Morgunblaðið - 13.12.2017, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 13.12.2017, Qupperneq 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2017 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma Í bókatíðindum 2017 er getið fjögurra bóka, sem helgaðar eru Mar- teini Lúter (1483-1546), reyndar fimm því ein þeirra er í tveim bind- um. Allar þessar bækur eru gefnar út til að minnast þess að 31. október sl. voru liðin 500 ár frá því að Lúter, sem þá var prestur og háskólakennari í þýska bænum Witt- enberg, festi á dyr hallarkirkjunnar þar (árið 1517) 95 staðhæfingar gegn aflátssölu, en sala syndakvittana stóð þá með miklum blóma í landinu. Þótt Luter ritaði staðhæfingar þessar á latínu, voru þær innan skamms þýddar á þýsku og fóru eins og eldur í sinu um allt Þýskaland. Marteinn Lúter hafði hrundið af stað þeirri hreyfingu sem lúters- trúarmenn nefna siðbót, kaþólskir uppreisn Lúters en Íslendingar láta sér nægja að kalla siðaskipti. Wittenberg er ekki stór borg, en gömul, fékk kaupstaðaréttindi árið 1293. Árið 1502 var þar stofnaður há- skóli, sem fljótlega varð einn af þekktustu háskólum Evrópu. Vegna starfa sinna í Wittenberg og trúlega fyrir eigin áhuga sökkti Lúter sér niður í biblíulestur og rannsóknir á því riti og komst að þeirri niðurstöðu að postulinn Páll hefði haft rétt fyrir sér er hann reit Rómverjum: En hinn réttláti mun lifa fyrir trú. (Róm- verjabréfið 1.17.) Þessi sannfæring Lúters gerði að engu í huga hans þá staðhæfingu kaþólsku kirkjunnar, að utan hennar væri enga sáluhjálp að hafa og gat vart til annars leitt en beinnar uppreisnar gegn þeirri kirkju. Af- látssalan illræmda rak svo smiðs- höggið á afstöðu Lúters. Sú var kenning kaþólikka að Kristur og með honum dýrlingar kirkjunnar hefðu með líferni sínu fögru, stofnað eins konar sjóð góðverka og væri sá sjóð- ur í vörslu kirkjunnar. Aflátssalan var ávísun á þennan sjóð og leysti syndugan mann frá refsingu þessa heims og annars. Það var ekki bara Lúter sem gerði garðinn frægan í Wittenberg á þess- um tíma, vert er einnig að minnast nánasta samstarfsmanns hans, Filip- usar Melanktons (1497-1560), sem þar starfaði einnig um árabil. Það var t.d. hann sem samdi fyrir ríkisþingið í Augsburg á 1530 ,,Hina óumbreyttu Augsburgarjátningu“, sem hefur verið kölluð ,,Stefnuskrá hinnar lút- ersku kirkju“. Á ríkisþingið í Worms (1521) mætti Lúter til að verja skoðanir sín- ar. Hann kom þangað í griðum en fór þaðan sekur maður, réttdræpur hvar sem hann fyndist. Friðrik vitri kjör- fursti á Saxlandi (1463-1525) lét nema hann á brott og kom honum fyrir í Wartburgarkastala, þar sem hann vann að biblíuþýðingu sinni, einhverju mesta afreki í þýskum bók- menntum og skapaði með því þýskt bókmál. Lúter varð í lífi sínu einn mesti áhrifavaldur þýskrar sögu og raunar mannkynssögunnar um leið. En skugga bregður þó líka á sögu hans og honum alldökkum. ,,Hver maður er eins og guð gerði hann og oft verri“, sagði Sanco Pancha. Með- an á dvöl Lúters í Wartburgarkast- ala stóð fór flest úrskeiðis í Witten- berg og hreyfing hans lenti inn á brautir þær, sem Lúter voru lítt að skapi. Ýmsir hópar í trúarvímu óðu um borgina og brutu og eyðilögðu flest það sem minnti á kaþólska trú og hvöttu aðra til að gera slíkt hið sama. ,,Saga mannfélagsins hefur fram að þessu verið saga um stétta- baráttu“ (Kommúnistaávarpið 1848). Það umhverfi sem mótaði Lúter var ekki undantekning þar frá, nema síður væri. Í bæjunum rákust á hags- munir handverksmanna og auðugra kaupmanna, í sveitunum ánauðugra bænda og landaðals og blóðug