Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.11.2017, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.11.2017, Blaðsíða 38
LESBÓK Í tengslum við sýningu myndlistarmannanna Kristjáns Steingríms Jóns-sonar og Einars Garibalda í Gerðarsafni bjóða þeir fólki með sér í göngu á sunnudag kl. 14, að kanna staði í nærumhverfi safnsins. Skoða umhverfi Gerðarsafns 38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.11. 2017 Lög og textar voru tilbúin að fara aðheiman, höfðu verið að safnast upp ínokkur ár á meðan ég bjó erlendis. Fljótlega eftir að ég flutti heim tók ég þátt í uppsetningu á Rocky Horror í Loftkastal- anum. Þar kynntist ég Jóni Elvari Hafsteins- syni og fékk hann til liðs við mig, sem endaði með útgáfu fyrstu plötunnar, Cut My Strings,“ svarar tónlistarkonan Margrét Kristín Sigurðardóttir, sem kallar sig Fab- úlu, þegar hún er spurð hvað hafi markað upphaf tónlistarferils hennar en hún fagnar 20 ára ferli með tónleikum í Gamla bíói 30. nóvember. Verður þar öllu tjaldað til, eins og sagt er, því Fabúla er þekkt að íburðar- miklum sviðsetningum og ævintýralegum og forvitnilegum uppákomum á tónleikum sín- um. Tónlistarsýning Afmælistónleikarnir verða í þeim anda því Fabúla segir að á sviðinu verði skapað æv- intýri fyrir augu, eyru og ekki síst sál tón- leikagesta. Hún segist hafa fengið sviðs- hönnuð til liðs við sig og einnig verði verk vídeólistafólks tvinnuð inn í tónleikana, sem líklega mætti allt eins kalla tónlistarsýningu. Fabúla nefnir einnig að flygill sem nú sé fastur inni í strætisvagni Ilmar Stefáns- dóttur, myndlistarkonu og leikmyndahönn- uðar, verði fluttur upp á svið. Ævintýralegt skal það vera. Stofnaði hljómsveit í leiklistarnámi Fabúla segist hafa búið í Þrándheimi í Nor- egi áður en kom að útgáfu fyrstu plötunnar. Þar hafi hún verið í leiklistarnámi sem end- aði með þeim óvenjulega hætti að hún sneri sér að tónlist. „Það voru ýmsar ástæður fyrir því að ég fór þá leið. Ég stofnaði hljómsveit í leiklistarnáminu, missti systur mína á þeim tíma sem hafði m.a. þau áhrif að ég þurfti að koma ýmsu frá mér í textum og tónum,“ seg- ir hún. Á 20 ára ferli hefur Fabúla gefið út fjórar breiðskífur: Cut My Strings árið 1996 sem færði henni tilnefningu til Íslensku tónlistar- verðlaunanna, Kossafar á ilinni (2001) sem einnig var tilnefnd til verðlaunanna, í flokkn- um plata ársins árið 2002; Dusk (2006) og In Your Skin (2009). Tónleika hefur hún haldið marga, hér á landi sem erlendis, og þá bæði ein og með þekktum tónlistarmönnum. Nokkrir slíkir verða henni til halds og trausts í Gamla bíói, þau Unnur Birna Bassadóttir, Jökull Jörgensen, Birkir Rafn Gíslason, Scott McLemore og Kjartan Valde- marsson en einnig kemur fram enska leik- konan Angela Eyton sem Fabúla kynntist í leiklistarnámi og söngvarinn Egill Ólafsson verður sérstakur gestur. Fleiri gestir verða kynntir til sögunnar þegar nær dregur og einnig er von á óvæntum uppákomum. Jarðtengdari og pólitískari Fabúla er spurð hvort tónlist hennar hafi breyst mikið á þessum 20 árum sem ferill hennar spannar. „Að einhverju leyti verð ég smátt og smátt jarðtengdari og pólitískari, þótt ævintýrið sé aldrei langt undan,“ svarar hún. „Textarnir leiða tónsköpunina og því lit- ar hugarsástand mitt á hverjum tíma loka- hljóminn. Plöturnar hafa því hver sinn lit.“ – Tónleikarnir þínir hafa alltaf verið dálítið leikrænir … „Já og þessir verða það líka, ég er að vinna með sviðsmyndahönnuði og verð með efni frá vídeólistafólki, þannig að þetta verð- ur sjónrænt ævintýri líka og ég legg upp úr því að við förum saman inn í ólíka heima með áhorfendum, í ólíkum lögum og textum,“ svarar Fabúla. Hún ætli að flytja lög af öll- um ferlinum og nýtt efni líka, m.a. lög sem hún samdi fyrir skömmu við ljóð Gerðar Kristnýjar og lagið „Diamond Boy“ sem hún tileinkar vini sem beittur var ofbeldi í æsku. Nokkur hlutverk þegar komin Fabúla hefur tvívegis stundað leiklistarnám erlendis, fyrst í Þrándheimi, sem fyrr segir, og nær tveimur áratugum síðar í London. Náminu í London lauk hún nýverið og hefur þegar tekið að sér nokkur hlutverk hér heima. „Ég var að leika í kvikmynd sem ver- ið er að leggja lokahönd á og verður væntan- lega frumsýnd á næsta ári. Magnús Jónsson er leikstjóri hennar og handritshöfundur. Svo var ég aðeins að leika í Ófærð 2 um daginn og það eru fleiri verkefni að koma inn núna,“ segir Fabúla um leikferilinn. Að lokum er hún spurð út í þetta sérstaka listamannsnafn, Fabúlu, hvaðan það hafi komið. „Allir textarnir á fyrstu plötunni voru meira eða minna litlar sögur. Fabúla var í upphafi hugsað sem nafnið á tvíeyki okkar Jóns á þessari „smásagnaplötu“ en svo fór það að loða við mig. Ég ákvað að streitast ekkert á móti því. Fabúla er hliðarsjálf sem mér þykir vænt um.“ Morgunblaðið/Eggert „Hliðarsjálf sem mér þykir vænt um“ Tónlistarkonan Fabúla heldur upp á 20 ára feril sinn með tónleikum í Gamla bíói 30. nóvember. Hún segir textana leiða tónsköpunina. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is ’ Allir textarnir á fyrstu plöt-unni voru meira eða minnalitlar sögur. Fabúla var í upphafihugsað sem nafnið á tvíeyki okkar Jóns á þessari „smásagnaplötu“ en svo fór það að loða við mig. Margrét Kristín Sigurðar- dóttir, Fabúla, er þekkt tón- listarkona og nú reynir hún einnig fyrir sér sem leikkona.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.