Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.11.2017, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.11.2017, Blaðsíða 27
Alexis Tavera segir Íslendinga vitlausa í mexíkóskan mat. Alexis Tavera hjá Taquería La Poblana kokkar mat frá heimalandi sínu Mexíkó. „Við er- um hér með heimalagað salsa sem við búum til á hverjum morgni og breytum á hverjum degi einhverju, því við bjóðum upp á nýja rétti daglega,“ segir Alexis. „Við erum með grunnrétti, rétti sem fólk spyr alltaf um, eins og taco. En við erum með um fimmtíu upp- skriftir sem við vinnum með en bjóðum upp á 4-5 rétti daglega. Taco er vinsælast.“ Aðeins átta fermetrar eru til umráða hjá strákunum í La Poblana en þeir nýta þá vel. „Við værum til í meira pláss en það dugar. Það er brjálað að gera. Fólk elskar mexí- kóskan mat, alvöru mexíkóskan mat!“ Alvöru bragð af Mexíkó Fyrir 4-6 450 g svínalæri, skorið í litla bita 250 g svínarif, tekið í sundur þannig að 2-3 rif séu saman ¼ laukur, skorinn 2 hvítlauksrif sjávarsalt 4 msk. svínaspekk ½ bolli mjólk ½ bolli ferskur appelsínusafi 12 tortillur radísur, kóríander og bátar af lime Setjið kjötið í pott og vatn þannig að fljóti yfir. Bætið þá við lauk, hvítlauk og smá salti. Látið suðuna koma upp og lækkið svo og látið malla í klukkutíma eða þar til kjötið er orð- ið meyrt. Takið kjötið úr pottinum og setjið á skurðarbretti. Bræðið svínaspekkið í potti yfir miðlungshita. Þegar það er orðið heitt, bætið kjötinu út í. Þegar það byrjar að steikjast, bætið út í mjólk og appelsínusafa. Eldið í 20-30 mín- útur þar til pannan er þurr og kjötið gullinbrúnt. Sigtið vökvann frá, sker- ið kjötið á brettinu (hendið beinum) og berið fram með tortillum, kórí- ander og radísum. Kreistið lime yfir. „Carnitas“ 26.11. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 Margrét Lára Baldursdóttir, verslunarstjóri hjá Te og kaffi á Hlemmi segir staðinn ganga mjög vel. „Það er mikið af túristum enda mikið af airbnb-íbúðum hér í kring og hingað kemur líka fólk úr fyrirtækjunum í nágrenn- inu í hádeginu. Það kaupir mest kaffi og samlokur og svo sæt- meti,“ segir Margrét. „Kaffi og croissant er auðvitað klassískt,“ segir hún og nefnir að andrúms- loftið inni á Hlemmi sé afar gott. „Andinn í húsinu er rosalega góður, við erum eins og stór fjölskylda og erum búin að kynnast vel. Ég er mjög sátt, það eru forréttindi að fá að vinna hér.“ Góður andi í húsinu Margrét Lára segir kaffi og croissant alltaf klassíkt. Fyrir 4 4 roðflett bleikjuflök, skorin í um það bil 50 g bita beikon, til að vefja utan um stykkin smá sojasósa og hunang Bleikjan er grilluð í 2-3 mín. á hvorri hlið og síðan bökuð í ofni við 180°C í um 10 mínútur. Gott er að pensla stykkin með blöndu af sojasósu og hun- angi. SÓSA 100 ml majónes 2 hvítlauksgeirar 1 búnt vorlaukur 2 msk hunang salt og pipar SALSA 1 búnt af dilli, steinselju og kórían- der 2 stk. hvítur laukur 1 paprika 2 msk olía 2 msk eplaedik 1 chili salt og pipar Allt skorið í litla bita og blandað saman. Raðið saman á disk fiski, salsa og sósu. Gott er að bera fram með steiktum kartöflum. Bleikja „Þetta er skemmtileg tilraun á matarmarkaðinum,“ segir Böðvar Darri Lemacks, yfirkokkur og einn af eigendum Krösts á Hlemmi. „Hér er íslensk grill- menning, við erum að vinna með heitt prótein og kalt meðlæti. Við erum hér með grillofn sem er kolaofn og gefur skemmtilegt bragð. Hér er mikið kjöt og fiskur en seljum mest af Krösti borgaranum okkar. Það er hakkað ribeye, 160 gramma borgari. Hann er vinsælastur en bleikjan kemur fast á hæl- ana,“ segir Böðvar. „Það hafa margir útlendingar komið í þessum mánuði en annars eru Íslendingar í miklum meiri- hluta. Svo er skemmtilegt að segja frá því að aldurs- hópurinn okkar er 45-55, það er stærsti markhóp- urinn okkar. Það er kannski fólkið sem kom á Hlemm í gamla daga sem unglingar,“ segir hann. Íslensk grillmenning á Kröst Böðvar Darri Lemacks segir að fólkið sem sækir Kröst vera fólk á aldrinum 45-55. Anna Margrét Ingólfsdóttir er verslunarstjóri hjá Brauði og co. á Hlemmi. Hún segir alltaf nóg að gera og bæði Íslendingar og er- lendir ferðamenn kunna vel að meta baksturinn frá þeim. „Kanilsnúðarnir eru vinsæl- astir,“ segir hún og opnar ofninn til að snúa plötum með ilmandi snúð- um. Bökuð eru nokkur hundruð stykki daglega. „Það er eiginlega rennerí allan daginn, en við bökum líka brauð fyrir aðra staði hér. Þetta er þriðji staðurinn í bænum, við erum hér, á Frakkastíg og á Gló í Fákafeni,“ segir hún. „Það er gaman að segja frá því að útlendingar koma hingað til að kaupa kanilsnúðana sem þeir hafa heyrt um frá vinum sem hafa kom- ið hingað áður.“ Hróður kanilsnúðanna berst víða Anna Margrét Ingólfsdóttir hefur ekki undan að baka kanilsnúða.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.