Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.11.2017, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.11.2017, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.11. 2017 LESBÓK S varta hárið flæðir krullað og villt; hún er grönn og fínleg en undir fíngerða yfirborðinu leynist töff- ari. Hún er alltaf kölluð Rúna þótt henni hafi verið gefið nafn- ið Guðrún, enda þótti henni Rúna strákslegra og hún var strákastelpa. Hún er hestakona, tamninga- maður, heimsmeistari og kona sem hefur siglt lífsins ólgusjó. Rúna mætir í viðtalið með bakkelsi í poka og við setjumst yfir kaffi og kertaljósi. Við hefjum spjallið um lífið og tilveruna og nýju bókina sem var að koma út, Rúna, örlagasaga, rituð af Sigmundi Erni Rúnarssyni. Þar eru öll spil lögð á borðið. Fluga á vegg „Mér fannst í fyrstu út í hött að segja sögu mína en ég talaði við pabba minn og spurði hann álits. Ég bað hann um að minnast ekki á þetta við nokkurn mann, en hann sagði, af hverju ekki? Pabbi hefur alltaf skipt mig miklu máli, þannig að ég sló til. Ég trúði kannski ekki að þetta yrði að veruleika, en svo er bókin komin,“ segir Rúna og er afar sátt við útkom- una. „Það sem mér fannst svo skemmti- legt við Sigmund Erni, og alveg bók- arinnar virði að kynnast honum, var hvernig hann vinnur þetta. Hann tek- ur ekkert upp heldur handskrifar allt saman. Mér finnst það æðislegt. Þess vegna er þetta líka hans bók,“ segir hún. „Hann er ótrúlega næmur. Stund- um fékk ég smá gæsahúð þegar hann las upp fyrir mig kafla. Það var eins og hann hefði verið fluga á vegg, hann er svo góður í að lýsa aðstæðum.“ Hestar eru rauði þráðurinn Rúna er frá bænum Mosfelli í Svína- dal í Austur-Húnavatnssýslu. For- eldrar hennar, Einar Höskuldsson og Bryndís Júlíusdóttir, voru bændur með hefðbundinn búskap og mikið af hestum. Þær eru tvær systurnar; Rúna er sú eldri. „Hestar eru rauði þráðurinn í mínu lífi. Það hefur eiginlega stjórnað mér meira og minna, þessi áhugi á hest- unum. Ég hef alltaf reynt að gera það sem mér finnst skemmtilegt, og það er allt í kringum hesta,“ segir Rúna sem fékk hest nánast við fæðingu. Hún man vel eftir því þegar hún fór í fyrsta sinn á bak fyrsta hestinum sínum fimm ára gömul. „Þetta var stórt augnablik fyrir mig. Ég man þetta eins og það hafi gerst í gær!“ Faðir hennar var tamningamaður og hefur Rúna fetað í hans fótspor. Rúna segir að það að kynnast dýrum svo náið nýtist henni í öðrum þáttum lífsins. „Dýrin eru oft svo mannleg, og við svo dýrsleg. Hestar eru líka með per- sónuleika og ég líki þeim oft við ein- hvern sem ég þekki. Ég líki fólki við hesta og hestum við fólk. Mér finnst þetta mjög lógískt, því við erum öll dýr. Þetta samband milli manns og hests er svo heillandi.“ Rúna fór í bændaskóla um tvítugt og var ákveðin í að verða bóndi; að minnsta kosti að vinna með dýrum og þá helst hestum, kindum og hundum. Svo æxlaðist það þannig að Rúna hélt til Þýskalands á hestabúgarð. „Mig langaði alltaf að kynna mér betur hefðir og klassíska reið- mennsku í öðrum löndum. Þýskaland er nálægt okkur og mikil hestaþjóð,“ segir hún en á þessum tímapunkti var hún að enda samband við íslenskan mann. „Þegar þessi kaflaskil urðu í lífinu fannst mér upplagt að víkka sjón- deildarhringinn en ég ætlaði upp- haflega að vera úti í hálft ár og fara svo heim að vinna hjá Gunnari Dung- al og Þórdísi Sigurðardóttur í hesta- miðstöðinni Dal, þar sem ég hafði verið áður. En svo varð aldrei neitt úr því,“ segir Rúna því ástin greip í taumana. Þekktur í hestaheiminum „Ég kynntist manninum mínum þarna, sem ég átti eftir að giftast. En ég hafði vitað af honum síðan ég var fjórtán ára; hann er tíu árum eldri en ég. Hann hafði komið hingað og keppt og var þekktur í hestaheim- inum,“ útskýrir hún. „Við kynntumst á hestamanna- móti, en ekki hvað!