Morgunblaðið - 13.12.2017, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2017
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is
Láttu drauminn rætast.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Magnús Geir Þórðarson útvarps-
stjóri segir trúnað gilda um skulda-
stöðu RÚV. Af þeim sökum sé ekki
hægt að upplýsa um skuldastöðuna.
Fram kom í Morgunblaðinu um
mánaðamótin að RÚV hefði selt
byggingarlóðir í Efstaleiti fyrir um
2,2 milljarða króna. Það var um 600
milljónum meira en áður var áætlað.
Vegna fréttar
blaðsins sendi
stjórn RÚV til-
kynningu til
Kauphallarinnar.
Var það gert
vegna skráðs
skuldabréfs RÚV
í Kauphöllinni. Sú
eign skapar til-
kynningaskyldu.
Magnús Geir
vísaði til þessara
reglna þegar Morgunblaðið spurðist
fyrir um skuldastöðu RÚV í kjölfar
lóðasölunnar. Hafði blaðið þá tvisvar
spurt um málið en ekki fengið svar.
Samkvæmt ársreikningum RÚV
lækkuðu skuldir félagsins úr um 6,7
milljörðum 2015 í 6 milljarða 2016.
Þá kom fram í árshlutareikningi
sem birtur var 30. júní sl. að skuldir
höfðu lækkað úr 5.968 í 5.915 millj-
ónir frá áramótum. Á sama tímabili
lækkaði eigið fé og skuldir úr 7.837
milljónum í 7.739 milljónir.
Samið við LSR
Skuldavandi RÚV er að hluta til-
kominn vegna lífeyrissgreiðslna á
þriðja hundrað starfsmanna. Hefur
stjórn RÚV reynt að semja við LSR
(Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins)
um endurfjármögnun skuldabréfs
vegna þessara skuldbindinga. LSR
gerir kröfu um 5% vexti og verð-
tryggingu. Telur stjórn RÚV það
yfir markaðsvöxtum á lánum með
ríkisábyrgð. Síðustu misseri hefur
RÚV að jafnaði aðeins greitt vexti af
umræddu skuldabréfi.
Herma heimildir blaðsins að sú
leið kunni að verða farin að lengja í
láninu að baki skuldbindingunum.
Lánið er nú til næstu átta ára.
Annað vandamál RÚV er að lög
um opinber fjármál þykja þrengja að
tekjuöflun félagsins vegna útvarps-
gjalda. Þau renni ekki óskert til
RÚV. Áætlað er að fjölgun greið-
enda, þ.m.t. lögaðila, skili ríkissjóði
auknum tekjum af útvarpsgjaldi
næsta ár.
Fram kemur í ársreikningi RÚV
2016 að „félagið [færði] söluhagnað
vegna sölu byggingarréttar á lóðinni
við Efstaleiti 1 á árinu, en hagnaður
vegna sölu byggingarréttarins nem-
ur 1.534 milljónum“.
Samkvæmt heimildum blaðsins
voru um 800 milljónir greiddar fyrir
lóðirnar í kjölfar útboðs 2015. RÚV
hafi í ársreikningi bókfært varfærið
mat á áætluðum tekjum af lóðunum.
Taldi heimildarmaður blaðsins að
umræddur hagnaður, 1.534 milljón-
ir, væri varfærið mat á söluverði að
frádregnum kostnaði við breytingar
á Útvarpshúsinu. Vegna aukins
byggingarmagns jókst verðmæti
lóðanna um 600 milljónir.
Haft var eftir Magnúsi Geir í
Morgunblaðinu um daginn að væri
þessi kostnaður dreginn frá væri
nettóávinningur RÚV af sölunni og
breytingunum tæpir 2 milljarðar.
Lóðasala myndi skila 2,2 milljörðum.
Fer í að greiða skuldir
Þá sagði Magnús Geir að það sem
eftir stæði af þessari upphæð, eða
um 1,2 milljarðar, yrði greitt fyrir
áramót. Hann sagði aðspurður við
vinnslu þessarar fréttar að tekjurnar
færu í að greiða skuldir RÚV. M.t.t.
kostnaðar við framkvæmdir við Út-
varpshúsið kann lóðasalan að lækka
skuldirnar um milljarð, eða í 5 millj-
arða, um áramótin. Það fæst sem
fyrr segir hins vegar ekki staðfest
hjá útvarpsstjóra.
Spurður hvað ætla megi að skuldir
RÚV hafi lækkað mikið í árslok,
m.t.t. tekna af lóðasölu, vísaði út-
varpsstjóri til vanda félagsins.
Unnu að þróun svæðisins
„RÚV hafði verið yfirskuldsett um
margra ára skeið, ekki síst vegna
gamalla lífeyrissjóðsskuldbindinga.
