Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.11.2017, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.11.2017, Blaðsíða 48
ÞRÍFARAR VIKUNNAR Leifur Björnsson kynningar- og markaðsstjóri hjá Öldu Music Bill Skarsgård leikari Steve Buscemi leikari SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2017 „Við erum miklar kattakonur og nú þegar gæludýr eru leyfð á veitingastöðum ákváðum við að nota tækifærið og koma í framkvæmd hugmynd sem við höfum brætt með okkur,“ segir Gígja Björnsson, sem ásamt Ragnheiði Birgisdóttur undirbýr opnun Kattakaffihúss á Berg- staðastræti 10a. Kaffihús af þessu tagi njóta sívaxandi vinsælda um allan heim en það fyrsta var opnað fyrir um tuttugu árum í Taívan. „Kettirnir hjá okkur eru í heimilisleit en við erum meðal annars í samstarfi við samtökin Villiketti. Það er því hægt að ættleiða kettina. Það er oft erfitt að koma eldri köttum á heimili, kettlingar fara fljótt, og við lítum á þetta sem góða leið fyrir fólk til að kynnast kisunum.“ Móðir Gígju Söru, Helga Björnsson fatahönnuður, sem er þekkt fyrir störf sín í hátískuheiminum ytra, mun mála og skreyta húsnæðið svo víst er að fallegt verður um að litast en einnig verða vörur frá henni, púðaver og ýmislegt, til sölu. „Rýmið er lítið svo við verðum ekki með marga ketti í einu til að þeim líði sem best. Þeir verða með klórur, hillur og dót til að klifra í og leika sér með. Fyrir gesti er svo ýmiss konar grænmetis- og veganfæði. Einfaldir réttir, morgunmatur svo sem hafragrautur, samlokur og kökur. Þetta á að vera huggulegt og þægilegt, fólk geti notið þess að hlusta á róandi mal í ketti og fá sér köku- sneið. Rétt er að taka fram að fólk getur ekki komið með eigin ketti heldur er kaffihúsið hugsað fyrir þá heimilis- lausu og það verða tvöfaldar dyr til að þeir villist ekki út. Kaffihúsið verður opnað fyrir jól. Ragnheiður Birgisdóttir og Gígja Sara Björnsson hlakka til að bjóða Íslendingum upp á kökusneið og malandi ketti. Morgunblaðið/Hari Fyrsta kattakaffihúsið Stefnt er að því að fyrsta íslenska kattakaffihúsið opni fyrir jól á Bergstaðastræti. Samsýning SÚM vakti mikla at- hygli árið 1969 og skrifaði Bragi Ásgeirsson athyglisverða rýni um hana í blaðinu 8. október. „Þeim muni ekki leiðast, er hana sækja, því að hún býr yfir sérkennilegu andrúmslofti, sem er algjört nýmæli á myndlistar- sýningum hérlendis. Heildin er hér mun skemmtilegri en ein- stök verk,“ skrifar hann. „Bræðurnir Kristján og Sig- urður Guðmundssynir eru hug- myndasmiðir og á erfiðari braut en þeir gera sjálfum sér ljóst en ég fortek ekki, að þeir kunni að eiga eftir að koma mörgum á óvart, haldi þeir staðfastlega áfram,“ stendur þarna. „Ég tók eftir því, að börnum þótti mjög forvitnilegt að koma á sýninguna, og það væri bezta ráðið fyrir leikmann að ganga á vit þessarar sýningar án for- dóma,“ skrifaði hann að lokum og lofaði um leið veglega sýn- ingarskrá. GAMLA FRÉTTIN Fordóma- laus börn Sigurður Guðmundsson myndlistarmaður við heysátu sína. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla Italia DADO Model 2822 L 214 cm Áklæði ct. 70 Verð 239.000,- L 214 cm Leður ct. 10 Verð 299.000,- AVANA Model 2570 L 224 cm Leður ct. 15 Verð 479.000,- JEREMY Model 2987 L 202 cm Áklæði ct. 86 Verð 399.000,- L 202 cm Leður ct. 30 Verð 539.000,- TRATTO Model 2811 L 207 cm Áklæði ct. 70 Verð 279.000,- L 207 cm Leður ct. 10 Verð 359.000,- SAVOY Model V458 L 223 cm Áklæði ct. 70 Verð 269.000,- L 223 cm Leður ct. 15 Verð 399.000,-

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.