“ segir hún og skellihlær. „Hann talaði nánast enga ensku og ég vissi ekki mun á danke og bitte. Enda ætlaði ég aldrei að læra þýsku, ég var alltaf á leiðinni heim,“ segir hún en segir það ekki hafa verið ást við fyrstu sýn en henni hafi þótt hann áhugaverður. Ári seinna voru þau gift. „Kannski gekk þetta svona vel fyrst af því að við töluðum ekki sama tungumálið,“ segir hún og hlær. Rúna viðurkennir að sér hafi þótt dálítið erfitt að segja frá sambandi þeirra í bók, en þau skildu fyrir fimm árum eftir tuttugu ára hjónaband. „Það gekk ekki allt upp og það er ekki hægt að horfa fram hjá því. Það er engan veginn þannig að ég sé að kenna honum um, alls ekki. Það er eitthvað gott í öllum. Fólk verður að vega og meta hvað ég segi í bókinni en þetta er ekki uppgjör, nema kannski við sjálfa mig. Ég hugsa að ég sé frekar gagnrýnin á sjálfa mig en ég hef verið heppin í lífinu og skemmt mér. Ég gerði það sem mig langaði til. Það er langt frá því að þessi ár hafi öll verið slæm, ég hefði ekki verið í sveitum Þýskalands í tutt- ugu ár ef mér hefði liðið illa. Ég kynntist mörgu góðu fólki og átti góð- an tíma. En ég átti líka afar erfiðan tíma,“ segir Rúna. Dans í kringum gullkálfinn Rúna þurfti að ákveða hvort hún vildi segja frá þessum erfiðu tímum í bók. „Ég var að velta því fyrir mér hvort ég ætti að þora að segja frá, þetta er svolítið eins og að standa á brúninni og fara í teygjustökk. Hvort ég ætti að þora að opinbera sjálfa mig svona. En svo hugsaði ég bara, ég ætla ekki að vera svona mikill heigull, þetta gerðist. Það þýðir ekki annað en að horfast í augu við það,“ segir hún. Í dag er mjög lítið samband á milli þeirra fyrrverandi hjóna og skilnað- urinn var afar erfiður. „Ég vona að það geti batnað með tímanum,“ segir hún en ágreiningur var um skiptin við skilnaðinn. Þau höfðu haft það mjög gott fjárhagslega og hún segir að ekki hafi gefist tími til að staldra við. „Þetta er svona týpískt tilfelli, við fórum algjörlega fram úr okkur og eignuðumst stóran stað. Það var í rauninni enginn tími til að lifa,“ segir Rúna. „Dansinn í kringum gullkálfinn var orðinn mjög hraður. Ég held að þetta gerist hjá mjög mörgum, maður verð- ur þræll þessa batterís. Hann er of- boðslega duglegur og metnaðarfullur, og við bæði. Enda hefðum við ekki orðið heimsmeistarar eða Þýska- landsmeistarar, Íslandsmeistarar og allur þessi pakki, ef við hefðum ekki haft metnað,“ segir Rúna. Börn ekki á óskalista Í bókinni segir Rúna frá því að hún hafi aldrei getað hugsað sér að eign- ast barn. „Já, ég held hestarnir hafi alltaf stjórnað svo miklu í lífi mínu og þeir gáfu mér svo mikla lífsfyllingu. Þeir taka allan tímann og þeir áttu hug minn allan. Mér þótti lítil börn bara frekar óaðlaðandi,“ segir Rúna og fannst að barn myndi hefta starfs- feril hennar sem hestakona og tamn- ingamaður. „Ég hef alltaf verið að keppa við strákana. Það voru alveg konur í þessu en bara miklu miklu færri. Að temja hesta var ekki álitið kven- mannsverk.“ Rúna samþykkti að eignast eitt barn með manni sínum en ekki fleiri. „Ekki að ræða það. En ég tók þá ákvörðun að eignast eitt barn. Mig langaði í stelpu og að hún væri með hrokkið hár,“ segir hún og fékk hún óskina uppfyllta en dóttir hennar Anna Bryndís er í dag nítján ára Verslunarskólamær. Með hrokkið hár. Erfitt að fara frá hestunum Árið 2012 flutti Rúna heim og þurfti að segja skilið við þetta fyrra líf, sem Að horfast í augu við örlögin Rúna Einarsdóttir, hestakona með meiru, segir sögu sína í bókinni Rúna, ör- lagasaga, rituð af Sigmundi Erni Rúnarssyni. Hún dregur ekkert undan og segir frá tuttugu ára dvöl í Þýskalandi, erfiðum skilnaði, sorginni sem fylgdi að kveðja hesta sína og bílslysi við heimkomuna sem breytti öllu lífinu. