Morgunblaðið - 13.12.2017, Qupperneq 25
Eftir kynni afargóð
ég alltaf mun þín sakna.
(Guðrún V. Gísladóttir)
Ég elska þig og sakna þín, elsku
amma.
Hjördís.
Hjördís, elskuleg mágkona mín
og vinkona kvaddi skyndilega. Fal-
legu orðin hans Braga Valdimars
Skúlasonar koma upp í hugann:
Líttu sérhvert sólarlag,
sem þitt hinsta væri það.
Því morgni eftir orðinn dag
enginn gengur vísum að.
Ég hitti Hjördísi fyrst þegar
hún var 12 ára og ég nýorðin 16
ára, trúlofuð Vilhjálmi – Villa bróð-
ur hennar sem var 17 ára. Við urð-
um strax miklar vinkonur. Ein-
stakur dugnaður einkenndi
Hjördísi, til marks um það fór hún
aðeins 12 ára að vinna í sveit heilt
sumar og tók Ástþór bróður sinn
átta ára með sér, til að létta undir,
þar sem erfiðleikar steðjuðu að á
heimilinu. Hjördís var bara 15 ára
þegar hún kynntist ástinni sinni og
síðar eiginmanni, honum Didda –
Kristni Antonssyni. Þau eignuðust
fimm myndarbörn – öll efnisfólk og
foreldrum sínum til sóma. Hjördís
og Diddi voru sérlega samhent og
samstíga hjón í öllu sínu lífi. Börnin
okkar Villa og börnin þeirra komu í
heiminn á svipuðum tíma. Tíður
samgangur var á milli heimilanna –
farið í ótal ferðalög og áttum við
margar ánægjustundir. Hjördís
var bóngóð og reyndist Villa mín-
um einstök systir í hans löngu veik-
indum – sporlétt kíkti hún til hans
á Landspítalann en þar vann Hjör-
dís í mörg ár og var einkar vel liðin.
Hjördís missti Didda sinn fyrir níu
árum og finnst mér eins hún hafi
aldrei alveg fundið lífstaktinn eftir
það. Þegar við vorum báðar orðnar
ekkjur drifum við okkur í ýmsar
ferðir bæði innanlands og utan.
Undarfarnir sjö mánuðir voru
Hjördísi minni erfiðir og nú hefur
þessi elsku besta vinkona mín
fengið hvíldina. Ég hugsa oft og
mikið til hennar. Alltaf gátum við
leitað hvor til annarrar með hvað
eina – slíkt er ómetanlegt. Ég
sendi börnunum hennar frá mér og
mínum börnum óskir um allt gott í
lengd og bráð. Guð blessi allar
björtu minningarnar um mína
kæru mágkonu. Veri Hjördís
Hjörleifsdóttir góðum Guði falin
með hjartans þökk fyrir samferð-
ina.
Ásgerður Birna
Björnsdóttir.
alla tíð í hjarta sínu. Blessuð sé
minning hennar.
Gunnar Þorri Pétursson.
Í upphafi og í blálokin
og innst inni
ertu lífið
allt það ljóð
öll sú óþekkt
en mest allan tímann
ertu þjóðfélagsþegn
og sinnir skyldum
í útjaðri sjálfs þín
þar sem hlutirnir
taka við af lífinu
(Jónas Þorbjarnarson)
Við hittumst oft á förnum vegi,
þú með þína byrði, innkaupapoka
úr búðinni eða á leiðinni í Happ-
drættið, til að styðja við þá sem
gengu menntaveginn. Föðmuð-
umst og kysstumst og spjölluðum
smá, aðallega um fjölskylduna,
sem var þín ær og kýr, vissir allt
um alla, hvað hver var að gera og
hvernig þræðir sumra ófu sig
áfram í heljarinnar glitklæði.
Upplýsingaskyldan var þér í blóð
borin. Vissir hvenær hver átti
afmæli, eða var í útvarpinu með
erindi, í sjónvarpinu í viðtali, við
upplestur úr bók eða í útlöndum
að frumsýna bíómynd. Ekkert fór
fram hjá þér.
Ekki nóg með að þú hefðir allar
þessar óskastundir í lífi annarra,
tíma- og dagsetningar á hreinu,
heldur tókstu samviskusamlega
að þér að miðla þessum upplýs-
ingum til tiltækra innan hrings,
ýmist símleiðis og stundum bréf-
leiðis. Í huganum lifðir þú í gegn-
um aðra en sjálfa þig meðan við
hin vorum með hugann við okkur.
Frá þér streymdi hlýja Öldu-
götu-ættarmótsins, mjúk og brot-
hætt, eins og þú værir byggð úr
sama efni, en í öðrum skala.
