Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.11.2017, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.11.2017, Blaðsíða 45
fyndist ég léleg á gítar og ætti að hætta, en öllum var skítsama um uku- lele. Ég gat þess vegna gert hvað sem ég vildi með það án þess að vera með komplexa.“ Bjarney Anna semur mest á þetta litla skemmtilega hljóðfæri. „Það er þægilegt að grípa ukulele með sér hvert sem maður fer og auðvelt að glamra á það. Hugmyndirnar koma nefnilega ekki þegar maður vill fá þær, heldur þegar þær vilja.“ Stundum semur Bjarney textann fyrst, stundum lagið, einstaka sinnum hvort tveggja í einu. Spurð um text- ana segir hún þá gjarnan fjalla um sálarlífið. „Þótt ég hafi upplifað ást og sé ástfangin skrifa ég mjög sjaldan um ást eða rómantík. Mér finnst vera dálitið mikið til af því!“ segir hún. „Titillag plötunnar, Who are you?, er um að samþykkja sjálfan sig eins og maður er, líka þá hluta af manni sem manni líkar ekki við. Að sættast við það hver maður er, andlega. Annað lag er líka um að samþykkja sjálfan sig, en meira út frá útlitslegum kröf- um. Líkamlega.“ Hún nefnir líka lag um öfundsýki og það að bera sig saman við aðra. „Það er innblásið af vinkonu minni, sem mér finnst æðisleg. Hún er falleg, gáfuð og gerir ótrúlegustu hluti, býr til dæmis til tónlist. Ég var með þá mynd í hausnum af þessari vinkonu minni að hún væri fullkomin mann- eskja og skrifaði lag um það; í mjög langan tíma langaði mig að vera alveg eins og hún, en áttaði mig svo á því að henni getur líka liðið illa. Ég bara sé það ekki og finn ekki af því ég er ekki hún.“ Bjarney segir einhverfar fyrir- myndir vanta fyrir listafólk. „Ég var lengi rosalega spennt fyrir því að heyra um einhvern einhverfan í skemmtanalífinu því það gæti sýnt fram á að það væri pláss fyrir mig. En ég held að þeir sem eru á rófinu og í þessum bransa séu ógreindir eða fari svolítið leynt með það. Það þykir nefnilega ekkert sérstaklega fínt að vera einhverfur núna. Það er ekki in, þykir ekki kúl! Ég hef séð á netinu að nú er farið að nota orðið sem móðgun við fólk. Ef einhver hagar sér heimskulega er spurt: Ertu ein- hverfur? Það hefur lengi tíðkast að fólk sé spurt hvort það sé þroskaheft, en þetta er nýtt með einhverfuna. Fólk er samt farið að fatta að það er ekki fallegt að segja þetta; þroska- skertir vilja ekki láta líkja sér við hálf- vita,“ segir Bjarney Anna og hlær. „Með þessu er nefnilega ekki verið að móðga fólkið sem talað er við heldur þá þroskaskertu.“ Bjarney Anna segist hugsanlega geta orðið fyrirmynd. „Ég hræðist það reyndar svolítið af því ég veit ekki hvort ég get staðið mig sem fyrir- mynd. En einhver verður að gera þetta og ég trúi því almennt að ef maður vill að eitthvað gerist en sitji bara á rassinum og geri ekkert í því, þá gerist ekki neitt.“ Hún sagðist á tímabili hafa haft þá hugmynd um sjálfa sig að til að passa sem „venjuleg“ manneskja í þjóð- félagið mætti hún aldrei gera mistök. Yrði að vera fullkomin. „Einu skiptin sem ég finn mun á mér og öðrum er þegar ég geri vitleysu og fatta ekki að það sé vitleysa. Mörg viðmið í þjóð- félaginu eru ekki skrifuð niður og stundum þarf maður að gera vitleysu til að einhver dragi mann til hliðar og útskýri fyrir manni hvað er í gangi. Það getur verið mjög óþægilegt en samt óumflýjanlegt. Smám saman gerði ég mér svo grein fyrir því að margt „venjulega“ fólkið veit ekki allt- af hvað það á að segja eða hvernig það á að bregðast við tilfinningum. Það er enginn fullkominn.“ Spurð um einhverfuna segir Bjarn- ey Anna að lokum: „Fyrir þá sem eru ekki vanir getur verið flókið að skilja þetta. Það er til alls konar einhverfa; strangt til er ég með Asperger- heilkenni á einhverfurófi en segist stundum bara vera einhverf til að þurfa ekki að segja allt heila klabbið! Það er einfaldara.“ 26.11. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 Lorde með lag ársins Hin nýsjálenska Lorde. TÓNLIST Nýsjálenska söngkonan Lorde, sem heitir réttu nafni Ella Yelich-O’Connor er á toppi lista breska tónlistar- tímaritsins NME yfir bestu lög ársins með lagið „Green Light“, sem þykir einstaklega vel samið. Hún er með tvö lög á topp fimmtíu en lag hennar „Supercut“ situr í 29. sæti listans, sem er fjölbreyttur og inniheldur margt það nýjasta í poppi, rokki og rappi. Í öðru sæti er Charlie XCX með lagið „Boys“ og á eftir fylgja Paramore með „Hard Times“, Kendrick með „HUMBLE“, Stormzy og „Big For Your Boots“, Wolf Alice með „Don’t Delete The Kisses“, Calvin Harris og „Slide“, Cardi B með „Bodak Yellow“, The Killers með „The Man“ og í tíunda sæti er síðan Selena Gomez og lagið „Bad Liar“. Listann allan er hægt að sjá á nme.com og einnig er hægt að hlusta á hann á Spotify. KVIKMYNDIR Viðræður standa yfir við Jude Law um að leika aðalkarlhlutverkið í Captain Marvel á móti Brie Larson, að sögn ónefnds heimildarmanns The Wrap. Leik- stjórar verða Anna Boden og Ryan Fleck en Kevin Feige leikstýrir. Meg LeFauve (Inside Out) og Nicole Perlman (Guardians of the Ga- laxy) eru á meðal handritshöfunda. Captain Marvel verður fyrsta Marvel- ofurhetjuhetjumyndin með konu í aðal- hlutverki. Ekki er vitað hvaða hlutverk Law tekur að sér nema það að hann verður ein- hvers konar lærifaðir Carol Danvers (Lar- son). Law í Captain Marvel Law ætlar að leika í ofurhetjumynd. Tímaritið Forbes er búið að taka saman lista yfir hæstlaunuðu tónlistarkonurnar árið 2017 og er það Beyoncé sem trónir á toppnum með tekjur upp á 105 milljónir bandaríkjadala eða um ellefu milljarða íslenskra króna. Hún gaf út plötuna Lemonade á árinu sem sló í gegn bæði meðal aðdáenda hennar og gagnrýnenda og varð sjötta hljóðversplata tónlistarkonunnar til að fara á toppinn í Bandaríkjunum. Fjórðungur teknanna kemur frá tónleikaferðalaginu Formation World Tour. Í öðru sæti listans er breska söngkonan Adele, sem fékk einmitt Grammy-verðlaun fyrir plötu sína 25 í febrúar. Hún braut verðlaunin í tvennt og sagðist eiga erfitt með að taka við þeim því Lemonade hefði verið svo mögnuð plata. Tekjur Adele voru 69 milljónir dollara eða um 7,2 milljarðar dala. Við gerð listans skoðar For- bes tekjur fyrir skatta frá 1. júní 2016 til 1. júní 2017. Ekki er tekið tillit til greiðslna til umboðsmanna og lögfræð- inga. Gögnin koma frá Nielsen SoundScan, Pollstar, RIAA og frá viðtölum við innanbúðarfólk í tónlistariðnaðinum. Þessar tvær á toppnum eru með tugum milljóna dala meira í tekjur en næstu konur á listan- um. Á topp tíu eru ennfremur í þessari röð (tekjur í sviga í millj- örðum króna): Taylor Swift (4,56), Celine Dion (4,35), Jenni- fer Lopez (3,94), Dolly Parton (3,84), Rihanna (3,73), Britney Spears (3,52), Katy Perry (3,42) og Barbra Streisand (3,11). Ekki kemur á óvart að Beyoncé sé í efsta sæti. AFP HÆSTLAUNUÐU TÓNLISTARKONURNAR Beyoncé á toppnum Adele er númer tvö á listanum. Bjarney Anna Jóhannesdóttir heldur tón- leika í menningarhúsinu Hofi á Akureyri næsta föstudag, 1. desember, klukkan 20. Tilefnið er útgáfa plötunnar Who are you? sem Bjarney sendir frá sér undir lista- mannsnafninu Fnjósk. Svo skemmtilega vill til að sama dag fagnar hún 25 ára afmæli. Fyrir fjórum árum gaf Bjarney, þá sem listamaðurinn Sockface, út plötuna Rat Manicure. „Ég var lengi með listamannsnafnið Fnjósk í huga en fannst það of fínt fyrir mig á meðan ég var yngri. Vildi geyma það nafn þangað til ég yrði eldri en áttaði mig svo á því að því meira sem ég geymdi það, því meira yrði það utan seilingar. Ég yrði bara að grípa nafnið og vaxa svo í það,“ segir hún. Bjarney sendir nú frá sér efni í fyrsta skipti sem Fnjósk. Hægt er að styrkja útgáfu plötunnar á Karolina fund á netinu en ókeypis að- gangur verður á tónleikana í Hofi. Plata og tónleikar LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR * Til að DHA skili jákvæðum áhrifum þarf að neyta 250 mg á dag. OMEGA-3 FYRIR SJÓN OG AUGU Omega-3 augu er ný vara frá Lýsi sem er einkumætlað að viðhalda eðlilegri sjón. Omega-3 augu inniheldur lútein, zeaxanþín og bláberjaþykkni. Ásamt omega-3 fitusýrunni DHA*, sinki og ríblóflavíni (B2 vítamín) sem stuðla að viðhaldi eðlilegrar sjónar. Fæst í öllum helstu apótekum landsins.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.