Til að vinna að úrbótum á þessu fór-
um við í þróun svæðisins og sölu á
byggingarrétti árin 2014 og 2015 í
þeim tilgangi að lækka skuldir fé-
lagsins og hækka eiginfjárhlutfall.
Eins og fram kom í nýlegri tilkynn-
ingu til Kauphallarinnar er gert ráð
fyrir að tekjur RÚV vegna þessa
verði um 2,2 milljarðar króna. Rétt
er að taka fram að endanlegt upp-
gjör í tengslum við söluna og kostnað
RÚV við endurgerð á lóðinni hefur
ekki farið fram. Hærra söluverð mun
gera félaginu kleift að greiða niður
meira af skuldum og hækka eigið fé.
Í ársreikningi félagsins fyrir árið
2017 mun verða birt endanlegt upp-
gjör á söluhagnaðnum.
Á þessu tímabili var einnig hag-
rætt í rekstri félagsins til að bregð-
ast við lækkun á útvarpsgjaldi, tak-
mörkun á möguleikum til
auglýsingasölu og til að tryggja
hallalausan rekstur. Það hefur tekist
og hefur rekstur RÚV verið halla-
laus á tímabilinu.“
Útvarpsstjóri sagði aðspurður að
eigið fé RÚV hefði aukist.
„Um mitt ár 2014 var eigið fé RÚV
5,5% en um síðustu áramót var eigin-
fjárhlutfall komið upp í 23,8%. Í árs-
reikningi RÚV fyrir árið 2017 mun
liggja fyrir hvert eiginfjárhlutfall
RÚV verður um áramót.“
Loks sagði Magnús Geir að þótt
sölutekjur RÚV af lóðunum hefðu
farið fram úr væntingum væri það
„enn mat stjórnar og stjórnenda að
skuldsetning RÚV væri mikil“.
RÚV semur um uppgjör skulda
RÚV skuldaði 6 milljarða á miðju ári Eiginfjárhlutfallið fer hækkandi RÚV semur við LSR um
lífeyrisskuldbindingar Útvarpsstjóri segir skuldir RÚV vera trúnaðarmál þar til ársreikningur birtist
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Útvarpshúsið í Efstaleiti RÚV glímir við mikinn skuldavanda. Sala lóða átti að grynnka á skuldunum.
Magnús Geir
Þórðarson
Skuldir og eigið fé RÚV
Milljónir króna
*1.9. 2013-31.8. 2014.
**1.9. 2014-31.12. 2015.
***1.12. 2016-31.12. 2016.
****Árshlutareikningur fyrir
tímabilið 1.1. til 30.6. 2017.
*****Miðað við breytingu
á vísitölu neysluverðs frá
ágúst 2014 til júní 2017.
Heimildir:
Ársreikningar RÚV.
2014* 2015** 2016*** 2017****
Breyting
2014-2017
Skuldir 6.586 6.693 5.968 5.915 -671
Á verðlagi í júní 2017***** 6.896 6.882 6.023 5.915 -981
Eigið fé 382 440 1.869 1.825 1.443
Skuldir og eigið fé 6.968 7.133 7.837 7.739 771
8.000
6.000
4.000
2.000
0
6.968 7.133
7.837 7.739
2014* 2015** 2016*** 2017****
Tilkynningum um innbrot fjölgaði
mikið í nóvember miðað við meðal-
fjölda sl. mánuði á undan. Um 102
tilkynningar er að ræða og eru
þetta hæstu tölur síðan í apríl 2016
en tilkynntum innbrotum hefur
fjölgað töluvert sl. mánuði.
Þetta kemur fram í skýrslu um
afbrotatölfræði frá lögreglustjór-
anum á höfuðborgarsvæðinu fyrir
nóvember, sem birt er á vef lög-
reglunnar. Í skýrslunni eru teknar
saman upplýsingar um helstu af-
brot sem hafa verið tilkynnt til lög-
reglu. Fjallað er um þróunina á síð-
ustu 13 mánuðum og tölur það sem
af er ári bornar saman við sama
tímabil síðustu þriggja ára.
Ofbeldisbrotum fjölgar einnig
Tilkynningum um ofbeldisbrot
fjölgaði einnig töluvert í nóvember
miðað við meðalfjölda síðustu mán-
uði á undan. Nytjastuldi, eigna-
spjöllum og ölvunarakstursbrotum
fækkaði. Lögreglunni á höfuðborg-
arsvæðinu bárust 734 tilkynningar
um hegningarlagabrot í nóvember
og fækkaði tilkynningum nokkuð á
milli mánaða. ernayr@mbl.is
Innbrotum fjölgar
og ofbeldi eykst
Morgunblaðið/Eggert
Fjölgun Tilkynntum innbrotum fjölgaði og voru 102 í nóvember.