Morgunblaðið - 13.12.2017, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2017
Sími 555 2992 og 698 7999
• Við hárlosi
• Mýkir liðina
• Betri næringar-
upptaka
Náttúruolía sem hundar elska
Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana
okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta.
Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á
þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir
en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við
mælummeð Dog Nikita hundaolíu.
Páll Ingi Haraldsson
EldurÍs hundar
Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu
NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda
• Fyrirbyggir exem
• Betri og sterkari
fætur
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
BAKSVIÐ
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Samtök atvinnulífsins telja að í árs-
lok 2016 hafi skort a.m.k. tvö þúsund
íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, að því
er fram kemur í nýrri greiningu á
húsnæðismarkaðnum sem unnin hef-
ur verið af efnahagssviði samtak-
anna. „Við sjáum ekki betur en að
framboðsskortur-
inn muni fara
vaxandi á næstu
þremur árum ef
miðað er við taln-
ingu Samtaka
iðnaðarins og
áætlaða íbúða-
þörf á næstu ár-
um,“ segir Ásdís
Kristjánsdóttir,
forstöðumaður
efnahagssviðs
SA, í samtali við Morgunblaðið.
„Að okkar mati er húsnæðisvand-
inn fyrst og fremst framboðsskortur
og ef fram fer sem horfir mun skort-
urinn aukast á næstu árum. Það þarf
því að grípa til einhverra ráða strax
til að auka framboð íbúða til að unnt
sé að mæta væntri íbúðaþörf. Að
öðrum kosti mun skortur á framboði
einfaldlega áfram ýta undir frekari
hækkun íbúðaverðs, að öðru
óbreyttu,“ segir hún. Ásdís nefnir að
sú staða sem nú er uppi ætti ekki að
koma verulega á óvart því frá árinu
2010-2011, þegar lítið sem ekkert var
byggt af nýjum eignum, var varað
við aðsteðjandi framboðsskorti.
„Það þarf að gefa sér forsendur til
að meta framboðsskortinn og aðrir
hafa metið að uppsafnaður fram-
boðsskortur sé meiri. Til dæmis hef-
ur Íbúðalánasjóður metið að það
vanti 4.700 íbúðir í dag til að mæta
þörfinni. Hvort heldur sem er, þá
liggur alveg fyrir að það vantar þús-
undir íbúða til að mæta væntri
íbúðaþörf,“ segir Ásdís.
Þétting er tímafrek
„Á það hefur verið bent að þétting
byggðar sé tímafrek aðgerð og
fyrstu vísbendingar þess efnis eru
nú að koma fram. Ef miðað er við
tvær síðustu talningar Samtaka iðn-
aðarins þá er að hægja á áætluðu
framboði um 800 íbúðir fram til árs-
ins 2020. Það virðist ganga hægar að
koma nýju framboði á markaðinn,“
segir Ásdís. Hún nefnir að þó að það
sé æskilegt að þétta byggð á höfuð-
borgarsvæðinu, enda vandfundin
dreifðari byggð, þá þurfi um leið að
fjölga lóðum innan borgarmarkanna
til að tryggja nægt framboð. Einkum
nú þegar framboðsskorturinn sé eins
mikill og raun ber vitni.
Fram kemur í skýrslunni að mun
minna hafi verið byggt á umliðnum
árum en á árunum 1984 til 2008. Á
árunum 1983-2001 voru byggðar
1.125 íbúðir að meðaltali ári, á ár-
unum 2002-2008 voru byggðar 1.790
íbúðir að meðaltali en á árunum
2009-2016 var einungis byggð 781
íbúð að meðaltali á ári. Það er því
byggt 30% minna nú en á árunum
1983-2001.
Ásdís vekur athygli á því að ef ný
mannfjöldaspá Hagstofu Íslands
gangi eftir þá muni meðalþörf íbúða
á næstu árum aukast verulega. Á ár-
unum 2017-2020 verði árleg þörf um
2.100 nýjar íbúðir á höfuðborgar-
svæðinu. Til samanburðar var
meðalþörfin í kringum 1.800 í fyrra
og enn minni árin þar á undan.