stétta- átök voru algeng. Samtímis því að Lúter skakkaði leikinn í höfuðvígi sínu, Wittenberg, gerðu svokallaðir ríkisriddarar uppreisn. Þar var um að ræða aðalsmenn, áhangendur Lúters, sem fannst hagur sinn mjög þrengdur af kaþólsku kirkjunni, furstunum og hinni ört vaxandi borg- arastétt. Þessa uppreisn (1522-1523) börðu furstar Rínarhéraðanna niður með harðri hendi. Hún var þó aðeins eins konar forleikur þess sem í vænd- um var, „Bændastríðsins mikla“, sem hófst 1525 í S- Þýskalandi og breidd- ist þaðan út, svo hratt að um tíma var allt Þýskaland ef undan er skilið N- Þýskaland og Bæheimur á valdi bænda. En Adam var ekki lengi í Paradís og skyndilega var uppreisnin að engu orðin. Bændur skorti heilsteypta for- ystu, vopn og þjálfun og þegar upp kom á meðal þeirra alls konar ágrein- ingur var uppreisnin dæmd til að mistakast. Bændur biðu mikinn ósig- ur við Frankenhausen og eftir hann voru þeir brytjaðir niður hvar sem til þeirra náðist. Áætlað er að um 100 þúsund þeirra hafi látið líf sitt af völdum þessarar styrjaldar. Í bændastríðinu taldi Lúter sig þurfa að sýna svo ekki færi á milli mála hvar hann stæði í þessum stormum sinnar tíðar, enda kenndu kaþólikkar honum um að vera valdur að upp- reisninni. Hann skrifaði bækling gegn bændum sem birtist þegar sýnt var orðið að þeirra væri ósigurinn. Þetta var hið versta rit og nánast við- bjóðslegt aflestrar. Dæmi: „Því eiga allir, hver sem betur getur, að berja, drepa og stinga leynt og ljóst, minn- ugir þess að ekkert getur verið eitr- aðra, skaðvænna og djöfullegra en uppreisnaseggur.“ „Bændur hafa vonda samvisku og rangan málstað... sérhver bóndi sem drepinn er er glataður á líkama og sál og eign djöf- ulsins um alla eilífð. En yfirvöldin hafa góða samvisku og réttlátan mál- stað.“ „Furðulegir þessir tímar þeg- ar fursti getur þjónað himninum bet- ur með blóðsúthellingum en bænargjörð.“ Það er áreiðanlega leitun að manni sem hefur snúist eins harkalega gegn stétt sinni og uppruna og bóndason- urinn Lúter gerði gegn þýskum bændum í „Bændastríðinu mikla“, enda áttu kenningar hans ekki upp á pallborðið hjá alþýðu S-Þýskalands að stríðinu loknu, mikill hluti hennar – og ekki þá síst bændur og búalið – leitaði huggunar í trú feðra sinna og hefur haldið fast við kaþólska trú allt fram á þennan dag. Eftir Ólaf Þ. Jónsson » Það er áreiðanlega leitun að manni sem hefur snúist eins harka- lega gegn stétt sinni og uppruna og bóndason- urinn Lúter gerði gegn þýskum bændum í „Bændastríðinu mikla“. Ólafur Þ. Jónsson Höfundur er skipasmiður. Lúter og Bændastríðið mikla 1525 Það er einstak- lega skrýtið að allir séu svona hissa þegar þeir sjá hversu margir hafa orðið fyrir kynferð- islegri áreitni þeg- ar allir tjá sig um það eins í #metoo- átakinu á Face- book. Þöggunin er stór þáttur í því að við erum þar sem við erum í dag og hún byrjar snemma. Ég þekki stelpu á grunn- skólaaldri sem hafði áhygjur af fimm daga skólaferð vegna þess að bekknum var skipt í hópa og hún lenti með drengjum sem báru enga virðingu fyrir kven- mönnum. Hún hafði auk þess bara eina af vinkonum sínum með sér í þessum hóp, meðan tíu aðrar bestu vinkonur hennar voru sam- an í öðrum hóp. Ég hafði því sam- band við kennara hennar og lýsti þessum áhyggjum fyrir honum í tölvupósti. Hann svaraði mér því að hún yrði ekki með þessum drengjum nema í sex klukkustundir á dag og að hann gæti ekk- ert í þessu gert ann- að en að láta starfs- fólkið á staðnum vita. Þegar hún kom heim sagði hún mér að þegar þau voru að gera eina æfinguna kom einn strákanna oft við