Skylduræknina og samhygðina
með öðrum hefur þú trúlega erft
frá móður þinni, sem ætíð fann sér
tíma til að hugsa meira um aðra
en sjálfa sig. Sami ljóminn um-
lukti ykkur báðar.
Hver þú varst, jú þú barst nafn
með rentu, en mér er minnisstæð-
ust sú sem ég hitti á miðborgar-
röltinu, hin sem mætti í fjöl-
skylduboðin, uppápuntuð var
einhver hliðar-þú.
En þér fannst gaman, enda tif-
aði hjarta þitt fyrir fjölskylduna.
Ég kynntist þér sem fullorðinni
konu og fylgdist með þér úr fjar-
lægð í gegnum árin – sérstök og
óræð, einstæð og sennilega stund-
um einmana. Hélst tryggð við
æskuheimilið alla tíð, hversdags-
höllina á Öldugötunni, þó fjöl-
skyldusöngurinn væri löngu far-
inn úr þeim ranni. Trúlega hefur
verið líflegt þar á meðan húsið
hélt utan um þessa stóru og fjör-
legu fjölskyldu.
En nú taka við aðrar götur –
hver veit nema beinn og blóm-
umstráður vegur?
Samúðarkveðjur til ykkar,
kæru Öldugötusystkini og allra
sem að ykkur standa.
Ragnheiður Ragnarsdóttir.
Þar til ég varð þriggja ára göm-
ul bjuggum við fyrir neðan Þórdísi
á Öldugötunni. Ég man nú ekki
mikið eftir því, eðli málsins sam-
kvæmt, nema ég veit að ég kallaði
Þórdísi „Tótu Hi-Ci“. Það var því
hún hafði gefið mér drykkinn
Hi-C og það eflaust vakið mikla
gleði hjá mér.
Þórdís sendi mér reglulega
bréf með skemmtilegum fréttum
af ýmsum ættingjum og laumaði
inn á milli sögum af ömmu Hildi.
Það fannst mér gaman! Hún
mundi alltaf eftir afmælinu mínu
og fékk ég alltaf afmæliskort frá
henni. Ég er svo ánægð að hafa
náð að hringja í Þórdísi í byrjun
nóvember og þakka henni fyrir öll
bréfin og segja henni hve mikið ég
kunni að meta þau. Þá ræddum
við daginn og veginn og meðal
annars „jólaboðið“, sem er haldið
árlega í janúar.
Ég votta systkinum og ættingj-
um Þórdísar alla mína samúð
Hildur Georgsdóttir.
Leiðir okkar Þórdísar lágu
saman fyrir þrjátíu og fimm árum
á Reykjalundi, þar sem við heim-
sóttum sameiginlega kunningja-
konu. Síðar hafði hún samband við
mig í síma til að benda mér á
áhugaverða dagskrá í útvarpinu,
þar sem hún vissi að vegna sjón-
skerðingar gæti ég ekki aflað mér
upplýsinga um dagskrá útvarps
og sjónvarps í dagblöðum. Seinna
byrjaði Þórdís að senda mér
handskrifuð sendibréf með frétt-
um af sjálfri sér og fjölskyldu
sinni og kom þá berlega í ljós
væntumþykja hennar og stolt af
sínum nánustu.
Þórdís var sjálfstæð kona,
menningarlega sinnuð og var hún
dugleg að hafa samband og segja
mér frá leikhús- og tónleikaferð-
um og einnig sagði hún ferðasög-
ur úr Bretlandsferðum sínum.
Samband okkar Þórdísar var
mest í gegnum síma og sendibréf
en ég rakst einstaka sinnum á
hana af tilviljun á förnum vegi.
Ég hugsa með hlýhug og þakk-
læti til Þórdísar og þakka henni
fyrir öll sendibréfin og símhring-
ingarnar sem ég á örugglega eftir
að sakna.
Ég sendi ættingjum Þórdísar
innilegar samúðarkveðjur.
Brynja Arthúrsdóttir.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2017
Smáauglýsingar
Bækur
Sólin er kl. 7
á Hreiðarsstaðafjallinu
Jóhannes Sigvaldason skrifar um ævi
sína í pörtum. Leynir á sér. Norðlenski
húmorinn svífur yfir vötnum.
Fæst í bókaverslunum um land allt.
Vestfirska forlagið
Bækur til sölu
Um Urnot, bókin hennar Bjarkar,
Færeyingasagal 1832, Njála
1772, Það blæðir úr morgun-
sárinu, tölus., áritað, Jónas E.