Erlendu vinnuafli fjölgar
„Lítið atvinnuleysi og skortur á
vinnuafli leiðir til fjölgunar á erlendu
vinnuafli. Það sem af er þessu ári eru
aðfluttir umfram brottflutta nú þeg-
ar 7.000 manns, svo mikil fjölgun
hefur ekki mælst frá því mælingar
hófust,“ segir Ásdís.
Að hennar sögn hefur íbúðaverð
hækkað umfram almennt verðlag og
laun í landinu frá því efnahagsbatinn
hófst í ársbyrjun 2011, sem m.a. má
rekja til framboðsskorts. Íbúðaverð
hefur hækkað um 93% á tímabilinu,
laun um 65% en almennt verðlag um
22%. Raunverð íbúðarhúsnæðis er
nú í sínu hæsta gildi, eða 2% hærra
en árið 2008. Fram kemur í greining-
unni að verðhækkanir á fasteigna-
markaði séu ekki skuldsettar heldur
drifnar áfram af vaxandi tekjum.
Staðan á húsnæðismarkaði er því allt
önnur en var hér í síðustu uppsveiflu.
Að sögn Ásdísar er húsnæðisvand-
inn í dag fyrst og fremst vegna
skorts á framboði. „Í því ljósi er
athyglisvert að úrræði hins opinbera
á húsnæðismarkaði hafa einkum
beinst að stuðningi við eftirspurnina.
Slíkar aðgerðir ýta hins vegar oftast
nær undir frekari hækkun íbúða-
verðs. Eðlilegra hefði verið að beina
úrræðum á framboðshliðina í aukn-
um mæli.“
SA segja að fasteignaverð hafi hækkað mikið m.a. vegna framboðsskorts
Miðgildi
húsnæðis kostnaðar
*Miðað við jafnvægi á húsnæðismarkaði um aldamótin
Heimildir: Þjóðskrá Íslands, útreikningar efnahagssviðs SA
2.000
1.000
0
-1.000
-2.000
Grikkland
Holland
Danmörk
Þýskaland
Sviss
Búlgaría
Tékkland
Ungverjal.
Pólland
Slóvakía
Svíþjóð
ESB
Bretland
Ísland
Belgía
Noregur
Króatía
Lettland
Austurríki
Litháen
Tyrkland
Portúgal
Frakkland
Spánn
Finnland
Írland
Eistland
Slóvenía
Ítalía
London
París
Prag
Róm
Vín
Búdapest
Bratislava
Varsjá
Vilníus
Ríga
Stokkhólmur
Aþena
Helsinki
Madríd
Lissabon
Tallinn
Bern
Amsterdam
Ljubljana
Berlín
Lúxemborg
Kaupmannah.
Brussel
Reykjavík
60,7
41,7
36,8
34,8
33,5
30,1
29,5
29,4
25,1
21,8
20,4
19,7
19,2
19,0
18,4
18,2
17,8
17,7
15,4
13,6
9,2
8,8
8,4
6,1
35,3
26,3
22,6
21,6
20,9
20
19,4
18,0
17,4
17,1
16,9
16,7
16,5
16,5
15,5
15,5
14,7
14,1
14,0
13,8
13,7
13,4
13,1
12,5
12,3
12,2
12,1
11,8
11,4
Sem hlutfall af
ráðstöfunar tekjum árið 2015
Uppsafnað framboð/skortur á íbúðarhúsnæði 2009 til 2016
Fasteignaverð í Stokkhólmi er meira
en þrisvar sinnum hærra en í Reykjavík
Húsnæðiskostnaður er 37% hærri
í Danmörku en á Íslandi
Fasteignaverð
Sem hlutfall af meðal árslaunum
Meðalverð á 120 fermetra íbúðarhúsnæði
miðsvæðis í höfuðborg hvers lands
H
ei
m
ild
: O
C
ED
, G
lo
ba
l p
ro
pe
rt
y
gu
id
e
og
ú
tr
ei
kn
in
ga
r e
fn
ah
ag
ss
vi
ðs
S
A
H
ei
m
ild
: E
ur
os
ta
t
-1.878
Uppsafnað framboð/skortur*
2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016
Fullgert á árinu
Þörf fyrir íbúðarhúsnæði
+37%
x3,3
Ásdís
Kristjánsdóttir
● GAMMA hefur tekið að sér rekstur 7
milljarða króna þróunarsjóðs sem veitir
styrkjafjármögnun til jarðvarmaverk-
efna í Suður-Ameríku. Rekstur sjóðsins
er í samstarfi við Interlink Capital
Strategies, bandarískt ráðgjafarfyrir-
tæki sem sérhæfir sig í fjármögnun og
viðskiptaþróun í nýmarkaðsríkjum.