rassinn á henni, hún vildi ekki segja neitt því það gæti verið að þetta hafi bara ver- ið óvart og því hefði verið vand- ræðalegt að nefna það. Ef ungir krakkar eru aldir upp við að eiga ekki að standa upp fyrir sjálfum sér og segja hvað gerðist, er ekkert skrýtið að þau geri það ekki sem fullorðið fólk. Eftir Hrefnu Hjörvarsdóttur Hrefna Hjörvarsdóttir » Þöggun sam- félagsins hefst í grunnskóla og heldur bara áfram eftir það. Höfundur er nemi í MA. hrefnahjorvars@gmail.com Þöggun samfélagsins Það er svo sárt að sakna en það er gott að gráta. Tárin eru dýr- mætar daggir, perlur úr lind minninganna. Minn- inga sem tjá kærleika og ást, væntumþykju og þakklæti fyrir liðna tíma. Minninga sem þú einn átt og enginn getur afmáð eða frá þér tekið. Tárin mýkja og tárin styrkja. Í þeim speglast fegurð minn- inganna. Gráttu, „því að sælir eru sorg- bitnir því þeir munu huggaðir verða“. Sælir eru þeir sem eiga von á Krist í hjarta því að þeir munu lífið erfa og eignast framtíð bjarta. Leyfðu sorginni að hafa sinn tíma og fara í sinn eðlilega farveg. Svo mun það gerast, smátt og smátt að þú gefst upp fyrir henni og minningarnar björtu og góðu komast að, taka við og búa með þér. Ómetanlegar minningar sem eng- inn getur frá þér tekið. Að harðasta vetrinum loknum fer svo aftur að vora og yljandi vindar taka um þig að leika og litskrúðug ólýsanlega fögur blóm gera vart við sig, hvert af öðru. Þau taka að spretta umhverfis lind minninganna. Blessaðir séu þeir sem gefa sér tíma til að strjúka vanga og þerra tár af kinn bara með því að faðma og vera til staðar. Því mundu að með veru þinni getur þú fært sálir fólks upp úr dimm- ustu kjöllurum og upp á björtustu svalir. Forðastu ekki þá sem sorgin hefur bitið. En mundu að spakmæli, reynslusögur, viðmið eða of mörg orð yfirleitt eiga ekki við í húsum sem sorgin hefur sótt heim. Hlustaðu bara og vertu í þolinmæði. Því þegar þú vitjar sjúkra, sorgbit- inna eða þeirra sem ellin þjakar þarftu nefnilega ekki endilega að staldra svo lengi við. En vertu á meðan þú ert, án þess að vera sífellt að líta á klukkuna. Trú, von og kærleikur Öll þurfum við á trú að halda og von. Það fer enginn neitt og gerir ekki neitt án vonar. Fólk sem biður fyrir veikum ástvinum þarf á trú og von að halda. Einnig þeir sem vaka yfir deyjandi ást- vini. Og líka þegar við höfum misst og við syrgjum og söknum. Þá þurfum við á voninni að halda og trúnni og ekki síst hinum umvefjandi kærleika Krists sem getur líka birst í faðmlagi og umhyggju samferðamanna okkar og fólksins í kringum okkur. Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson » Fegraðu umhverfi þitt með gjöfum. Stráðu fræjum kærleika og frið- ar. Og þín verður minnst sem þess sem elskaði og bar raunverulega umhyggju fyrir fólki Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. Perlur úr lind minninganna Jarðneskir englar Fegraðu umhverfi þitt með gjöfum. Stráðu fræjum kærleika, umhyggju og friðar. Og þín verður minnst sem þess sem elskaði. Þess sem bar raunveru- lega umhyggju fyrir fólki. Boðberar kærleikans eru jarðneskir englar sem leiddir eru í veg fyrir fólk til að veita umhyggju, miðla ást, fylla nú- tíðina innihaldi og tilgangi, veita fram- tíðarsýn vegna tilveru sinnar og kær- leiksríkrar nærveru. Þeir eru jákvæðir, styðja, uppörva og hvetja. Þeir sýna hluttekningu, umvefja og faðma, sýna nærgætni og raunverulega umhyggju í hvaða kringumstæðum sem er án þess að spyrja um endurgjald. Með kærleiks- og friðarkveðju. Lifi ljósið og lifi lífið!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.