Morgunblaðið - 13.12.2017, Síða 10

Morgunblaðið - 13.12.2017, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2017 m æ t i r þ í n u m þ ö r f u m Aeg ofnAr u p p l i f u n a ð e l d a lágmúla 8 · sími 530 2800 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Ársnotkun eldsneytis í sjávarútvegi 2016 var sú lægsta frá árinu 1990, bæði frá fiskiskipum og fiskimjöls- verksmiðjum. Fram til 2030 er reikn- að með að olíunotkun í sjávarútvegi dragist saman um 19%. Eldsneytis- notkun í sjávarútvegi minnkaði í heild um tæplega 43% frá árinu 1990 til árs- ins 2016. Þar af hefur eldsneytisnotk- un fiskiskipa minnkað um rúm 35% og fiskimjölsverksmiðja um tæp 84%. Stöðugleiki og ábyrg stjórnun Þetta er meðal þess sem fram kem- ur í umhverfisskýrslu Samtaka fyr- irtækja í sjávarútvegi Umhverfis- skýrsla SFS undir heitinu Nýting auðlindar og umhverfisspor. Þar er að finna margvíslegar upplýsingar um orkunotkun í sjávarútvegi og spá um framhaldið. Einkum er horft til ár- anna 1990 til 2030, en það er það tíma- bil sem Parísarsamkomulagið miðast við og er skýrslan gefin út á tveggja ára afmæli samkomulagsins. Ástæður samdráttar í eldsneytis- notkun sjávarútvegs frá 1990 til 2016 eru m.a. hátt olíuverð, minni afli, tækniframfarir sem auka afla á sókn- areiningu og samþjöppun í greininni. Nýrri og tæknivæddari skip munu draga enn frekar úr umhverfisáhrif- um sjávarútvegs. „Stöðugleiki undan- farin ár og áratugi, ásamt ábyrgri fiskveiðistjórnun, hefur leitt til þess að sjávarútvegsfyrirtæki eru sterkari einingar en oft áður og huga betur að umhverfismálum,“ segir í skýrslunni. Eldsneytisnotkun sjávarútvegsins var mest á árunum 1996 og 1997 þeg- ar mikil sókn var á fjarlæg mið, eins og til dæmis í Smuguna og til rækju- veiða á Flæmingjahatti. Frá 1997 hef- ur eldsneytisnotkun minnkað að með- altali um rúm 4% ári. Botnvarpan orkufrek Veiðar með botnvörpu vega þyngst í olíunotkun, en eru afar mikilvægar í hagkerfinu eins og sést af því að hlut- deild botnvörpuafla í heildarafla var 25% árið 2016 en verðmæti botn- vörpuaflans var 43% af heildarverð- mæti fiskafla af Íslandsmiðum það ár. Um það bil 50% af heildarolíunotkun fiskiskipa hafa stafað frá veiðum með botnvörpu, en er nú 48% og áætlað að hún verði um 45% árið 2030. Stærstur hluti botnfiskaflans árið 2016 fékkst í botnvörpu, rúm 54%, og með veiðum á línu, rúm 25%. Annar afli fékkst í net, dragnót og önnur veiðarfæri. Uppsjávaraflinn fékkst að langmestu leyti í flotvörpu, um 81% og í nót, um 17%. Stöðugt hefur dregið úr eldsneytisnotkun  Nýrri skip munu draga enn frekar úr umhverfisáhrifum Olíunotkun í sjávarútvegi 1990 til 2016 350 300 250 200 150 100 50 0 ’90 ’92 ’94 ’96 ’98 ’00 ’02 ’04 ’06 ’08 ’10 ’12 ’14 ’16 Heimild: Orkuspárnefnd 2016 Fiskveiðar Fiskimjölsverksmiðjur 325 142 248 Þúsundir tonna Fiskveiðiflotinn í tölum 1.000 900 800 700 600 500 500 400 300 200 100 0 Stærð (þús. BT) Vélarafl (MW) 2000 2005 2010 2016 Heimild: Samgöngustofa439 175 447 178 395 149 372 147 Fjöldi vél- og togskipa 808 862 761 790 Heildarafli Íslendinga af öllum miðum 2.000 1.500 1.000 500 0 ’82 ’84 ’86 ’88 ’90 ’92 ’94 ’96 ’98 ’00 ’02 ’04 ’06 ’08 ’10 ’12 ’14 ’16 Heildarafli 1982 til 2016, þúsundir tonna Heimild: Hagstofa Íslands Uppsjávarfiskur Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þessi viðgerð er heilmikil fram- kvæmd og dýr,“ segir Kristín Ró- bertsdóttir, formaður Húsfélags alþýðu, sem er eigandi styttunnar af Héðni Valdimarssyni sem stend- ur við Hringbraut í Reykjavík. Vegfarendur í Vesturbænum hafa eflaust tekið eftir því að styttan af Héðni hefur verið held- ur óhrjáleg að undanförnu, búið er að brjóta upp stöpulinn og raða varnarkeilum í kring eins og við- gerð standi yfir. Ekkert hefur þó gerst síðasta hálfa árið eða svo. „Við tókum eftir því að það voru lausar flísar á stöplinum und- ir styttunni og vildum laga þær. Svo þegar þetta var skoðað kom í ljós að stöpullinn var mikið skemmdur og það þarf að brjóta hann niður. Það hefur því miður dregist að framkvæma það,“ segir Kristín. „Við erum búin að semja við Ár- bæjarsafn og styttan af Héðni fer í geymslu þar á meðan framkvæmt verður. Stöpullinn verður steyptur þegar fer að vora og veður verður almennilegt,“ segir Kristín. Morgunblaðið/Eggert Bíður viðgerðar Styttan af Héðni Valdimarssyni má muna fífil sinn fegurri. Héðinn fær inni á Árbæjarsafni í vor Persónuvernd hefur vakið athygli bæjarstjórnar Garðabæjar á því að til- kynna þurfi um rafræna vöktun með eftirlitsmyndavél sem sett hefur verið upp við Álftanesveg og að slík vöktun þurfi að fullnægja skilyrðum og til- gangurinn að vera málefnalegur. Garðabær lét setja upp eftirlitsmyndavél við Álftanesveg, skammt frá hringtorginu til móts við Bessastaði. Gunnar Einarsson bæjarstjóri segir að þetta sé tilraunaverkefni sem unnið hafi verið í samvinnu við lögreglu og Neyðarlínu í kjölfar óska íbúa á Álftanesi. Tilgangurinn sé að auka öryggi íbúa. Myndavélin á að geta greint bílnúmer við ýmsar aðstæður. Gunnar segir að ekki verði dagleg vöktun á vélinni en hægt að skoða upplýsingar úr henni ef þess gerist þörf vegna einhverra atvika. Fram kom á fundi bæjarráðs í gær að verið er að undirbúa samstarfs- samning við lögregluna og Neyðarlínu og tilkynningu til Persónuverndar. helgi@mbl.is Athugasemdir við eftirlit Frá 2006 til 2016 hafa LÍÚ og síðan SFS sent á eigin vegum eða haft milligöngu um endurvinnslu á 8.400 tonnum af veiðarfæraúrgangi. sem samsvarar um 15-16.000 rúmmetrum eða 260 fjörutíu feta gámum. Af því sem safnaðist og var úr gerviefni, fóru nálægt 96% í endurvinnslu. Veiðarfæraúrgangur héðan er nú fluttur til Litháens til endurvinnslu og fer framleiðslan að stærstum hluta í raf- og bílaiðnað í Þýskalandi. Nýtast í bílaiðnaði 8.400 TONN AF VEIÐARFÆRUM Í ENDURVINNSLU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.