Svafár, Spor í sandi, ljóð 38,
Steinn Steinarr, Hlutabréf í sólar-
laginu, Frumskógadrottningin
fórnar Tarsan, Níðstöng hin
meiri, Dagur Sigurðarson, Þorp-
ið, 1. útg., Jón úr Vör, Hvítir
hrafnar, Þ. Þ., Árbækur Espólíns
1-12, frumútg. Sunnanfari 1-13,
gott band, Galdrakver Ísleifs
Einarssonar, 1857 Íslensk mynd-
list 1-2 Vestur-Skaftfellingar 1-4.
Upplýsingar í síma
898 9475.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Húsviðhald
Hagerty kristal spray
Slovak Kristal,
Dalvegi 16 b, s. 5444333
Til sölu
Raðauglýsingar
Raðauglýsingar
Til leigu
Land til sölu
Til sölu eða leigu 4,6 hektarar lands með góðu
aðgengi að vatnsbólinu Gvendarbrunnum.
Gífurlegt vatnsmagn í boði samkvæmt
mælingum: Góð aðstaða fyrir vatnstöku.
Upplýsingar í síma 897 0511.
For sale or longtime rent water supply 4,6 hec-
tare land with good admission to the waterhole
Gvendarbrunnar: Immense water supply
available, pumping easy.
For further information telephone 897 0511.
Tilkynningar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, foreldramorgnar kl. 10.30,
síðasta söngstund ársins kl. 13.45 og bókaspjall Hrafns Jökulssonar
kl. 15 og er gestur hans Guðni Th Jóhannesson.
Árbæjarkirkja Opið hús í Árbæjarkirju í dag kl.13 til 16. Við erum í
jólaskapi, syngjum saman jólalög og dönsum jafnvel í kringum jóla-
tréð við undirleik Krisztinar Kalló og Jóns U. Jóhannssonar. Kyrrðar-
stund í kirkjunni kl. 12 og léttur hádegisverður á eftir. Athugið að þetta
er síðasta samvera Opna hússins fyrir jól en við byrjum aftur mið-
vikudaginn 10. janúar 2018. Allir velkomnir.
Árskógar Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-16, opin smíðastofa kl.
9-16. Opið hús, t.d. vist og brids kl. 13-16, opið fyrir innipútt, hádegis-
matur kl. 11.40-12.45, kaffisala kl. 15-15.45, heitt á könnunni. Allir vel-
komnir. S. 535-2700.
Boðinn Vatnsleikfimi í sundlaug Boðans kl. 9, handavinnustofa opin
frá kl. 9-15, harmonikku- / gítarspil og jólalögin sungin kl. 13.30.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16, leshópur Hjördísar
kl. 10.30. Botsía kl. 10.40-11.20, morgunkaffi kl. 10-10.30, tölvu- og
snjallsímaaðstoð frá kl. 10.30-11.10, glerlist kl. 13-16, spiladagur, frjáls
spilamennska kl. 12.30-15.50, opið kaffihús kl. 14.30-15.15.
Bústaðakirkja Jólasamvera félagsstarfsins er á miðvikudaginn 13.
desember kl. 14. Samverustund í kirkjunni og hátíðarkaffi í safnaðar-
sal á eftir. Allir hjartanlega velkomnir. Starfsfólk Bústaðakirkju.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Bókband kl. 9-13, opin handavinna frá
kl. 9-12, tölvu- og snjallsímakennsla kl. 10-11, bókband kl. 13-17, frjáls
spilamennska kl. 13-16.30, myndlist kl. 13.30-17, harmonikkudansleik-
ur með Vitatorgsbandinu frá kl. 14-15, ókeypis aðgangur og allir vel-
komnir. Kaffiveitingar kl. 14.30-15.30, sölukynning á skartgripum frá
kl. 10-14.
Verið velkomin á Vitatorg, síminn er 411-9450
Furugerði 1 Morgunverður frá kl. 8.10-9.10 í borðsal, fjöliðjan í kjall-
ara opin frá kl. 10, heitt kaffi á könnunni, stólaleikfimi með Olgu kl. 11
í innri borðsal, hádegisverður kl. 11.30-12.30 í borðsal ganga kl. 13 ef
veður leyfir, botsía í innri borðsal kl. 14, síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30 í
borðsal.
Garðabær Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl.
9.30-16. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara í síma 617-
1503. Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.40 /15, kvennaleikfimi í Sjálandi kl.
9.30, kvennaleikfimi í Ásgarði kl. 10.40, gönguhópur fer frá Jónshúsi
kl. 10, brids í Jónshúsi kl. 13, smiðjan í Kirkjuhvoli er opin kl. 13–16.
