Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.11.2017, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.11.2017, Blaðsíða 21
26.11. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 heima og gera ekki neitt nema að vera í tölv- unni í fimm ár. Þetta eru allt alvarlegir geð- sjúkdómar en þeir eru allir viðráðanlegir svo framarlega sem þú einangrar þig ekki heima. Það er enginn sem ýtir við þeim og segir stopp – núna hættir þú á bótum og byrjar að vinna – og býður þeim upp á tækifæri.“ Skólaskylda til 18 ára aldurs Björk brennur fyrir því að bæta stöðu þessa fólks og vill gera það í gegnum félagsráðgjöf- ina. „Það sem mig langar að gera er að vinna með ungu fólki og hjálpa fólki að fá tækifæri í lífinu. Ég hef svo mikla trú á því að samfélagið geti boðið fólki tækifæri.“ Hún segir hátt brottfall úr námi hérlendis vera mikið áhyggjuefni. „Sumir hætta vegna námsleiða,“ segir hún og vill ekki að sam- félagið leyfi því að gerast. „Af hverju höfum við ekki skólaskyldu til 18 ára aldurs? Það myndi hjálpa,“ segir hún og útskýrir að þeir sem endi á fjárhagsaðstoð séu í mikilli hættu á að festast á henni. Hún segir að lögin vinni með þessum hópi og lítið vanti upp á réttindin. „Við eigum fullt af úrræðum, kvennasmiðju, karlasmiðju, Virk, Hringsjá, tvær námsbrautir hjá Mími og sí- menntunarstöðvunum sem eru sérstakega ætlaðar lesblindum, Aftur í nám og Skref til sjálfshjálpar,“ segir hún en í meistararann- sókn sinni komst hún að því að oftar en ekki hafi verið felld niður námskeið ætluð les- blindum vegna ónógrar þátttöku. Niðurstöðurnar komu henni á óvart. „Allt er til staðar en við bara leyfum fólki að nýta ekki þessi úrræði. Við leyfum fólki að vera óvirkt þó svo við höfum úrræði við hliðina á okkur. Það er enginn sem ýtir við fólkinu.“ Ættu félagsráðgjafar að vera þeir sem gera það? „Já, að sjálfsögðu. Þegar ég tala við þetta unga fólk kemur í ljós að það vill allt breyt- ingar. Þau vilja allt annað en stöðuna sem þau eru í.“ Alvarlegar aukaverkanir fjárhagsaðstoðar Björk segir að afleiðingar óvirkni séu það al- varlegar að ráðgjöfum sem vinni við fjárhags- aðstoð beri að vara við þeim. „Ég segi að ef þú ert félagsráðgjafi og veist hvaða áhrif þetta hefur á heilsufarið, þá átt þú að segja frá því, alveg eins og læknir sem ávís- ar lyfseðli og veit um alvarlegar aukaverkanir segir frá þeim. Ég skil ekki af hverju félags- ráðgjafi segir ekki við ungt fólk að ef það ætli að vera á bótum sé mjög líklegt að það verði fá- tækt alla ævi. Það þarf bara að segja þetta. Áhrif lesblindu eru svo mikil að allir ráðgjafar ættu að spyrja hvort viðkomandi eigi við les- blindu að stríða,“ segir hún en samkvæmt lög- um um framhaldsfræðslu borgar Fræðslusjóð- ur avinnulífsins stóran hluta af því að fara í Aftur í nám hjá Mími. „Það er enginn að spyrja að þessu. Trendið er brotthvarf úr námi, atvinnuleysi, fjárhags- aðstoð, örorka. Við þurfum að vinna með þenn- an hóp.“ Björk var að fá tvo rannsóknarstyrki, frá Virk og Lýðheilsusjóði. „Ég ætla að gera rann- sókn á því hvaða hindranir séu í veginum fyrir því að þetta unga fólk nýti þau tækifæri sem í boði eru því við höfum fullt af tækifærum en erum að vannýta þau. Þetta er það sem ég ætla að gera í framtíðinni, að vinna við að búa til tækifæri fyrir fólk. Það verður erfiðara að koma fólki til aðstoðar þegar á líður. Sam- félagið sparar svo til framtíðar á því að koma fólki til virkni.“ Morgunblaðið/Eggert Björk við ólífutínslu með palestínskum bændum sem eiga land að byggð landtökumanna og eiga því á hættu að veist sé að þeim til að koma í veg fyrir að hægt sé að uppskera. Í þorpinu Kufr Qaddum. Þorpsbúar mótmæla vikulega nærliggjandi landránsbyggð sem lokaði veginum frá Nablus. Ísraelski herinn beitir táragasi og byssukúlum þó að mótmælin séu ætíð friðsamleg. Margir og litríkir smáréttir sem borðaðir eru með brauði. Ólífuolía er borðuð með öllum mat. Landtökufólk truflar palestínska bændur til dæmis með því að öskra ókvæðisorð að þeim og kasta steinum. Markmiðið er að reyna að koma í veg fyrir að bændur rækti land sitt.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.