Sjóðurinn var stofnaður á síðasta ári
en fyrsta úthlutun úr honum átti sér
stað nú í haust. Sjóðurinn er nú þegar
um 65 milljónir bandaríkjadala að
stærð, jafnvirði tæplega 7 milljarða
króna eins og fyrr segir. Áætlað er að
snemma á næsta ári verði sjóðurinn allt
að tvöfaldaður með fjármagni frá nú-
verandi sjóðsfélögum, að því fram kem-
ur í tilkynningu frá GAMMA. Sjóðurinn
er að mestu fjármagnaður af þýska
þróunarbankanum KfW í samstarfi við
Evrópusambandið.
„Við hjá GAMMA höfum óbilandi trú á
möguleikum jarðvarma, ekki aðeins á
Íslandi, heldur um allan heim, og teljum
að hann muni leika sífellt stærra hlut-
verk í raforkuframleiðslu á heimsvísu,“
er haft eftir Gísla Haukssyni stjórnar-
formanni í tilkynningu.
GAMMA tekur að sér
rekstur 7 milljarða sjóðs
Morgunblaðið/Golli
Orka Sjóðurinn veitir styrkjafjármögnun
til jarðvarmaverkefna í Suður-Ameríku.
13. desember 2017
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 103.84 104.34 104.09
Sterlingspund 138.89 139.57 139.23
Kanadadalur 80.76 81.24 81.0
Dönsk króna 16.449 16.545 16.497
Norsk króna 12.384 12.456 12.42
Sænsk króna 12.228 12.3 12.264
Svissn. franki 104.71 105.29 105.0
Japanskt jen 0.9153 0.9207 0.918
SDR 146.58 147.46 147.02
Evra 122.46 123.14 122.8
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 150.5583
Hrávöruverð
Gull 1251.4 ($/únsa)
Ál 1991.5 ($/tonn) LME
Hráolía 63.29 ($/fatið) Brent
STUTT
„Fasteignaverð miðsvæðis í
Reykjavík er lágt í samanburði
við stórborgir erlendis. Fast-
eignaverð í miðbæ Stokkhólms
er meira en þrisvar sinnum
hærra en sambærileg eign í
miðbæ Reykjavíkur,“ segir í
greiningu Samtaka atvinnulífs-
ins um fasteignamarkaðinn.
„Þá er áhugavert að bera sam-
an húsnæðisverð miðsvæðis í
Reykjavík sem hlutfall af árstekj-
um við sambærilega eign í öðr-
um stórborgum. Niðurstaðan
leiðir í ljós að þrátt fyrir verulega
hækkun húsnæðisverðs á undan-
förnum árum, einkum mið-
svæðis, þá er fasteignaverð í
Reykjavík lágt í þessum saman-
burði. Þó er mikilvægt að hafa í
huga að samanburðurinn er við
aðrar stórborgir og þar er mið-
bæjarálagið eðlilega margfalt
hærra.“ segir Ásdís.
Það eru vísbendingar þess
efnis að unga fólkið hérlendis
búi lengur en áður í foreldra-
húsum. Aftur á móti flytja ís-
lensk ungmenni almennt fyrr að
heiman en önnur ungmenni í
Evrópu. Um 14% Íslendinga á
aldrinum 25-34 ára búa í for-
eldrahúsum en meðaltalið í Evr-
ópusambandinu er 29%, segir í
greiningunni.
Flytjum fyrr
að heiman
ÍSLENSK UNGMENNI
Lóðaskortur fer vaxandi