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’ Dýrin eru oft svomannleg, og við svodýrsleg. Hestar eru líka meðpersónuleika og ég líki þeim oft við einhvern sem ég þekki. Ég líki fólki við hesta og hestum við fólk. Mér finnst þetta mjög lógískt, því við erum öll dýr. Þetta sam- band milli manns og hests er svo heillandi. Geimverur – Leitin að lífi í geimnum heitir bók eftir Sævar Helga Bragason sem JPV gefur út. Í bókinni leitar Sævar svara við spurningunni um það hvort við séum ein í al- heiminum eða líf sé á öðrum hnöttum. Hann veltir því einnig fyrir sér hvers vegna okkur hefur ekki tekist að sanna tilvist geimvera og eins staðhæfingum ýmissa um að slíkar verur hafi kannski nú þegar heimsótt jarðarbúa. Leit að lífi Í Vallarstjörnum lýsir Helgi Hallgrímsson fjór- tán plöntutegundum sem eiga það sameiginlegt að útbreiðsla þeirra er bundin við Austurland að mestu eða öllu leyti. Nokkrar platnanna eru al- gengar á svæðinu en aðrar fágætar eða mjög sjaldgæfar. Sex þeirra eru friðlýstar og sjö á válista. Bókin á rætur að rekja til greina um þetta efni sem Helgi hefur ritað í tímaritið Glett- ing, en hann umritaði þær fyrir þessa útgáfu og myndskreytti ríkulega. Glettingur gefur út. Einkennisplöntur Austurlands Æskubrek á atómöld heitir ævisaga Ragnars Arnalds sem nær til ársins 1963 að hann settist á þing 24 ára. Meðal helstu persóna frá æskudög- um hans sem koma við sögu í bókinni eru vin- irnir og skólafélagarnir Jón Baldvin Hannibals- son, Halldór Blöndal, Atli Heimir Sveinsson, Magnús heitinn Jónsson, og svo Styrmir Gunn- arsson. Í bókinni segir meðal annar frá því hvernig herstöðvarmálið varð til þess að Ragnar gekk í Þjóðvarnarflokkinn 14 ára gamall,. Æskubrek Ragnars Arnalds Ævintýri Stebba heitir barnasaga eftir Garðar Olgeirsson í Hellisholtum. Í bókinni eru sögur sem sækja efni sitt í íslenskan menningarheim, en í þeim birtast álfar, nátttröll, draugar og ráð- ug gömul kerling. Stebbi er tólf ára piltur sem ratar í ýmis ævintýri en tekst að ráða fram úr erfiðum aðstæðum með hjálp vina sinna. Þetta er fyrsta bók Garðars. Ellisif Malmo Bjarnadótt- ir, listakona í Laugarási, myndskreytir sög- urnar. Bókaforlagið Sæmundur gefur út. Stebbi í ævintýrum Þó að enn eigi einhverjar bækur eftir að koma út vestan hafs og austan eru fjölmiðlar og bóksalar byrjaðir að birta árslista sína. Dagblaðið New York Times birti á dögunum lista yfir þær hundrað bækur sem blaðinu þótti skara fram úr á árinu, bóksalarnir Ama- zon og Barnes & Noble sömuleiðis, dagblaðið Washington post birtir lista yfir bestu bækur í ýmsum flokkum og velur tíu helstar og svo má lengi telja. Greinilegt er og að menn nota mismunandi kvarða, því ekki gerist oft að sama bók sé á mörgum listum. Á lista Washington Post eru þessar tíu taldar helstar: The Bio- logy of Humans at Our Best and Worst eftir Robert M. Sapolsky The Future Is History, How Tota- litarianism Reclaimed Russia eftir Masha Gessen I Can’t Breathe, A Killing on Bay Street eftir Matt Taibbi I Was Told to Come Alone, My Journey Behind the Lines of Ji- had eftir Souad Mekhennet, Less eftir Andrew Sean Greer Lincoln in the Bardo eftir George Saund- ers The Power eftir Naomi Alder- man The Making of Barack Obama eftir David J. Garrow, Saints for All Occasions eftir J. Courtney Sullivan og Sing, Unburied, Sing eftir Jesmyn Ward. Tíu bestu að mati Amazon eru Killers of the Flower Moon: The Osage Murders eftir David Grann, Little Fires Everywhere eftir Cel- este Ng, Beartown eftir Fredrik Backman, Exit West eftir Mohsin Hamid, Homo Deus eftir Yuval Noah Harari, Lincoln in the Bardo eftir George Saunders, The He- art’s Invisible Furies eftir John Boyne, You Don’t Have to Say You Love Me eftir Sherman Alexie, So- urdough eftir Robin Sloan og The Dry eftir Jane Harper. George Saunders hlaut Booker-verð- launin 2017 fyrir Lincoln in the Bardo. Bestu bækur ársins UPPGJÖR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.