Gerðuberg Opin handavinnustofan kl. 8.30-16, útskurður með leið-
beinanda kl. 9-12, útskurður / pappamódel með leiðbeinanda kl. 13-
16, félagsvist kl. 13-16.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.10 botsía fyrir byrjendur, kl. 9.30
glerlist, kl. 13 félagsvist, kl. 13 postulínsmálun.
Grensáskirkja Jólastund eldri borgara í dag kl. 12-14, helgistund,
jólamatur og upplestur. Vegna máltíðarinnar lauk skráningu í gær.
Upplýsingar í síma 528-4410.
Guðríðarkirkja Félagstarf eldriborgara miðvikudaginn 13. desember
kl. 13.10 aðventustund í kirkjunni, bænastund, sr. Leifur Ragnar Jóns-
son les jólaguðspjallið, Hrönn Helgadóttir organisti og Anna Sigga
sjá um að koma okkur í jólaskapið með söng, í heimsókn kemur sr.
Kristín Pálsdóttir prestur, heitt súkklaði og meðlæti í boði eftir
aðventustundina.
Gullsmari Myndlist kl. 9, ganga kl. 10, postulísmálun / kvennabrids /
silfursmiði kl. 13.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Botsía kl. 10–11, útskurður með leiðbeinanda, kl. 9-12, 500 kr. skiptið,
allir velkomnir, morgunleikfimi kl. 9.45, hádegismatur kl. 11.30.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og
spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, sumbadans með
Carynu kl. 9, morgunleikfimi kl. 9.45, jóga hjá Carynu kl. 10, samveru-
stund kl. 10.30, lestur og spjall, hádegismatur kl. 11.30. Handavinnu-
hópur kl. 13, línudans kl. 13.30 hjá Ingu, eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Fótaaðgerðir 588-2320, hársnyrting 517-3005.
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50, við hringborðið kl.
8.50, upplestrarhópur Soffíu kl. 9.45, ganga kl. 10, línudans með Ingu
kl. 10.15, tálgun í ferskan við með Valdóri kl. 14.30, síðdegiskaffi kl.
14.30. Bókmenntahópur kl. 19.30. Allir velkomnir óháð aldri, upp-
lýsingar í síma 411-2790.
Korpúlfar Ganga kl. 10 frá Borgum og inni í Egilshöll, aðventufundur
Korpúlfa kl. 13 í Borgum, skólahljómsveit Grafarvogs mun flytja
jólalög, Korpusystkin skemmta, helgileikur barna úr Fífuborg,
Björgvin les jólasögu, Ragnar Ingi sérstakur gestur með uppistand,
tónlistanemendur úr Hörpunni leika jólalög og sr. Guðrún Karls
Helgudóttir mun vera með jólahugvekju, súkkulaði og smákökur,
sjáumst í hátíðarskapi.
Neskirkja Krossgötur kl. 13. Áslaug Gunnarsdóttir, píanóleikari flytur
tónlist að eigin vali, ekki þarf að kynna fyrir fastagestum á Kross-
götum, framlag hennar, hún kemur alltaf með eitthvað fróðlegt og
áheyrilegt og setur okkur inn í heim tónlistarinnar.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, morgunleik-
fimi kl. 9.45, viðtalstími hjúkrunarfræðings kl. 10-12, upplestur kl. 11,
félagsvist kl. 14, ganga með starfsmanni kl. 14, Bónusbíllinn kl. 14.40,
heimildarmyndasýning kl.16.
Selið, Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-16 og upp úr kl. 10 er
boðið upp á kaffi þar sem fólk kemur saman í spjall og kíkir í blöðin.
Hádegisverður er kl. 11.30-12.30 og handavinnuhópurinn kemur
saman kl. 13, vöfflukaffi er selt á vægu verði kl. 14.30–15.30. Allir eru
hjartanlega velkomnir í Selið. Nánari upplýsingar hjá Maríu Helenu í
síma 568-2586.
Seltjarnarnes Listasmiðja kl. 9, botsía Gróttusal kl. 10, kaffi spjall í
króknum kl. 10.30, kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12.00, handavinna
Skólabraut kl. 13, timburmenn Valhúsa kl. 13, vatnsleikfimi sundlaug-
inni kl. 18.30. Á morgun fimmtudag 14. desember verður jólabingó í
salnum á Skólabraut kl. 13.30. Allir hjartanlega velkomnir.
Stangarhylur 4, Göngu-hrólfar ganga frá Ásgarði Stangarhyl 4 kl. 10
Félagslíf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni-
boðssalnum. Ræðumaður Ragn-
ar Gunnarsson. Allir velkomnir.
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl 20.00.
HELGAFELL 6017121319 VI
fasteignir