Morgunblaðið - 13.12.2017, Síða 2

Morgunblaðið - 13.12.2017, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2017 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Njóttu bakstursins, við hreinsum fötin Við erum sérfræðingar í erfiðum blettum Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að ógilda kosningu vígslu- biskups í Skálholtsumdæmi og einnig tilnefningar til vígslubiskupskjörs sem áður höfðu farið fram. Í bókun kjörstjórnarinnar sem lögð var fyrir kirkjuráð í gær kemur fram að þetta sé óhjákvæmilegt svo unnt sé að semja nýja kjörskrá og gefa sóknum tækifæri til að bæta úr annmörkum á vali kjörmanna. Kirkjuráð sam- þykkti jafnframt tillögu kjörstjórnar um að ný tilnefning hefjist 2. febrúar og kosning 9. mars. Kosning nýs vígslubiskups í Skál- holtsumdæmi var að komast á loka- stig fyrr í vetur þegar kjörstjórn þjóðkirkjunnar ákvað að fresta síð- asta hluta ferlisins. Kom í ljós í um- ræðum í kjölfar vals á presti við Dómkirkjuna í Reykjavík að ekki var rétt staðið að vali kjörmanna. Það eru þeir sömu og kjósa vígslubiskup og biskup. Kjörstjórnin fól starfsmönn- um Biskupsstofu að kanna hvernig staðið hefði verið að vali kjörmanna í öllu umdæminu. 109 ranglega á kjörskrá Hjördís Stefánsdóttir, formaður kjörstjórnarinnar, segir að komið sé í ljós að í að minnsta kosti 41 sókn af alls 164 hafi val á kjörmönnum ekki verið í samræmi við starfsreglur. Ekki hafi borist upplýsingar um val á kjörmönnum frá 23 sóknum. Segir Hjördís að 109 kjörmenn hafi verið á kjörskrá sem ekki áttu að vera þar, en kjörmenn eru alls 979, og fari fjölgandi. Helstu annmarkarnir eru þeir að kjörmenn voru ekki kosnir á safnaðarfundi heldur á fundi sóknar- nefndar eða á annan hátt. Þess vegna varð að mati kjör- stjórnarinnar ekki hjá því komist að ógilda kosninguna. Gefa kost á sér aftur Prestar og aðrir vígðir starfsmenn þjóðkirkjunnar tóku þátt í tilnefning- arferli þar sem valdir voru þrír fram- bjóðendur sem síðan var kosið á milli. Ekki eru efasemdir um rétt þeirra til að taka þátt. Hjördís segir að allir kjörmenn séu á sömu kjörskránni sem gefin var út áður en tilnefningar hófust. Ómögulegt sé að breyta kjör- skránni nema endurtaka tilnefn- inguna líka. Því hafi verið ákveðið að ógilda einnig tilnefningarnar og end- urtaka vígslubiskupsvalið frá upp- hafi. Kjörstjórn veitir sóknarnefndum frest til 12. janúar til að bæta úr ann- mörkum við val kjörmanna. Opið verður fyrir tilnefningar 2. til 7. febr- úar og vígslubiskupskjör fer síðan fram 9. til 21. mars. Í fyrri umferðinni í vetur var kosið á milli þriggja presta og fékk enginn meirihluta greiddra atkvæða. Séra Kristján Björnsson fékk flest at- kvæði og séra Eiríkur Jóhannsson fékk næstflest. Séra Axel Árnason Njarðvík varð þriðji og féll úr leik. Kjósa átti á milli Kristjáns og Eiríks en kjörstjórnin stöðvaði ferlið, eins og áður er getið. Séra Kristján skrifar á vefsíðu sína að hann vonist eftir því að hljóta góða tilnefningu presta og djákna að nýju og góðan stuðning frá kjörnefndar- fólkinu í öllu umdæmi Skálholts. Séra Axel skrifar að hann sækist eftir tilnefningu presta og djákna og muni síðan í kjölfarið leita eftir stuðningi að minnsta kosti 500 kjör- manna svo ekki þurfi að kjósa á ný. Kosningaferli endurtekið frá byrjun  Fjöldi kjörmanna við vígslubiskupskjör ranglega valinn  Kjörstjórn ógildir tilnefningar og kjör Morgunblaðið/Brynjar Gauti Skálholtskirkja Vígslubiskup um- dæmisins situr í Skálholti. „Ég kynnti þarna markmið Íslands um kolefnislaust Ísland 2040 og hvernig við hyggjumst ná því og það mæltist vel fyrir,“ sagði Katrín Jak- obsdóttir forsætisráðherra, sem kynnti áform nýrrar ríkisstjórnar í umhverfis- og loftslagsmálum á fundinum One Planet Summit sem haldinn var í París í gær. Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, bauð til leiðtogafundarins í tilefni af því að tvö ár eru frá undir- ritun Parísarsamkomulagsins í lofts- lagsmálum, í samstarfi við fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og forseta Alþjóðabankans. Fulltrú- ar frá um 130 ríkjum sóttu fundinn og skráðir þátttakendur voru um 4.000, m.a. fulltrúar ríkisstjórna, sveitarfélaga, félagasamtaka, fyrir- tækja, fjármálageirans og vísinda- samfélagsins. Metnaður í að vera á undan „Sem lítil þjóð með endurnýjan- lega orkugjafa þá eigum við mikil tækifæri til þess að ganga lengra og það var gerður góður rómur að því. Það eru fleiri þjóðir að setja sér slík markmið, en við erum metn- aðarfull í tímasetningum og ætlum að vera fimm árum á undan ná- grönnum okkar á Norðurlöndunum að því er fram kom á fundinum,“ segir Katrín. „Þetta var góður fundur,“ segir hún. „Þjóðarleiðtogar fóru þar yfir hvað þeir hafa gert til að fylgja eftir Parísarsamkomulaginu á síðast- liðnum tveimur árum. Þjóðir heims voru þar að kynna sín markmið, en líka aðrir aðilar, t.a.m. úr einkageir- anum og víðar að.“ Áherslan að þessu sinni hafi verið á fram- kvæmdaatriðin og hvernig eigi að ná settum markmiðum. „Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði við upphaf þessa fundar að hann teldi að við værum að tapa baráttunni nema mikið væri að gert,“ segir Katrín. „Ég held samt að fundurinn hafi skilið okkur eftir bjartsýnni en áður, því það er alveg ljóst að þjóðir heims taka þetta alvarlega.“ annaei@mbl.is Katrín kynnti kolefnis- laust Ísland 2040 í París AFP Ein pláneta Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mætir í hádegisverð hjá Frakklandsforseta í Élysée-höllinni.  Frakklandsforseti boðaði til fjölmenns loftslagsfundar Heilsast Emmanuel Macron og Katrín Jakobsdóttir takast í hendur. Útgerð Ögurvíkur hefur ákveðið að setja frystitogarann Vigra RE 71 á sölu. „Við héldum fund með áhöfn- inni í sl. viku, skipið er í slipp núna. Við tilkynntum að við hefðum hug á að endurnýja skipið, þ.e. setja Vigra á sölu og finna annað skip í stað- inn,“ segir Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Ögurvíkur, út- gerðarfélags í eigu Brims. „Það er nú þannig með sjómanna- lög og sjómannasamninga að áhafn- ir eru ráðnar á skip. Það er ekki hægt að flytja áhafnir á milli skipa öðruvísi en að segja upp ráðning- arsamningum. Ögurvík er ekki hætt útgerð, Vigri verður gerður út þar til hann selst. Við reiknum nú með að finna skip en við þurfum að selja þetta fyrst,“ segir Ægir Páll. Ástæðan sé að útgerðin hafi orðið að finna hagkvæmara skip vegna hækkunar ýmissa útgjalda ásamt veiðigjaldi sem hafi hækkað um 170% samtals á milli fiskveiðiáranna 2016-2017 og 2017-2018 miðað við forsendur á sömu veiði hjá útgerð Ögurvíkur. „Við erum að reyna að leita hag- kvæmari kosti vegna mikillar út- gjaldaaukningar. Við hefðum þurft annaðhvort að fjárfesta meira í Vigra, sem er orðinn 25 ára gamalt skip, eða reyna þessa leið, að selja hann og kaupa nýrra skip og við ákváðum að reyna þetta fyrst,“ seg- ir Ægir Páll sem segist eins og er ekki eiga von á öðru en að áhöfnin flytjist yfir á nýja skipið þegar þar að kemur. ernayr@mbl.is Ögurvík hyggst end- urnýja Vigra RE-71  Hagræðing vegna meiri kostnaðar Morgunblaðið/Árni Sæberg Til sölu Vigri RE-71 á leið til löndunar. Skipið er um þessar mundir í slipp.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.