstaður.
GettyImages/Thinkstock
26.11. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33
Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is
Þýska merkið Greiff framleiðir
hágæða fatnað með áherslur á
nútíma hönnun, þægindi og
fjölbreytt vöruúrval.
Góð þjónusta
byrjar með
flottum fatnaði.
STARFSMANNAFATNAÐUR
FYRIR HÓTEL
OG VEITINGAHÚS.